Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 12
/ garðinum rið Tjarnargötu 40 á góðum degi sumarið 1912. Við kaffiborðið sitja talið frá vinstri: Margaretbe Krabbe, Þorvaldur Jónsson læknir á ísafirði, móðurafi Helgu Krabbe, Harald Krabbe prófessor, tyrir framan þá er Helga Krabbe, síðan er Gyða Þorvaldsdóttir, móðursystir Helgu, þá Sigríður Mattbíasdóttir (ráðskona bjá Harald Krabbe) og Cbristiane Krabbe, tengdamóðir Thorvald Krabbe. Notaleg stund í garðinum að Tjarnargötu 40 árið 1917. Við borðið sitja Anna Kirk, Margar- ethe og Thorvald Krabbe. Gróttu, suður í Hafnarfjörð, inn að Elliða- ám eða upp í Mosfellssveit. Þetta var þó ekki fyrr en seint á vorin, eftir leysingar, því annars stóðu aumingja hestarnir fastir í aurleðju. Mamma reið aðeins í söðli til að byrja með en síðan alltaf í hnakki. Á sumrin fengum við líka stundum leigðan hestvagn hjá Nikolai Bjarnasyni í Suður- götu og fórum út úr bænum. Þá gat amma komið með en hún fór aldrei á hestbak. Ég fékk að láni reiðhjólið hennar mömmu, sem var allt of stórt fyrir mig, ég náði ekki upp á sætið. En það var ekki ómerkari maður en Matthías skáld Joch- umsson, en hann bjó þá í Laxdalshúsi, sem kenndi mér á hjóli. Pabbi var vanur að brýna fyrir mér að fara af hjólinu og upp að húsunum (þá voru ekki gangstéttir) ef ég mætti „bílnum", þ.e. Thomsensbíl, sem þá var eini bíllinn í bænum. NÁMÍ Framhaldskóla Árið 1918 tók ég inntökupróf í Mennta- skólann í Reykjavík, við vorum fjögur sem komum úr Landakoti. Geir Zoéga rektor var búinn að segja pabba að það væru ekki beint meðmæli að koma úr þeim skóla svo við höfðum litla von með að standast prófið. En þegar til kom vorum við öll 5 fyrir ofan miðju í einkunn. Þetta var svo mesti kvennabekkur fram að þeim tíma í skólanum, alls 6 stúlkur. En þegar við útskrifuðumst árið 1924 fóru svo margir í guðfræði að hann var jafnan kallaður prestabekkurinn mikli. Menntaskólaárin voru mjög skemmtileg og þar mynduðust vináttubönd, sem haldist hafa f'-am á þennan dag. Ég hef reynt að koma að minnsta kosti á fimm ára fresti til að halda upp á stúdentsafmælin. Á meðan ég var í Menntaskólanum árið 1921 vorum við fengnar nokkrar unglings- stúlkur til að binda kransa úr rifsberja- trjágreinum, sem notaðar voru til að skreyta Austurvöll þegar Kristján 10. konungur kom hingað í heimsókn í fyrsta sinn. Okkur var svo boðið til Þingvalla í kassabíl og tók ferðin 6 klukkutima vegna endurtekinna bilana. Konungurinn var kominn þangað langt á undan okkur, en þannig voru bílarnir í þá daga. Haustið eftir að ég útskrifaðist stúdent árið 1924, fór ég strax til Kaupmannahafn- ar og lagði stund á mál og málvísindi og heimspeki við Hafnarháskóla. Hélt síðan til náms í Cambridge í Englandi og var þar í tvö ár, en eftir það fór ég til Grenoble og síðan til Parísar og lagði stund á frönsku við Sorbonne. Á leiðinni heim hafði ég viðdvöl í Danmörku, lærði hraðritun og fleira og vann við afleysingar við íslenska sendiráðið í Höfn. Eftir heimkomuna vann ég í danska sendiráðinu hjá De Fontenay, í þrjú ár, en kenndi jafnframt ensku og frönsku og fékkst við þýðingar. Ég fékk viðurkenningu sem skjalaþýðandi í dönsku hérlendis og var reyndar meðstofnandi Skjalaþýðendafélagsins, en formaður var dr. Guðbrandur Jónsson. Sömuleiðis varð ég meðal stofnenda í Félagi íslenskra há- skólakvenna árið 1928. Þar voru fremstar í flokki þær Katrín Thoroddsen læknir, Laufey Valdimarsdóttir og Anna Bjarna- dóttir B.A., en hún var áhugasamur for- maður félagsins í mörg ár. Fyrir hönd fé- lagsins fór ég á fund alþjóðafélagsins (IFUW) í Wellesley, nálægt Boston í Massachusetts, árið 1931. Hitti ég þá marga fræðimenn, sem ég hafði sótt fyrir- lestra hjá bæði í Cambridge og Sorbonne. Árið 1931 fékk ég stöðu við franska sendi- ráðið í Reykjavík og vann þar til ársins 1933, en það ár flutti ég til Kaupmanna- hafnar og gifti mig. Manninn minn, en hann hét Helge Gad, hafði ég fyrst hitt um borð í Gullfossi á leið til Islands árið 1925. Hann var þar á ferð með danska stúd- entasöngflokknum. Fyrstu hjúskaparárin bjuggum við í Hellerup, en fluttum síðan til Ábenrá á Jótlandi, þar sem hann fékk embætti sem lektor í'dönsk uog tónmennt við mennta- skólann þar. Við bjuggum í Ábenrá, sem er syðst á suður Jótlandi á stríðsárunum og voru það erfið ár. Við eignuðumst þrjú börn, tvær dætur ogeinnson. Eftir að ég fluttist af landi brott hef ég alltaf komið í heimsóknir með stuttu milli- bili, nema auðvitað á stríðsárunum. Ég kom með börnin mín, eitt í einu, svo þau gætu kynnst landinu og gömlum vinum mínum og ættingjum. Ferðuðumst við nokkuð um landið saman. Foreldrar mínir fluttu af landi brott árið 1937, þau bjuggu í Kaupmannahöfn til dauðadags, en þau létust árið 1953, með þriggja mánaða milli- bili. Ég hafði ekki komið inn í gamla húsið okkar, Tjarnargötu 40, síðan það var selt 1937, þar til ég var boðin inn á heimili þeirra Jónu Kristínar og Magnúsar G. Jónssonar í fyrrasumar og þótti mér afar vænt um þá hugulsemi. Þau hjón, ásamt ættingjum Magnúsar, keyptu húsið árið 1952 og hafa búið þar síðan. Annar eigandi er nú að neðri hæð og hálfum kjallara. Það var gaman að sjá hve þau hjónin hafa lagt sig fram við að halda við bæði húsi og garði, auk ýmissa endurbóta, sem þau hafa gert á þann veg að gamli stíllinn heldur sér,“ sagði Helga að lokum. Eftirmáli Börn Helgu Krabbe og Helge Gad eru: 1. Birte Deakin, hún og maður hennar reka hótel í Lancashire í Bretlandi. Þau eiga fimm börn. 2. Kirsten Overton, eiginmaður hennar er sölustjóri hjá stóru fyrirtæki og eru þau búsett í Buckinghamshire. Þau eiga þrjú börn. 3. Ole Gad, hann er lektor í ensku og tónlist við Menntaskólann í Viborg í Dan- mörku. Hann og kona hans eiga tvö börn. Þess má geta að Ole Gad hefur komið hingað til lands með skólakór sínum frá Viborg. Helge Gad lektor kom til íslands árið 1932 þeirra erinda að safna þjóðlögum og þá sérstaklega tvísöng, sem hann fékk gamalt fólk til að syngja. Hafði hann með sér sívalning, „phonograph", til að taka lögin upp á og var það algjör nýlunda á þeim tíma. Lögin eru enn til á safni í Kaupmannahöfn. Þau Helga og Helge Gad slitu samvistir árið 1946 og er hann nú látinn. Helga Krabbe hefur fengist við mála- kennslu í Danmörku um árabil, hún tók meðal annars þátt í stofnun „Danmarks Sproglærerforening", Félagi tungumála- kennara í Danmörku, árið 1955 og var formaður þess í 14 ár, 1969-1984. Helga kenndi við námsflokka í Kaupmannahöfn í 22 ár og hefur einnig fengist við mála- kennslu í erlendum sendiráðum þar í borg. Hún hefur t.d. kennt ensku og dönsku við pólska sendiráðið og dönsku og íslensku við kínverska sendiráðið. Nemendur hafa jafnt verið sendiherrar sem aðrir og verið kennt í einkatímum og hópum. Þess má geta að kínverskir nemendur Helgu hafa komið til starfa við kínverska sendiráðið hér og einnig verið við nám í íslensku við Háskóla íslands. Helga Krabbe býr í Charlottenlund, Kaupmannahöfn, og fæst enn við kennslu. U R M I N U H O R N I Vísur og vísnaspjall að hefur lengi verið á margra vitorði enda aldrei verið mikið leyndarmál né merkilegt, að töluverð skyld- leikabönd hafa verið á milli vísnaþáttarins og Úr mínu horni, sem alloft hafa verið í Lesbókinni undanfarin ár. Fyrir þetta verð- ur ekki svarið. Ég ætla að þessu sinni að taka hér til umræðu efni, sem oft er talað um í vísnaspjall- inu: feðrun vísna. Þó svona sé komist að orði, er og hefur aldrei verið auðveldara að vita með vissu hvað konur hafa ort en karlar. Og konur hafa ekki síður en karlpeningurinn verið góðir hagyrðingar. Ég hef haldið til haga, svo lengi sem ég man, vel gerðum vísum, og á því mikið safn af þeim, þótt mér hafi aldrei gefist tóm tií að ganga frá því nógu skipulega. Nýlega var vísa, sem lögð er í munn konu, þótt það sé raunar óþarfi, verið eignuð þjóðkunnum rithöfundi í Morgunblaðinu. Hún er svona: Lífið hefur mér löngum kennt, að líða, þrá og missa. Koppurinn minn er kominn í tvennt. Hvar á ég nú að pissa? Þessa vísu lærði ég ungur, og hefði hún varla verið komin í mína átthaga, eins og þá stóð á með samgöngur, ef hún hefði verið eftir norðlenskan samtíma- mann og jafnaldra míns heima- fólks. Ég ætla að fara hér með tvær gamlar vísur um líkt efni. Veltast í honum veðrin stinn veiga mælti skorðan. Komin er lykt í koppinn minn. Kemur hann senn á norðan. Eftirfarandi staka var kennd vel hagmæltri vinnukonu að Haga á Barðaströnd. Gott ef hún fluttist ekki síðar norður í land. Ekki man ég nafn hennar. Vísan mun hafa verið alkunn í minni sýslu vestra fyrir og eftir síðustu aldamót: Þessi dagur þykir mér þrengja að heilsu minni. Á kamarinn ég komin er að kúka í fimmta sinni. Vísnasýsl Veigaskorðan í miðvísunni er, eins og flestir vita, kvenkenning, það er sú, sem ber fram veigar. Og er tiltölulega auðveld að ráða. Þegar þeir falla frá, sem nú eru aldraðir, gæti það vafist fyrir næstu kynslóðum að ráða sumar þrautir í rímum og hagmælsku- vísum í bókum okkar og handrit- um. Þetta ættu ráðamenn menntasjóða að hugleiða, og ætla rím- og kenningafróðum mönn- um nokkurt fé til þess að sýsla við þessi efni. Við höfum nóg af gamalmennum til þess að eltast við kindur og hross upp um heið- ar, eða moka undan kýrrössum, þótt þeir sem önnur og óvenju- legri störf kunna, fengju að eyða síðustu árum sínum við kvæða- og vísnasýsl. Því miður eru ekki óhóflega margir færir til slíkra fræðistarfa. Eins og alþjóð veit hefur Sveinbjörn Beinteinsson á Drag- hálsi í Borgarfirði verið einn af skeggprúðustu og öldurmannleg- ustu skáldum landsins, þó er varla nema hálft ár síðan hann varð sextugur, ef ég man rétt, sem svo sem er ekki víst. í ára- tugi hefur hann, ásamt Lárusi Salómonssyni fyrrverandi lög- regluþjóni, sem áttræður er orð- inn, verið rímfróðasti maður landsins og nýlega endurútgefið Bragfræði sína. Við höfum þekkst 1 áratugi og verið með allskonar meinlausar en stundum meinlegar þekkingar og stríðnisglettur. Enga vísu kann ég, sem hann hefur ort um mig, en til þess að ég eigi eitthvað í þessum pistli ætla ég hér að birta allgamla vísu, sem ég gerði um Sveinbjörn áður en hann varð trúarhöfðingi. Ekki slær hún út yrkingar hans fyrr né síðar. Hann er maður hár á legg, hefur land að erja. Hans er ræktin helsta skegg, hannkann séraðberja. Ljúkum svo máli okkar að þessu sinni með glettnisvísu eftir allsherjargoðann, og fer ekki á milli mála hvert tilefnið er: Mælist varla meir en spönn mittiðafarnetta. — Þú ert orðin alltof grönn. Á ég að laga þetta? JÓN ÚRVÖR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.