Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 8
Finn Lynggard: „ Technique is cheap", 1984. Tchai Munch: Skál, 1983. FáguÖ glerlist á Kjarvalsstöðum Meðal þess sem fram fór á Kjarvalsstöðum í blaðaverkfall- inu, var óvenjulega fáguö gler- listarsýning, sem bar heitið Stefnumót glervina. Þessi list- viðburöur hefur ugglaust farið ómaklega fyrir ofan garð og neöan eins og verða vill, þegar blööin geta ekki gegnt hlutverki sínu. Að sýningunni stóðu fjórir glerlistamenn: Sigrún Ó. Ein- arsdóttir og Sören S. Larsen, sem hafa gert garðinn frœgan í Bergvík á Kjalamesi, þar sem þau reka glerblástursverkstœði og eru nú þekkt oröin fyrir framúrskarandi listrœna hluti. Meö þeim sýndu tveir danskir glerlistamenn, Tchai Munch og Finn Lynggaard, en hann varö fyrstur manna til aö koma á fót litlu glerverkstæði í Danmörku, enda liðlega fimmtugur að aldri og rekur nú verkstæöi í Ebeltoft á Jótlandi. Hann hefur og skrifað kennslu- bækur um keramik og gler. Tchai Munch er fædd I Dan- mörku 1954 og iér nú aðstoöar- maöur Finn Lyngþaard. Hún hefur tekiö þátt I fjölmörgum samsýning- um, viöa um lönd. Lynggaard er Sýning Sigrúnar Ó. Einarsdóttur, Sören Larsens, Tchai Munch og Finn Lynggaards svo forframaður, aö verk hans eru til á 13 söfnum víösvegár um heim- inn, gullverðlaun hans og viöur- kenningar eru fjölmargar og I sýn- ingarskrá eru taldar upp 25 sam- sýningar, sem hann hefur tekið þátt I. Um árabil hefur hann veriö leiðandi afl og einskonar merkis- beri studio-glerlistar, ekki bara á Noröurlöndum, heldur um allan heim. Bæöi Tchai og Sigrún Ó. Einarsdóttir hafa lært hjá honum. Sören S. Larsen, sem hefur rek- iö studio-glerverkstæðiö „Gler i Bergvik" ásamt Sigrúnu. Einars- dóttur síöan 1982, var þar áöur umsjónarkennari keramikdeildar Myndlista- og handlðaskóla is- lands; einnig kenndi hann viö Skol- en for Brugskunst. í sýningarskrá segir Aöalsteinn Ingólfsson listfræöingur m.a.: „Höfuöeinkenni glersins, gegn- sæiö, er líkast til sá eiginleiki þess sem mest reynir á þann sem hefur þaö undir höndum. Gleriö er eins og vatnið, slbreytilegt eftir veöri og vindum, staösetningu og sjónar- horni. Þvi þarf sterk bein til aö láta ekki þennan eftirgefanlega miöil ráöa feröinni, gefa til kynna bæði allt og ekkert, heldur sveigja hann til hlföni viö sérstök listræn mark- miö, ákveöna skírskotun ... Og ennfremur: „Gler er stund- um taliö óhlutlægast, mest af- strakt, allra listmiöla. í gleri þeirra Sigrúnar og Sörens gætir hins veg- ar nálægðar náttúrunnar svo ekki verður um villst: öldugangsins I fjöruboröinu, þangsins, blævarins I grasinu, litbrigöa Esjunnar og laufsins í kjarrinu. Aö hafa gler- muni þeirra um hönd er eins og aö meöhöndla náttúruleg form, sem sjálfar höfuöskepnunar hafa sllpaö og skolaö á land í Bergvík." Sigrún Ólöf Einarsdóttir: „Dans" úr myndrööinni „Fóik", 1984. Sören S. Larsen: „Gróska", 1984. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.