Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1985, Blaðsíða 5
manna. Þar var og haldin prestastefna
nokkrum dögum áður, enda var séra ólafur
fulltrúi biskups og kær vínur. Þeir voru á
líkum aldri, en séra ólafur hinum ólíku
hraustlegri og ernari. Var ég þá í bezta
skapi sem ég loks hefði himinn höndum
tekið. Það eitt þótti mér kynlegt, að faðir
minn, og enda móðir líka, var óvenju dapur
í bragði; sagði hann mér síðar, að fyrir sig
hefði það borið „í milli svefns og vöku“
nóttina áður en við hjónin vorum gefin
saman, að hann þóttist ríða heim að Stað
og sjá mig ganga út úr bænum í móti sér,
glaðan á svip, og með gljáandi silkihatt á
höfði. í því þótti honum hvirfilbylur taka
af mér hattinn; vildi hann þá elta hann,
en þá þótti honum ég segja: „Hættu að
elta hattinn, honum nær enginn aftur".
Draum þann sagði hann mér löngu síðar,
svo og fleiri drauma, er berir voru og
merkilegir; var hann nærgætinn um margt;
kvaðst hann sjá hluti fyrir, þá er hann
væri milli svefns og vöku, eða meðan hann
væri að vakna að morgni dags. í elli sinni
kvaðst hann aldrei dreyma það, er mark
væri að.
Skömmu eftir brúðkaupið fékk ég mein-
lega vanheilsu. Ég var vanur að fá mér
sjóböð til hressingar, og eitt sinn fór ég í
bað í mjög köldu veðri og mun hafa verið
heitur, því að langur spölur var frá Stað
til sjávar. Fékk ég þá hitasótt með ákafri
hjartveiki; lá þó einungis nokkra daga, en
hjartveikin fylgdi mér úr því árum saman
með kvíðaköstum og innbyrlingum, sem
eitruðu samfarir okkar hjóna, jafnt fyrir
því, að ég sá ekki sólina fyrir henni, enda
var hún hinn ágætasti kvenkostur, hin
fríðasta sýnum, skörungur til forráða, eins
og faðir hennar, en guðrækin og grandvör,
Séra Matthías tyrír kirkjudyrum í Odda. Séra Matthías og fyrsta konan bans, Elín Sigríður, 1866.
eins og frú Sigríður var, móðir hennar, er
allir unnu, sem hana þekktu. Er mér mörg
stund minnisstæð frá þeim sumardögum á
hinu nýja höfuðbóli Stað, er þá þótti bera
af flestum bæjum á Vesturlandi. Skal ég
einungis nefna þá stund, þegar ég kvaddi
móður mína í hinsta sinni. Sólskin og blíða
var og allir komnir á hestbak til burt-
ferðar, og horfði ég á konu mína ríða úr
hlaði á fögrum hesti hvítum. Ég hljóp þá
sjálfur á bak til að vera næstur henni, en
mundi þá eftir, að ég hafði ekki kvatt
móður mína. Ég sneri við og spyr, hvar
hún væri. Það kunni enginn að segja; ég
leita um bæinn og finn hana loks í útihúsi
einu; stóð hún þar og grét sárt, og þar
kvaddi ég hana. Hugði ég, að sárast hefði
henni fallið að sjá um leið af yngsta barni
sínu, Ástríði, er þaðan reið með Þórði
manni sínum, því að þau höfðu vestur
komið til kynnis, en voru nýgift og sneru
nú suður aftur. Hygg ég, að i móður henn-
ar, margþreytta og ellimóða, hafi lagzt,
að hún myndi hvorugt okkar aftur sjá í
þessu lífi, enda kom það fram.
„ÞÁVarByrjað
Hennar HELSTRÍГ
Um það tæpa ár, sem við Ingveldur
vorum saman, vil ég þess eins geta, að
vorið eftir vorum við ráðin í að reisa bú,
og hugðum gott til, enda var ég þá, að mér
fannst, hinn hraustasti, þótt beygur nokk-
ur ásækti mig við og við. Snemma um vorið
gekk þung og illkynjuð kvefsótt, er gekk
okkur báðum nærri, og þó henni meir. Þó
virtist sem hún væri orðin jafngóð, er
hvítasunnu bar að; voru fermd börn í
Brautarholti og var hún með mér. Á annan
í hvítasunnu embættaði ég í Saurbæ, en
er ég kom á hlaðið heima, greip mig ótti
mikill; hljóp ég að dyrunum og spyr telpu,
er út kom, um konu mína. „Hún gekk upp
að Esjubergi", svaraði hún. Ég skildi við
hestinn í varpanum og hleyp í spretti hina
stuttu leið upp til bæjarins; kom hún þá
brosandi á móti mér og spurði, hvort ég
hefði undrazt um sig. Síðan gengum við
kát og róleg heim; þar er mýrlent, og bað
ég hana að forðast að væta sig; hún kvaðst
ekki vera nema lítils háttar deig. En um
nóttina vakti hún mig og kvartaði um
taksting, og þá var byrjað hennar helstríð.
Ég reið annað veifið suður að sækja lækni
eða meðöl, en ekkert dugði. Svaf ég lítt þá
viku, og á Trinitatis kvaddi ég hana
snemma og þekkti hún mig enn, og var þó
sýnilega langt leidd. Ég reið fyrst inn að
Saurbæ eftir meðali nokkru, og síðan hið
bráðasta suður og sótti landlækni á skipi.
Og þegar, er við lentum, sá ég, að glugga-
tjaldið stóð út úr glugganum. Var hún þá
skilin við. Mér varð fátt að orði, en varð
máttvana í fótunum og bað að toga af mér
stígvélin, og eftir litla stund bjóst ég til
ferðar landveg með dr. Hjaltalín, og bað
heimilisfólkið að snerta ekki líkið fyrr en
ég kæmi heim. Hjaltalín reyndi að tala
kjark í mig með dæmisögum úr lífi sínu,
en lítt sinnti ég því, og svo skildumst við.
Reið hann heim, en ég upp að Mosfelli til
séra Þorkels vinar míns. Smalastúlku hitti
ég á leiðinni og bað hana að ganga með
hesti mínum upp fyrir fellsendann; hún
gerði það, og hefur víst undrazt, enda talaði
ég ekki orð. Þegar séra Þorkell frétti tíð-
indin og sá, hvernig mér leið, lét hann mig
fara til hvílu. Ég sofnaði þegar í stað og
svaf fast fram á næsta dag. Hafði ég þá
mjög rétzt við, en hvorki mælti ég æðruorð
né grét, og minntist þá Guðrúnar Gjúka-
dóttur. Séra Þorkell reið heim með mér
og vann með mér að líkinu, ásamt völdum
konum, er til voru kvaddar. Eftir það smá-
hresstist ég, enda hófust þá „köstin". Hún
var jörðuð í Reykjavík, næst leiði fyrstu
konu minnar, og er það næst og beint fyrir
ofan leiði Péturs Guðjohnsens.
Millityrirsagnir eru Lesbókarinnar.
LESBÓK MORGUNBLADSINS 9. NÓVEMBER 1985 5