Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Qupperneq 6
A
tilraunaveiðum
við
Austur-Grænland
2. hluti
EFTIR GUÐNA
ÞORSTEIN SSON
FISKIFRÆÐING
Flökkufólk á leið sinni norður til Imaersivik. Þetta voru tvær fjölskyldur á dekkbáti og höfðu verið tvo mánuði í Timgmiarmiut. Þann stað
kannast íslendingar við úr veðurlýsingum.
OFMIKIDAI
I.AXI (X; VFRIÐ
NÓGAFKJÖIT
hjá þeim feðgum sem veiddu 228 laxa og 44 seli
á tæpum mánuði í Skjöldungsfirðinum
Eftir tilþrifin á Laxnesi og „Dauðahafinu“
héldum við enn í norðvestur inn fjörðinn,
sem orðinn er harla mjór á þessu svæði.
Sund þetta skírðum við Gunnarssund eftir
skipstjóranum og þótti mér ekki spilla, að
til er samnefnd gata í Hafnarfiröi, gömul
og virðuleg. Þar bjó reyndar amma mín
sáluga og þar ólst móðir mín upp.
Siglingin inn Gunnarssundið verður
okkur ógleymanleg. Allt að 2000 metra há
fjöll ganga þverhnípt í sjó fram og stóðu
á haus í spegilsléttum sjónum. Sífellt
molnaði úr skriðjökli, er þarna gekk í sjó
fram og drunurnar bergmáluðu lengi á
eftir. Af og til steyptust svo snjóhengjur
niður fjallshlíðarnar og fjöllin voru vægast
sagt tilkomumikil með sína hvítu kolla.
Nokkurt jakahrafl var í sundinu, kynjaver-
urúr jöklinum.
Allir störðum við hugfangnir á þetta
einstæða sjónarspil náttúrunnar, sem
snart okkur djúpt. Sem dæmi um það má
nefna, að Guðmundur bátsmaöur var svo
heillaður, að hann hafði ekki rænu á að
taka mynd, þótt myndavélin héngi um
hálsinn.
Þó að íslendingar hafi tilhneigingu til
að telja Austur-Grænland yfirhöfuð
óbyggilegt, þá varö þessi sýn þó vissulega
til þess, að við skildum betur áráttu íbú-
anna til að lifa frjálsu veiðimannalífi.
í FÓTSPOR FINNS DEVOLDS
Er Gunnarssundið þrýtur, er komið í
norðvesturenda fjarðarins. Blasir þá Mar-
íudalur eða Drottningar Maríu Dalur við
á vinstri hönd. Mun þar vera gróðursælast
á öllu Austur-Grænlandi og sögustaður
allmerkur. Það var landkönnuðurinn Grah,
sem skírði dalinn þann 31. ágúst 1829.
Grah var á suðurleið í konubáti, er til
dalsins var komið daginn áður. Grah var
lasinn og reyndi að sofa um nóttina, en
gekk ekki sem best, því að 200—250 Eski-
móar dönsuðu og trölluðu þarna alla nótt-
ina. Ekki var fólkið þó búsett þarna heldur
var það siður að koma þarna saman á
þessum árstima til að tína krækiber og
safna ætihvönn og gera sér glaðan dag í
leiðinni. Daginn eftir var Grah hressari,
skírði dalinn og leist svo vel á sig, að hann
sló því föstu, að hér væri Eystri-byggð, ef
hún væri á annað borð á Austur-Græn-
landi. Eftir að hafa leitað árangurslaust
að minjum norrænnar búsetu, var hann
sannfærður um það, að Eystri-byggð væri
á Vestur-Grænlandi.
Næst segir frá Norðmönnum, sem voru
á þessum slóðum á árunum 1932 og 1933
við haf- og fiskirannsóknir. En þeim gekk
reyndar fleira til. í leiðangursskýrslu er
þess getið, að Norðmenn hafi lagt undir
sig Suðausturgrænland á milli 60 30’ og
63 40’ og er Skjöldungsfjörðurinn á þessu
svæði. Þessir landvinningar gengu annars
þannig fyrir sig, að valinn var maður til
að draga norska fánann að húni með vissu
millibili í votta viðurvist. Votturinn var
reyndar alltaf sá sami, nefnilega loft-
skeytamaður, sem sendi þessi tíðindi síðan
út í loftið. Frægasti fiskifræðingur Norð-
m'anna, Finn Devold, tók þátt í þessum
landvinningum, þá ungur maður. En Norð-
mönnum varð ekki kápan úr því klæðinu,
því að strax árið eftir ógilti Alþjóðadóm-
stóllinn í Haag allar kröfur þeirra. Samt
voru Norðmenn viðloðandi á Austur-
Grænlandi lengi enn, en þá miklu norðar,
þar sem þeir stunduðu veiðar ásamt Dön-
um. Samkomulagið var brösótt og sökuðu
Danir Norðmenn t.d. um að eitra fyrir
veiðidýrin.
Finn Devold og nokkrir félagar hans
höfðu vetursetu í Maríudal veturinn
1932—1933. Bjuggu þeir dálítið fyrir utan
dalinn og kölluðu kofa sinn Tröllabotn. Þar
sjást enn tvö hús en annað er svo hrörlegt,
að varla er hægt að tala um nema 1 Vi hús.
Þess er getið, að Devold og félagar hafi
veitt bærilega af sjóbleikju í ánni í Maríu-
dal en hins vegar gekk þeim verr að safna
skinnum.
Töluvert íshrafl var utan við dalinn, er
okkur bar að garði. Leist mér ekki meira
en svo á að fara í land á Rauðku. Mikki
var þó hvergi banginn og varð það úr, að
ég fór í land ásamt Grænlendingunum og
Sólmundi og höfðum með okkur bleikjunet
og veiðistöng. Ferðin gegnum ísinn gekk
að vonum. Ekki var hægt að komast hjá
árekstrum við ísinn en ekki varð það
Rauðku að meini.
Er í land var komið gekk Sólmundur
hærra til fjalls en við hinir og gerði engan
guss á sér, eins og stendur í Sturlungu um
Sturlu Sighvatsson. Við þremenningar
gengum upp eftir ánni og kom skjótt í ljós,
að James var léttastur til göngu, í sæmi-
legri æfingu, því að skömmu fyrir brottför
hafði ég elt yngri bróður minn og tvo hunda
upp á Esju — á pari, 2 tímum. Mikki var
sem sagt þyngstur, enda hárfínt aldurs-
forseti.
Er við vorum komnir um 3 kílómetra inn
í dalinn komum við að sléttum bökkum
þar sem áin var frekar lygn og útlit fyrir
sléttan botn. James greiddi þar netið utan
af hausnum á sér þar sem það hafði varið
hann fyrir mýinu. Mikki óð svo yfir og tóku
þeir kumpánar nú netið á milli sín og létu
það reka með straumnum. í 5 atrennum
fengust 2 bleikjur á þennan hátt og voru
þær 2—3 pund hvor.
Mikið bar á víðikjarri í dalnum, svo og
krækiberjalyngi en ekki var mikið af berj-
um. Mikið var hins vegar af ætihvönn og
spændu Grænlendingarnir hana í sig og
tóku með sér vænt knippi. Ég bragðaði líka
á hvönninni en þótti ekki mikið til koma.
Maríudalurinn er um 8 km langur og
tveggja km breiður umluktur bröttum
fjöllum, sem hafa svo hvassa tinda, að
þeir eru ekki hvítir á kollinn. Ofarlega í
dalnum er svo stöðuvatn, sem sagt var
fullt af bleikju, sem heimamenn veiða
seinna á haustin eftir að fjörðinn leggur
og fara þeir á hundasleðum og veiða í
gegnum vakir á vatninu.
EnnUm Laxveiðar
Á næstu þremur dögum þ. 24.-26. ágúst
var laxveiðin enn í brennidepli. Við vorum
jafnan með net í Vatnsvíkinni og þar í
grennd en lögðum einnig utar í fjörðinn,
við Carolínu-Amalíuhöfn og í Hálfdáns-
fjörð. Þann 24. ágúst fengum við 28 laxa,
þar af 17 í Vatnsvíkurnetunum og 9 komu
úr 6 netum í Carolínu en þar af voru reynd-
ar 3 Gvendar, sem aðeins skiluðu einum
fiski. Þann 26. ágúst fengust 53 laxar, þar
af voru hvorki meira né minna en 39 úr
Vatnsvíkurnetunum. Sjö fengust hjá Car-
olínu en enginn fékkst á Hálfdánsfirði, en
þar voru aðeins 4 og 6 tommu net. Hálfdán
var því aldán.
Jafnhliða þessu héldum við áfram með
línuna, mældum hita og áttum 3*/2 tommu
silunganet yfir nótt í sjó á Guðnavíkinni
og fengum í það þrjár bleikjur. Hringanóta
fengum við eitt sinn í laxanet og gáfum
Skjöldungunum hann. Á þessum tíma hitt-
um við Kristján af og til en af hans högum
segir síðar. Er við afhentum selinn gafst
öllum leiðangursmönnum, sem ekki höfðu
þegar komið í land í Sjöldungen, tækifæri
til aö bæta úr því og nýttu allir sér tæki-
færið.
Norðfjörðurinn
Laust eftir hádegi þann 26. ágúst höfðum
við tekið öll okkar veiðarfæri upp úr suður-
álmu Skjöldungsfjarðar og héldum í Norð-
urfjörðinn. Christian Höy hafði nú slegist
í okkar hóp. Á leiðinni beittum við 5 bala
af haukalóð, enda hafði okkur verið tjáð,
að lúðu gæti verið að finna í Norðurfirðin-
um. Verður nú farið fljótt yfir sögu, enda
gerðist nú fátt markvert.
Þann 26. ágúst lögðum við haukalóðina,
4 laxanet í Indriðavík, 5 laxanet við Snorra-
foss í Siggavík og lojcs eina krabbagildru
í Indriðavík, þar sem við lágum um nóttina.
Þann 27. ágúst drógum við öll þessi veiðar-
færi og fengum aðeins 3 hlýra á haukalóð-
ina. Við tókum öll laxanetin upp og lögðum
þau í Mikkavík og út af Valborgartanga,
6