Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Page 16
F ey kilegur forði af ónýttu eldsneyti? Stjörnufræðingurinn Thomas Gold er með kenningu um tilurð olíu, sem stangast á við hina hefðbundnu skýringu og kemur illa við gamalgróna olíusérfræðinga Fyrir áratug varö al- menningi skyndilega ljós olíukreppan, þegar hann stóð andspænis stórhækkandi verði og biðröðum á benzínstöðvum. Þetta var ónotaleg sönnun þess, sem jarðfræðingar höfðu löngu séð fyrir: að eldsneyti úr jörðu — plöntu- eða dýraleifar, sem hafa kraumað í milljónir ára í hinum náttúrulega þrýstikatli efri laga jarðskorpunnar — væri að ganga til þurrðar. Það hafði bara verið svo mikið til af risa- eðlum og regnskógum fyrst og fremst. En menn eru til, sem eru á öndverðum meiði. Lítill en há- vær minnihluti vísindamanna heldur því fram, að olía og það sem er enn mikilvægara, nátt- úrulegt metangas, eigi uppruna sinn að rekja til annarra og ríku- legri linda. Þessi kolefnaríku eldsneyti hafa að þeirra sögn orðið til úr efnum, sem lentu djúpt í iðrum jarðar, þegar hún myndaðist. Metan hefur verið að streyma upp á við æ síðan, en hægt, og stundum lokazt inni undir neðanjarðarhvelfingum þéttra berglaga. Á leiðinni upp hefur lítill hluti gassins breytzt í olíu við þrýsting. Svo að með með því að bora nokkrum kíló- metrum lengra — niður fyrir hið venjulega dýpi við olíuleit — ættum við að finna gífurlegt magn af ónýttu eldsneyti. Og þar sem metan brennur á sérstak- lega hreinan hatt, gætum við um leið leyst mengunarvandamál okkar að verulegu leyti. „Þetta Er Bara Alrangt Hinn umdeildi sjáandi þessa neðanjarðargass er Thomas Gold, stjörnufræðingur við Cornell, sem hefur beint athygli sinni niður á við fremur en til upphæða undanfrin ár. Útkoman hefur svo orðið vísindaleg um- ræða, sem hefur komið óþægi- lega við gamalgróna olíusér- fræðinga og jafnvei gert þá vonda. „Þetta er bara alrangt hjá manninum," segir Fred Dicks hjá Félagi bandarískra olíujarðfræðinga. En þó að deil- ur manna um mál þetta séu all- snarpar, þá byggjast þær meira á útlistunum og túlkunum en á beinum staðreyndum. Menn eru til dæmis sammála um, að olía og gas hafi að geyma vott af efnum, sem augljóslega megi rekja til rotnunar lifandi vera. Flestir benda á það sem sönnun um upprunann, en Gold heldur því hins vegar fram, að lífræn efni á niðurleið hafi blandazt ólífrænu gasi, sem leit- aði upp. „Olía og gas kemur að nokkru leyti frá rotnuðum lífver- um,“ fellst Gold á, „en að mestu leyti er það ekki svo.“ Eins eru menn sammála um það, að olía frá vissum, stórum svæðum — mestum hluta Suð- ur-Ameríu til dæmis — hafi að geyma verulega meira magn af sumum málmefnum en olía ann- ars staðar, svo sem frá Afríku. Sú hefur reyndin orðið, enda þótt einstök oliusvæði á tiltekn- um landshlutum séu bundin inn- an setbergs, sem orðið hefur til á mjög mismunandi tímum. Jarð- fræðingar almennt segja, að olían hafi flutzt niður, en Gold segir, að olían hafi komið frá sameiginlegri uppsprettu undir Suður-Ameríku og að önnur sé undir Afríku. Sænsk Olíusvæði? Niðurstaða deilunnar fæst ekki með orðum, og Thomas Gold hefur komið kenningum sínum niður á jörðina. Hann boðar, að olía og gas muni finn- ast í Svíþjóð, sem yfirleitt hefur verið talin hafa litla möguleika í þeim efnum, því að þar er lítið um setberg. En þar er mjög hart og þétt berg neðanjarðar, og á vegum sænskra stjórnvalda er verið að bora á svæði, þar sem bergið hefur verið fleygað. Stór loftsteinn féll á Siljanvatns- svæðið fyrir 360 milljónum ára og klauf bergið á miklu dýpi. Thomas Gold segir, að metan djúpt í jörðu hafi þokazt upp um sprungurnar og sé nú innilokað undir skildi endurharðnaðs bergs. Reyndar hefur orðið vart olíu, er á að hafa seytlað undan brúnum skjaldarins, og metan- gas hafa menn einnig fundið stundum. Ef Gold beinir borunum að olíu, þar sem enginn taldi neina vera áður, styrkist staða hans í olíuheiminum svo um munar, en þó mun ýmsir enn vera annarrar skoðunar en hann. „Hin hefð- bundna skoðun hefur orðið að einhvers konar trú,“ segir hann, „og jafnvel áþreifanlegar stað- reyndir munu ekki hagga sann- færingu sumra." En þeir jarð- fræðingar eru einnig til, sem eru fúsir að hlusta. Richard Boland- er, formaður Olíuleitarfélagsins í New York, segir: „Ég fæ ekki skilið, af hverju hér hljóti að vera um annaðhvort eða að tefla. Bæði Gold og við hinir getum haft rétt fyrir okkur að hluta." Öryggislykill 1: Besta ávöxtun bankans. Nú 26,75% ársávöxtun. Kaskó-reikningurinn hefur þrjú vaxtatímabil á ári: 1. janúar til 30. apríl, 1. maí til 31. ágúst og 1. september til 31. desember. Sé Kaskó-reikningurinn án úttektar heilt vaxtatímabil, reiknast uppbót á vaxtainneign, sem samsvarar bestu ávöxtun sparifjár hjá bankanum á því tímabili. Ef lagt er inn á Kaskó-reikning eftir að vaxtatímabil er hafið og reikningurinn er síðan án úttektar næsta tímabil á eftir, reiknast vaxtauppbót allan spamaðartímann. Öryggislykill 2: Vörn gegn verðbólgu. Samanburður á kjörum verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga er framkvæmdur mánaðarlega. Ef verðbólga eykst og verðtryggðir reikningar gefa bestu ávöxtun, þá fær Kaskó-reikningurinn sjálfkrafa þá ávöxtun. Engin fyrirhöfn eða flutningar á milli reikningsforma. Öryggislykill 3: Engin binding. Innstæða Kaskó-reiknings er alltaf laus til útborgunar án uppsagnar á reikningi. Ef tekið er út á vaxtatímabili fellur vaxtauppbót niður það tímabil en innstæðan heldur sparisjóðsvöxmm eftir sem áður. Kaskó-reikning má stofna og leggja inn á hvenær sem er. V/íRZLUNflRBflNKINN -vmhwi með þen,! Bankastræti 5 Húsi verslunarinnar, nýja miðbænum Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut Laugavegi 172 Grensásvegi 13 Arnarbakka 2 Vatnsnesvegi 1-1, Keflavík Þverholti, Mosfellssvcit 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.