Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 2
K
N
Tölvustýrð
vængsegl
Hækkun olíuverðs hefur leitt til fjöl-
margra tilrauna til að taka aftur upp segl-
búnað á hafskipum. Nú er verið að koma
fyrir nýrri gerð stórra segla, sem líkjast
flugvélavængjum, sem standa upp á end-
ann, á 3.000 lesta flutningaskipi. Brezki
hönnuðurinn telur seglin sín taka öllum
öðrum fram.
Hönnuðurinn, Walker, með nýjustu
útgáfuha afvængsegtí, sem sro er
nefnt regna þess að það minnir á
flugrélarræng.
Iháreistu húsi, sem minnir
á flugskýli, hefur verið
unnið að því í nokkur ár
að hrinda í framkvæmd
hugmyndum um sjálfvirkan segl-
búnað fyrir kaupskip. En þegar
inn er komið, blasir við mönnum
kynleg sjón, því að þar er líkast
því sem verið sé að framleiða
vængi á gamlar flugvélar. Þetta
er rétt utan við hafnarborgina
Southampton á suðurströnd
Englands, og hugsuðurinn er
miðaldra áhugamaður um sigl-
ingar, John Walker, sem ásamt
fjölskyldu sinni stofnaði fyrir-
tækið Walker Wingsail System
árið 1981. Kona hans, Jean,
annast þá hlið málsins, sem snýr
af tölvubúnaði, auk þess sem hún
er framkvæmdastjóri þessa
áhættufyrirtækis. Þau hafa 15
manns í vinnu og njóta einhvers
styrks frá hini opinbera til starf-
seminnar. Og nú er málum það
langt komið, að þau eru að smíða
seglbúnað fyrir 3000 lesta vöru-
flutningaskip.
Samkvæmt tölvuútreikningum
munu hin miklu segl Walkers
draga úr olíukostnaði eða öllu
heldur eyðslu hafskipa, svo nemi
15 til 25 af hundraði. Aðrir kostir
fylgja Walkers-seglbúnaði, að
því er framleiðendur segja. Segl-
in geta stytt stöðvunar vegalengd
skipsins. Þau auka á stöðugleika
í ólgusjó. Og þau eru ódýr í fram-
leiðslu og rekstri. Þau krefjast
ekki aukinnar áhafnar. Walker
er viss um, að seglbúnaður sinn
muni taka öðrum tækniaðferðum
fram, sem reyndar eru til að
koma seglum aftur í gagnið sem
hjálpartækjum til að knýja
áfram kaupskip um höfin breið.
„Ég kalla þau vængsegl, því
að þau líkjast flugvélavængjum
reistum upp á endann," segir
Walker. „Þau hafa svipaða loft-
blaðshluta, en framkalla lárétt-
an þrýsting í staðinn fyrir lóð-
rétta lyftingu."
En af hverju telur Walker sína
hönnun annara fremri? Yfirleitt
eru Japanir taldir vera í farar-
broddi, hvað varðar þróun hjálp-
arsegla fyrir stór skip. Það eru
fimm ár, síðan þeir sjósettu
fyrsta seglbúna vélskipið, og nú
eru sjö japönsk hafskip búin
hjálparseglum á siglingu um
heimshöfin.
„Þetta er allt öðruvísi hugsað
hjá okkur," segir Walker. „Jap-
anska skipið Shinaitoku Maru og
hin skipin eru aðeins nútíma
afbrigði af hinum gömlu rásigldu
seglskipum eins og Cutty Sark. Þó
að seglin á þeim hafi bungulaga
loftblaðs form, sem framkalli
nokkurn þrýsting, er hlutverk
þeirra fyrst og fremst að fanga
vindinn. Og aðeins tíundi hluti
af helmings eldsneytissparnaði
skipanna byggist á seglunum.
Það er hin nýja, rennilega lögun
skipsskrokksins, sem sparnaður-
inn veldur að öðru leyti. Japanir
nota einnig afkastamikinn
vökvavélbúnað til að snúast
möstrunum og haga seglunum. í
það fer mikil orka.“
Samsettur Vængur
Walker hafði allt annan hátt
á. Hjá vængseglum hans eins og
hjá flugvélavængjum er það
þrýstingur — lyfting — sem allt
byggist á, snúið á lárétt svið. En
þau eru samhverf til að fram-
kalla tvíhliða verkun í staðinn
fyrir lyftingu einvörðungu. „Og
við notum vindinn sjálfan til að
snúa seglunum, svo að orkueyðsl-
an er mjög lítil," segir Walker.
Vængseglið er í tveim aðal-
hlutum, sem mynda eins konar
samsettan væng með rauf. Blaka
er fest við meginvænginn og höfð
nokkrum þumlungum aftar.
Þessi blaka gegnir mjög veiga-
miklu hlutverki. „Þó að hún sé
sambærileg við lendingarblöku,
þá er flugvélarvængur hannaður
fyrir mikinn hraða, en vængsegl-
ið okkar er miðað við hámarks-
þrýsting allan tímann. Þess
vegna höfum við tiltölulega lítinn
væng, en stóra blöku, gagnstætt
því sem þarf að haf a fyrir flug.“
Öllum hreyfingum vængsegl-
anna er stjórnað af lítilli tölvu,
svo að ekki þarf að bæta við
áhöfnina þeirra vegna. Stjórn-
andinn í brúnni stillir skífu á
æskilegum hraða, t.d. 10 mílur,
og tölvan sér svo um það, sem
eftir er. Hún fær upplýsingar
frá skynjurum um vindhraða og
vindátt og ber þær saman við þá
„skýrslu" um skipið og hæfni
þess, sem geymd er í minni
hennar. Síðan kveður hún á um
hagstæðustu beitingu seglanna
og vélarafls til að halda hinum
umbeðna hraða.
Tölvan stillir eldsneytisgjöf
vélarinnar og loka, sem stjórna
vökvarennslinu, sem knýr vél-
búnaðinn fyrir blökurnar og
stýrisugga. Þannig er reiðabún-
aðinum hagrætt, svo að hámarks
þrýstingur náist við ríkjandi
aðstæður.
Þegar skipið liggur við akkeri,
nvort sem er í hægum vindi eða
ofsaroki, snúast vængseglin ein-
faldlega eins og veðurvitar og
veita lítið viðnám. Svo að jafnvel
í miklum stormi er lítil hætta á
því, að skipinu hvolfi. Reyndar
er það einn kosturinn við væng-
seglin, að því er Walker segir,
að skipsskrokkurinn verður stöð-
ugri í öldugangi. Hinir traustu,
lóðréttu fletir verka eins og
loftkilir og draga úr veltingi, sem
gæti minnkað um helming í
þungum sjó, að því er Walker
heldur fram.
Það er hægt á ferðinni eða
hemlað með gagnstæðum þrýst-
ingi á vængseglin. Það er gert
með hjálp blakanna og gæti stór-
lega stytt stöðvunarvegalengd
skipanna, en hún getur orðið allt
að 10 sjómílum fyrir stór olíu-
skip.
Fyrsta Notkun
Á Kaupskipi
Seglin, sem senn verða tekin í
notkun á 3000 tonna flutninga-
skipi, munu hafa þrjá sams
konar vængi og hinir tveir ytri
verða bornir upp af rám úr áli,
sem festar eru við aðalmastrið.
Öll samstæðan er um 10 metra
breið, og tvær slíkar verða á
skipinu. Samkvæmt tölvuút-
reikningum frú Walkers mun
hvort segl framkalla 2,5 tonna
þrýsting við 25 hnúta hliðarvind,
og hann mun aukast í 6 tonn við
38 hnúta. Walker reiknar með
því, að jafnvel hóflegur tveggja
tonna þrýstingur muni jafngilda
200 vélarhestöflum á hvora
samstæðu vængseglanna. „Þann-
ig má minnka gang 2000 hestafla
skipsvélar niður í 1600 hestöfl,
en halda þó sama hraða,“ segir
Walker. „Skrúfan sér nú um
fjóra fimmtu hluta þeirrar orku
eða þess þrýstings, sem knýr
skipið áfram, og þannig verður
eldsneytissparnaðurinn 20 pró-
sent.
Þessi sparnaður skiptir öllu
máli fyrir skipaútgerð í heimin-
um nú á tímum, en rekstrar-
kostnaður er of hár miðað við
flutningsgjöld," segir hann enn-
fremur. Hann telur og, að mikill
hagnaður yrði að því að setja
tvær minni vélar í skipin í stað
venjulegrar stórrar dísilvélar til
að auðvelda hæga skiptingu úr
fullum afköstum vélanna niður í
25 af hundraði. Sé byr mjög
hagstæður ætti að vera unnt að
stöðva gang vélanna alveg.
Walker væntir þess, að væng-
seglin eigi eftir að knýja áfram
skip af ýmsum stærðum, stór
flutningaskip sem fiskiskip og
ferjur. „Við sjáum fyrir okkur
skip yfir 100.000 tonn með væng-
segl í lok þessa áratugar," segir
hann. Indverskt skipafélag hefur
þegar hafið viðræður við Walker
Wingsail vegna fjögurra strand-
ferðaskipa, og þau eiga von á
pöntunum frá Evrópu og olíu-
ríkjum við Persaflóa.
Úr „Popular Science“
Sálumessa Verdis
»*
að eru efalaust margir
sem óska eftir því að
kynnast betur Sálu-
messu Verdis eftir að
hafa hlustað á hana í Háskóla-
bíóinu fyrir skemmstu. Um hana
hefir verið sagt aö hún sé besta
ópera Verdis og enginn hefir
neitað því að sitthvað sem þar er
skrifað gæti sómt sér með prýði
í óperu, en þar er einnig að finna
sterk áhrif frá kirkjulegri tónlist
og þessir tveir ólíku þættir valda
nokkru u u hvernig flytjendur
túlka þ'.cta glæsilega og undur-
fagr? /erk. Eins og að líkum læt-
ur nafa ítalskir hljómsveitar-
stjórar oft fært þetta verk upp
og jafnan hefir óperan þótt
enduróma í verkinu undir þeirra
stjórn og má nefna tvo hljóm-
sveitarstjóra Arturo Toscanini
og Ricardo Muti sem báðir flytja
verkið á mjög dramatískan hátt.
Á síðastliðnu vori kom út ný
plötuútgáfa á Requiem Verdis
(DG 415 091-1GH2). Stjórnand-
inn er Herbert von Karajan, ein-
söngvarar eru Anna Tomowa-
Sintow, Agnes Baltsa, José Carr-
eras og José van Dam, Vínarfíl-
harmónían leikur með og kórar
ríkisóperunnar í Vínarborg og
þjóðaróperunnar í Sofía syngja.
Hér skortir því ekkert á að allt
sé fyrir hendi til að gera við-
fangsefninu hin bestu skil. Kar-
ajan hefir oft flutt þetta verk
með miklum glæsibrag á tónleik-
um, en til er eldri útgáfa á
verkinu undir hans stjórn einnig
á DG, sem hefir lent neðst á list-
anum þar sem fjallað er um upp-
tökur af sálumessunni. Nýja út-
gáfan átti að vera afraksturinn
af þessum víðfrægu og marglof-
uðu uppfærslum, en samt telja
gagnrýnendur að hann hafi ekki
komist með tærnar í þessari út-
gáfu þar sem hann hafði hælana
á tónleikunum. Hér er anda
óperunnar hvergi að finna.
Verkið streymir hægt fram og
stundum hægar en höfundurinn
kvað á um. Hin dramatísku átök
sem gerðu flutning Karajans á
tónleikunum svo eftirminnilegan
er tæpast að finna í þessari út-
gáfu fremur en hinni eldri. Hér
er þýsk fremur en ítölsk upp-
færsla á verkinu og ef menn
vilja verkið flutt með þeim hætti
þá er hér að fá það sem um var
beðið. Bæði kór og hljómsveit
syngja og leika með ágætum og
því verða þættir eins og Dies
irae, Tuba mirum, Sanctus og
Libera me fúgan áhrifameiri en
áður hefir heyrst á hljómplötu
og gjörólíkir því sem er hjá Ric-
ardo Muto í hljóðritun hans
fyrir HMV.
Einsöngvararnir skila ekki
allir jafnvel sínum hlutverkum.
Agnes Baltsa þykir frábær í
hlutverki sínu (hún söng einnig
hjá Muti). Þreytumerkja gætir
hjá Carreras í hæðinni að öðru
leyti er söngur hans í Ingemisco
prýðilegur. Þá er komið að þriðja
og e.t.v. mikilvægasta atriðinu í
sambandi við þetta verk og það
er hljóðritunin. Þess gætir víða
að hljómurinn er líkt og bældur
en svo á hinn bóginn er hávaðinn
um of (þó er þetta allt betra í
CD-gerðinni). Niðurstaðan hefir
því orðið sú að hér sé ekki komin
hin eina og sanna útgáfa á sálu-
messu Verdis. Þeir sem vilja
dramatískari uppfærslu er bent
á Muti á HMV eða Solti á Decca
— ef menn vilja hlusta á bestu
óperu Verdis. Þeir sem vilja
flutning á sálumessunni sem
trúarlegu tónverki skal bent á
gamla upptöku með Giulini einn-
ig á HMV. Henni svipar um
margt til Karajans og í höndum
Giulinis verður sálumessan
kirkjutónlist í æ ríkari mæli en
hjá Karajan, en aldursmerkin
leyna sér ekki og þessi útgáfa
stendur því ekki jafnfætis þeim
sem nefndar hafa verið hér að
ofan tæknilega. Þar berjast Muti
og Solti um efsta sætið.
A.K.
2