Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Side 6
Með pensil og kjuða jöfnum höndum Gunnar Kristinsson — Málará SkriðufelliíÞjórsárdal, en vinnur við músíkterapíu íKópavoginum. Einn af mörgum sem eru að hasla sér völl á myndlistarsviðinu hér er Gunnar Kristinsson og heldur hann einkasýningu í Ásmundarsal, sem opnuð verður eftir viku, 22. mars og stendur hún út mánuðinn. Enda þótt myndirn- Fjöllistamaðurinn Gunnar Kristinsson er menntaður í orgelleik, músíkterapíu og sem- ur tónverk fyrir slag- verk. Þar að auki hefur hann lagt stund á myndlist og heldur nú málverkasýningu í Ásmundarsal, sem opnuð verður eftir viku. ar sem hér birtast séu einu einungis í svörtu og hvítu, gefa þær engu að síður góða hugmynd um það sem sýningargestir geta átt í vændum í Ásmundarsal, því Gunnar er hófsamur i litanotkun og vinnur mestan part í svart/hvítu. Gunnar Kristinsson er Reykvíkíngur, fæddur hér í borg 1955, en ættaður í móður- ætt frá Skriðufelii í Þjórsárdal og telur sig eiga heima þar. Á Skriðufelli stendur gamalt íbúðarhús sem Gunnar hefur aðsetur í og málar þar gjaman með stórkostlegt útsýni til Heklu, sem margir landslagsmáiarar hafa gert að myndefni. Raunar á Gunnar tvo aðra bústaði: Við Bergstaðastræti í Reykjavík og úti í Svartaskógi í Þýzkalandi, nánar tiltekið við Freiburg. Eftir stúdents- próf frá Menntaskólanum við Tjömina, sem svo hét þá og síðar hefur verið kenndur við Sund, hélt Gunnar til Vínar og lagði stund á músíkterapíu, sem kannski mætti kalla músíkþjálfun og er notað sem lækningarað- ferð á geðsjúkrahúsum. Jafnframt mennta- skólanáminu hafði hann verið í Tónskóla Sigursveins og gældi við þá hugmynd að verða orgelleikari. Sá draumur fylgdi honum utan til Vínar og hann hélt áfram orgelnámi þar og síðar í Basel í Sviss. í þeirri borg var Gunnar um tveggja ára skeið við áfram- haldandi orgelnám. En það var fleira sem kallaði að og fann hljómgmnn. Hann fékk áhuga á myndlist með þeim aivöruþunga að hann fór í mynd- listamám í Basel og var við það í fjögur og hálft ár. Jafnframt hafði hann not af kunnáttu sinni í músíkterapíu og vann með náminu í Basel á geðsjúkrahúsi þar. Hljómlistin vildi heldur ekki láta sinn hlut; nú fór Gunnar að gæla við slagverk. Hann eignaðist sérstök slagverkshljóðfæri, gong og tam-tam; þau eru frá Asíulöndum. Á þessi skiýtnu hljóðfæri fór hann að semja tónverk og einnig það varð að ástríðufullu viðfangsefni. Gunnar hefur haldið tónleika í Norræna húsinu og víðar, þar sem hann lék á slagverkshljóðfæri. „Þetta er helming- urinn af mér,“ segir hann: „Önnur aðal- búgreinin með málverkinu. Músíkterapían er mér líka mikils virði. Mér er sama hvort ég hef pensil eða kjuða í höndunum." Mjmdimar sem Gunnar sýnir í Ásmundar- sal eru allar nýjar; málaðar síðastliðið haust og það sem af er þessu ári. Eins og nú tíðk- ast hjá ungum málumm er viðfangsefnið sálarástand mannsins og oftar virðist það vera þjakandi sálarástand fremur en gleði- legt. En er þetta angi af nýja expressjónism- anum? Um það segir Gunnar: „Auðvitað hefur maður orðið fyrir áhrif- um af þessari nýbylgju og sú var tíðin að ég málaði alveg eftir þeim nótum. Nú er þetta hinsvegar frábmgðið og hefur tekið sína eigin stefnu, sem felst meðal annars í hófsamari litanotkun; það er meira í svörtu og hvítu. Á bak við þetta er að sjálfsögðu ákveðin hugmyndafræði og við getum sagt í fáum orðum, að hún snúist um manninn, eða eigum við kannski heldur að segja mann- eskjuna, þar sem ástríðumar em áherzlu- punktur. Ég leita að áhrifavaldi, einhveiju áreiti á manninn og í því sambandi hef ég leitað fanga í mytológíu og symbólisma — goða- fræði og táknmyndastefnu — eins og al- gengt er í nútímamyndlist í Evrópu. Þetta lýsir sér í því til dæmis, að ég teikna eitt- hvert fmmdýr eins og krókódíl og þá kemur spumingin um framþróun, framsækni og stöðugleika." „Sem sagt: Þarna ertu að velta fyrir þér heimspekilegri hugmynd. Er þetta þá ekki konseptlist, eða hugmyndalist, sem svo hefur verið nefnd?" „Ég held að því verði ég að svara neit- andi. Til þess er of mikil áherzla lögð á sjálft málverkið; myndimar em mikið unnar, en slík útfærsla var og er aukaatriði í konsept- list.“ „En þú ert einn af þeim, sem fjalla um þjáningu mannsins og þjáningu heims- ins?" „Segjum heldur örlög. En það er rétt, að heildarsvipurinn á þessum verkum er fremur þungur og leiðir hugann ef til vill að þjáning- unni.“ »Þú ert kannski að tjá þig um spennuna og streituna í nútíma samfélagi — til dæmis í mynd, sem þú kallar „A hlaup- um?“ „Sú mynd lýsir einhveijum hlaupum, annaðhvort undan einhveiju, eða eftir ein- II

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.