Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 5
mæli'. Að vísu þarf mikið til að jafnast á við okkar ágætu formbyltingarmenn í höggmynda ist. Ekki skal heldur reynt að gera því skóna, hvort einhverjir þeirra, sem nú sýna á Kjarvalsstöðum, standi þeim á sporði. Það yrði auk þess of snemmbúin ágizkun; aöeins sagan leiðir það í ljós. Tvennt hefur einkum haldið aftur af mönnum við að leggja stund á höggmynda- list: Annarsvegar sú viðamikla aðstaða, sem myndhöggvarinn þarf að hafa og hinsvegar það álit, að erfiðlega gangi að selja höggmyndir. Á því hefur að vísu orð- ið veigamikil breyting til batnaðar. Þrjár Góðar Sýningar Veruleg gróska ríkir nú í höggmynda- list, meiri gróska og meiri fjölbreytni en nokkru sinni áður. Ekki þarf annað en gaumgæfa þær sýningar, sem hafa átt sér stað í vetur til að sannfærast um þetta. Þar reið Helgi Gíslason á vaðið með eftir- minnilegri sýningu í Listmunahúsinu og sýndi brons- og eirmyndir í háum, listræn- um gæðaflokki. Litlu síðar voru tvær góð- ar skúlptúrsýningar samtímis á Kjarvals- stöðum: Sýning Kristjönu Samper, sem vakti verulega athygli, bæði fyrir listræna meðferð á brenndum leir og einnig fyrir Breiddin Hefur Aukizt Þegar höggmyndalist ber á góma hjá ís- lenzkum almenningi, sem fylgist sæmilega vel með á þessu sviði sem og öðrum, má skilja af tali manna, að fslendingar hafi átt samtals þrjá myndhöggvara: Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Þeim 20 myndhöggvurum, sem nú standa að sýningu á Kjarvalsstöðum, mundi líklega þykja sú söguskoðun miður góð og lái ég þeim það ekki. Nú er 31 fé- lagi í Myndhöggvarafélaginu, sem sýnir að veruleg gróska er í þessari listgrein. Breiddin er orðin mikil eins og sagt er á íþróttamáli og það er tvímælalaust meira umburðarlyndi ríkjandi gagnvart ólíkum stíltegundum, en var til dæmis um miðja öldina. Við höfum verið heppin með braut- ryðjendur jafnt í höggmyndalist sem mál- aralist. En fjöldinn, sem leggur stund á þessar listgreinar núna er svo mikill á móti því sem var, að einstök nöfn standa ekki eins uppúr. Þarmeð er ekki sagt, að góð höggmyndalist verði ekki til í sama Gunnsteinn Gíslason: Gegnum loftmúrínn, múrrísta. 1984. Ragnar Kjartansson: Selaskyttan, steinleir. 1984. skilið. Og nú, þegar allt er í raun leyfilegt og ótal stefnur á ferðinni samtímis í ein- um allsherjar bræðslupotti, má greina að unga kynslóðin kann betur að meta þenn- an frumherja, sem orti í stein. Jón Gunnar Árnason: Án titils. Blönduð tækni. 1985. Hallsteinn Sigurðsson: Skúlptúr úr járni. 1984. Helgi Gíslason: Skúlptúr úr bronsi og kopar. 1985. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. APRlL 1985 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.