Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Qupperneq 4
VEÐJAÐÁ
LÍFTÆKNINA
í meira en áratug
hefur Cetus-fyrirtækið í
Emery ville í Kalifomíu
undir forystu Ronalds
Cape verið
brautryðjandi á sviði
líftækni en á næstu tíu
ámm er áformað að
þetta fyrsta fyrirtæki í
Bandaríkjunum, sem
eingöngu helgaði sig
líftækni, muni einbeita
sér að lyíjaframleiðslu.
Greinin sem hér birtist
úr TheNewYorkTimes
Magazine ereftir
rithöfundinn Eric Lax og
fjallar hún m.a. um nýja
og áður óþekkta möguleika
sem hafa komið í ljós
jafnframt því sem
líftækninni hefur fleygt
fram:
Með Erfðatækni
ÚrSíklum
Áður en unnt var að framleiða IL-2 í
miklu magni hefði verið útilokað fyrir vís-
indamenn — fyrst og fremst hópinn sem
starfar undir stjórn dr. Steven Á. Rosen-
bergs við Bandarísku krabbameinsstofnun-
ina í Bethesda í Maiyland — að gera raun-
verulegar tilraunir til að lækna krabbamein
með interleukin-2 því að líkaminn sjálfur
framleiðir aðeins örlítið af efninu. Rosen-
berg-hópurinn varð fyrstur til að fá í hendur
— frá Cetus — nægilegt magn af IL-2 sem
framleitt var með erfðatækni úr sóttkveikj-
um. Síðan síðla árs 1984 hefur hópurinn
gefið efnið krabbameinssjúklingum sem eru
svo langt leiddir að hvorki geislar né hefð-
bundin lyf hrífa á þá lengur. í þessari til-
raunameðferð er lítilsháttar magn af hvítum
blóðkomum tekið úr sjúklingnum. Þau eru
síðan blönduð IL-2 og frumunum þá komið
fyrir í sjúklingnum á ný ásamt aukaskömmt-
um af IL-2.
í desembermánuði sl. skýrði dr. Rosen-
berg frá því í New England Joumal of
Medicine að í 11 sjúklingum af 25 hefði
með þessari aðferð tekizt að minnka stærð
krabbameinsæxla um 50% og að einn sjúkl-
ingur með melanómu, sem er alvarlegt húð-
krabbamein, hefði verið algjörlega ein-
kennalaus undanfama tíu mánuði. Fjórar
tegundir krabbameina — melanóma,
krabbamein í ristli og endaþarmi, nýrum Ronald Cape og Robert Fildes meðgerjunarkeraldið sem inniheldur interleukin-2
og lungum — tóku við meðferð, þó ekki í íbaksýn.
ágreista gráa húsið við járnbrautarteinana er
ofur venjulegt á að sjá. En inni er öryggis-
búnaður sem krefst dulmálslykils við hveijar
einustu dyr og upp í sprengjuvarið stjórnher-
bergið liggur stigi úr styrktu stáli sem steyptur
er í einu lagi. í stjómherberginu er umhorfs
eins og í skurðstofu með áhorfendastúku
og þar blasir við völundarhús af grænum,
bláum, rauðum, hvítum og appelsínugulum
rörum sem tengd eru við 1500 lítra geijun-
artank.
Tvöfaldar loftþéttar hurðir eru fyrir geij-
unarstofunni og loftþiýstingurinn þar inni
er lægri en í aðliggjandi vistarverum til að
girða fyrir minnstu útgeislunarsmugu. Allur
úrgangur er hreinsaður í sjálfstæðu síu- og
eyðingarkerfi undir rammgerðu steinsteypu-
gólfinu. Tölvur stjóma sérhveijum hluta
búnaðarins 24 stundir á sólarhring.
Tilgangurinn með öllum þessum varúðar-
ráðstöfunum er fólginn í lífverum sem
þrífast fyrir tilstilli erfðatækni og geijunar-
tankurinn sem framleiðir þær er miðdepill
10 milljón dala verksmiðju Cetus-fyrirtækis-
ins í Emeryviile í Kalifomíu. Þessa fram-
leiðslu ætlar einn af stofnendunum, aðal-
stjómandi, hugmyndafræðingur og stjómar-
formaður Cetus, Ronald E. Cape, að nota
til þess að gera þetta fyrsta fyrirtæki
Bandaríkjanna á sviði líftækniiðnaðar að
stórtækum lyfjaframleiðanda á næstu tíu
ámm.
Cetus tók stórt stökk í áttina að þessu
takmarki í maímánuði sl. þegar það öðlaðist
fyrsta einkaleyfíð á eggjahvítuefni sem
verður til með stökkbreytingu á konum.
Eftiið nefnist mutein og er sérstök gerð af
efni sem Cetus hefur uppgötvað og kallast
það interlaukin — 2 (IL-2). Þetta er eggja-
hvítuefni sem örvar og hefur stjóm á ónæmi-
skerfi líkamans. Það er framleitt úr sérstök-
um flokki hvítra blóðkoma sem kallast
T-lymphocýt, en IL-2 örvar viðbrögð ann-
arra T-fruma og breytir þeim í „drápara"
sem ráðast gegn aðskotaverum í mannslík-
amanum. Að undanfömu hefur þetta efni
vakið miklar vonir um að því megi beita
gegn ýmsum krabbameinum og í viðureign
við aðra hættulega sjúkdóma.
öllum tilfellum. (I seinni tilraunahópi var
melanómu-sjúklingur þar sem meinvörp
voru komin um allan líkmann og andaðist
hann þremur dögum eftir að IL-2 meðferinni
lauk. Á fmmstigum em eitmnaráhrif lyfja
á borð við IL-2 yfirleitt sterkari en í þeim
skömmtum sem ráðlagðir em á lokastigum
af því að þá á enn eftir að ákvarða hver
sé heppilegasta meðferðin.)
IL-2-meðferðin er ekki einungis boðberi
bjartari tíðar í viðureigninni við krabba-
meinssjúkdóma heldur þess að öld áður
óþekkts iðnaðar er gengin í garð. Með því
að beita efnafræði og erfðatækni til að
mynda og framleiða vaming er orðið til nýtt
svið sem vissulega mun hafa áhrif á líf
okkar að öllu leyti að heita má. Undanfarin
14 ár hefur Ron Cape einmitt verið að spila
upp á þetta. Innan líftækninnar á sér stað
þróun sem felst í því að sameina kon eða
víxla litningum (eða framkvæma endurröð-
un á DNA), og einnig í því að einrækta
mótefni, og framleiða eggjahvítuefni og
örvemr með erfðatæknistjómun, en allt
þetta getur komið að gagni í baráttunni
gegn þeim sjúkdómum sem hijá mannfólkið.
Þessi þróun mun einnig koma að notum á
sviði efnaiðnaðar, orkuframleiðslu, land-
búnaðar og umhverfisverndar og reyndar
að heita má í hverri einustu framleiðslugrein
efnahagslífsins.
Á Annað Hundrað
LæknislyfBíða
Prá Cetus em þegar á markaðnum sjúk-
dómsgreiningarkerfi fyrir krabbamein í
blöðmhálskirtli og fyrir blóðkreppusótt í
svínum. Vísindamönnum hjá Cetus hefur
einnig tekizt að rækta plöntur sem em
ónæmar fyrir sjúkdómum með því að beita
erfðatækni. Onnur fyrirtæki hafa sent á
markað insúlín og vaxtarhormón ætluð
mannslíkamanum og framleidd með endur-
röðun á DNA. Vonir standa til að innan
örfárra ára verði komin fram erfðatæknileg
efni sem nota megi til lyfjameðferðar í því
skyni að lækna erfðasjúkdóma, s.s. sigð-
komablóðleysi. Þá em væntanleg sjálf-
fijóvgandi fræ og sottkveikjur sem geta
brotið niður mengandi efni. Á sviði heilsu-
gæzlunnar einnar em á annað hundrað
læknislyf og sjúkdómsgreiningarefni sem
bíða viðurkenningar Matvæla- og lyfjaeftir-
lits Bandaríkjanna.
Iðnþróunarsérfræðingar spá því að árið
1995 verði líftækniframleiðsla farin að selj-
4