Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Page 12
Fellibylur, Utvortis OgInnvortis Áður en við lítum á skilyrði til myndunar fellibylja, skulum við líta andartak á full- vaxinn fellibyl á veðurkorti. Eins og sjá má af mynd 1 er fellibylur sérlega kröpp lægð. Þrýstilínurnar eru svo þéttar að þær prentast vart þéttari. Þrýstingur er minni í lægð en á svæðunum í kring vegna þess að loftið yfir lægðarmiðjunni fer fyrir loftinu yfir lægðarmiðjunni og því sem fyrir utan er. Þetta þýðir að öðru jöfnu að loftið yfir lægðinni er að meðaltali hlýrra en það sem fyrir utan er. Hlýtt loft er léttara en sama rúmmál af köldu lofti. Á norðurslóðum liggur þetta alls ekki í augum uppi, vegna þess að lægðir í háloft- unum eru að jafnaði ekki á sama stað og niður undir jörð og þess vegna er hlýjasti staður lægðarinnar við jörð ekki í miðj- unni. Fellibyljir eru hins vegar sammiðja lægðum sem þeim fylgja langt upp í gufu- hvolfið. Loftið yfir miðju fellibyljanna er hlýrra en loftið umhverfis, þetta er sérlega áberandi nokkuð ofan yfirborðs t.d. í 3 km hæð. Loftið í miðju fellibylsins er á leiðinni niður, en loft á leiðinni niður hitnar vegna vaxandi þrýstings. En umhverfis er gríðar- legt uppstreymi. Meir um það síðar, en inni í miðju fellibylsins er því svæði þar sem vindur er hægur og þó oftast sé ekki léttskýjað eru ský öll miklu minni og þynnri en utan við, þar sem uppstreymið rís með nær lóðréttum skýjavegg upp í margra kílómetra hæð. Þetta svæði inni í miðjunni nefnist auga fellibylsins og er gjarnan 20 til 40 kílómetrar í þvermál. Hringrásin í auganu er mjög flókin. Þó loft sé að meðaltali á niðurleið blandast það nokkru lofti úr uppstreyminu utan við og myndar oftast einhver ský. Ástæður augamyndunar í fellibyljum eru flóknar og ekki ástæða til að skýra þær í smáatrið- um hér, en almennt má segja að augað sé afleiðing af takmarkaðri orku fellibylsins. Ef ekkert væri augað ykist vindhraðinn inn að miðju og stefndi á óendanlegt. Sá kraft- ur sem til þarf að halda lofti í þröngri hringhreyfingu á ofsahraða er einfaldlega ekki til staðar, hringhreyfingin hættir að vaxa innávið eftir að ákveðnum vindhraða er náð. Hver sá vindhraði er fer eftir orkuforða viðkomandi fellibyls og þeim ytri aðstæðum sem hann býr við. Tilraun hefur verið gerð til þess að reikna út mestan vindhraða í fellibyl sem býr við bestu jarðneskar aðstæður á allan hátt. Sá vindhraði er nálægt lOOm/s eða um 200 hnútar. Segja má að það sé nóg. Aldrei hafa þó mælingar staðfest svona háa tölu. Það er uppstreymi lofts í kringum augað sem knýr fellibylinn. Mikið af raka þéttist í uppstreyminu og skilar við það varma- orku sem nýtist við að knýja vindinn. Stór hluti orku fellibylsins er þannig fenginn. Þetta er ólíkt því sem gerist í lægðum á norðurslóðum, því þær fá ekki nema hluta af sinni orku úr þéttingu raka. Skilyrði Til Myndunar F ellibyua Til að koma uppstreyminu og þar með rakaþéttingunni, hringhreyfingunni og öllum látunum af stað þarf dálítið sérstök skilyrði. Hið fyrsta er að loft sem leitar upp komist upp. Þetta er ekki eins sjálfsagt mál og virðist við fyrstu sýn. Sannleikurinn er sá að ef allt loft sem streymir upp nærri yfirborði jarðar hefði greiða leið langt upp í veðrahvolfið væru hérlendis eilíf úrfelli og raunar voðaveður. En gufu- hvolfið hefur ekki nægilega orku til slíkra hluta. Hins vegar myndast skilyrði til þess bæði staðbundið og tímabundið. í austan- bylgjunum áðurnefndu eru allgóð skilyrði til uppstreymis enda gengur á með skúrum. Skúrirnar skila að vísu frá sér nokkurri orku vegna rakaþéttingar, en langoftast Brautir flestra þeirra fellibylja sem raldið hafa hrassriðri hérlendis síðustu 90 ár eða sro. Eftirtektarrert er hrersu brautirnar eru sripaðar. ekki nóg til að koma af stað fellibyl. Ná- kvæmlega hvaða austanbylgja verður að fellibyl er ekki vitað og veldur það veður- fræðingum á þessum slóðum miklum áhyggjum. Stundum kemur fyrir að skil- yrði til mikillar skúramyndunar skapast utan við austanbylgjurnar og veldur það veðurfræðingum enn meiri áhyggjum. Hér koma gervihnettir nútímans mjög til hjálp- ar. Þeim er að þakka að hægt er að fylgjast grannt með flestu sem gerist í andrúms- lofti hitabeltisins og uppgötvast því felli- byljir í myndun mun fyrr en ella. Veður- stöðvar eru því miður ekki nógu þéttar í hitabeltinu til að tölvuspár komi að veru- legu gagni. Þó er rétt að geta þess að felli- byljir geta komið fram í tölvuspám. En fleiri skilyrði þarf til. Þegar austan- bylgjan fer að vaxa, vex aðstreymi lofts að utan og það skilar sinni orku heiðarlega í uppstreyminu. En þetta aðstreymi sem uppstreymið veldur dugar ekki til. Til viðbótar þarf varmaorku úr sjónum til að koma af stað eins konar vítahring. Upp- streymið vex, aðstreymi vex, meiri raki verður til staðar, sem veldur meira upp- streymi, sem veldur meira aðstreymi og svo koll af kolli. Svo vill til að það þarf a.m.k. 26 stiga (helst 27 stiga) heitt sjávar- yfirborð til að koma vítahringnum af stað. Þetta er annað skilyrði til myndunar felli- bylja. í Atlantshafi norðan miðbaugs er 26-27 stiga heitur sjór oftast aðeins til á réttum stöðum síðari hluta sumars og á haustin, en á öðrum tímum (einkum mars) á suðurhveli jarðar. Eitt skilyrði þarf til viðbótar. Skipuleg hringhreyfing þarf að geta átt sér stað og það er erfitt við miðbaug vegna þess hve sveigkraftur jarðar (svokallaður cor- ioliskraftur) er þar lítill. Jafnvel þótt felli- byljir fari að myndast nærri miðbaug geta þeir ekki vaxið fyrr en kemur u.þ.b. 6 gráð- ur frá honum. Bestu skilyrðin eru á bilinu 6 til 15 gráður frá miðbaug á þeim tímum árs þegar yfirborðshiti sjávarins er nálægt 27 gráðum. Svo öflugur er þessi vítahringur hitabeltisins að nokkur meirihluti þeirra hitabeltislægða sem ná að verða hitabeltis- stormar (með 9 vindstigum eða meir) verða líka að fellibyljum (með 12 vindstigum). Á þeim tíma sem vindhraðastiginn náði upp í 17 vindstig, var að jafnaði talað um hitabeltisviðbót hans (13 til 17 vindstig). ÆVIFELLIBYLS Eftir að fellibylurinn er fullmyndaður er hann ekki alveg jafn næmur fyrir utan- aðkomandi áreitni og á myndunarskeiðinu, en honum mæta ýmsar hindranir. Hann er mjög viðkvæmur fyrir landi. Meira að segja geta smáeyjar Karabíska hafsins ílelstu brautir fellibylja. mjög truflað lífshlaup fellibylja. Þetta stafar fyrst og fremst af því að rakaupp- gufun yfir landi er ekki nægileg til að halda orkuöflun gangandi. Einnig vex mjög núningsviðnám gegn vindinum. Þetta veld- ur því að allur vindur fer nærri alltaf úr fellibyl strax og hann gengur á land. Sama gerist ef hann kemur yfir kaldan sjó. En fellibylur sem er fullþroskaður getur hald- .st við að nokkru þó sjávarhiti fari niður undir eða jafnvel undir 20 stig, þó hann geti hins vegar ekki myndast á slíkum slóð- um. Atlantshafsfellibylur byrjar gjarnan ævi sína milli V-Afríku og Karabíska hafsins. Hann hreyfist þar til vesturs í veikum austanvindstraum umhverfis, en fer að sveigja til norðurs þegar nálgast Ameríkustrendur. Mjög algengt er að felli- byljir gangi inn í Mexíkóflóa og síðan inn yfir suðurríki Bandaríkjanna. Önnur al- geng braut er til norðausturs með austan- strönd Bandaríkjanna eða þar austur af. Ef fellibylur gengur yfir smáeyjar í Karab- íska hafinu veldur hann undantekningar- laust gríðarlegu tjóni bæði vegna fárviðris með ofsalegri úrkomu og flóðbylgju sem stafar af áhlaðanda og óvenju lágum þrýst- ingi í auganu. Svipað gerist við suður og suðausturströnd Bandaríkjanna nema hvað tjón af vindi takmarkast yfirleitt við ströndina. En þar er mjög láglent og flóð- bylgjan berst því langt inn á land auk úrfellis. Mesta úrkoma sem fallið hefur í Bandaríkjunum á einum sólarhring var um 900 mm þegar fellibylur eyddist yfir Texas. En land og kuldi eru ekki einu dánaror- sakir feilibylja. Eins og áður er minnst á er hringrás fellibylsins nokkuð sammiðja, þ.e. hringrásin í háloftunum er beint yfir hringrásinni niður í sjó. í vestanvindabelt- inu norðan Asóreyjahæðarinnar breytist vindur og vindstefna mjög með hæð. Ef fellibylur lendir inn á slíku svæði eyðist hann á skammri stund. Að vísu getur hann umbreyst í krappa lægð, en nánar er fjallað um það síðar. Flestir fellibyljir sem ekki eyðast yfir landi enda ævi sína sem grunn- ar lægðir eða hreinlega hverfa á skammri stund þegar allar forsendur brestur. Tölur Um Fellibyui — F LOKKUN FELLIBYUA Þrýstingur í fellibyljum á Atlantshafi fer sjaldan niður fyrir 940 mb, þó metið sé mun neðar, 892 mb. í Kyrrahafi eru skilyrðin betri, bæði eru fellibyljir fleiri en í Atlantshafi og verða dýpri. Stundum fer þrýstingur niður fyrir 900 mb, en metið er 870 mb í fellibylnum Tip 1979 og er það jafnframt lægsti þrýstingur sem vitað er um við sjávarmál á jörðinni. Fellibyljir eru um 20 á ári á vestanverðu Kyrrahafi norð- an miðbaugs, 8 til 10 í því austanverðu. í Atlantshafi er meðaltalið um 5 á ári. Felli- byljir eru líka nokkuð algengir í Indlands- hafi og í Kyrrahafi sunnan miðbaugs. Flestar skráðar hitabeltislægðir á Atlants- hafi á einu ári eru 21, en það var 1933. Árið 1969 urðu alls 12 hitabeltislægðir að fellibyljum á Atlantshafi en árin 1907 og 1914 er ekki vitað um neina. Lífseigasti fellibylur sem vitað er um á Atlantshafi er Ginger 1971, en hann taldist fellibylur i 20 daga og hitabeltislægð í 9 til viðbótar. Ef fellibyljir sleppa norður fyrir 50. breidd- arbaug er hætt að telja. Fellibyljatíminn í Atlantshafi stendur venjulega frá byrjun ágúst til miðs október. Stundum verða þó til fellibyljir utan þessa tíma. Sá fyrsti sem vitað er um síðla vetrar varð til 7. mars, en hinn síðasti að hausti 31. desember. Mest er vitað um fjóra fellibylji samtímis í Atlantshafi. Fellibyljum er skipt í fimm flokka eftir styrkleika. Fl. Þrýstingur vindhr. flóðbylgjft tjón í auga (hnútar) 1. yfir980mb 74—95 undirl,5m lítið 2. 965-979 mb 96-110 l,5til2,5m allmikið 3. 945-964 mb 111-130 2,5til3,5m mikið 4. 920-944 mb 131-155 3,5til5,5m mjögmikið 5. undir920 yfirl55 yfir5,5m fádæma mikið Þar sem auga fellibylsins er mjög lítið eru líkur á að einh'ver ákveðinn staður verðir fyrir fellibyl í versta ham mjög litl- ar. Smáeyjar í Karabíska hafinu geta þannig sloppið áratugum saman. FELLIBYUASPÁR Eins og oft kemur fram í fréttum er mjög erfitt að spá fyrir um braut fellibyls. Á eyjum Karabíska hafsins svo og í Kyrra- hafinu eru forn veðurmerki mjög í heiðri höfð. Einkum er fylgst vel með briminu við ströndina, en það er yfirleitt mjög reglulegt. Ef hljóðið breytist og ef tíminn milli brota breytist geta veðrabrigði verið í námd. Einnig er vel fylgst með skýjafari. Loftþrýstingur er mjög stöðugur á þessum slóðum, yfirleitt milli 1010 og 1025 mb. í Karabíska hafinu og víðar nota menn nokkuð sérstaka loftvog, svokallaðan stormsvan. Þetta er glerpípuútbúnaður með vatni í. í stormsvaninum er rými með innilokuðu lofti sem vatn hindrar að komist út. Svo lengi sem loftþrýstingur er hár eða breytist lítið helst vatnið í pípun- um, en þegar þrýstingur fellur þenst inni- lokaða loftið út og þrýstir vatni út um háls svansins, sem þannig varar við lækkandi loftþrýstingi með því að gusa vatni úr sér. Almenningur gerir sér oft litla grein fyrir umfangi fellibylja og margir trúa ekki hve alvarlegt fyrirbrigði getur verið að ræða ekki síst vegna þess að nauðsynlegt er að vara við á miklu stærri svæðum en síðan verða fyrir tjóni og því verður oft minna úr en fjölmiðlar gáfu til kynna að orðið gæti. Árið 1938 fór allöflugur fellibyl- ur yfir norðausturríki Bandaríkjanna. Þá fórust um 600 manns. Af þessum 600 voru allmargir sem höfðu farið gagngert niður á strönd til að sjá fellibyl koma að landi. Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr manntjóni af völdum fellibylja í banda- ríkjunum en eignatjón heldur farið vax- andi. Manntjón er oft mikið í öðrum heims-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.