Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 6
Edward Koch er fæddur í Bronx, einni af hinum fímm „burroughs York-borgar, árið 1924. Hann er gyðingur að ætt og uppruna. Fon bans roru frá Póllandi en gerðust innflytjendur í Bandaríkjunum. Vii seinni heimsstyrjaldarinnar hóf Edward Koch laganám í New York starfaði að námi loknu um hrfð sem lögmaður. Árið 1968 rar ha kjörinn þingmaður fyrir demókrata og átti sæti í fulltrúadeildinni Bandaríkjaþingi í Washington. Árið 1973 gerði hann misheppnaði tilraun til að rerða kjörinn borgarstjóri í heimaborg sinni. Fjórum árum síðar tókst honum að ná kjöri, og nú eru nýafstaðnar kosning- ar og rann Koch glæsilegan sigur. EDWARD KOCH borgaistjóri I New York göngulífi og eiga sér engan samastað, hefur heldur aukizt á undanförnum árum. Það eru þessi málefni, sem valda New York-búum einna mestum áhyggjum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var síðastliðið vor, voru til dæmis 72 prósent hinna spurðu þeirrar skoðunar, að borgin ætti að gera meira til að bæta hlutskipti hinna heimilislausu, og 52 prósentum fannst, að ekki væri nægilega mikið gert fyrir svarta borgarbúa og aðra minnihluta- hópa. En það er þó ekki borgarstjórinn, æðsti pólitíski valdhafinn, sem ásakaður er fyrir aðgerðarleysi í þessum efnum. Að því leyti er demókratinn Edward Koch á sama báti og repúblikaninn Ronald Reagan forseti suður í Washington. Meginskýringin á vinsældum Kochs borgarstjóra er að líkindum fólgin í því hve orðheppinn hann er og fljótur til svars og einnig í hinum snöggu, oft dálítið ósvífnu viðbrögðum hans í deilumálum. Hann er það sem Bandaríkjamenn kalla pólitískt „street smart“. Stundum kemur það fyrir, að hann lendir í klandri vegna hvassyrtra tilsvara sinna og hnitmiðaðra, illkvittnislegra athugasemda, en svo hend- ir það líka, að einmitt þess háttar rætni og ofstopi verður til að afla honum meiri vinsælda, að minnsta kosti meðal heima- manna. „ILLA ÞEFJANDI SAFNÞRÓ“ Að sjálfsögðu varð það blaðamatur þegar Edward Koch kallaði Sameinuðu þjóðirnar, sem einmitt hafa aðalstöðvar sínar í New York, „iila þefjandi safnþró“, þai sem „heilu herskararnir af hræsnur- um,“ hefðust við. Og vitaskuld urðu menn meira en lítið óhressir innan Sameinuðu þjóðanna yfir þessu skeyti frá borgarstjór- anum. Nokkrir fulltrúanna gáfu meira að segja í skyn, að það gæti vel komið til greina, að alþjóðasamtökin flyttu aðal- stöðvar sínar. Þegar þau ummæli bárust borgarstjóranum til eyrna lét hann ekki standa á svari. „Ef þið viljið flytja, þá skulið þið bara gera það. Ef Sameinuðu þjóðirnar taka saman fóggur sínar og hverfa á brott frá New York, þá yrði það hið síðasta, sem spyrðist til þeirra sam- taka...“ Það hefur komið til magnaðra deilna milli New York-borgar og yfirvaldanna i nágrannafylkinu Connecticut, þar sem fjöldi fólks býr er daglega sækir vinnu til New York. Nú vill svo óheppilega til, að málmmerkin, sem fólk greiðir veggjald og brúartolla með í Connecticutfylki, passa líka prýðilega í miðasjálfsala neðanjarðar- brautarinnar í New York og notfæra menn sér þetta óspart til að draga úr daglegum ferðakostnaði. Tilmælum borgarstjóra New York um að breytt yrði hið snarasta um málmmerkin í fylkinu hafa yfirvöld í Connecticut algjörlega vísað á bug og hafa ví er svipað varið með borgarstjórann í New York og borgin, sem hann stjórnar — annað hvort eru menn stórhrifnir af Edward Koch eða finnst hann vera með öllu óþolandi. Enginn, sem kynnist honum, kemst Á myndinni sézt Koch ásamt hinni þekktu söngkonu Diönu Ross) en árið 1983 efndi hún til gífurlega fjölsóttra hljómleika í Central Park á Manbattan. I kjölfar þessara fjörlegu hljómleika unnu sumir af hinum upptendruðu áheyrendum feiknaleg skemmdarrerk á mannrirkjum þar í grenndinni. Til þess að blíðka yfirröld og borgarbúa, gekk listakonan á fund Kocbs borgarstjóra og færði borginni að gjöf250.000 dollara. eiginlega hjá því að taka afstööu til hans — með honum eða á móti. Flestir hinna sjö milljón íbúa New York-borgar eru tald- ir vera nægilega hrifnir af honum til þess að kjósa hann yfir sig sem borgarstjóra til þriðja fjögurra ára kjörtímabilsins, þegar hann býður sig fram til endurkjörs nú í haust. Þegar allt kemur til alls, er hann álitinn snjallastur í að stela senunni hinna þekkt- ari stjórnmálamenn, sem afskipti hafa af málefnum borgarinnar. Það er svo sem engin tilviljun, að þegar skuli vera búið að semja söngleik, sem byggt er á pólitískri sjálfsævisögu hans, „Mayor“ (Borgarstjór- „Er ekki sú manngerð, sem fær magasár held- ur veldur öðrum maga- / * (C san inn), en bókin kom út í fyrra og varð mestsölubók. Það sem telja verður óvenjulegt við þetta bókmenntaverk er að þarna kom fram stjórnmálamaður, sem ennþá gegndi háu embætti og skýrði hreinskilnislega og ekki síður stórskemmtilega frá áliti sínu á vinum sínum og andstæðingum í heimi stjórnmálanna. Söngleikurinn, sem ber sama nafn og bókin, hefur frá því í vor verið sýndur fyrir fullu húsi í Top of the Gate-leikhúsinu, en það er eitt af leiksviðunum í Greenwich Village, einmitt í þeim borgarhluta á Manhattan, þar sem Edward Koch hefur sjálfur kosið að búa áfram í sinni eigin litlu íbúð, jafnvel á meðan hann hefur gegnt embætti borgarstjóra. Hann er sjálfur búinn að sjá söngleikinn í mörg skipti og er hrifinn af því, sem hann sér og heyrir, fullyrða heimildar- menn, sem eru honum vel kunnugir. Þegar hugmyndin um söngleik, sem byggður væri á bók hans, „Mayor“, var fyrst viðruð og borin undir Koch voru viðbrögðin mjög að hans eigin hætti: „Auðvitað, þetta á eftir að ganga vel. Bara að ykkur takist að finna einhvern í titilhlutverkið, sem er ungur, fríður og nægilega hárprúður." Þótt maður væri allur af vilja gerður yrði það alltaf erfitt að dást að hinum sextuga Edward Koch vegna þess að hann sé beinlínis friður sýnum. Og hið fyrsta, sem menn reka augun í, þegar hann birtist skyndilega í eigin persónu á götum úti þar sem eitthvað er um að vera, er gljáfægður skallinn, sem virkar nánast eins og ljóm- andi auðkenni borgarstjórans. Glæpir, Eiturlyf, Vændi Eins og öllum hlýtur að vera fullljóst, sem komið hafa til New York og hafa verið þar eitthvað á ferli utan miðsvæðis Man- hattan, geta það varla verið hreinar og vel viðhaldnar götur, hrein og örugg neðan- jarðarbraut eða daufleg og dvínandi glæpa- starfsemi, sem aflað hefur þessum 105. borgarstjóra New York vinsælda. Hinir snauðu í New York hafa ekki orðið neitt minna snauðir en þeir voru áður en Koch varð borgarstjóri árið 1978. Það hefur ekkert dregið úr vændinu og eiturlyfjasölunni að því er bezt verður séð og fjöldi þeirra borgarbúa, sem lifa úti- lýst því yfir, að þeim kæmi alls ekki til hugar að fara að hrófla neitt við sínu málmmerkjakerfi. Herra borgarstjórinn í New York tók þessa neitnun heldur óstinnt upp og vandaði yfirvöldum Connecticut- fylkis ekki beinlínis kveðjurnar: „Þessi vellauðugu sníkjudýr" og „holdsveika þjófapakk". VlNNUR SÉR HYLLIMEÐ Leikrænum tilburðum í sjálfsævisögu sinni,„Borgarstjórinn“ gefur Edward Koch það fyllilega í skyn, að hann sé „ekki sú manngerð, sem fái magasár, heldur valdi fremur öðrum magasári". Hann hefur alltaf lagt rlka 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.