Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Síða 6
Klukkan var liðlega sex og enn aldimmt,
þegar þeir fyrstu vöknuðu og fóru á kreik.
Ég heyrði gegnum svefninn, að þeir tóku
fram prímusinn og einn pumpaði í ákafa,
meðan annar fór niður af loftinu eftir
vatni. Svo rofaði til í vitundinni á einu
augnabliki. Ég fann, að gæruskinnspokinn
var mjög þröngur og það var aðeins hart
gólfið undir honum, en súðin yfir.
Það kom einhver að neðan og sagði þurrt
veður og að þeir hefðu farið út yfir Tjarná
að huga að hestunum. Þeir væru varia
stroknir langt svona snemma morguns. Ég
heyrði, að prímusarnir niðri voru líka
farnir að suða; það er notalegt að vakna
við svona hvin og vita, að kaffið verður til
eftir nokkrar mínútur, bleksterkt ketil-
kaffi.
— Þeir halda, að sá bleiki hans Stjána
sé farinn, heyrði ég, að einhver sagði niðri,
en annar taldi það af og frá; hann væri
bara sunnar með ánni. Þeir voru miklu
hljóðari núna en í gærkvöldi. Þá höfðum
Þetta var fyrsta
fjallferðin mín og
allt hafði gengið vel
fyrsta áfangann inn í
Hvítárnes og verið
eins skemmtilegt og
manni skildist að
fjallferðir ættu að
vera. En þegar kom á
Kjöl snerist öræfa-
dýrðin uppí algera
martröð.
EFTIR
GÍSLA SIGURÐSSON
við riðið í einum áfanga alla leið sunnan úr
Biskupstungum og inn í Hvítárnes, og það
hafði verið gleðskapur. Við höfðum dokað
við á efstu bæjum, unz allir voru komnir,
samtals 26 menn með jafnmarga trússa-
hesta. Þá höfðum við strákarnir tekið
trússana og látið þá brokka undir klyfjun-
um, því það fer alltaf vel á, þegar lagt er af
stað. Ég var fimmtán ára þetta haust.
Karlarnir höfðu riðið í hóp á eftir, og
fleygarnir gengu á milli þeirra, og ööru
hverju varð að opna hnakktöskur til að
bæta á þá að nýju. Við höfðum komið í
Hvítárnes nokkru fyrir myrkur. Þá voru
enn þrír eða fjórir ókomnir, og það var
talið öruggara, að einhver færi á móti
þeim, því þeir höfðu fengið sér nokkuð
mikið neðan í því. Það var búið að hita í
annað sinn og byrjað að syngja, þegar þeir
komu.
En nú voru menn fremur hljóðir og sum-
ir rámir. Maðurinn, sem fór út í Tjarná
eftir vatninu, var kominn með fullan pott,
og sumir voru farnir að opna skrínurnar
og spændu í sig léttreykt lambakjöt með
sjálfskeiðungum.
Þá fór að gráma af degi.
Einar kóngur kom upp á loftið og sagði,
að hann væri þungbúinn. Kannski væri
þoka á Kilinum. Hundarnir voru byrjaðir
að fljúgast á, og einn fjallmaður af alda-
mótakynslóðinni, sem hafði farið meira en
fimmtíu sinnum á fjall, var að segja nýlið-
unum frá því, þegar þeir lágu heilan sól-
arhring með safnið á tanganum við Hvítá.
Það hafði ekki gengið í ána út af sólblik-
inu, og þeir höfðu reynt að hrinda einni og
einni kind útí, en þær syntu jafnótt til
sama lands. Svo höfðu þeir búið um sig á
tanganum um nóttina, og þá hafði gert
byl. Blind-þreifandi-öskubyl. Sá fimmtug-
faldi hafði verið nýliði þá og lét liggja að
því, að þessir unglingar nú á dögum ættu
líklega lítið erindi í þesskonar mannraun-
ir.
Kóngurinn hafði sent þrjá stráka eftir
hestunum, og þeir ráku þá í höftunum í
Tjarná, svo gusurnar gengu í háaloft. Það
var enn tæplega markljóst, svo notað sé
fjallskilamál; jakarnir á Hvítárvatni
skáru sig naumlega frá dökkum bláman-
um í Skriðufelli, og skriðjöklarnir sinn
hvorum megin við fellið voru að byrja að
taka á sig form. Það var hrollkalt í morg-
unsárið.
Ég gekk frá skrínunni og svefnpokanum,
því nýliðar mega ekki láta standa uppá sig.
Svo fór ég niður í stóra herbergið, þar sem
þeir voru enn að spæna í sig hangikjötið og
segja sögur úr eftirleitum. Einn af upp-
bæjunum hafði lent í eltingum í Fögruhlíð.
Það er einskonar eyja, sem myndast við
það, að Fúlakvísl á sér tvær uppsprettur
úr Langjökli. Kvíslin fellur fyrir neðan
hlíðina, en skriðjökullinn á þrjá vegu. Þeir
höfðu misst lambrollu á jökulinn, og lamb-
ið lenti í sprungu. Þeir höfðu séð það langt
niðri, en orðið frá að hverfa. „Það kom mér
ekki á óvart; mig dreymdi fyrir því nótt-
ina, sem við lágum í Fremstaverskofan-
um,“ sagði maðurinn og setti á tóbaks-
baukinn til dagsins.
— Gott að vera laus við þessa kofa,
sagði einn af nýliðunum.
— Þeir voru kaldir, sagði aldursforset-
inn.
— Ekki það, sagði strákurinn, en helvít-
is draugarnir.
— Ætli maður hafi látið það á sig fá.
— Var ekki reimt í Fremstaverinu?
— Ekki í Fremstaverinu. Það þótti
eitthvað óhreint i Lambafellskofanum.
Hann Tómas heitinn í Brattholti þótti ekki
neinn aukvisi, og sagðist hann þó hafa
vakað þar heila nótt með opinn hníf.
Hinsvegar vildi hann ekki segja, hvað
hann hafði séð.
— Mildi, að engan mennskan mann bar
að kofanum þá nótt. Sá hefði fengið fyrir
ferðina.
— Nei, kofagarmarnir, þeir voru ekki
sem verstir. Það hefur fjárann ekkert ver-
ið betra hér.
— Urðuð þið varir við nokkuð í nótt?
Nei, þeir höfðu ekki orðið varir við neitt
og fengu sér í nefið uppá það.
Það var ekki vanalegt, að vart yrði við
drauginn í Hvítárnesi, þegar mannmargt
var í sæluhúsinu. Þó er það með frægari
draugum landsins og hefur margan angr-
að, einkum þá, sem hafa verið einir á ferð.
Hvítárnesdraugurinn á sína sögu, en
hlýtur að vera kominn langt yfir níunda
ættlið og ætti að vera útdauður. Það var
árið 1402. Maður einn kom að utan með
Bakkaskipi og hafði sá drepsótt meðferðis.
Það er líklega einhver versta sending, sem
íslendingar hafa fengið; drepsóttin fór
eins og logi yfir akur. Þá var það, að fjöl-
skylda ein tók sig upp með allt sitt hafur-
task og flutti í Hvítárnes. Þangað mundi
drepsóttin ekki ná. Hvort þetta er stað-
reynd, veit ég ekki, en svo mikið er víst, að
vel sést fyrir bæjarrústum á bakka Tjarn-
ár og því líkast, að ræktað tún hafi verið í
kring.
Svo var það löngu seinna, nánar tiltekið
árið 1930, að Ferðafélag íslands byggði
sæluhús í Hvítárnesi. Það var að nokkru
leyti byggt á rústunum, jafnvel hróflað við
hleðslu, og allir vita nú, hvað það þýðir.
Nema upp gaus svo magnaður drauga-
gangur, að menn sneru þaðan jafnvel frá
fremur en leita gistingar. En nú þykir
mjög hafa dofnað yfir draugnum í Hvít-
árnesi.
★
— Hestarnir eru komnir, sagði einhver
frammi. Karlarnir risu upp hægt og þungt
og stungu svipunum í stígvélin. Ég var að
velta því fyrir mér, hvort þeir mundu allir
komast einir á bak með fullorðinn, lifandi
sauð. Þeir einir voru fullgildir fjallmenn,
sem gátu það. Ég er smeykur um, að all-
margir í þessum hópi hefðu orðið að gefa
sig við það, ýmist sakir æsku eða elli.
— Hann er koldimmur á austrið, sagði
kóngurinn með hægð. Mikið ljúfmenni
Einar í Holtakotum og búinn að vera
fjallkóngur í áratugi. Hann sagði: „Ég
ætla að biðja þig að vera með trússinn. Og
Egill í Múla, bezt að þú verðir með honum
.Gísla með trússinn."
Það var tekið á móti hestunum með
hnökkum og beizlum, klyfsöðlum og reið-
ingum. Klukkan hálf átta var nokkurn
veginn ljóst orðið, þokan hékk niður af
jöklinum. Menn jöfnuðu baggana og gyrtu
á, svo klárarnir stundu við. Síðan kaffi
einu sinni enn, hestarnir bundnir í tvær
þrettán hesta lestir, og við Egill sigum af
stað.
Þá var klukkan átta.
Nú fórum við aðeins lestaganginn; það
er einhvern veginn ekki leyfilegt að láta
trússahesta brokka nema fyrsta daginn og
auk þess óframkvæmanlegt, þegar þeir eru
komnir í lest. Egill fór á undan, reyndur
maður og kunnugur á þessum slóðum og
harður í átökum, þegar svo bar undir. Við
áttum nálega fimmtíu kílómetra leið fyrir
höndum. Ef allt gengi að óskum, mundum
við leggja fimm kílómetra að baki á hverri
klukkustund; verða komnir í næturstað á
Hveravöllum um sexleytið.
Moldargöturnar eru orðnar mjög djúpar
þarna í heiðinni inn frá Hvítárnesi, þær
hafa markazt og dýpkað af troðningi
hesthófanna öld fram af öld. Þegar kemur
inn með Fúlukvísl, beint á móti Hrefnu-
búðinni, þá verður grýttara, og maður
teymir hægar. Þar riðu hinir framúr. Þeir
höfðu lagt eitthvað seinna af stað, en fóru
geyst og báðu okkur Egil vel lifa. Þeir ætl-
uðu að fara í vestanvert Kjalhraun og
Þjófadalafjöll og reka eitthvað austur á
bóginn til þess að gera leitina auðveldari
daginn eftir.
Við áðum í fallegum grashvammi, rétt
þar sem Fúlakvísl beygir fyrir Baldheið-
arhornið. Egill var með stóran hitabrúsa
og kaffi á honum. Við drukkum til skiptis
úr brúsalokinu. Þá var farið að nálgast
hádegi. Nú sáum við vel uppá Kjölinn; það
hafði lyft upp þokunni, því byrjað var að
hvessa. Við mundum sennilega geta farið
gamla Kjalveg. Það fór vel á hestunum, og
þeir tóku niður í hvamminum, meðan við
drukkum. Stuttu seinna byrjaði að rigna,
það var stórdropótt, köld rigning af norðri.
Við leystum upp hnakkólarnar og fórum í
vatnsföt, ég í gúmmígalla, en Egill hafði
olíuborinn galla, skærgulan.
Það er afskaplega tilbreytingarlaust að
teyma lest langar vegalengdir. Maður lítur
um öxl öðru hverju og sannfærist um, að
það hallist ekki á og enginn slitni aftanúr.
Ég var því vanur að fara á milli með hey-
bandslestir, svo þetta var fremur hvers-
dagslegur hlutur. Við suðurrönd Kjal-
hrauns fór Egill af baki, og við tókum
okkur bita í flýti; það var ekki til neins að
setjast niður. Hestarnir séru sér fhöm
undan rigningunni.
— Hann er aftur orðinn dimmur uppi á
hrauninu, sagði Egill, og þar að auki rok.
Ég held það sé ekkert vit að leggja í hraun-
ið.
Ég lét hann ráða og spurði einungis,
hvað hann ætlaðist fyrir.
— Við verðum að skella okkur vestur
fyrir Kjalhraun, sagði Egill og tók
hraustlega í nefið. — Vestur í Þjófadali og
inn með fjöllum. Það er miklu lengri leið,
en öruggara að rata þar í dimmviðri. —
Við gyrtum á hestunum, og þeir settu
undir sig hausana, við snerum til norðurs,
beint í veðrið. Það var hvorttveggja, að
rigningin jókst og rokið. Það var á flötu
hraunflákunum framan við Þjófafell, sem
stríðið byrjaði. Þá var klukkan tvö. Það fór
að fara illa á sumum hestunum. Þegar ég
sá að trússinn var að snarast yfirum, þá
var ekki um annað að gera en fara af baki,
hlaupa aftur með lestinni, taka í og gyrða
betur. Nú löfðu raunar alls staðar gjarðir;
klárarnir voru að byrja að verða svangir
eftir sex tíma ferð.
Þjófafell, það kemur eins og þvergirðing
framan við Þjófadalina og afmarkar þá að
sunnanverðu. Þar er svartur sandur fyrir
framan, en rokið tætti þokuna framanaf
Rauðkolli og jöklinum þar á bakvið.
Þarna á sandinum brast á aftakaveður
með slyddu. Það hvein og ýlfraði ámátlega
í hvössum klettanibbum Þjófafells og
gránaði niður í hlíðarnar. Nú miðaði afar
hægt áfram. Það fór yfirum á einum
klárnum af öðrum, mest fyrir þá sök, að
veðrið var að nokkru leyti á hlið. Ég hafði
að sjálfsögðu ekkert til þess að binda
fremsta hestinn við, og um leið og honum
var sleppt, snerist öll lestin saman í bendu.
Og baggarnir gátu lent undir þvögunni.
Þetta var næstum óviðráðanlegt, en ekkert
um annað að ræða en berjast. Ég hnýtti
þeim fremsta í tagl reiðhestsins og teymdi;
það var ógerningur að halda sér á baki.
Það er ekki löng vegalengd þarna inn
með Þjófadalafjöllunum. Og afburða fag-
urt er þar á björtum sumardegi. Þá sér
suður á Kjölinn og Strýtur, en gufumekki
leggur upp af hverunum á Hveradölum,
austanvert við hraunið. En þegar kemur
fram í miðjan september, er allra veðra
von á þessum slóðum, og oft hafa fjall-
menn komizt í hann krappann þar. Einn
6