Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Qupperneq 3
m © ® © [ui © n [l] h 0 © m 0 ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Svelnsson. Rltstjórar: Matthías Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100.
Forsíðan
Myndin er tekin í vinnustofu Sigurjóns Ólafs-
sonar á Laugarnestanga og sjálfur er Sigurjón
á myndinni, en hann vann að list sinni svo að
segja til síðustu stundar. Nú hefur verið stofnað
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar ásamt styrkt-
arsjóði, en framtíðarskipan hefur ekki komizt á
og viðbrögð opinberra aðila hafa ekki verið
uppörvandi, en frá þeim segir Birgitte Spur í
samtali, sem birt er í tilefni sýningar á verkum
Sigurjóns í Listasafni ASÍ, sem opnuð verður i
dag.
Böhm
er trúlega lítið þekktur á íslandi, nema í röðum
arkitekta, en engu að síður er hann talinn til
stórmeistara í nútímahúsagerðarlist. Verk hans
má einkum sjá i heimalandi hans, Þýzkalandi,
en þau bera vitni um skapandi hugmyndaflug.
Dýrin
hugsa og dýrin tjá sig með
táknmáli sín á milli, en margt
bendir til að æðri dýr svo sem
sjimpansar séu sér meðvitandi
um sig sjálf. Um þetta og annað
varðandi rannsóknir á hugsun
dýra er fjallað í grein.
Þórbergur
skrifaði dagbækur sem fylla á annan hillu-
metra í Landsbókasafni. Þær hefjast 1904 og
eru merkileg heimild um daglegt líf mennta-
manna og skálda í Reykjavík á löngu tímabili.
En fyrst og fremst eru þær heimild um Þórbeg
sjálfan og lífshætti hans. Það er Örn Ólafsson
sem ritar um dagbækur Þórbergs.
Gömul viðlög
eftir ókunna höfunda
Vatnið rennur af háum fjöllum
eftir hvössu grjóti.
Illt er að leggja ást við þann,
sem enga leggur á móti.
k
Nær mun eg þann mann
hér á landi fá,
sem mér lætur rauðan hring
af gullinu slá?
k
Man ég þig löngum,
mín menjahrund,
eg sá þig við æginn blá
um eina stund.
Mun hún seint úr mínum huga líða.
k
Muna muntu staðinn þann við stóðum;
það var undir eikilund
ung að við eiðana sórum.
k
Ef fengi ég vængi sem fugl á aldinrunni,
þá skyldi ég fljúga á stuttri stund
til hennar sem í huganum bezt ég unni.
k
Ég var mig í útlöndum lengi;
mér gaf ég byrinn á braut.
Þreyr mín lund,
og það hlaut eg af henni.
k
Út ert þú við eyjar blár
en eg er setztur að Dröngum;
blóminn fagur kvenna klár,
kalla ég til þín löngum.
Hvað er vitlaust
við vísitölubrauðin?
llir vita, að fáeinar teg-
undir brauðs, þær sem á
sínum tíma voru helsta
matbrauðið, eru í grunni
framfærsluvísitölunnar
og um leið háðar verð-
lagsákvæðum. En brauð-
neyslan hefur í seinni tíð
færst mjög mikið yfir á ýmsar aðrar teg-
undir, „sérbrauðin", sem eru u.þ.b. tvöfalt
dýrari, enda verðlagning þeirra frjáls.
Þetta er nú smámál í sjálfu sér, en þó
eru nánast allir sammála um að það sé
hneykslanlegt. Sumir hneykslast á bökur-
um fyrir að baka lítið af „vísitölubrauðun-
um“ og vanda lítt til þeirra, en selja þeim
mun meira af nauðalíku brauði undir öðr-
um nöfnum. Sumir hneykslast líka á þeim
fyrir að okra á „sérbrauðunum", en aðrir
taka undir hneykslun bakara á allt of lágu
verði „vísitölubrauðanna". Og fólk eins og
ég, sem finnst það varla hafa vit á þvi hvað
sanngjarnt sé að brauð kosti, hefur samt
nóg að hneykslast á: Hve vitlaust það sé, ef
halda á niðri brauðverði, að gera það með
mjög ströngum verðlagsákvæðum um að-
eins örfáar tegundir brauðs. Og hve
ósanngjarnt sé að láta verðlagsákvæðin
einmitt gilda um þau brauð sem telja í
vísitölunni, þannig að kostnaður fólks við
brauðkaup sé þar vísvitandi vantalinn.
Ég ætia að leiða hjá mér í bili að
hneykslast á bökurum eða verðlagsyfir-
völdum, heldur hneykslast einvörðungu á
framfærsluvísitölunni, aðferðinni við út-
reikning hennar.
Við vitum öll í stórum dráttum hvernig
verðlagsvísitala er gerð. Tegundir vöru og
þjónustu eru of margar til að fylgjast með
verði á þeim öllum, svo að það eru aðeins
vissar tegundir sem eru „inni í visitölunni"
og hafa þar hver sitt ákveðna vægi. Hitt
hugsum við ekki alltaf út í, að vörurnar í
verðlagsgrundvellinum eru með vissum
hætti fulltrúar fyrir aðrar skyldar vörur
sem eru „ekki inni“. Þannig hefur neyslu-
könnun á sínum tíma leitt í ljós svo og svo
mikil kaup „vísitölufjölskyldunnar“ á
brauði, öllum tegundum, og vægi vísitölu-
brauðanna er við það miðað að þau séu
fulltrúar fyrir hinar brauðtegundirnar
líka. Þar með er í rauninni á því byggt að
verð vísitölubrauöanna muni breytast líkt
og meðalverð á öllu brauði. En það hefur
nú einmitt ekki gerst.
Mín hr.eykslunarhella er sú, að vísitölu-
grundvöllurinn skuli ekki vera svo sveigj-
anlegur að Hagstofan geti leiðrétt svona
skekkjur jafnharðan og þær verða augljós-
ar. í þessu dæmi með því að breyta um
fulltrúa fyrir vöruflokkinn brauð, þannig
að „inni í vísitölunni" verði bæði tegundir
með bundinni verðlagningu og frjálsri.
Raunar má segja að það hefði ekki þurft
að bíða eftir dómi reynslunnar til að sýna,
að það sé vond tölfræði aö nota vörur með
hámarksverði sem fulltrúa fyrir vörur
með frjálsu verði. Rétt eins og t.d. niður-
greiddar vörur geta aldrei verið góðir full-
trúar fyrir aðrar vörur í vísitölunni, af því
að maður veit aldrei hvernig kann að
verða möndlað með niðurgreiðslurnar.
Vel á minnst, niðurgreiðslurnar. Alveg
eins þyrfti Hagstofan, á þeim tiltölulega
langa tíma sem óhjákvæmilega líður milli
neyslukannana, að hafa svigrúm til að
breyta vægi heilla vöruflokka ef skýrslur
um framleiðslu þeirra eða innfutning sýna
að neysla þeirra sé að vaxa eða minnka.
Eins og menn t.d. vissu nákvæmlega, áður
en nýi vísitölugrundvöllurinn var reiknað-
ur, hve mikið mjólk, kjöt og kartöflur voru
ofmetin í þeim gamla, og notuðu það
óspart til að föndra við vísitöluna með út-
spekúleruðum niðurgreiðslum.
Nú er brauðverðið í vísitölunni í sjálfu
sér smámál. Misgengið á verði vísitölu-
brauða og sérbrauða er orðið svo mikið, að
því verður naumast beitt til að skekkja
vísitöluna frekar en orðið er, og svo skiptir
heldur ekki öllu máli hvort það tekst að
falsa hana hóti meira eða minna, því að
hún er hvort eð er aldrei látin verka svo
lengi ein og óáreitt, sbr. bannið við vísi-
tölubindingu launa undanfarin misseri,
bannið við vísitölubindingu lána lengi þar
áður, og ótal vísitöluskerðingar fyrr og
síðar.
Það eru sálrænu áhrifin sem skipta
máli. Tilfinningin sem maður fær fyrir
möndli og makki, þegar búið er til svona
kerfi með hnitmiðuðum götum handa því
að fara á bak við sjálft sig. Það er ekki
hagnýtt fyrir móralinn í landinu að verð-
merkingar í hverri brauðhillu hrópi fram-
an í neytendurna, eins og auglýsing frá
Flokki mannsins: „Þú ert hafður að fífli!"
HEIÁJI skúu Kjartansson.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. JONi 1985 3