Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 8
Minn veruleiki
er ísienzkur
frægasta þýzka málarann núna, Immen-
dorf og þá risastóru myndröð hans, Café
Deutschland. Hver mynd er líklega um 24
fermetrar og þar málar hann sífellt
skuggalegar myndir af mannlífi inni á
kaffihúsi eða bar. Loftið er lævi blandið
og margt er þar táknrænt og liggur ekki
í augum uppi. En fyrst og fremst tákna
þessar myndir Þýzkaland nútímans.
Immendorf var mjög virkur í 68-hreyf-
ingunni og hann er mjög pólitískur, —
ekki þó í venjulegum vinstri-hægri skiln-
ingi. Fyrst og fremst hefur hann áhyggjur
af framtíð mannsins, en einnig af skiptingu
Þýzkalands og fleiru heimafyrir. Hann er
frá Hamborg, mikill hasarkall og sundur-
gerðarmaður í klæðaburði, gengur svart-
leðraður og með gullkeðjur utan á sér.
Hann er orðinn moldríkur á fáeinum árum
og hefur gaman af uppátækjum. Jafnframt
tekur hann sig alvarlega. Þegar hann setur
upp listagallerí í melluhverfinu St. Pauli,
þá er það tilraun til að „listvæða" rætur
sínar.
Það er reynt að halda þessari ólgu niðri
í Þýzkalandi, en hún hefur verið að magn-
ast. Og þegar uppúr sýður í borgum á
Bretlandi, þá hefur það sín áhrif í Köln
og Berlín. Ég á von á þvi, að listin eigi
eftir að verða ennþá beinskeyttari.
Að vera ungur úti í Berlín og að vera
ungur á íslandi, — þetta tvennt er gerólíkt.
Við getum frekar leyft okkur áð vera bjart-
sýn og maður týnist ekki hér í fjöldann
og hér skiptir maður einhverju máli. í fá-
menninu hér norður við Dumbshaf höfum
við öll einhver sambönd, ættartengsl og
kunningsskapar. Allt verður það til að
auka manni bjartsýni — þó getur manni
Austrið og vestrið sameinast í Berlín. Tolli (Lr.) og Kóreumaðurinn Bong Kyue Im rið opnun á samsýningu þeirra féJaga í Gallery Robo í fundist þröngt um sig hér í fámenninu.
Beriín. Tolliermeð vörður ogsnjó, Kóreumaðurinn með sinn austurienzka arf, enþýskinýbylgjustíllinn tengir hvort tveggja saman. í Berlín varð ég beinlínis var við bölsýni.
Tolli var að sýna í Berlín, þar sem myndlist-
arpúlsinn slær hraðast í Evrópu um þessar
mundir. Ekki svo að skilja, að honum nægi
ekki minni staðir; hann hefur á árinu hengt
upp skiliríin sín á Eyrarbakka og Sauðár-
Frá Hornströndum.
Rætt við Þorlák Krist-
insson málara, sem kallar
sig Tolla og hefur verið
við nám og unnið í Ber-
lín, sem nú þykir hafa
endurheimt stöðu sína
sem ein mesta menning-
arborg álfunnar. Tolli
ræðir um þessa óvenju-
legu borg, ástandið í list-
inni þar og í þýzku þjóð-
félagi — og um feril sinn
í myndlistinni.
EFTIR
GÍSLA SIGURÐSSON
króki. Og nú skrifa ég eins og allir þekki
Tolla. Það er víst af og frá nema í hópi
þeirra, sem gerst fylgjast með myndlist.
En þetta er eins og gengur; maðurinn er
ekki nema liðlega þrítugur og á tímann
fyrir sér.
Fullu nafni heitir hann Þorlákur Krist-
insson. Og það er engin tilviljun, að hann
sýnir í Berlín. Hann er heimavanur þar
eftir framhaldsnám í Listaháskólanum
þar, sem lauk 1984. Og síðan hefur hann
haft vinnustofu í Berlínarborg og verið þar
jöfnum höndum. Samt hefur hann haft
tíma til að viðra verk sín hér heima og til
dæmis sá ég málverk hans í salarkynnum
Alþýðubankans i sumar; stórar og hressi-
lega málaðar myndir af vörðum í íslenzku
fjallalandslagi, stundum í snjó. Ég hugsaði
með mér: Hvað er að manninum? Hann
málar í anda nýbylgjunnar eins og þeir
ungu, en kýs að mála landslag héðan af
norðurhjaranum í stað þess að gaumgæfa
listatímaritin og kópíera þá frægu. Við
komum að því síðar; fyrst er það heims-
borgin tvíklofna.
— Berlín Tolli?
—Berlín já. Það er gott fyrir listamenn
að búa þar — eða vera þar annað slagið.
Ég mundi ekki vilja setjast þar að. En það
er mikið að sjá í listinni; miklu meira en
hægt er að komast yfir, enda er fullyrt,
að New York ein borga sé þýðingarmeiri
listamiðstöð. En Berlín er þung borg og
erfið og það þarf gott úthald til að búa
þar. Hún er ekki borg gleðinnar og mann-
lífið er ekki mjög „spontant". Samt er reynt
að halda uppi andliti gleðinnar eins og það
birtist í myndum frá tímum Weimar-
lýðveldisins, t.d. af kabarettsýningum.
Menn eru alvörugefnir, sífellt að skilgreina
og reyna að leysa hlutina upp í frumeindir
sínar. Það kann að virðast mótsagnar-
kennt, að ég kunni vel við fólkið, en mundi
samt ekki þrífast þar til lengdar. Samt er
Berlín ekki glæpaborg, síður en svo.
Kannski er minni hætta að vera þar einn
að þvælast fullur en í Reykjavík.
— En það er ólga í listinni og þetta
svokallaða Berlínarmálverk virðist gróf-
ast af öilu grófu.
— Listin, endurspeglar vitaskuld alltaf
lífið og það er rétt; Berlínarmálverkið er
gróft, enda sprottið uppúr stórborgarum-
hverfi. Menn hafa tamið sér að mála geysi-
stórar myndir, þeir laga sína liti sjálfir í
stór ílát og mála með breiðum húsamáln-
ingarpenslum. Þessi vinnubrögð leiða af
sér grófan stíl; það er ekki verið að dunda
neitt við smáatriði.
Þetta er engin tilviljun. Um þessar
mundir ríkir veruleg þjóðfélagsleg spenna
í Evrópu. Við sjáum það á því, að óeirðir
verða hvað eftir annað í borgum í Þýzka-
landi og Englandi. Á bak við það er örvænt-
ing ungs fólks — og jafnvel aldraðra einnig
— yfir atvinnuleysi og öryggisleysi gagn-
vart framtíðinni. í Berlín er bæði djúpstæð
ólga, og einnig gífurlegur stríðsótti og sú
tilfinning er allt önnur en hér.
Svona þjóðfélagshræringar koma alltaf
í ljós í kúnstinni. Tökum til dæmis einn
Hún lýsir sér í ýmsu, til dæmis því, að fólk
vill ekki eignast börn lengur. Sú staðreynd
hefur haft í för með sér, að Þjóðverjum
fækkar. Þrátt fyrir allt, er það aðal mann-
skepnunnar að aðlagast aðstæðum og
vissulega reynir fólk það. í þessu mannhafi
Berlínar, sem nemur tveimur milljónum,
eru um 350 þúsund Tyrkir. Yfirleitt eru
þeir í láglaunastörfum. Þetta fólk vill lifa
í ættarsamfélagi svo sem venjan býður
heima í Tyrklandi. Fyrirvinnan er kannski
með konu og mörg börn, afa, ömmu og
frænkur á sínum snærum. Þetta er duglegt
fólk, en það á bágt þarna. Almennt séð er
litið niður á það og yfirvöldin borga hverj-
um og einum, sem vill snúa aftur til síns
heima. En nú er komin ný tyrknesk-þýzk
kynslóð, uppalin í þýzku umhverfi og þýzk-
um skólum. Tyrkland er þeim framandi,
þriðja kynslóðin talar oft einungis þýzku,
— þetta unga fólk vill ekki fara.
Þar að auki eru í Berlín um 10 þúsund
Kóreumenn, mjög margir flóttamenn frá