Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 8
egar haustar að, hefst samkvæmt venju eins konar vertíð í sýningarsölum borgar- innar og rekur þá hver sýningin aðra. Með- al þess sem rekið hefur á fjörur sýningar- gesta á þessu hausti er sýning Braga steðjandi vetur. Það var fyrst og fremst sumar í þessum myndum hjá Braga, enda eðlilegt í ljósi þess að hann notar sumarið til þess að leita sér fanga. Þegar maður virðir myndirnar fyrir sér, Bragi, þá dettur manni ósjálfrátt í hug, að á daginn sért þú að fjalla um og taka ákvarðanir í peningamálum, og ósköp er það óskylt myndlistinni. Ertu tvískiptur í eðli þínu? „Ég blanda þessu ekki saman, hugsa ekki um myndlist í bankanum að undan- skildu því, að ég hef ánægju af því að hafa góðar myndir í kringum mig þar eins og annars staðar. En þegar ég mála og það gerist einvörðungu um helgar, þá kemst ég vel frá bankanum og hugsa ekkert um pen- ingamál." En peningamál á íslandi eru ugglaust erfið og slítandi. Ertu orðinn of þreyttur eftir daginn til þess að taka törn á málverkinu, þegar heim kemur? „Ekki er því fyrir að fara heldur þarf ég að nota þann tíma til annars eins og að kynna mér mál sem þarf meira næði til að skoða en gefst í bankanum. Ég skipulegg þann tíma, sem ég hef til umráða og mér hefur gengið vel að láta það skipulag standa. Helgunum ætla ég málverkið og þá vil ég ekki þurfa að gera annað. Ekki svo að skilja að ég vinni þá allan liðlangan daginn. Það er frekar framan af deginum. Svona er það. Ég er það sem Skandinavar kalla „söndagsmaler" og þannig verður það væntanlega." Mér hefur sýnst af myndum þínura að þær hafi orðið til hér í vinnustofunni, að minnsta kosti í endanlegri gerð. En hvern- ig finnurðu myndefni?“ „Ég leita að því vítt og breitt um landið og sumarið er sá tími sem ég nota til þess. Ég fer þá í leiðangra um helgar; til dæmis i Húsafell og ek þá stundum Kaldadal til þess að sjá og reyna þessar gífurlegu and- Samtal við Braga Hannes- son í tilefni sýningar hans í Norræna húsinu, sem stóð í októberbyrjun. Eftir Gísla Sigurðsson. Hannessonar í Norræna húsinu. En það fór fyrir Braga eins og fleirum á þessu verkfallahausti, að blöðin voru hætt að koma út þegar hann opnaði. Sýning hans og annarra fóru að einhverju leyti fyrir ofan garð og neöan vegna þess arna. Én í sambandi við sýninguna átti Lesbókin tal við Braga. Hann er orðinn allvel kunnur af samsýningum síðan 1975, en sýning hans í Norræna húsinu er fyrsta einkasýning hans í Reykjavík. Einu sinni áður hafði hann þó staðið að einkasýningu á Akur- eyri. Eins og mörgum mun kunnugt, er Bragi bankastjóri í Iðnaðarbankanum, en lög- fræðingur að menntun. Það telst óvenju- legt að maður sem hefur valið sér þess konar menntun og starf láti til sín taka á sviði myndlista, nema þá sem algert frí- stundagaman og þá án alls listræns metn- aðar. En Bragi steig þetta hliðarskref af fullri alvöru fyrir 15 árum og hann hefur síðan ræktað sinn garð að mestu án stökkbreytinga og notið tilsagnar góðra myndlistarmanna, sem hafa þó alls ekki reynt að sveigja hann til þess stíls sem þeir aðhyllast sjálfir. Bragi er landslagsmálari, þótt einnig bregði fyrir hjá honum stillum og húsa- myndum. En hann notar landslagiö ein- ungis sem hráefni til frjálsrar myndsköp- unar og hefur alveg gersamlega losnað undan þeim kvilla, sem hrjáir ekki sízt fjölmarga frístundalandslagsmálara, en þann kvilla hefur Halldór Laxness nefnt „fj allaeftirhermur". Þá er mönnum mikið í mun að hafa allt „rétt“ — hvert gil á sín- um stað og svo framvegis, en yfirleitt verð- ur þessi skrásetning á kostnað hins myndræna. Raunar nefndi Bragi sýningu sína „Augans leit“, sem hann segir að lýsi leit sinni að litum og formum. Tæplega hafa sýningargestir þekkt landslagið í myndum Braga, enda þótt nöfnin hafi gefið eitthvað til kynna svo sem Húsafell eða úr Selvogi. Kannski hef- ur einhverjum fundist þaö höfuðgalli, svo mjög hefur landslagsmálverk verið mis- skilið, að það virðist stundum þyngst á metunum að geta þulið upp hins og þessi örnefni, sem hægt er að finna stað í mynd- inni. Sýningargestir hafa lítið getað notað ör- nefnakunnáttu sína á sýningu Braga Hannessonar, en fengið í staðinn ljóðræn- an expressjónisma í fremur björtum lita- skala, sem hvorki sýnir vetrarharðindi og skammdegi, útmánaðastemmningu né að- stæður í ásýnd landsins, sem blasa við á þessari leið. Ég hef aðstöðu í sumarbústað á Húsafelli og hef þess vegna oft farið þangað. En ég hef líka litið í kringum mig á víðáttu Suðurlandsins, sem er mikil- fengleg; einnig á Reykjanesskaga, norður í Húnavatnssýslu og Akureyri." Þú nefndir Húnavatnssýslu og nánast eina myndin á sýningunni þar sem ég þekkti landslagið sýndi útsýniö ofan af brekkunni við Bólstaðarhlíð; Svartá bugðast þarna út Bragi Hannesson 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.