Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Síða 10
mörk, en endart er raunverulega alþýðu- list, upprunnin hjá pönkurum og ýmsu atvinnulausu utangarðsfólki, sem fór að leika sér að því að sjóða saman tómar dósir og aðra úrgangshluti neyzluþjóð- félagsins, — og þessi samsetningur var síðan málaður. Verkin eru gerð af „fingrum fram“ í andrúmslofti þess tilgangsleysis sem lífið er oft ungu fólki í Berlín. En svo gerðist það, að galleríeigandi nokkur sá petta og þóttist gera uppgötvun: Þarna er pað og hananú. Síðan hefur endart verið söluvara og til sýnis í myndahúsum borgar- innar með annarri list. Þegar á heildina er litið í Beriín, eru einhver afbrigði af þessum nýja expressj- ónisma alveg yfirgnæfandi. En innanum og samanvið er viss táknmyndastefna, symbólismi, sem á sér langa hefð í Þýzka- landi og blómstraði þar alveg um og fyrir aldamótin síðustu. Symbólismi kemur líka fyrir í ríkum mæli hjá Beckmann; hann málaði myndir sem höfðu gífurlegan slag- kraft, en varð að flýja undan nasistum til Hollands, var þar í felum á stríðsárunum, en dó í Ameríku rétt eftir stríðið. Beck- mann er einskonar risi á baksviðinu og ég lít verk hans með mikilli aðdáun á sama hátt og verk Picassós, Jóns Stefánssonar og Kjarvals. Já, satt að segja skoða ég þessa kalla með enn meiri forvitni en nýja expressjónismann; þeir eru eins og góð bók, sem maður les aftur og aftur. Af þýzkum samtíma málurum hefur Bernt Koperling aftur á móti hreyft mest við mér. Hann telst einn af upphafsmönn- um þessa svokallaða nýbylgjumálverks, er maður um fertugt og hefur meðal annars lagt sig eftir andrúmi norðurhjarans. Til þess að fá sem bezta hugmynd um það andrúm, hefur hann komið til íslands; hann hefur málað íslenzkt landslag og hann hefur sýnt hér. Líka hefur hann verið og málað í Lapplandi. Koperling leggur áherzlu á náttúruna; hann er sterkur og þungur málari, sem málar veðrið og stemmninguna. Mér finnst ég skyldari honum en prófessornum Hödicke. — Það hefur vakið athygli, að þú hefur sýnt landslagsmyndir og ég man ekki til þess að aðrir úr hópi ungu málaranna hafí gert það. Þú lítur þá ekki svo á, að landslag sé úrelt viðfangsefni? — Landslag getur aldrei orðið úrelt. Það er svo snar þáttur í lífi manna, að fram- hjá því verður ekki gengið. Náttúran er klassík. Ég álít að maðurinn og náttúran séu eitt og það að mála fja.ll, getur orðið mér aðferð til þess að tjá mig um gleði eða sorg. Meirihluti þess, sem ég mála eru landslagsmálverk, en í hluta af mínum myndum situr mannfólkið alveg í fyrir- rúmi. — Finnst þér enginn útnesjabragur á því að sækja í íslenzkan veruleika þannig að það sjáist alveg, — og nú spyr ég vegna þess að ég hef heyrt það á jafn- aldra kollegum þínum, að aldrei kæmi Tolliá rinnustofu sinni við Skiphoit. til greina að setja neitt í mynd, sem tengdist íslandi sérstaklega. Menn eru víst orðnir svo óskaplega alþjóðlegir. — Um það vil ég aðeins segja, að íslenzk- ur veruleiki er minn veruleiki. Þetta er það sem ég þekki og þessvegna er það mér hugleikið. — Hvað um sagnaarfinn og bókmennt- irnar, — er það myndefni? — Að sjálfsögðu. Þetta er nú einu sinni ein meginstoðin undir sjálfsímynd þjóðar- innar og í þennan arf er endalaust hægt að leita eftir myndefni. Það liggur líka í augum uppi, að maður verður að líta um öxl um leið og fjallað er um samtímann. f þessari hringiðu gamals og nýs stendur maður í núinu. Þótt fortíðin sé liðin, hlýtur hún samt að vera virk. Þannig snýr þetta við mér. Ekki svo að skilja, að ég sé að setja fram kenningu með innihaldi sem sé gott og gilt fyrir alla, heldur er þetta mín Ieið. Hitt er svo annað mál, að ég byrjaði að mála eftir nýbylgjumálverkinu eins og það birtist í blöðum og tímaritum. Það virtist spennandi, en að sjálfsöðu var ekkert þar frá sjálfum mér. Þetta var malerísk eftiröpun, en ég held að það fyrir- bæri sé eðlilegt ungum manni, sem stendur í ákafri leit eftir fótfestu. Ég er ekki að lasta þau áhrif, sem þessi ágætu listrit hafa í myndlist hér heima, því þau geta verið beinlínis nauðsynleg vegna þeirrar einangrunar sem við búum við landfræði- lega. Ég sæki enn í erlend listtímarit til gagnsogánægju. — Finnst þér aldrei, að það sé búið að gera allt mögulegt í myndlist og að sí- fellt reynist erfiðara að finna eitthvað, sem kalla má frumlegt? — Sú tilhugsun lamar mig ekki. Öll list er afurð lifandi fólks; engir tveir einstakl- ingar eru eins. Svo lengi sem til er fólk með tilfinningar, fáum við ferska list. — En hvað um vaxtarbroddinn og fram- haldið eftir þessa svokölluðu nýbylgju. Viltu spá einhverju um næstu byigju? — Á þessari stundu er ekki auðvelt að sjá það fyrir sér. Eins og sakir standa er geysilega mikil hreyfing í skúlptúr; þar er skemmtileg endurnýjun á ferðinni og færist í vöxt, að málverki og skúlptúr sé blandað saman. — Svo við komum aftur að sjálfum þér: Þú hefur reynt að sýna í bæjum eins og Sauðárkróki og Eyrarbakka og hefur góða reynslu af því. Verður það Bolungar- vík næst eða Vopnafjörður? — Líklega verða það Vestmannaeyjar. Ég hef oft verið þar á vertíð, já, raunar hef ég langmest róið þaðan. Ég var á sjón- um frá 17-25 ára aldurs, en samt hef ég ekki til þessa sótt í það myndefni. Það bíður betri tíma; er geymt en ekki gleymt og ég sé skýrt og greinilega fyrir mér, hversu myndrænt og dramatískt lífið á sjónum gat orðið: Gulir stakkarnir, svört varpan, tungsljós, ljóskeilan frá kastaran- um eins og strik út í loftiö og fuglinn sem allt í einu þaut í gegnum ljósgeislann. Ég virti þetta oft fyrir mér og geymi það hjá mér. — Faðir þinn er Morthens og popparinn, bróðir þinn einnig, en þú skrifar þig Kristinsson. Hversvegna? — Ég tók það í mig ungur að vera heldur Kristinsson en Morthens og lét breyta því í þjóðskrá. En ég kalla mig Tolla, — það er mitt listamannsnafn og með því merki ég myndirnar mínar. Eiríkur Eiríksson Hunda- hreinsun Gamankvæöi í tilefni pólitískrar hundahreinsunar Alþýöubanda- lagsins 8. —10. nóvember sam- kvæmt yfirlýsingu ritstjóra Þjóö- viljans 1. Óþrifnir til orðs oglundar urra oggelta rauðir hundar, efndu þó til aðalfundar. 2. Karp ogspenna kvaldi snáða konur hvöttu lið tildáða kröfðust ákaft yfirráða. 3. Ekki nægðu orðin stuttu, ályktanir strangar fluttu, ofan í kjaftinn á sér duttu. 4. Innangarna ormarnaga allir höfðu líkt að klaga, vankaðir með veika maga. 5. Kommarakkar krökir lúsum kynjuðum frá Sumarhúsum, hófu gól meðhuga fúsum. 6. Þjóðviljinn stóð þá í vanda þorskafróður sá íanda. Með svo búið mátti ei standa. 7. Hundahreinsun hóf af kappi hundaskammta laus var tappi. Allir stóðu í önn ogstappi. 8. Eftir sull í orðasvaði, óðu flaum á tæpu vaði karaðir í kláðabaði. 9. Nýhreinsaðir norpa smeykir nöldurseggja tapast leikir. Sam t sem áður innan veikir. 10. Gekk þar sveitin særð að beði sveinum veitir litla gleði, þó að skreytinn Þröstur kveði. * Sjá grein N.T. Þórarinn Þórarinsson. Erikur Einarsson er starfsmaður I Alþingi. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.