Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Síða 11
Mynd: Pétur Haltdórsson Yitlaus taktur sköpunarverkinu Smásaga eftir Guðna Björgúlfsson Eg var stödd á einum af þessum einkennilegu stöðum, þar sem rúm- metramagn af stein- steypu segir til um hversu virðulegar sálir búa innan veggja. Stöpl- ar hér og stöplar þar og alls staðar mátti sjá blómaker, borð og stóla. Undarlegt að plöntumar í kerjunum skyldu vera svona rytjulegar. Rétt eins og þær hefðu ákveðið að hér og nú skyldu þær deyja. Ef tii vill hafði gleymst að vökva þær. Skyldi það vera þannig sem að lífsblóm mannanna lognast út af og deyr? Ég hef um langt árabil lifað hamingju- sömu lífí, átt góðan eiginmann og 3 böm til að hugsa um. Nú, ég segi „hamingjusömu lífí“; hvers konar líf er það? Eitthvað sem sett hefur verið undir mælistiku eða ljósker og nákvæmlega mælt og vegið á vogarskál- um fræðinga og kerfískarla? Ég held að með þessum orðum sé átt við líf sem er illskárra en alls ekkert, eitthvað sem ég get sætt mig við umhugsunarlítið án teljandi erfiðleika. En þó er ég stödd á þessum undarlega stað sem í daglegu tali manna á meðal er nefndur geðdeild. Mér fínnst það annars undarlegt að ég skuli vera að eyða tíma, orku og peningum í jafn fánýtan hlut sem þennan. A ekki hver maður að geta hjálpað sér sjálfur? Og hvað með ættingjana ef það dugar ekki til? Emir, já það er læknirinn minn, segir að stundum dugi ekkert af þessu og þá komi einmitt til þeirra kasta að leysa úr „probleminu“ eins og hann kallar það. Annars undarlegur maður þessi Emir. Þetta er maður um miðjan aldur, hár tekið að grána í vöngum, kollvik og svo er hann svona einkennilega sambiýndur. Hann er lágur maður vexti, rödd hans er lág en seiðmögnuð. Það er eins og í rödd hans hafí öll hin myrku og dularfullu öfl aldanna fengið útrás. Mér geðjast nokkuð vel að þessum manni. - En spumingar hans eru stundum ein- kennilegar og væntanleg svör mín sömuleið- is. Hann virðist hafa á því undarlega gott lag að láta mér líða sem hálfvita í návist sinni. En kannski er ég það og hann einnig, því að mér geðjast svo vel að honum. En allt saman byijaði þetta þannig, að ég þóttist heyra undarlegar raddir sem ýmist töluðu við mig í vinsamlegum tón, en gátu skyndilega breytzt í skipandi þrumuraust að framkvæma einhvem óútskýranlegan og óútreiknanlegan verknað, verknað sem oft- ast var í fullkominni andstöðu við vilja minn. Það var þó ekki fyrr en ég sagaði kalda- vatnskranann yfír eldhúsvaskinum af sem að Eyjólfur, hann er maðurinn minn, sagði að það hlyti að vera eitthvað að mér. Það sagaði enginn óvitlaus manneskja kalda- vatnskrana af nema að heilasellumar væm annað hvort komnar úr sambandi eða öllu heila víravirkinu slægi saman að meira eða minna leyti. Ég reyndi að segja honum að sennilega hefði þetta allt saman verið orðið bilað þama við vaskinn og því farið af sjálfu sér. Ékki væri hann svo duglegur við að dytta að einu eða neinu og helzt vildi hann að allir hlutir bæði gengju og hengju af vananum einum saman. En hann spurði hvort ég héldi að hann væri fífl. Það væri auðséð að kaldavatnskraninn hefði hrein- lega verið sagaður af. Reyndar hefur mér alltaf þótt hann hálfgert fífl. En við því er ekkert að gera. Hann er einfaldlega svona gerður af náttúrunnar hendi. Ég geri ráð fyrir að þið vitið öll hvemig í þessu krana- máli liggur. Já, þið eigið kollgátuna. Mér var skipað að saga kranaræksnið af. Það ætlaði nú ekki að ganga allt of vel því að vatnsbunur og boðaföll stóðu yfír mig meðan á framkvæmdinni stóð. Og svo var það þessi heljarstóra jámsög, sem hann Eyjólfur fékk sama og gefíns á útsölunni í jámvömbúðinni í fyrra, gott ef honum var ekki borgað fyrir að vilja þiggja hana. Já, með þetta þarfaþing var ég jneð í höndunum meðan á ósköpunum stóð. Ég get varla sagt að ég hafi vitað hvað átti að snúa aftur og fram á þessu risatóli né heldur vissi ég hvemig væri að beita því. En æfíngin skapar meistarann og allt hafðist þetta og mikil lifandis skelf- ingar ósköp var ég fegin að afloknu verkinu. Ég hafði unnið það verk sem fyrir mig hafði verið lagt með hinni mestu prýði. Nú skyldi einhver ætla að gæfan brosti við mér, en það var nú eitthvað annað, því að nú byijaði hinn raunvemlegi harmleikur. Eyjólfur fór að tala um að ég væri eitthvað svo undarleg til augnanna auk þess að vera guggin og þreytuleg. Ég svaraði því til að það mætti segja að ég hefði ekki verið beint frísk undanfarið, en spurði hann svo hvort það hefðu einmitt ekki verið þessi undarlegu augu, sem honum þóknaðist að kalla svo, sem honum hefðu þótt vera mín höfuðprýði á sínum tíma. Það hummaði eitthvað í honum og eitthvað sem líktist: „Jú, ætli það ekki,“ þvældist út af vömm hans. Ég hef ekki ennþá sagt ykkur að ég hef blá, fallega vatnsblá augu. Þó em þau í öllum regn- bogans litum ef vel er að gáð. En ætli nokkur hafi fyrir því að lesa í liti augnanna. Það sorglegasta, nei, ekki við augun heldur við Eyjólf, var það að hann sagðist ekki geta lengur farið með mér á mannamót. Hann fyrirvarð sig fyrir mig sem sagt. Hann sagði að ég væri andlegur sjúklingur, j geggjuð með öðmm orðum. Svo vék hann að útliti mínu enn einu sinni og sagði að ég væri orðin svo ijarræn, hefði fítnað og auk þess elst um 10 ár. Ég spurði hann að því hvort honum fyndust ekki augu mín ennþá jafn fallega blá, fagurvatnsblá. Hann kvað lítinn mun vera á þeim núorðið og hveijum og öðmm iðulausum forarpytti. Mér fannst skyndilega eins og eitthvað brysti hið innra með mér við þessi óvægilegu orð. Þessi athugasemd var svo ilkvitnisleg og hún snart streng í hjarta mér, streng er áður hafði gefið frá sér yndislega tóna, en nú einungis ískraði og nötraði. Ég fann að upp frá þessu yrði ég aldrei söm manneskja og áður. Og allt varð þetta til þess að ég sá Eyjólf í nýju ljósi, ljósi sem ég hafði aldrei séð hann fyrr í. Hann var ekki lengur þessi stælti, herðabreiði og myndarlegi maður sem ég fyrrum lagði allt mitt traust á og hreifst svo mjög af. Þvert á móti sá ég nú hversu ómerkilegt þetta litla samanrekna kvikindi var. Öll okkar búskaparár hafði ég látið honum eftir að stjóma lífsleysi okkar, en nú þegar eitthvað reyndi á snerist hann gegn mér við fyrsta tilefni og aukin heldur sverti helgustu minningu mína, þetta stolt lífs míns, fallegu vatnsbláu augun mín. Aldrei yrðu þau framar jafnfallega blá. Mér fannst rétt eins og þau hefðu fölnað, já, hlotið sömu örlög og blómin í keijunum við stóru steinstöplana, visnað og horfíð út í tómið. Þannig mætti rekja þessa sögu lið fyrir lið, en nú er kominn tími til að ég segi ykkur frá viðtalstímum okkar Emis. Viðtölin fóru virkilega fram og stóðu yfír í klukku- tíma í senn. Þau voru oftast mjög þægileg, sannkölluð afslöppun, en þó gat það komið fyrir að Emir hvessti sig, en það var sára- sjaldan og eins og hann hálfskammaðist sín ef það kom fyrir. Hann bauð mér alltaf inn á þessa sömu gamaldags skrifstofu sína, var hinn kurteisasti í allri framkomu, fyllti jafnan glas af vatni, sem hann drakk þó aldrei dropa af, og hóf samtalið með því að ýta að mér sérstakri öskju sem hafði að geyma ilmpappír til að þjóna tárakirtlunum ,ef þeir létu á sér bæra meðan á viðtalinu stóð. Ég ýtti einu sinni þessari bannsettu öskju að honum sjálfum og spurði hvort honum veitti ekki af einu snifsi en hann brást hinn versti við og sagðist ekki skilja svona lélega fyndni. Hann hallaði sér venju- lega mjúklega afturábak í sérstökukm stól er virtist sérstaklega útbúinn til að þjóna duttlungum þessarar tegundar. Átti það til að fá sér vindil og reykja dijúgum áður en samtalið byrjaði. Síðan horfði hann í augu mér að mér fannst í heila eilífð án þesS að segja aukatekið orð. Þá loks hófst samtalið. „Já, þessi eiginmaður þinn. Hvað starfar hann nú aftur?“ Ég ætla að skjóta því hér inn í að ég held ég megi fullyrða að þetta hafi verið 20. viðtalið okkar. „Já, alveg rétt, skrifstofumaður. Skrítið starf það að vera skrifstofublók allt sitt líf, eiginlega ólækn- andi blýantanagari." Nú rak hann upp rokna hlátur og hristist allur og skalf í stólnum. Ég reyndi að gera honum það til geðs að hlægja að þessu. Samt fannst mér þetta ekkert fyndið. „Eiginlega er þetta furðuleg iðja, já, þetta að vera sífellt að munda blý- antinn, pennann eða hvað það nú er. Það er eitthvað sjúklegt við það. Mætti segja mér að þetta stafaði af ófullnægðri kyn- hvöt.“ Hann leit hvasst á mig og horfði fast og lengi í augu mér og um varir hans lék einkennilegt bros. Það var eins og hann hefði unnið í happadrættinu. Hann tók upp glasið á borðinu en lét það jafnskjótt frá sér aftur og hélt áfram að tala. „Ég er LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. MARZ 1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.