Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Qupperneq 3
E
iiCTánr
® [o] [r] [q] [u] [n] [U [l1 [a] [ö] [8] d] [n] [U
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100.
Hátíðarár
sembalsins er í ár, því nú eru liðin 300 ár
frá fæðingu Johans Sebastian Bach. Helga
Ingólfsdóttir semballeikari hefur gefið út
hljómplötu, þar sem hún leikur verk eftir
Bach á sembalinn sinn, og af því tilefni
hitti Kristín Sveinsdóttir hana að máli.
Árbók
teiknara er gefin út í Sviss og heitir
Graphis Annual. Þaö þykir vegsauki og að
minnsta kosti áfangasigur að komast þar á
blað. Sú upphefð hefur nú hlotnazt Pétri
Halldórssyni, teiknara og málara, og af
því tilefni hitti Lesbókin Pétur að máli.
Forsíðan
Um þessar mundir stendur yfir í List-
munahúsinu við Lækjargötu sýning
Magnúsar Kjartanssonar listmálara — og
myndin á forsíðunni, sem raunar er nafn-
laus, er á sýningunni og gefur allgóða
hugmynd um þá leið, sem Magnús er á
núna. Hann hefur um skeið átt heima í
Búðardal, en er nýfluttur aftur til Reykja-
víkur. Sýningunni lýkur á sunnudags-
kvöld.
Lesbók/Páll Stefánsson
Þorgeirsboli
hékk á þvottasnúrunni og litla telpan
hafði heyrt margt um hann hjá afa sínum,
Gunnari skáldi Gunnarssyni, sem þá bjó á
Skriðuklaustri. Telpan hafði verið að vitja
leiðis Jóns Hraks þar á staðnum og fólkið
skildi ekki, hversvegna hún komst ekki
heim. Bernskuminning eftir Franziscu
Gunnarsdóttur.
JÓHANN GUNNAR
SIGURÐSSON
Óráð
Vindurinn þýtur og veggina ber.
Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér.
Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín,
og biddu hana að geyma vel barnagullin sín.
Segðu henni Hervöru, að ást mín lifi enn,
en hjartað sé að þreytast og hætti víst senn.
Segðu henni Hervöru, að hún hafi það átt
ogheyri ístunum þínum þess síðasta slátt.
Og segðu henni Hervöru að signa mína gjöf,
það verði mér látnum sú þægasta gjöf.
EfHervör mín var draumsjón og hún er ekki til,
kastaðu þá kveðju minni í kolsvartan hyl.
Vindurinn þýtur og veggina ber. —
Finnið þið ekki kuldann á fótunum á mér?
Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882—1906) var frá Miklaholtsseli I Miklaholtshr-
eppi. Hann lauk stúdentsprófi frá Læröa skólanum, en gat aldrei á heilum ser
tekiö fyrir heilsuleysi. Kvæði hans eru ort I skugga dauöans og hann dó 24 ára.
Verk hans, kvæði og sögur, voru gefin út 1909.
Hvað hefur breytzt
á 25 árum?
Aldarfjórðungur er nú eng-
inn smá tími; það finnst
að minnsta kosti þeim,
sem ekki eru nema 25 ára
og yngri, — og það er
helmingur þjóðarinnar.
Það er poppkynslóðin,
sem verður orðin ákaf-
lega heyrnardauf eftir önnur 25 ár, ef að
líkum lætur. En það er önnur saga.
Ungt fólk er yfirleitt sannfært um, að
fyrir aldarfjórðungi, árið 1960, hafi forn-
öldin ennþá ríkt með lamandi þunga; í
bezta lagi var aðeins farið að grilla í mið-
aldirnar. Hlýtur það ekki að hafa verið
svo; þetta bráðefnilega fólk, sem nú fyllir
t.d Háskóla íslands var ekki nærri allt
fætt þá.
En hvernig í ósköpunum var lifið hér
fyrir aldarfjórðungi, — er ekki munurinn
fasalegur? spurði ung stúlka mig nýlega.
Ig held að hún hafi séð fyrir sér skútuöld-
ina og bændur með orf og ljá. Ég varð að
valda henni vonbrigðum og tjá henni, að
ekki aðeins voru orf og ljáir aflögð, heldur
einnig hestaverkfæri; þar á meðal sláttu-
vélar, en flestir bændur slógu með dráttar-
vélum eins og þeir gera enn. Og á þessum
tímamótum voru aðeins 6 ár þar til fyrsti
skuttogarinn kom. Þá var verið að byggja
blokkirnar í Álfheimunum, við Kleppsveg
og ofantil’í Hlíðunum og allir fengu sér
teppi út í hvert horn. Þá var blómleg gólf-
teppaframleiðsla hér og þá var blómleg
húsgagnaframleiðsla hér og hvorttveggja
hefur verið drepið og er naumast til leng-
ur. Húsgögn voru mjög svipuð því, sem þau
eru nú. Á þeim hafði orðið geysileg breyt-
ing um 1955, þegar einhverskonar skand-
inavískur módernismi flæddi yfir og allt
var talið óbrúklegt, sem ekki var lauflétt.
Borð áttu helzt að vera óregluleg að lögun
og í ætt við afstrakt-málverkið, sem rikti
þá eins og trúarhreyfing. Og veggirnir i
stofunum voru málaðir samkvæmt geó-
metrískri afstraktlist og gluggatjöldin
þóttu ótæk, ef þau voru ekki með samsvar-
andi skreytingum.
Allar þessar formbyltingar voru að
mestu um garð gengnar árið 1960. Þá var
hafið afturhvarf til íhaldssamari gilda,
svo sem þæginda og þetta íhald hefur lifað
góðu lífi alla tíð síðan.
Bílarnir eru að sjálfsögðu betri tæki og
sparneytnari en 1960. En það munar ekki
stórvægilegu. Kanar framleiddu þá enn
drekana, sem nú eru næstum útdauðir, en
Evrópubílarnir voru léttir og liprir og það
þótti mjög traustvekjandi að aka á Volvo
Amazon, enda var það bæði sterkur og
góður bíll.
Fólk átti þá öll þessi heimilistæki, sem
nú þykja sjálfsögð; Ryksugur og hrærivél-
ar, þvottavélar og þurrkara. Eldhúsin voru
yfirleitt höfð miklu fínni en nú tíðkast;
gluggar og innrétting lakkmáluð, svo það
líktist helzt postulíni. Það ætlaði hvern
mann að drepa, sem byggði í þá daga, að
slípa nógu vel undir lakkið, svo konan gæti
flutt í postulínseldhús. Sem betur fer fór
fólk að sætta sig við eldhús síðar meir,
sem voru ekki nándar nærri eins fín. En
enginn var þá drepinn með lánskjaravísi-
tölu.
í þá daga flugum við milli landa á Vick-
ers Viscount, sem var að vísu lengur í för-
um en þoturnar. Og þá var vinsælt að fara
utan með Gullfossi gamla og íslendingar
voru þá þegar illa haldnir af verzlunaræði,
þegar .þeir komust til útlanda.
Hvað hefur þá breytzt á aldarfjórðungi,
sem máli skiptir? Líklega er það helzt
sjónvarpið og geysileg aukning og breyting
á fjölmiðlun; myndböndin þar með talin.
Sjónvarpið eitt út af fyrir sig er trúlega
með því áhrifamesta af öllum breytingum
og nýjungum, sem yfir þjóðlífið hafa geng-
ið á þessum aldarfjórðungi og stundum
heyrist spurt: Hvað í ósköpunum gerði fólk
eiginlega á kvöldin áður en sjónvarpið
kom? Ætli það hafi ekki verið eitthvað
svipað og á fimmtudagskvöldum nú? Lík-
lega hefur fólk talað meira saman á heim-
ilunum, lesið meira. Og þó; blöðin voru litil
hjá því sem nú er og flest tímaritin alls
ekki til. Líklega hafa karlarnir legið uppí
sófa, lesið og hvílt sig, en konurnar verið
að sauma, annaðhvort á sjálfar sig eða
börnin.
Og þá er komið að þeirri breytingu, sem
líklega telst ekki síður áhrifamikil en sjón-
varpið: Konurnar eru nefnilega hættar að
sitja við sauma framá kvöld. Það er af
þeirri einföldu ástæðu, að þær vinna svo
að segja allar utan heimilis og kaupa fötin
á sjálfar sig og börnin. Þær koma stundum
seint heim úr vinnu og eiga þá margt
ógert; hafa stundum alls ekki tíma til að
horfa á sjónvarpið. Þær vilja áreiðanlega
ekki hverfa aftur til þess, sem var fyrir 25
árum, — en þessi afdrifaríka breyting hef-
ur ekki gert þeim lífið auðveldara.
Þetta er þó varla lengur spurning um
val, heldur að verða. Það er nefnilega
sorglegasta breytingin þennan síðasta ald-
arfjórðung, að í stað þess að lífskjör færu
batnandi, hafa þau dregizt saman í þeim
mæli, að ein fyrirvinna dugar yfirleitt ekki
lengur.
GÍSLl SlGUBÐSSON
LESBOK MORGUNBLAOSINS 16. MARZ 1985 3