Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Side 9
Hluti aflíkani sýningarsvædisins Hönnuður: Steinþór Sigurðsson listmálari án efa notað þær allar einhvern veginn og fáar bækur lent í safni málarans af tilviljun. Ekki má gleyma því að Kjarval skrif- aði sjálfur allmargar bækur eða kver; þar er að finna mikið af ljóðum, ljóð- rænum prósa, hugleiðingum af öllu tagi, blaðagreinum og svo framvegis. Stíll Kjarvals er fáu líkur og hugmyndir hans oft giska nýstárlegar og skemmti- legar. Þess má geta að í ítarlegri -sýn- ingarskrá í haust verður meðal efnis grein sem dr. Árni Sigurjónsson skrifar um skáldskap málarans og á sýningunni sjálfri verða bókunum gerð sérstök skil. Og áreiðanlega fengur að því. í greinum sínum var Jóhannes Kjar- val ekki síður uppáfinningasamur en i ljóðunum — eða, ef út í það er farið, málverkunum. Sem dæmi af handahófi má taka hér kafla úr kverinu Grjót sem kom út i Reykjavík árið 1930 og fjallaði að mestu um skipulagsmál sem ætíð voru Kjarval hugleikin. I þessum kafla veltir Kjarval því fyrir sér hvernig ustu gripir. Þar má til dæmis nefna geysimikið af bréfum, en Kjarval var alla ævi mjög ötull bréfritari og er til mikið af bréfum frá honum. Hann hefur líka tekið bréfaskriftirnar hátíðlega og ritaði oft uppköst að bréfum sínum og geymdi þau síðan vandlega. Ekki er síður að finna í kössunum góðu mikið af bréfum sem aðrir skrif- uðu meistaranum. Frá árinu 1925 átti Kjarval í raun og veru ekki fastan samastað áratugum saman; hann hafði ýmist aðsetur hjá vinum sínum og kunningjum ellegar hélt til á vinnustof- um sínum, sem voru nokkrar gegpum tíðina. Það var því ekki um það að ræða að grípa upp símtólið ef menn áttu er- indi við Kjarval og því tóku flestir það ráð að skrifa honum bréf eða skilaboð þegar þeir vildu ná sambandi við hann. Og Kjarval svaraði í sömu mynt. Þá er bókasafn Kjarvals merkilegt fyrir ýmissa hluta sakir. Þar er að finna töluvert af bókum sem vinir hans og aðdáendur færðu honum að gjöf, og þá yfirleitt áritaðar, en stærstur hluti safnsins eru bækur sem hann útvegaði sér sjálfur. Og þar er allt milli himins og jarðar. Vitaskuld er nokkuð um lista- verkabækur en annars má nefna allt frá klassískum sagnaritum okkar íslend- inga og niður í skólablöð og heldur JJS. KjarraL Sýn og reruleiki 1957 Jóhannes Sreinsson Kjarval: Sjilfsmynd 1920 óásjálega bæklinga. Kjarval lét sér fátt mannlegt óviðkomandi og Þóra Krist- jánsdóttir sagði að það skemmtilega við þetta bókasafn væri að hún hefði það á tilfinningunni að allar bækurnar, stórar sem smáar, hefðu á einhvern hátt orðið honum að liði í lífi og starfi; hann hefði skipulagi Austurvallar væri best borgið, eða hefði best verið borgið ef bæjaryf- irvöld hefðu haft hugmyndaflug og hugrekki til að bera. „Til þess að gera Austurvöll að full- komnum borgarhluta, átti að dýpka hann um 1 til 2 metra — átti þá að rífa niður öll húsin þar í kring, nema þing- hús og kirkju, en dýpka allt svæðið, grunna og götur, og sjálfan flötinn. Á þann hátt var hægt að byggja sökkul þann undir þinghúsið, sem upprunalega var ákveðið, svo húsið nyti sín í ytra útliti. Var þá sjálfsagt að gera hið sama við dómkirkjuna, hún myndi engu tapa við það, súlnagöng í fjórsettum súlna- röðum átti svo að reisa á grunnfletin- um, sem umgjörð allt í kringum völlinn, álíka breiða og grunnana hinna niður- rifnu húsa. Hæð súlnanna mundi sam- svara veggjum dómkirkjunnar upp að þaki — en á súlnaþakinu, sem er breidd grunnstæðisins, átti að vera blómagarð- ur allt í kring, en græni flöturinn á sín- um stað, með sömu stærð, með sömu breidd og lagi. Inn á milli súlnanna mátti hafa stærri og minni gosbrunna, jafnvel uppi á súlnaþakinu, t.d. á öllum hornum, og kannske á fleiri stöðum til eftirtektarauka ... Á þennan hátt gat Austurvöllur orðið heilagur staður, með LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1985 í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.