Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 10
Öskukallarnir í Lima taka undir kreðjur íslendinganna.
sém buðu uppá lifandi tónlist. Dans og
fjörug músík, þetta hafði mjög góð áhrif á
sálina.
Við þurftum að dveljast a.m.k. í þrjá
daga í Huaraz, í 3050 m hæð, áður en hægt
væri að fara hærra. Aðlögunin gekk ágæt-
lega og óþægindi aðeins smáslappleiki sem
hvarf síðan.
Herraþjóð Og Annars
Flokks Þegnar
Perú er stórbrotið land. Indíánar Perú
eru annars flokks þegnar í eigin landi.
Herraþjóðin, afkomendur Spánverja,
gegnir nánast öllum embættisverkum sem
einhverju máii skipta.
Auður fyrri alda, gull og silfur, flutt á
brott. Seinni tíma sjóðir, ansjósa og gúanó,
hurfu eins og síldin okkar. Ein atvinnu-
grein, sem lítið er haldið á loft, kókaín-
framleiðslan. Talið er að allt að helmingur
alls kókains í heiminum eigi rætur sínar
að rekja til Perú.
Gífurleg spilling og peningar hafa leikið
stjórnkerfið grátt í gegnum árin. En Perú-
menn glíma við þennan vanda líkt og aðrar
framleiðsluþjóðir eiturefna, erfitt er um
vik, því þetta er lifibrauð margra þegn-
anna. Kókalauf hafa indiánar S-Ameriku
tuggið mjög lengi.
Áhrifin eru lík og af sterkum bolla af
kaffi. Kókaínið unnið úr laufunum er
hinsvegar bölvaldur rótleysingja um allan
hinn vestræna heim.
Landslagið er fjölbreytt. Næst sjónum
er einhver þurrasta eyðimörk í heimi. Höf-
uðborgin Lima er reist á eyðimörkinni.
Meðfram ám og lækjum sem falla til sjáv-
ar er hver dropi nýttur til áveitna. Austar
tekur við Cordillera Negra, Svarti fjall-
garðurinn, sem nær upp i 3500—4000
metra hæð og gróðurinn þar minnir sum-
staðar á íslensk heiðarlönd.
Þegar komið er yfir fjallgarðinn tekur
við langur og gróðursæll dalur eða há-
slétta í 2500—3000 m hæð. Hvíti fjallgarð-
urinn, eða Andesfjöllin, taka við austan
hásléttunnar, en þegar yfir þau er komið
taka loks frumskógarnir yfirhöndina.
Eins og nærri má geta er veður og hita-
stig ólíkt eftir landshlutum. Landið liggur
ekki langt sunnan við miðbaug, snertir
hann næstum og því er ekki um að ræða
eiginlegan vetur og sumar, heldur regn-
tímabil þurrt eða regn, þar sem á annað
borð rignir. Á hásléttunni og í fjöllunum
skín sólin sterkt. Hitamunur dags og næt-
ur er ótrúlega mikill.
Það minnir mig á það, ... vitið þið að
sólin fer öfugan hring þarna fyrir sunnan
miðbaug? Já, það kom margt á óvart.
Tunglið var líka skakkt og skrítið.
fólkið kátt Og Nýtur
Líðandi Stundar
Það er ekki einasta þjóðlíf þeirra Perú-
manna, sem verður fyrir umbrotum, held-
ur hafa náttúruöflin leikið landið grátt.
Andesfjöllin, sem liggja með öllum vestur-
helmingi S-Ameríku, eru fellingafjöll.
Samgangur botnplötu Kyrrahafs, Nazca-
plötunnar, og meginlandsplötu S-Ameríku
gerir svæðið virkt jarðskjálftasvæði.
Árekstur platnanna hefur ýft upp yfir-
borðið og myndað fjallgarðinn. Árið 1970
urðu gífurlegir jarðskjálftar og einmitt
skæðastir í Rio Santa dalnum þar sem við
vorum. Huaraz (50.000 manna bær nú) efst
í dalnum gereyðilagðist í skjálftahrinu
sem byrjaði í maílok fyrir 15 árum og stóð
meira og minna allt sumarið.
í Huaraz einni fórust 16.000 mannns.
Þorpið Yungay neðar í dalnum kaffæröist
þegar ís og aurskriða féll úr hlíðum Hu-
ascarán (hæsta fjallsins). Þá fórust í einni
svipan 18.000 manns. Enginn staddur í
Yungay sjálfri lifði af.
Eftir þetta fór fram víðtæk söfnun með-
al þjóðanna og var peningunum varið til
að byggja upp vegakerfið í landinu, en eitt
af því sem gerði hjálparstarfið mjög erfitt
á þessum tíma voru samgönguörðugleikar.
Samgöngur þar eru nú orðnar til fyrir-
myndar. Ekki eingöngu vegirnir, heldur
eru líka örar og ódýrar rútuferðir um þá
alla.
Annars var frábær vegalagning um allt
eitt aðalsmerki Inkaríkisins á þeirra dög-
um og enn má fylgja Inkvavegunum lang-
ar leiðir.
Þrátt fyrir öll ósköpin er fólkið kátt og
nýtur líðandi stundar. Er hægt að gera
betur? Það gaf okkur mikið að fá að kynn-
ast því þennan tima sem við dvöldum
þarna.
Næstu greinar segja frá fjöllunum og
lífinu þar.
Aöalsteinn
Ásberg
Sigurösson
I landslagi
minninganna
/ landslagi minninganna
svíkurðu jafnan lit.
Þú ert blindari en myrkrið
hræddari en óttinn
svikulli en ótryggðin.
Þú ert deginum Ijósari
en líf þitth vergi neitt .
sem hönd á festir
í landslagi minninganna
leggurðu oft á flótta.
Munnleg
geymd
Herbergi
þarsem Iyktin
erafgömlu
margföldu veggfóðri.
Gamla konan
stígur saumavélina
ígríðogerg.
Heldur áfram
að segja mér
söguna af Kapítólu.
Alaíde Foppa:
Hjartað
Sagter
að það sé á stærð við
krepptan hnefa minn.
Lítið
samt nógu stórt
til að setja þetta
alltígang.
Verkamaður
ervinnur hörðum höndum
þráir þó hvíldina
fangi
sem bíður flóttans
í veikri von.
Svefn
ídúnmjúku hreiðri
hvílirhjarta mitt
löngu týndar vofur
sem skjóta upp kollinum
trufla það ekki.
Hægfara öldur
andardráttar míns
bylgjast gegnum svefninn.
I óminninu
er morgundagurinn undirbúinn
á meðan ég þreyi
þennan tímabundna dauða.
Alaíde Foppa de Solorzano, skáld frá
Guatemala, fædd 1916.
Hún varð landflótta úr heimalandi sínu
1954, þegar umbótastjórn Jacobo Arbenez
forseta var steypt af stóli, en eiginmaður
hennar, Alfonso Solorzano, hafði verið ráð-
herra í þeirri ríkisstjórn.
Hún settist að í Mexíkóborg og var þar
fyrirlesari í bókmenntum við frjálsa mexik-
anska háskólann.
Alaíde Foppa var einnig þekkt skáld og
eftir hana liggja sex frumsamin ljóðasöfn.
Hún skrifaði einnig um bókmenntir, t.d. í
blöðin Unomasuno og Novedades. Þá þótti
hún góður þýðandi bókmenntaverka af ít-
ölsku, frönsku og ensku. Hún var virkur
félagi í baráttuhreyfingu kvenna og einn
af stofnendur mexikanska tímaritsins Fem.
Aladíe Foppa sneri til föðurlands síns í
desember 1980 til að vitja um sjúka móður
sína. Hún var þá handtekin þar af vopnuð-
um mönnum og ekki er vitað hvert var farið
með hana. Síðan hefir ekkert til hennar
spurst.
J.B.
Elísabet Jökulsdóttir:
Isafjörður
fjall
fjall
fjall
fyllerí
hvíttblátt
hvíttblátt
hvíttblátt
krunkar svartur hrafn
styðja tröllin hönd
undirkinn oggeispa
Ellsabet Jökulsdóttir er skáld og húsmóðir I
Reykjavlk og stundar nám (Kvennaskólanum
Leiðrétting á ljóði:
Við birtingu ljóðs J.L. Runebergs i 38.
tbl. Lesbókar slæddust inn þrjár villur.
Fjórða lína 2. erindis á að vera þannig:
Stúlkan svarar: „Hindiber hef eg etið
Og lokaerindið er rétt þannig;
Eitt sinn kom hún heim með rauðar
hendur
vermdar eftir ástvinar síns hendur.
Aftur hún kom heim með rauðar varir,
rauðar eftir ástvinar síns varir.
Síðast heim hún kom með hvítar kinnar,
því þær kól við ástvinarins eiðrof."
Leiðrétting á höfundarnafni:
Yfir grein um Reykvísku, eða það fyrir-
bæri, sem nú er stundum nefnt nýja flá-
mælið, stóð höfundarnafnið Kristján
Árnason. Þar var ranglega með farið.
Greinin er eftir Kjartan Árnason. Eru
hann og lesendur beðnir velvirðingar.