Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 4
Hér er séra Matthías með
þriðju konu sinni, Guðrúnu
Runólfsdóttur frá Saurbæ á
Kjalarnesi, ogátta börnum
þeirra, en alls eignuðust þau
11 börn.
Hjú-
skapur
og konumissir
Kaflar úr endurminningum
Matthíasar Jochumssonar,
Sögukaflar af sjálfum mér,
birt í tilefni 150 ára afmæl-
is skáldsins þann 11. þessa
mánaðar. Hér segir Matt-
hías frá því þegar hann
kvæntist í fyrsta sinn og
annað sinn, en báðar kon-
urnar missti hann eftir
mjög skamma sambúð.
að var rúmu ári áður en ég tók vígslu, að
ég kvongaðist konu minni, Elínu Sigríði
Knudsen; var faðir hennar Diðrik Knudsen,
þá dáinn, en hún bjó hjá móður sinni,
Aniku, fæddri Hulter, merkri og trúfastri
konu. Var hún bróðurdóttir Hulters kaup-
manns gamla í Stykkishólmi. En maður
hennar var snikkari og bróðir frú Svein-
björnsen og þeirra mörgu systkina. Sumar-
ið eftir að viö giftumst tók kona mín
vanheilsu mikla, batnaði aldrei til fulls og
andaðist eftir rúmlega tveggja ára sambúð
okkar um jólin 1868. Hafði ég þá verið
prestur og búið í Móum á Kjalarnesi hálft
annað ár.
Þótt mér sé óljúft að minnast þess, get
ég ekki sannleikans vegna annað en játað,
að þessi mín tvö hjúskaparár voru mér
all-erfið. Hafði Elín sáluga áður fengið
skæðan heilsubrest (apoplexí) og aldrei til
fulls rétt við, og fyrir þá sök gekk ég af
drengskap fremur en vilja út í það að eiga
hana. Var hún hin ástríkasta kona, en gat
með engu móti stillt geðsmuni sína eftir
veikindin, og fékk sín sjaldan notið á heim-
ili, væri móðir hennar, Anika, ekki hjá
henni. Sú kona var að vísu afargeðrík, en
hin bezta kona, vön við mótlæti, en tápkona
hin mesta og móðurást hennar ósigrandi.
En á mig gerði samlífið einatt þung og
vandræðaleg áhrif. En skilnaðarins var
ekki langt að bíða.
Rétt fyrir jólin 1868 var ég staddur suður
í Reykjavík, og dreymdi mig um nóttina
áður en ég reið heim, að ég stæði í húsi
okkar hjónanna og horfði á rekkju okkar,
og sýndist mér hún nýmáluð orðin með
bleikum lit og í lögun eins og líkkista. í
því þótti mér bresta í bænum, og ég hlaupa
út; sýndist mér þá bæjarþilið falla á hæla
mér fram á hlaðið.
Á heimleiðinni hitti ég aldavin minn,
séra Þorkel á Mosfelli, og reið hann með
mér út að Esjunni. Sagði hann mér síðar,
að ekki hefði ég sagt sér áðurnefndan
draum, en að skilnaði hafi ég sagt: „Nú
bíða mín umskipti, þegar ég kem heim“.
Þeim orðum hafði ég gleymt, en kynlega
brá mér, þegar ég kom á hlaðið í Móum.
Mér þótti. sem eitthvað mikið væri að.
Unglingsstúlka, sem var nýstaðin upp eftir
taugaveiki, stóð í dyrunum. „Hvað er að?
spurði ég. „Kona yðar liggur", svaraði hún.
Þetta var daginn fyrir Þorláksmessu.
Daginn eftir greip mig sóttin. Lá ég í stofu
undir herbergi okkar hjóna uppi. Á annan
í jólum, um kvöldið, kom móðir konu
minnar niður með miklu fasi og spurði,
hvort ég vildi ekki sjá konu mína deyja,
og fylgdu því þung orð um, að ég hefði illa
launað henni mikla elsku. Orðin og fréttin
nístu mig átakanlega; ég fer snöggklæddur
upp og laut niður að hinni sjúku, og sá
óðara, að hún var í andláti, og að mér
virtist meðvitundarlaus. En sviplega opnar
hún augun og horfðu þau skínandi á mig,
svo að fegri sjón hef ég aldrei séð. En á
næsta augnabliki myrkvuðust augun og var
sem sjón hennar hyrfi inn í eilíft myrkur.
Riðaði ég þá til falls og var leiddur niður
aftur. Úr því hafði ég ýmist enga eða óljósa
meðvitund fram undir þrettánda, og tveim
dögum síðar lét ég bera mig á skip og
fylgdi líki konu minnar til grafar í Reykja-
vík. Lá þar síðan um hríð, en rétti þó við,
fyrir hjúkrun tengdamóður minnar og
aðstoð lækna og annarra vina minna, unz
ég fór heim í þorralokin. Var þar kalt
aðkomu; vetur var frostsamur, og hafði
allt blómasafn þeirra mæðgna, er þótti
með afbrigðum, dáið út. Þá kvað ég vísurn-
ar:
Hérinni finnst mér autt ogdimmt,
en úti nístingskalt,
þar drúpirfjallið dautt oggrimmt
ogdauðasvip berallt.
Slíkrar ástar sem Elínar naut ég aldrei
áður né síðan, en sú ást var blind. Og þótt
heimurinn hefði vel mátt segja, að ég væri
henni trúr og mildur, gat ég hvorki notið
né launað hennar blíðu eins og vert var.
Svo mikið bar á milli.
Annað Kvonfang Og
KonumissiráNý
Svo mátti heita, að líf mitt og saga væri
á hverfanda hveli 5—6 árin kringum þjóð-
hátíðina miklu, 1874.
Sumarið 1869 reið ég vestur að Stað á
Reykjanesi og bað Ingveldar dóttur ólafs
E. Johnsens prófasts. Tók hann því vel, en
hún sjálf heldur fálega, en þó lofuðumst
við og skyldum við halda brúðkaupið að
Stað næsta sumar; en þess óskuðu þau
feðgin bæði, að ég sækti um nýtt kall og
flytti af Kjalarnesi. Var tregðan — ef
nokkur var — af því sprottin, að svo þótti
henni og ýmsum öðrum, að ég hefði átt
að leita þeirra einkamála fyrri, enda var
það ráð bæði Brynjólfs, er ég þá taldi fóstra
minn, og föður míns, sem fyrir löngu hafði
spáð því, að Ingveldur yrði mín kona. Hún
þótti þá mörgum bezti kvenkostur vestan-
lands. Síðan sat ég í festum til næsta
sumars.
Um veturinn sótti ég um og fékk Hjalta-
bakka í Húnavatnssýslu, en þá héldu sókn-
armenn mínir fund, báðu mig vera kyrran
og hétu mér ýmsum hlunnindum, og þar á
meðal að byggja mér framhýsi sæmilegt á
prestssetrinu, og það entu þeir. Síðan rit-
uðu þeir veitingarvaldinu, og var mér leyft
að sitja kyrr, en hafa skyldi ég Hjaltabakka
í ábyrgð, unz þangað flytti prestur. Að
þessu gekk ég, en þó nauðugur, og mest
sakir elsku sóknarmanna minna, sem fá-
gæt þótti.
Þann vetur dreymdi mig, að ég þóttist
úti staddur og sjá sólina ganga undir í
vestri, og þótti mér vera í stefnunni yfir
Flatey. Skömmu síðar frétti ég lát Brynj-
ólfs. Hafði hann heitið Ólafi prófasti, að
gefa okkur jörð, er við kæmum saman, en
mér hafði hann skrifað nýárið, að ég skyldi
ekki sækja um Flateyrarprestakall, því að
þar væri félitlum manni ekki verandi, sízt
ef sín missti við. Að engum óvandabundn-
um manni hefur mér þótt meiri skaði en
Brynjólfi. Ég kvað þá þessa formlegu vísu
til eins vinar míns:
Sorgardögg á seggja
sárteins bráasteinum
sést við mærings mesta
mold — höfum afráðgoldið.
Voru-t dýrri darra
dáðkunnum mér runni,
— gelligrátr of failinn
gæðing! — augu bæði.
„HÆTTUAÐ
ELTAKALLINN“
Um sumarið 1870, í júní, reið ég vestur
til brúðkaups míns, og hélt prófastur það
með mikilli rausn og þeim höfðingsskap,
sem honum var laginn; var hann og líkast-
ur Jóni Sigurðssyni allra þeirra frænda.
Pétur biskup var þá á yfirreið og sat hann
brúðkaupið, og margt annarra vildar-