Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 11
F J Ú K SMÁSAGA EFTIR ODD BJÖRNSSON Satt að segja veit ég varla hvernig byrja skal þessa frásögn — og ætlast heldur ekki til að allir trúi henni, en sönn er hún engu að síð- ur. — Það skal strax tekið fram að ég er leigubílstjóri. Undanfarna daga hef ég verið frá vinnu, setið hér við borðið næt- urlangt og hugleitt þá atburði er gerðust sólarhringana á undan. Það var um kvöld að bíll var pantaður að fjölbýlishúsi innarlega við Kleppsveginn. Farþeginn var tæplega miðaldra kona, sem bað mig að aka sér vestur í bæ. Ekki telst það til tíðinda, né heldur útlit kon- unnar sem mér virtist ákaflega aðlaðandi. Ég gat þó ekki á mér setið að gefa henni nánar gaum í speglinum og undraðist meir og meir fríðleik hennar og þokka. Þá gerð- ist það að mér verður litið í spegilinn, þeg- ar við nálguðumst áfangastaðinn — og við mér blasti sýn sem ég mun ekki geta gleymt, þótt feginn vildi: í aftursætinu sat „önnur kona" með svört augu, glóandi af ástríðu; bros — eða öllu heldur hæðnislegt frygðarglott — lék um varir hennar, og það var eins og hún segði með „brosinu" einu saman: „Það er óþarfi að míga á sig af hræðslu væni minn.“ Ég leit undan og tókst með herkjum að forðast árekstur við ljósastaur — og sem betur fer vorum við óðar komin á leiðarenda. Hún rétti mér upphæðina sem stóð á gjaldmælinum og ég tók við henni án þess að líta við — gat þó ekki á mér setið að horfa í spegilinn meðan hún bjó sig undir að fara út úr bílnum. Aftur hafði farþeginn breyst í fríða og aðlaðandi konu sem brosti til mín, eins og í kveðjuskyni. Svo hvarf hún inn í sund milli tveggja gamalla húsa. Nokkru eftir miðnætti — klukkan hefur trúlega verið langt gengin í tvö — var beðið um bíl á þetta sama heimilisfang í Vesturbænum. Ég verð að játa að það var . með allmiklum kvíða og þó magnaðri for- vitni sem ég lagði af stað — og mér varð einkennilega innanbrjósts er ég sá konuna standa á gangstéttarbrúninni ásamt manni, lítið eitt yngri að því er vir.ist. Ég var beðinn að aka á Kleppsveginn. í spegl- inum sá ég að hún hallaði sér að honum'og hvíldi höfuðið á öxl hans meðan hann gældi við hana einsog annars hugar og horfði á fjúkið gegnum hliðarrúðuna. Þau voru þögul — næstum sorgmædd — og hár þeirra var rennvott, einnig fötin. Ég furð- aði mig á að hafa ekki veitt því athygli þegar þau komu inn í bílinn, en ég ákvað að láta á engu bera. Tveim sólarhringum síðar er ég enn að aka sama manni að kvöldlagi. Veðrið hafði lítið breyst, snjófok öðru hverju og óvenju dimmt. Maðurinn biður mig að fara með sig á Kleppsveginn, en sem ég ek út á Laugarnesið biður hann mig allt í einu að keyra afleggjarann —■ út á tangann. Þegar ég komst ekki lengra horfði ég út í kófið og beið frekari fyrirmæla. Öðru hverju sást grilla í drungalegan og úfinn sjóinn og stakur már var á flugi. — Þér finnst skrýtið að ég skuli láta þig keyra mig hingað, sagði hann — og bætti svo við einsog annars hugar, — það er vegna þess að ég ætla að segja þér frá því sem hefur gerst. — Það var fyrir tveimur kvöldum, ég var nýbúinn að borða og sest- ur við sjónvarpið, þegar síminn hringdi. Það var kona sem ég hef þekkt lengi — satt að segja hefur samband okkar verið mjög innilegt. Hann þagnaði — þú ókst okkur heim til hennar um nóttina, þess- vegna segi ég þér frá þessu. Aftur þögn. — Hún sagðist vera hjá kunningjum sínum vestur í bæ — bað mig að koma — sagðist sakna mín. Hún kom á móti mér brosandi og dálitið skjögrandi. — Er eitthvað eftir handa mér? spurði ég. — Þú afsakar þótt ég rifji einnig upp samtöl, ég borga bílinn. — Auðvitað, sagði hún glaðlega og rétti mér glas. Allir virtust þreyttir og ánægðir og vel hreifir, og frá grammófóninum bárust ljúfir tónar sem trufluðu síður en svo fjörlegar samræðurnar. Ég settist við hlið hennar í sófann og saup drjúgum á glasinu til að komast með sem skjótustum hætti í takt við stemmn- inguna. Þá birtist fremur ungur maður við stigabrúnina. — Er ekki meiningin að koma á Broad- way? spurði hann eftir nokkurt hik, svona einsog til að gefa skýringu á tilvist sinni og virti samkvæmið fyrir sér, allsgáður. — Við sleppum því núna — við erum orðin svo þreytt, var svarið sem hann fékk og eitthvað fleira í þeim dúr. Maðurinn var tregur til að fara og vildi þó ekki taka þátt í gleðinni, en stóð kyrr á sama stað. — Það var búið að tala um að ég keyrði ykkur. — Sama og þegið, þakka þér fyrir. Hún hafði skroppið fram á snyrtingu en birtist meðan á þessum samræðum stóð. Ég hugleiddi hvort manngarmurinn ætlaði ekki annaðhvort að koma sér inn eða út, en náunginn virtist ofurseldur tregðulögmáli, þar sem hann stóð í stiganum. — Þú afsakar vinur, við erum hér rall- hálf og höfum það prýðilegt, sem átti raunar að útleggjast „viltu nú ekki vera svo vænn að koma þér burt," og síðan var honum ekki veitt frekari athygli. Meðan við ókum með þér heim til henn- ar um nóttina var ég að hugleiða dularfullt hvarf hennar og mannsins í stiganum — eitthvað hafði heyrst skvaldrað í lágum hljóðum niðri í forstofunni og síðan ekki söguna meir. Það leið hálftími. Þrír stund- arfjórðungar — klukkutími. Einhver spurði hvað hefði orðið af henni án þess að menn hefðu sýnilegar áhyggjur af því — samt þorði enginn niður til að grennslast fyrir um hana, og allra síst ég: saup þeim mun rösklegar á áfenginu og reytti af mér brandara. Þegar heim var komið settumst við inn í stofu yfir sérrýlögg sem hún átti. Við þögðum. Loks sagði hún, án þess að líta á mig: — Elskarðu mig? — Elskar þú mig? spurði ég á móti. — Já, svaraði hún seint — þá hringdi síminn. Ég sá eftirvæntinguna i svip hennar þegar hún stóð upp til að svara. Nokkur stutt orð í „gamni og alvöru" — ég þekkti raddblæinn, vissi hvað hann boðaði. — Nú, ert það þú? — ég var bara að nota tímann til að átta mig — þakka þér fyrir — jú — ég er alveg til í það — við þurfum líka að ræða saman — ýmislegt. Svo kom elskulegt bless. — Þetta var hann — þessi sem ætlaði að keyra okkur á Broadway — hann var að bjóða mér út í hádegismat á morgun. Nú varð löng bið á frásögninni og við störðum báðir á dökkan og úfinn sjóinn og rytjulega fuglana flögra í hráslagalegum vindinum og síðan gerði aftur kóf. Satt að segja var ég litlu nær, skildi þó að málið snerist um afbrýði. Loks hélt hann áfram: — Hún hringdi í kvöld. — Viltu koma? sagði hún í símanum. — Veðrið er svo andstyggilegt — ég er ein. Ég vildi það væri alltaf svona vont veður. Aftur þögn. — Nú er ég á leiðinni til hennar — við skulum snúa við, hún er farin að sakna mín. Næsta kvöld frétti ég að tvö lík, maður og kona, hefðu fundist í flæðarmálinu við Laugarnestanga. Ég gat ekki á mér setið, en ók af stað út í bylinn. Ekki veit ég hvað ég hafði keyrt lengi — en ég varð allt í einu gripinn löngun til að horfa í spegil- inn: — þau sátu í aftursætinu — hún hall- aði sér að honum og hvíldi höfuðið á öxl hans meðan hann gældi við hana einsog annars hugar og horfði á fjúkið gegnum hliðarrúðuna. Þau voru þögul — næstum sorgmædd — og hár þeirra var rennvott, einnig fötin. Þegar ég beygði út á tangann varð mér aftur litið í spegilinn. Það var enginn í aftursætinu. Ég hélt áfram og horfði á bílljósin staðnæmast á snjókófinu, einsog þau hefðu lent á hvítum vegg. Að öðru leyti var myrkur, og ég fikraði mig áfram eftir veginum, sem ekki sást. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. OKTÓBER 1984 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.