Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 13
Anne-Sophie Mutter Anne-Sophie Mutter Undrabarn í fiðluleik, sem nú er orðinn fullþroskaður listamaður og jafnvel einn af þremur beztu fiðluleik- urum heimsins að áliti sumra sérfræðinga. Þessi snjalli fiðluleikari kemur nú til íslands og leikur með Sinfóníuhljómsveit fslands næsta fimmtudag og laugardag. Anne-Sophie hefur skapað nýja mælikvarða sem fiðluleikari,“ er enn fremur haft eftir sellósnillingnum og hljómsveitarstjóranum Mstislav Rostropovich, svo að þegar sé vitn- iað í heimsfrægan tónlistarmann í upphafi stuttrar kynningar á ungri, þýzkri stúlku, sem vakið hefur undrun og aðdáun fyrir fiðluleik um heim allan. Hún er nú 22 ára gömul. Ungfrú Mutter fæddist í bænum Rhein- felden í Baden í Vestur-Þýzkalandi 1963. Fimm ára gömul hóf hún tónlistarnám, lærði fyrst á píanó, en sneri sér síðan brátt að fiðluleik. Eftir eins árs nám í þeirri grein, 1970, þegar hún var enn ekki orðin 7 ára, hlaut hún fyrstu verðlaun með sér- stökum ágætum í tónlistarkeppni æskunn- ar í Vestur-Þýzkalandi, „Jugend musizi- ert“, og er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið í þeirri keppni. 1974 hlaut hún enn 1. verðlaun í sömu landskeppni æskufólks og þá fyrir að leika með Christoph, bróður sínum, fjórhent á píanó. ÞrettánáraMeð Berlínarfílharmoníunni 1976 kom hún fram á hinni alþjóðlegu tónlistarhátíð í Luzern í Sviss. I framhaldi af því fékk hún boð frá Herbert von Karaj- an. Og þrettán ára gömul þreytti hún frumraun sína með því að leika með Fíl- harmóníusveit undir stjórn von Karajans á Hvítasunnuhátíðarleikunum í Salzburg 1977. Eftir þessa frumraun hefur þetta „mesta undrabarn tónlistarinnar, frá því er Menu- hin var í æsku“, eins og von Karajan hefur komizt að orði um Anne-Sophie Mutter, staðið sig betur en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Hún hefur farið sigur- för um heiminn og leikið í merkustu tón- listarhöllum veraldar við fádæma hrifn- ingu áheyrenda. í Carnegie-Hall voru fagnaðarlætin engu minni en í Amster- damer Concertgebouw, og gagnrýnendur hlóðu á hana lofi. „Það þurfti ekki nema nokkra takta til að gera sér grein fyrir því, að Mutter hefur fágæta hæfileika. Hún er.i tvímælalaust listamaður fremur en undrabarn," sagði Washington Post. Og eftir hljónileikana með National Orchestra undir stjórn M. Rostropovich kallaði blaðiö hana „undur". Þegar hún lék með Sin- fóníuhljómsveitinni í Chicago undir stjórn Georgs Solti, hét það á máli gagnrýnenda blátt áfram „sensation" — stórviðburður. HúnHelduráfram Að Vinna Með Karajan Anne-Sophie Mutter hefur leikið kamm- ermúsík frá 1982 með búlgarska píanóleik- aranum Alexis Weissenberg og frá 1984 einnig með sellósnillingnum Mstislav Rostropovich. Samvinnan milli hennar og Herberts von Karajan heldur áfram og von er á nýjum hljómleikum og upptökum á hljómplötur. Mutter leikur á „Lord Dunn-Raven“, Stradivarius-fiðlu f rá árinu 1710. Á þessu ári var henni boðið að leika í Sovétríkjunum, og þar lék hún í marz fiðlu- konserta eftir Beethoven og Brahms með Sinfóníuhljómsveit Moskvuborgar undir stjórn Alexanders Lazarev. Við opnun listahátíðarinnar í ísrael í júní í ár lék hún konsert eftir Beethoven og gaf laun sin til barnaheimila þar í landi. Síðastliðið vor, 1985, fór Mutter í fimmtu hljómleikaför sína til Ameríku og lék þar með sinfóníuhljómsveitum meðal annars í Boston, Los Angeles, Toronto, Montreal, Atlanta og Detroit. Á starfsárinu 1985—86 er auk þess á dagskrá hennar að leika í Madrid, Miinch- en, Róm, París, Kaupmannahöfn og Lond- on og ennfremur á ný á hátíðarleikunum í Salzburg. Þar leikur hún 15. ágúst fiðlu- konsert eftir Tschaikovski með Fílharmón- íusveitinni i Vín undir stjórn Herberts von Karajan. í janúar 1986 verður hún einleikari við frumflutning tónverks eftir samtíma tón- skáld, Witold Lutoslavski, en Collegium Musicum flytur þá verkið „Chaine 11“ í Zurich undir stjórn Dr. Paul Sacher. Að lokum skal gripið niður á nokkrum stöðum í grein eftir Denby Richards, er hann reit í tilefni þess, að hennar var von til London öðru sinni til að leika á hljóm- leikum í Festival Hall. „Einstaka Sinnum Gerist þaðþó...“ „.. .Undrabörn eru alltaf vandræðagrip- ir’að vissu leyti, en sem betur fer hverfa flest þeirra skjótlega og gerast tónlistar- unnendur án þess að vera hljómlistarmenn að atvinnu. Einstaka sinnum gerist það þó, að undrabarn heldur sínu striki, og það getur jafnvel sýnt óvenjulega hæfni til persónulegrar túlkunar og meira að segja snilli til að auka veg meistaraverka tón- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9. NOVEMBER 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.