Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Blaðsíða 9
t 1912, og hét >ur og Guðrún þessum stað. daforeldrum í ittu síðar m.a. r Kristjánsson ins á Akureyri »n. reist 1795. J.P. ; hana brátt og í var þar síðan Jjó 1875-1902. 1978, en það er isfriðunarsjóðs iði. órn Húsfriðun- einhvers konar )42. Yfirsmiður nrkenndur sér- liniusarhúsi og Hafnarstræti 20, Hoephnershús, fjær; Hafnarstræti 18, Tuliniusarhús, nær. Fyrsti eigandi Hafnar- strætis 20 var Carl Hoephner kaupmaður, húsið reist 1912. Áður var kolageymsluhús á lóðinni. Verslunin nýja var nefnd Hvíta búðin, máluð í ljósum litum, sem þá var nýjung, gólf dúklögð, og lýst með gasluktum. Teikning var fengin frá Danmörku. Þetta var eitthvert fínasta verslunarhús landsins um sína daga, en dugði ekki gegn hröðum uppgangi KEA. Nú er Hafnarstræti 20 eign kaupfélagsins og þar ein af kjörbúðum þess. Húsið er friðað í B-flokki þjóðminjalaga frá 1978. Hafnarstræti 18 reisti Ottó kaupmaður Tulinius 1902. Yfirsmiðir voru Sigtryggur Jóhannesson og Jónas Gunnarsson, þekktir athafnamenn á Akureyri. Húsið var í senn verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús. Árið 1940 hertóku Bretar húsið, og er fram liðu stundir, hnignaði því mjög. En á 8. tug þessarar aldar hófst Guðmundur Tulinius verkfræðingur handa um endurreisn þess, og er eini einstaklingur sem fengið hefur lán úr Húsfriðunarsjóði Akureyrarbæjar, enda var Tuliniusarhús friðað 1978. Húsið er ekki lengur í eigu Tuliniusar-ættarinnar. •• '■ ■ ••-*. ■ “ . * ^ ***** ’ ................................................................. r,;.. , •» , . . «r - * r 1 Aðalstræti 74. Jón Sigurðsson „vaktari" reisti suðurhlutann (með bratta þakinu) 1857, en Skapti Jósefsson ritstjóri norðurendann 1876. Tryggvi Gunnarsson síðar bankastjóri og alþingismaður smíðaði húsið fyrir Skapta, sem hafði prentsmiðju sína í suðurhlutanum og gaf þar út blaðið Norðling um 6 ára skeið. Hafnarstræti 3, elsta símstöðin, stendur í „hjarta Akureyrar", upphafsstað byggðarinnar, þar sem nú hefst tungan milli Aðal- strætis og Hafnarstrætis. Þarna var áður aðsetur konungsversl- unarinnar, og ekki fyrr en á árunum 1880—1890 var ofan tekið þarna skammt frá svart hús sem sneri austur og vestur, krambúð frá dögum einokunarinnar, talin reist um 1650! Á þessari lóð reisti Friðrik Lynge kaupmaður fyrsta íbúðarhús á Akureyri 1777—1778, síðar stóðu þarna verslunarhús Havsteenanna, áður en flutt var á Oddeyri. Havsteenshúsin gömlu brunnu 19. desem- ber 1901. Július amtmaður Havsteen hafði átt sér íbúð þarna en þegar hann varð amtmaður sunnan og vestan og fluttist burt, seldi hann Klemens Jónssyni sýslumanni. Eftir brunann fór Klemens til Noregs og flutti heim með sér hús það, sem á mynd- inni sést, tilsniðið. Það reisti svo fyrir hann Sigtryggur Jónsson, og var það mjög vandað með „glerskála, steindum rúðum og opnum svölum". Klemens fluttist skömmu síðar til Reykjavíkur, en hann var skipaður landritari 1904. í þessu húsi var fyrsta landsímastöð á Akureyri. Á síðari árum hafa orðið tíð eigenda- skipti að Hafnarstræti 3 og vegur þess glæsihúss í hjarta bæjar- ins nokkuð misjafn. Ljósmyndir: Lesbók. Textar: Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Helstu heimildarmenn: Hjörleifur Stefánsson arki- tekt og Lárus Zóphóníasson amtsbókavörður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. APRlL 1985 9 am á hina 20., isanna, fluttur n reist húsið. leð harðindum l, og eru húsin Strandgata 33. Húsið teiknaði og byggði Ólafur Ágústsson húsgagnasmíðameistari 1924. Áður hafði staðið á þessari lóð hið sérkennilega og glæsilega Hótel Oddeyri Ólafs verts Jónssonar, en það brann. Ætlunin var að hús Ólafs Ágústssonar yrði bæði íbúðarhús og verkstæði, en þetta var um þær mundir sem húsgagnaiðnaðurinn var að vélvæðast, og því brá Ólafur á það ráð að koma sér upp verkstæði rétt hjá, í Grundargötu 1. Strandgata 33 er enn íbúðarhús og í eigu afkomenda Ólafs Ágústssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.