Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 14
i
Það scm óteljandi unga tístamenn dreymir um: að komast utan á plötuumslag ásamt Herbert
ron Karajan og Vínarfílharmóníunni. Þessi draumur hefur orðið að reruleika hjá Anne-
Sophie Mutter.
skálda, sem það hefur aldrei þekkt. Á
sínum tíma var farið með Mozart víðsvegar
um Evrópu, og hann vakti feikilega hrifn-
ingu vegna æsku sinnar og greinilegra
afburðahæfileika við nótnaborðið. En það
er vafasamt, hvort það hafi verið nema
sárafáir meðal áheyrenda hans, sem hafi
kunnað að meta hina sönnu snilli hans,
og eftir því sem hann eltist og nýjabrumið
fór af, varð hinn fátæki Mozart enn fátæk-
ari.
Liszt farnaðist betur, en þó er hugsan-
legt, að hann hafi einnig fremur liðið fyrir
en notið góðs af hylli fjöldans. Það er
skiljanlegt, að hann nyti hins góða lífs sem
og menntaðra kvenna, en orðstír hans var
alltaf bundinn við píanóið, þótt hann væri
hið merkasta tónskáld.
16 ára gamall fiðluleikari hreif heiminn
á sínum tíma með frábærri túlkun sinni á
fiðlukonsert eftir Edward Elgar, og hann
lék hann inn á plötu undir stjórn höfundar.
Hann hét Yehudi Menuhin og hafði þá
þegar haldið hljómleika í nokkur ár og
jafnan fyrir fullu húsi.
Miklu síðar hlustaði hljómlistarunnandi,
sem er ekki lengur uppnæmur fyrir neinu,
á 15 ára stúlku leika á fiðlu, og það var
ekki aðeins, að Herbert von Karajan hefði
boðið henni að leika konsert eftir Mozart,
heldur átti hún einnig að fara að leika tvo
Mozart-konserta inn á plötur með honum
og Berlínar fílharmóníusveit hans. Það var
árið 1977, og hún hét Anne-Sophie Mutt-
er...
Tíma Hennar Er Ráð-
STAFAÐ NÆSTU ArIN
29. júní 1983 hélt Anne-Sophie upp á
tvítugsafmæli sitt. Hún býr enn heima í
Rheinfelden í Baden, en tíma hennar á
listabrautinni hefur verið ráðstafað að
fullu næstu árin. Eigi að síður er henni
mjög í mun að ganga ekki of langt í hljóm-
leikahaldi og hefur takmarkað það við um
þrjátíu konserta á ári. Það á ekki aðeins
að gefa henni tóm til að njóta fjölskyldu-
lífs, heldur einnig til að hugsa sinn gang
varðandi þá tónlist, sem hún leikur.
Karajan hefur að sjálfsögðu haft mjög
mikil áhrif á alþjóðlegan frama hinnar
ungu stúlku. Fyrstu kynni hans af henni
voru eftir frábæra frammistöðu hennar
og bróður hennar, Christophs, á alþjóðlegu
tónlistarhátíðinni í Luzerne 1976, skammt
frá Wintherthur Conservatorium, þar sem
hún hafði verið við nám hjá Aida Stucki,
nemanda Carls Flesh, en hún hefur verið
lærimeistari Mutters. Karajan bauð hinum
13 ára gamla fiðluleikara til sín til áheyrn-
ar í Berlín og hlustaði á hana Ieika Chac-
onne eftir Bach viðstöðulaust. Síðan bað
hann hana að leika tvo kafla úr konsert
eftir Mozart. Seinna sagði hún: „Ég var
búin að leika Chaconne sérstaklega vel, því
aö ég vissi, að allt var í húfi.“ Þetta var
sagt af hjartans meiningu, en ekki af stolti,
þar sem hún hugsaði fyrst og fremst um
frama sinn á tónlistarsviðinu.
Sérhver mikill hljómsveitarstjóri vonast
til að vera nærri við upphaf frægðarferils
ungs einleikara, og von Karajan gerði sér
fulla grein fyrir því, að Anne-Sophie hefði
geysilega hæfileika. Hann sagði hana
mesta undrabarn á sviði tónlistar, frá því
er Menuhin var ungur, en það væri óviðeig-
andi að spyrja, á hvaða aldri hann hefði
verið, þegar hann heyrði Menuhin leika
fyrst öðruvísi en á hljómplötu.
Á Samningi Hjá
Deutsche Grammophone
Það var von karajan að þakka, hve fljótt
hún komst á samning við Deutsche
Grammophone, og fiðlukonserta Mozarts
lék hún inn á hljómplötu þegar 1978, en
síðan kom röðin að fiðlukonsert eftir Beet-
hoven 1980. Vel þekktur fiðluleikari, sem
var viðstaddur æfingu í Berlín fyrir hljóð-
ritun Beethoven-konsertsins, sagði mér,
að Anne-Sophie hefði komið um 15 mínút-
um áður en hún átti að mæta og hafi setið
og beðið í hálftíma, áður en von Karajan
væri tilbúinn fyrir konsertinn. „Þegar hún
kom fram á sviðið, breyttist hún úr ungri
og glaðlegri stúlku í háalvarlegan og reynd-
an hljómlistarmann," sagði hann, „og þótt
von Karajan notaði einar 20 mínútur í að
æfa innganginn með hljómsveitinni, beið
hún ofur róleg, og þegar kom að hinni
feikilega vandasömu innkomu einleiksfiðl-
unnar, lék hún hana með fullkomnu öryggi
og endurtók innkomuna síðan nokkrum
sinnum, alltaf jafn vel, aldrei varð nein
deyfð yfir endurtekningunni."
Hin unga Mutter hefur hlotið mikla
reynslu af samstarfinu við von Karajan,
en það virðist hafa orðið báðum til jafn-
mikillar ánægju. Hann hefur orð á sér
fyrir að vera erfiður í umgengni, en Anne-
Sophie fannst hann vera „einstaklega þol-
inmóður og alls ekki ráðríkur. Hann virðist
aldrei vilja þröngva manni til ákveðinnar
túlkunar. Hann hefur meiri áhuga á því
að hjálpa manni að skilja verkið og ná
tökum á því til að gera manni síðan kleift
að túlka það á þann hátt, sem maður vill.“
Þeir hljómlistarmenn eru fáir, sem unnið
hafa með von Karajan og fundizt hann
vera svona meðfærilegur. Anne-Sophie
Mutter er ekki hættulega grimm, heldur
einlægur listamaöur og lærdómsfús.
—SVÁ— tók sarnan.
GÍSLI GÍSLASON:
Gluggar
Allir þessir gapandi gluggar
íblokkinni beintámóti
glápa á þig og augnaráð þeirra
stingur eins oggaddfreðið spjót.
En efþú herðir upp hugann
oghorfir djúpt í dimm augun
fyririnnan, svo einmana.
Svo hræðilega einmana.
Þú viltgjarnan nálgast
þessa nágranna þína
og tala við þá um sorgina
sem byrgja þeirinni.
En það er tvöfaltgler á milli
og þú kemst ekkert.
Þess vegna situr þú kyrr
fangi — íauga þíns húss
og bíður í rökkrin u
svo einmana.
Svo hræðilega einmana.
Höfundur er framkvæmdastjóri heildverslunarinnar og iönfyrirtækisins J.S. Helgason hf.
og býr í Reykjavík.
Sigurjón Jóhannsson teiknaði
KERLINGIN SAGÐI...
Beizkur ertu nú drottinn minn
Einu sinni var kerling til altaris. Presturinn haði ekki góðan augastað á kerlingu og er
sagt hann gjörði það af hrekk, en sumir segja hann gjörði það af ógáti, að hann gaf
kerlingu brennivín í kaleiknum. En kerling lét sér ekki bilt við verða og sagði það sem
síðan er að orðtaki haft: „Og beiskur ertú nú, drottinn minn.“ Kerlingin hélt það væri
fyrir sinna synda sakir að messuvínið væri svo beiskt.
Leiðrétting
í greininni um íslensku og gelisku í
Lesbókinni 28. sept. sl. var prentvilla.
Sölungur átti að vera sölugur. Þetta orð á
sér margar hliðstæður, t.d. í dönsku: söle
og sölet; í ensku: sully og sullied, soil og
solid; frönsku: souiller; norsku: söyla;
sænsku: söla og þýsku: suhlen. Uppruninn
eru latnesku orðin solum sem þýðir jörð
og suile sem þýðir svínastía, enda er merk-
ing sagnorðanna að óhreinka, saurga, ausa
auri, gera forugt, velta sér (í for) á jörð-
inni. Orðið sollur er af sama stofni þó svo
að það geti einnig merkt glaumur, sbr.
hollenska so. sollen sem þýðir að draga
um en einnig að gera grín að.
Arngrímur Sigurðsson
14