Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 4
Lesbók/Arni Sæberg.
Tóta og Tommi ásamt börnum sínum,
útlendri vinkonu og kisu við kvöldverð-
arborðið.
Stundum en þó helst á matmálstímum er jafn
mannmargt hjá Tomma og Tótu í Miðstræt-
inu og á Umferðarmiðstöðinni. Kunningjar
og vinir líta þar við á kvöldin án þess að gera
boð á undan sér, feta sig upp brakandi tröpp-
Litið inn hjá hjón-
um sem ástunda
sérstakan lífsstíl og
hafa mataræði sitt í
samræmi við reglur
Yin og Yang, sem
eru tvö öfl úr kín-
verskri heimspeki.
Eftir
GUÐBRAND GÍSLASON
urnar þar sem kötturinn Soffía Lóren kúr-
ir á skörinni mjúk viðkomu eins og brjóst
og koma oftar en ekki að opnum dyrum á
annarri hæðinni því Tommi og Tóta og
börnin þeirra þrjú, Jonni, Rut og Ari virð-
ast hafa litla þörf fyrir þann sið að kúldr-
ast með líf sitt fyrir luktum dyrum á þann
hátt sem sumstaðar er kallaður prívat eða
einkalíf heldur flytja þau glaðlyndi sitt og
elskulegt viðmót með sér út á gang eða
stétt, út á götu eða í garðinn ef þannig
viðrar og heilsa oft gestum með kossi.
Þessi sífelldi gestagangur veldur því að
stundum er eins og mörg mannamót eigi
sér stað í einu í íbúð Tomma og Tótu: í
einu horninu er skrafað á ensku um
myndlist meðan nokkrir liggja á eldhús-
gólfinu og ræða um Ítalíu og Rut spilar á
píanóið og Jonni skrifar forrit. Samt er
aldrei ös eða æsingur í þessu húsi. Eldhús-
ið er stórt og í einu horni þess baðkarið.
Ég hef tvisvar séð gesti þar í baði meðan
verið var að elda kvöldmatinn og þótti
engum mikið, því í þessu húsi þarf ekki að
loka dyrum. Stress þekkist þar ekki nema
í orðabók Menningarsjóðs uppá hillu. Þess
vegna er kvöldmaturinn stundum ekki
kominn á borðið fyrr en klukkan tíu. Oft er
hann tilbúinn fyrr en stundum síðar. Og
þá erum við komin að kjarna málsins.
Vegna þess hver maturinn er, kippir sér
enginn upp við jafn fáfengilega hluti og
borgaralegt tímaskyn. Hér er tíminn orð-
inn sú stund sem Soffía malar eða hitinn
rýkur af grjónum eða blóm hneigist móti
Kort yfír fæðutegundir, sem skiptast í tvo
fíokka eftir lögmátí Yin og Yang.
sólu úr bleikri gluggakistunni á annarri
hæð í þessu gamla timburhúsi, tíminn er
hér vellíðan eins og lífið, nautn sem ekki er
til í öðrum mælieiningum en þeim sem
umhverfið heftir hann í og sjálfsagt er að
fylgja þegar krefur tillitssemi við aðra.
I þjóðfélagi þar sem gjalddagar víxla
hafa tekið yfir það hlutverk kirkjudaga að
búta niður líf fólks á almanakinu hlýtur
það að vera gott líf þar sem engri orku er
eytt í áhyggjur útaf veraldlegum gæðum,
þar sem jákvætt viðhorf nær að hefja
mann yfir skarkala hversdagsins og æði og
halda manni þar í einhverri taoískri heið-
ríkju hugans frá morgni til kvölds og allar
langar nætur. Ekki svo að skilja að Þórunn
Elísabet Sveinsdóttir og Tómas Jónsson
þekki ekki brauðstrit: Þau vinna bæði
langan vinnudag og hafa verið skuldug
upp í hársrætur eins og aðrir. En þegar
þau voru við nám í Englandi fyrir áratug
breyttu þau um mataræði og breyttu þar
með lífi sínu. í eldhúsinu skammt frá bað-
karinu hangir á vegg prentaður sá sann-
leikur sem þau þekkja í líkömum sínum:
You are what you eat, þú ert það sem þú
etur. Tómas Jónsson er 34 ára, ættaður af
Suðurnesjunum. Hann vinnur sem auglýs-
ingateiknari. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
er 32 ára, ættuð frá Siglufirði. Hún starfar
sem ráðgjafi við matargerð, hannar leik-
búninga og þar að auki (haldið ykkur fast)
er hún móðir, húsmóðir, kona. Allt á sér
aðdraganda, jafnvel þeir hlutir sem
ómerkilegastir virðast. Tóta talar um líf
sitt fram til þess tíma er þau breyttu um
mataræði:
Ég var þunglyndur krakki, vildi engan
þekkja og fannst lífið ekki þess virði að