Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Qupperneq 11
FLÓTTAMAÐURINN OG BARNIÐ Smásaga eftir Nils Johan Rud Halldór Stefánsson þýddi Myndskreyting Árni Elfar að hló og masaði um- hverfis hann, viðstöðu- laust, ölvað af sinni yfir- þyrmandi hjartagæzku. Hann hneigði sig og brosti við hópnum, ylj- aður af mat og drykk söng hann lítið ljóð, því að hann gat ekki talað. Samkvæmið náði hámarki, karlmennirnir hrópuðu bravó og konurnar klöppuðu með tárin í augun- um. Sjálfur varð hann voteygur og brosti. Það að hann gat þrátt fyrir allt notað röddina til að gera sig skiljanlegan, leysti upp kökkinn, sem sat fyrir brjósti honum. Hann varð glaður og þakklátur, umfram allt þakklátur. Hann hefði viljað faðma þau öll, kyssa þau á enni og kinnar fyrir hinar opinskáu mannlegu tilfinningar. En hann var orðinn þreyttur, dauð- þreyttur, kökkurinn fyrir brjósti hans þrútnaði á ný. Hann varð að halda áfram að brosa og hneigja sig og segja þökk, þökk, þökk — fyrstu framandi orðin, sem hann hafði lært. Fólkið þrengdi sér um hann og vildi kenna honum fleiri orð í sínu máli, svo gestrisið og gjafmilt var það í þessu fagra landi, sem hann var kominn til. Hann endurtók orðin eins og honum voru hermd þau, fyrst áfjáður, síðan hljóðlátur. Fólkið skemmti sér stórlega yfir því, hvernig það túlkaði orðin aftur, allt vakti því kátínu. Svo varð hann aftur að syngja. Þar eð ekkert hljóðfæri var á staðnum söng hann eitthvað dapurlegt og einfalda ljóð- línu. Konurnar grétu opinskátt og karl- mennirnir urðu þungbúnir og alvörugefn- ir. Litla stúlkan, sem var leyft að sitja á hnjám hans, glennti upp brún augun í ennþá meiri undrun. Hann söng yfir lokk- að barnshöfuðið, silkihárið ýfðist raf- magnað fyrir andardrætti hans. Hann andaði að sér ljúfum og frískum ilminum af henni, meðan hann söng um þrár heimalands síns, en þorði ekki að horfa í barnsaugun. Kökkurinn fyrir brjóstinu hvarf meðan hann söng. Og fólkið varð skilningsríkt að lokum, veitti því athygli, að hann var þreyttur. Það var líka orðið áliðið kvölds, og þar sem það var gestir og hafði aðeins litið inn til að sjá hann, stóð það á fætur. Það þrýsti hönd hans, fast, sagði nokkur orð, sem hann gat sér til um merkingu: að nú skyldi hann gleyma þeim hörmungum, sem hann hafði orðið fyrir, honum skyldi líða vel í sínu nýja landi, hér væri hann kominn meðal vina. Hann hneigði sig og brosti þótt hann verkjaði í andlitsvöðvana. - O - Þegar gestgjafahjónin og hann voru orðin ein eftix, varð allt hljótt, eins og byrjað hafði, eins og þvingandi stundin hafði verið. Þau sátu feimin hvert við annað, aftur ófær um að gera sig skiljan- leg. Jafnvel maðurinn og konan spöruðu orðin hvort við annað, til að honum fynd- ist ekki hann vera utanveltu. Litla stúikan sat áfram á hné hans og horfði forvitnislega á hann. Hann vildi að móðir hennar færi nú að taka hana. En konan átti enn þá meira af mat, sem hún lét á diskinn hans og maðurinn átti eftir í flösku til að skenkja honum í glas. Þau þvinguðu hann með ánalegu brosi, neyddu hann til að eta og drekka, uppfull af góðsemi. Hann var svo þreyttur að hann var hræddur um að tapa brosinu. Hávaðinn af samræðum fólksins hafði haldið hon- um vakandi, svo lengi sem hann stóð, og meira að segja þá hafði honum fundizt hann vera að leika í kvikmynd á máli, sem hann skildi ekki. Nú var hún orðin að þögulli mynd og hann lék áfram aðalhlut- verkið. Hugsunin kom honum til að hlæja innra með sér, hann ríghélt sér við það broslega og það gerði honum auðveldara að halda sinni ytri brosandi umgerð. Þau urðu að sjá að hann var feginn og glaður og þau hefðu vikiö óttanum frá honum og veitt honum öryggi. Ekki mátti hann eitt andartak gleyma því að hér sat hann öruggur og frjáls, hingað kom eng- inn berjandi allt utan til að reka hann fram fyrir byssuhlaupið. Nú var það fjar- lægt, hið illa gat ekki fylgt honum eftir til þeirra. Hann hefði getað staðið upp og opnað hjarta sitt fyrir þeim, svo þau gætu séð hversu rautt það var af þakklæti, en hann var ekki fær um það, svo þreyttur og barnið hindraði hann frá því að standa á fætur. Hún sat hjá honum svo örugg og full trúnaðartrausts, svo alvarleg með leitandi augu. Hann strauk fingrunum gegnum mjúkt hárið meðan kökkurinn í brjóstinu þrútnaði gegn henni. Loksins tók móðir hennar hana frá honum og ýtti lítilli kinninni að honum eitt andartak. — Nú verðurðu að segja fallega góða nótt við nýja vininn þinn, sagði konan. Þú sérð að hann þarfnast svefns, hann sem hefur komið um svo langan veg til að vera hjá þér. Hann skynjaði hvað hún sagði, allt í einu: orðin þýddu sig sjálf á hans eigið mál. — Góða nótt! sagði hann hjálparlaust. Þegar konan hafði lagt barnið inn í svefnherbergi foreldranna, reiddi hún honum rekkju í stofunni. Þau höfðu ekki stóra íbúð, voru bara alþýðufólk, en hann yrði heldur ekki hjá þeim nema stuttan tíma. Síðasti sopinn úr flöskunni var einum um of, veitti honum vellíðan þar sem hann stóð og horfði á hana búa um. Hann sá hvernig kvenlíkaminn svignaði þegar hún beygði sig. Ferskur ilmurinn af ný- þvegnum sængurfötum fyllti hann friði. Hann lyfti höndunum í þrá, og sá um leið að svipur húsbóndans breyttist. Þeir litu snöggt hvor á annan og hann fann að hann roðnaði. Hún var líka orðin rjóð í vöngum þegar hún rétti sig upp og hvílan var tilbúin fyrir hann. Húsbóndinn sagði eitthvað skemmtilegt og hún svaraði í gamansömum tón. Sjálfur stamaði hann eitthvað óskiljanlegt. Þau fóru aftur að brosa. — Góða nótt, sögðu þau. — Góða nótt, svaraði hann skýrt og greinilega. Þau fóru inn til sín og barnsins. Þögnin inni veltist yfir hann í bylgjum gagnstætt hávaðanum frá götunni, sem hann hafði ekki tekið eftir áður, sporvagnaskrölt og dynurinn frá bílunum. Hann slökkti ljós- ið, en sá allt í herberginu greinilega við ljósið frá götunni. Hann gat dregið tjöld- in fyrir, en treystist ekki til að mæta myrkrinu strax. Hann afklæddist og lagðist milli svalandi rekkjuvoðanna. Þyngslin fyrir brjóstinu komu strax og hann varð að þrýsta á móti með höndun- um og þar sem hann lá í kuðung var eins og mikill þungi hvíldi á honum. Hann sofnaði örmagna. - O - Þegar hann vaknaði mundi hann allt greinilega um leið. í svefninum hafði ein- hver kallað á hann. Hann rykkti sér upp. Enn var nótt, götuljósið lýsti upp her- bergið einsog mánaskin. Hún læddist yfir gólfið, litla stelpan, hvít í náttfötunum, og berir fæturnir næstum hljóðlaust á mjúku teppinu. Hún hafði hallað hurðinni inn til foreldra sinna í hálfa gátt. Hún hræddi hann, en sjálf var hún ósmeyk, kom bara alveg til hans og rétti honum handíegginn til að láta lyfta sér. — Nei, nei, hvíslaði hann á sinni eigin tungu. Hún svaraði ekki, beið bara eftir að hann rýmdi fyrir henni. Hann benti á dyrnar inn til foreldranna og gerði sig byrstan en hún hristi bara höfuðið svo ilminn af hárinu lagði fyrir vit hans. Hún sagði ekkert á sínu máli, stóð bara ein- beitt og ákveðin. Það byrjaði að nötra i honum kuldi sem minnti á angist og þunginn fyrir brjóstinu varð kæfandi. Eins og til að létta hann greip hann hana og lyfti henni upp í til sín. Þrýstingnum létti um leið og hún lagðist til værðar í örmum hans. Hann þrýsti henni varlega að sér og fann hljóðlausan grátinn koma. Þau lágu og hlustuðu hvort á annars hjarta, það unga og hið eldra, og það var eins og þau töluðu saman á þann hátt. Loksins þreytt af samræðum, ánægð með allt, sem þau höfðu sagt hvort öðru, sofnuðu þau. í svefninum endurlifði hann það aftur: Hann hljóp yfir mýrina með barnið í fanginu. Og þegar skógurinn veitti ekki lengur skjól, var um lífið sjálft að tefla. Svo lítið og varnarlaust lífsundur, að það var tæpt að trúa, að það yrði frelsað. Sífeilt var hann að líta til baka hvort þau fylgdu eftir, konan hægði á sér, en hann gat ekki beðið eftir henni. Árniður- inn dundi í eyrunum, sterkari þess lengra, sem hann náði yfir mýrina. Hon- um fannst hann ekki lengur þreyttur, heldur kom yfir hann sviminn og kvölin af óþolinmæði, blóðbragðið í munninum stafaði af óttanum og engu öðru. Barnið var svo fislétt í örmum hans, af því að það var hans eigið barn, og hann fann að það lifði í fullvissu um hann. Við skipandi kallið frá skógarhæðinni stansaði hann sekúndu, sneri sér við og sá einhverja veru steypast í mýrina um leið og fyrsta skotið reið af. En það var ekki hún og hann hélt hlaupunum áfram. Svo komu skotin í skæðadrífu, en þeir miðuðu of hátt, kúlurnar fóru fyrir ofan hann. Og loks var hann við mýrarjaðarinn, lands- lagið hallaðist niður að árgilinu. Hann heyrði hvininn í byssukúlunum fara svo hátt yfir hann að hann gat ekki gert að sér að hlæja, og er hann tók að renna niður í gilið til að komast í skjól, sneri hann sér við til hálfs. Hann fann fyrir einhvers konar höggi á síðuna um leið, en LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.