Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 3
T-Bgmg H@H®[00EE1*][íd][S[1]|m][S] Útgefandl: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvst).: Haraldur Svelnsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmlr Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gisli Sigurósson. Auglýsingar: Baldvln Jónsson. Rltstjórn: Aöalstrœtl 6. Sími 10100. Undrabörn í tónlist koma fram annað veifið. Úr sumum verður ekki neitt, en önnur halda áfram að vaxa og komast á toppinn. Þar á meðal er fiðlusnillingurinn Anne-Sophie Mutter, sem Herbert von Karajan tók kornunga uppá sína arma — og enginn gæðastimpll jafnast á við það. Nú er Anne-Sophie Mutter vænt- anleg til íslands og mun leika hér. Af því tilefni er grein um hana. Forsíöan er af Matthíasi Jochumssyni skáldi og er hún birt í tilefni 150 ára afmælis hans þann 11. þ.m. Myndina málaði Gísli Sig- urðsson og byggði á ljósmynd af skáldinu, þar sem það stóð á áttræðu. Af þessu sama tilefni eru einnig birtir kaflar úr Söguköflum af sjálfum mér eftir Matthías Jochumsson, þar sem hann segir frá fyrstu konu sinni og annarri, en þær missti hann báðar eftir stutta sambúð. Perú er heillandi land, m.a. vegna þess að þar eru 7 þúsund metra há fjöll. Fimm félagar í íslenzka alpaklúbbnum, þar af ein stúlka, láta sér ekki vaxa í augum að klífa slík fjöll og það varð úr að þau lögðu í mikinn leið- angur, sem sagt er frá hér og í næstu blöð- um. Borgarstjórinn í New York er karl í krapinu eins og nærri má geta í annarri eins borg. Hann heitir Edward Koch, er af gyðingaættum og mikill orðhákur. Hann er annaðhvort elskaður eða hataður — maður sem fær ekki magasár, en orsakar það kannski hjá þeim sem vinna með honum. MATTHÍAS JOCHUMSSON: Lífsstríð og lífsfró Ég lei tað’ um fold og sveif yfir sæ, þvíað sál mín var hungruð í brauð, en éggat ekki neins staðargulliþvínáð, sem ossgefurþann lifandi auð. Ogsvo varð ég uppgefinn, sál mín svo sjúk, aðhún sá ekki líkn eða fró, þvíallt traust á mér sjálfum með trúnni var burt, ogaf tápinu sorglega dró. En þá varþað eitt sinn á ólundarstund, að ég eigraði dapur á sveim; ogégreikaði hljóður um víðlendisvang, þvíég vildi’ ekki í tómleikann heim. Þá heyrðist mér rétt eins og hvíslaði rödd, svo að hjarta mitt greiðara sló: „Efþú horfirmeð ólund á himin ogjörð, þá hlýtur þú aldregi ró!“ Þá leit ég íkringum mig, loftið var allt ein logandi kveldroðaglóð, meðan sólin mér heyrðist við sæflötinn yzt vera’að syngja mér óminnisljóð. Séra Matthlas Jochumsson þjóöskáld og prestur I Odda, á Akureyri og víðar, fæddist á Skógum I Þorskafirði 11. nóvember 1835 og eru 150 ár liðin slöan um þessar mundir. Ljóöið aö ofan er af þessu tilefni; einnig þættir úr endurminningum séra Matthlasar á næstu slðu. Verndarenglarnir að var í fréttum alveg um sama leytið, að hæstiréttur hefði sak- fellt íslenskan lögreglu- þjón fyrir að þjarma að handjárnuðum fanga sínum, og að belgísk þingnefnd hefði áfellst lögregluna í Brussel fyrir að draga sig um of í hlé frá átökum knattspyrnuáhorfenda óheilladaginn í vor. Ekki er þetta rifjað upp til að bera ís- lenska öldurhúsagesti saman við enska fótboltabrjálæðinga, heldur til að minna á að hlutverk lögreglunnar er vandleikið: að hún sé ótrauð til átaka þegar ekki tjáir annað en beita valdi, hafi hins vegar fulla stjórn á sér jafnskjótt og nóg er að gert í átökum. Venjulegt heilbrigt fólk, óspillt og óþjálf- að, hikar við að ganga í berhögg við of- beldismenn, æsist hins vegar þegar út í slag- inn er koraið og sést þá ekki fullkoralega fyrir. Lögregluþjónar þurfa helst að vera svo vel valdir og svo markvisst þjálfaðir að þeir geri hvorugt. Það er ekki um lítið beðið. Það er auðvitað hætta, sem vofir yfir lögreglunni eins og öllum þeim starfsstétt- um sem þjálfaðar eru til að beita valdi og gera það að einhverju marki í hversdags- störfum sínum, að þar veljist til starfa ofbeldissinnar, slagsmálahundar. Aðrir, friðsamir meðalmenn, sækjast þar siður eftir störfum eða tolla verr í þeim. Eitthvað virðist hafa kveðið að slíku í Reykjavíkur- lögreglunni fyrr á árum, þegar slagsmál, jafnvel hópbardagar, voru ríkari þáttur í öllu þjóðlífinu en síðar er orðið og lögreglan dróst þar iðulega inn í. Þá fór af vissum lögregluþjónum orð fyrir fantaskap, sem spillti trúnaði milli lögreglu og almenn- ings. Svo lagaðist þetta blessunarlega mikið. Það er t.d. býsna ljóst, ef bornar eru saman frásagnir af Gúttóslagnum 1932 og slagn- um á Austurvelli 1949, að þar er þegar mikil breyting á orðin, og mun þó enn meiri síðan. f seinni tíð fer í rauninni furðu lítið fyrir sögum, hvorki opinberum né manna á milli, um fantaskap lögreglu- þjóna. Þetta hafa margir rætt sín á milli í sumar, einmitt í tilefni af fyrrnefndum dómi, og virðist það sammæli flestra, eink- um þeirra sem einhvern samanburð hafa við önnur lönd, að dæmigerðir íslenskir lögregluþjónar séu eins og hvert annað sómafólk, friðsemdarmenn og seinþreyttir til vandræða og vilji hvers manns vanda leysa. Englendingar eru þéttmontnir af sinni lögreglu — sem þeir bera helst saman viö hina bandarísku eða frönsku — fyrir það traust sem hún njóti hjá almenningi, enda sé hún hjálpsöm og velviljuð og stilli öllu ofbeldi í hóf. Þó held ég enska lögreglan komist að þessu leyti varla með tærnar þar sem hin íslenska hefur hælana. Hún er ábyggilega meira á þeirri bylgjulengd að tortryggja fólk, veita því aðhald og nappa það ef út af ber, og sögusagnir um grófan yfirgang móta talsvert hugmyndir sumra Englendinga um lögregluna, sér- staklega svertingja, unglinga, fátæklinga og þvílíkra sérhópa. Hins vegar nýtur lögreglan þar miklu meiri virðingar en hér fyrir það að vilja raunverulega halda uppi lögum og reglu. Hér fer fremur það orð af lögreglunni að hún hafi augun eins lítið opin fyrir slíku og hún kemst af með, sinni einungis kærum og kvörtunum, en sé annars rétt eins og þú og ég að þvi leyti, að hún forðist í lengstu lög öll óvelkomin afskipti af náunganum. Þetta er svo sem meira en orðspor: merkin sýna verkin. Jafnvel hér í Reykjavík, þar sem fámenni og kunningsskapur gera þó ekki hversdagslega löggæslu eins vitavon- lausa og í strjálbýlinu, þýddi ekki annað en leyfa hundahald af því að það hafði svo lengi skort allan strangleik til að halda því almennilega niðri. Eiginlega þýðir ekki heldur annað en afnema flestar umferðar- reglurnar, eða réttara sagt afnema refsing- ar við brotum, sbr. bílbeltalögin, og halda reglunum bara til afnota fyrir tryggingafé- lögin. Lögreglan tekur ekki einu sinni fyrir rangar bílastöður, þar sem sönnunargögn- in eru þó skilin eftir fyrir hunda og manna fótum, og hvernig ætti hún þá að láta sig varða hvað mönnum verður á eitt andartak í senn úti í umferðinni? Hér kemur reyndar við sögu hin marg- ræmda yfirvinna lögregluþjóna. Ekki dugir að jaska þeim svo út í hversdagslöggæslu að þeir séu ekki allan sinn langa vinnudag færir í þau vandasömu útköll sem ekki gera boð á undan sér. Þetta er (eins og hjá flugumferðarstjórum) mikil sjálfhelda sem einhvern veginn þarf að sleppa úr. En kannski verðum við samt sem áður að horfast í augu við það, að á endanum sé um tvenns konar móral að velja fyrir eitt lögreglulið: Að löggan sé verndareng- ill, vinur í nauð, og þá verði hún líka lin við aga og refsingar; eða að löggan sé varðengill, aðhaldssöm og ströng, og þá verði naumast hjá því stýrt að í hana sæki í og með fólk í ofbeldissinnaðra lagi. Þá er það engin spurning að við viljum áfram verndarenglana. HELCl SKÚLIKJARTANSSON LESBÖK MORGUNBLADSINS 9. NÖVEMBER 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.