Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 2
KÁRI VALSSON Hugleiðing með dæmi Stakkaskipti á ljóðlist síðari ára eru ekki lengur sama hitamál og áður, enda eðli- legt að einnig ljóð sníði sér stakk eftir tízku. Svo má ýmsu venjast, að ljúft þyki. Hefur það og tíðkazt allar götur frá römmustu heiðni, að vinsæl yrkis- efni voru endurkveðin hvað eftir annað til að falla betur að breyttum smekk skáldskap- arneytenda. Nægir í þessu sambandi að benda á Hamarsheimt úr íslenzkri goða- fræði. Hið óbreytta, slétta fomyrðislag Þryms- kviðu gat ekki fullnægt kröfum sem fom hirðskáld gerðu til fullkomnunar forms, enda mun eini vísuhelmingurinn, sem varð- veitzt hefur úr Þórshamarsdrápu Eifífs skálds augnakarls 1) bera glögg merki rit- tengsla við áðurnefnt Eddukvæði 2) að mati fróðra manna. Á miðöldum var svo ortur rímnaflokkur um sama efni 3), en formfesta rímnakveðskapar hæfði lítt al- þýðuskáldum sagnadansa. Enginn sagna- dans íslenzkur um efni úr Þrymskviðu þekkist lengur, en meðal frændþjóða vorra á Norðurlöndum em til fjórar gerðir af „Torsvisen" 4). Fleira mætti tína til, en skemmst er að minnast söngleiksins Þryms- kviðu eftir Jón Ásgeirsson. Upptalning þessi ætti að nægja til að sýna fram á, að samhengið í íslenzkum bókmenntum leyfir hveiju skáldi að breyta til um form. Frá sjónarmiði nútíma ljóða- gerðar er óheppilegt, að enn skuli vera kveðskapur á hvers manns vörum, sem spill- ir smekk manna með úreltri hrynjandi, stuðlasetningu og rímpijáli. Því er orðið tímabært að yrkja upp gömul kvæði eða smellnar lausavísur að hætti órímaðra ljóða. Þá er loksins komið að því að kóróna speki vora með því að aðhæfa alkunna vísu 5) Ijóðastíl vorra tíma. Og má hver fordóma- laus maður sjá yfirburði hins nýja kveðskap- ar. Skammhlaup Fyrírvaralaust hvarf ofbirta ljóssins. Við náttblindum mér blasti ímynd sortans. í ofboði greip ég vírspotta hangandi niður úr lofti. Að öllu jöfnu kýs ég fremur að sjá, hvar ég drep niður fæti. Tilvitnanir Og Heimildir 1) Hlórriði hló, er sáran hamar of small á skalla bróður flagðs í bræði. Borð valt, en skalf storðin. Fíflaginning, kap. X) 2) Hló Hlórriða hugr í brjósti, er harðhugaðr hamar of þekkði. (Þrymskviða er. 31) 3) Sbr. Pústrað hefr hann pilta Rymr, prettum víu- leikinn skálkrinn Þrymr. Hann fékk högg, það er hausinn tók, höfuðið fast með afli skók. (Þrymlur III, 2G í Rímnasafni I, Kaupmannahöfn 1905-12.) 4) Bjöm K. Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, bls. 313. 5) Ljósið er dáið og iandið er svart, í loftinu vír til að hanga’ á. Mér finnst það I sannleika helvíti hart að hafa ekki jörð til að ganga’ á. (Húsgangur eftir Káin samkvæmt munnlegri geymd.) ERLENDAR BÆKUR GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON TÓK SAMAN iKlNGItWiUlNI HUGG/NC THESHORE Essays and crltlc/sm by am. • W.cv4«r»ulljr mr*4 Informollv*'- Marlln Amlt John Updike: Hugging the Shore Essays and Criticism Penguin Books 1986 Lesandinn er sjaldan á ferli þar sem búast má við erli og veðrum. Hann gleðst ekki ef á hann er heilsað. Hann er fölur. Kaffíbolli eftir kaffi- bolla, sígaretta eftir sígarettu og helstu hreyfingar hans eru einskorðaðar við handleggi, fíngur og fætur sem hann krossleggur á víxl og notar til stuttra ferða úr stólnum fram í eldhús eða á annan afkima til að þjóna þörfum sem hann hefur til jafns við aðra. Teygi hann sig á öðrum stundum en í kringum fótaferðatíma þá er það til að koma bók fyrir hátt í hillu eða sækja aðra. Hann á það líka til að teygja sig eftir pappírssnepli og penna ef eitthvað vekur snögga hug- ljómun í leturfullu höfði hans. Hann á það til að lesa blöð og þá gerast hreyfíngar hans ofsafyllri en venjulega, en hann er ekki ástríðufullur blaðalesandi heldur bóka. Það eru aldrei viðtöl í blöðunum við þessa tegund fólks og ekki að furða. Sp.: Segið mér herra (eða frú) hvenær byijuðuð þér að lesa? Sv.: Ég er alltaf að byija. Sp.: Þegar þér lesið bækur, hvað er það þá helst sem vek- ur áhuga yðar? Sv.: Friðurinn. Sp.: Getið þér sagt mér um hvað þessi bók fjallar? Sv.: Fiallar Moby Dick um hval? Sp.: Ég á við ... Sv.: Já, ég veit. Eru. ekki einhveijir áhugaverðari en ég sem þér vilduð gjarnan ræða við? Sp.: Það má vera en ég hef á huga á nýjum leiðum í við- talslistinni. Sv.: Talið þér þá við kýr. Auðvitað er það lífsins ómögulegt að fá lesandann til að tala. Hann þegir þunnu hljóði að því er virðist en stundum má heyra hann spjalla og þá er enginn nærri. Það eru þó söguhetjur sem hann hefur ekki fengið neina fullkomna mynd af en þijósk- an segir honum að það geti ekki verið til ófullkomnar bæk- ur. Hugging the Shore er safn ritgerða og bókmenntagagn- rýni og les enginn óbijálaður maður þessar níuhundruð síður í einni bunu en bókin er skemmtileg til ílits þegar svo stendur á fyrir lesandanum. Gunter Grass Die Blechtrommel Danziger Trilogie 1 Gunter Grass: Die Blechtrommel Roman Sammlung Luchterhand, Darmstadt Þegar þriggja ára bam verður fyrir vonbrigðum, verð- ur vitni að óréttlæti sem fyrst og fremst bitnar á því sjálfu, fær ekki verðskuldaða athygli, þá er ekki amalegt að eiga herlega blikktrumbu sem læt- ur ógurlega hátt í. Trumban verður hlutgervingur frelsis- þrárinnar. Og hvort það er trumba eða annað hljóðfæri eða þá bara barkinn, þá kunna börnin að notfæra sér tæki- færin. Börn sem í raun eru ofur-lógísk eru og full af til- fínningum. Óskar, söguhetja Blikktrumbunnar, fær trumbu í afmælisgjöf þá hann er þriggja ára. Hún var keypt í krambúð gyðings nokkurs sem á eftir að selja fleiri eintök samskonar hljóðfæra þessum Sama Óskari sem ber tólið oft á tíðum. Aðra gáfu á Óskar einnig. Með skrækjum sínum mölvar hann gler og svo mikil undur eru í kringum þennan strák að jafnast á við veruleik- ann. Die Blechtrommel ætti ekki að þurfa að kynna fyrir þyrst- um lestrarhestum en hana má stöðugt lesa og það er sama hvar niður í hana er gripið, alls staðar nýtur snilldin sín. Sagan gerist á svörtum árum Þýskalands. Nasistar komast til valda. Óskar verður vitni að tryllingnum í kringum sig og verður þátttakandi í hon- um. Trumbusalinn, gyðingur- inn, hverfur eins og margt annað í klær bijálsins en Óskar ber bumbur og skrækir eftir sem áður. Það frelsi tekur enginn frá honum. Gúnter Grass hlaut ofsa- frægð fyrir þessa bók sína sem kom út 1959. Voru ekki allir sáttir við hana en nú, rúmum aldarfjórðungi síðar, fallast flestir á snilldina. Tækni höf- undar er mikil og hlýtur þessi bók að vera skyldulesning. Höfundur þessa pistils verður að játa á sig ógurlegan hortitt þegar hann uppnefndi Die Blechtrommel „Tintrommuna" í öðrum pistli um aðra bók eftir Grass. Alfred Andersch: Efraim’s Book Þýðandi Ralph Manheim Penguin Books 1985 „Rithöfundur," sagði James Joyce, „ætti aldrei að skrifa um það óvenjulega. Það er aðeins fyrir blaðamenn." „Efraim’s Book er að mestu ofurvenjuleg. Söguhetjan er engin hetja, hún segir frá í fyrstu persónu, eintölu, upplif- ir Berlínarborg sem hún yfirgaf tuttugu og sjö árum áður en hún kemur þangað aftur í leit af óskilgetinni dótt- ur ritstjóra nokkurs á Eng- landi. Éfraim er þunglyndis- legur og dagbókin, skýrslan, sagnfræðin er þrungin nost- algíu svo manni líður á stundum ekki allskostar vel en andar léttar þegar lestri er lokið. Allt eins víst að hún verði aftur tekin úr hillunni og opnuð hér eða þar því vissu- lega er hún þessleg og áhrif hennar á sama máta mikil. Alfred Anderscher er einn af merkilegri rithöfundum á þýska tungu. Stíllinn er knappur og þurr en er bara lífið ekki svoleiðis líka? Hann hefur fengið verðlaun fyrir störf sín og þessi bók er hans frægasta til þessa. N Anamaðkur á eyðibýli Hugleiðing á Sunnudags- morgni Við hvem er ég að tala? Fyrst og fremst við sjálfan mig. Það sem ég skrifa hér, það sem ég hugsa, er strax gleymt. Senn lokar dauð- inn eyrum mínum og augum. Og kalk ellinnar vinnur dag hvem sitt hljóðláta starf. Ég veit að það er nauðsynlegt. Hvem- ig ætti ég vesæll maður að geta borið miklu lengur alla þessa skoplitlu bagga, þessi mörgu orð? Ég er fyrir nokkrum dögum kominn úr ferðalagi úr Qarlægri sveit. Þar sá ég ána- maðk undir steini á eyðibýli. Ég er einn slíkur hér heima við ritvél mína. Af tilviljun kemur skáld úr íjarlægð og veltir steininum snöggvastyið, setur hann svo aftur í sínar skorður. Ánamaðkurinn, einstaklingurinn, sem þama liggur, heldur áfram sínu lífi, rekur sitt erindi eins og ég hafí aldrei ónáð- að hann. I morgun hlustaði ég á útvarpshugleið- ingu velmetins aldraðs prests, sem vel hefði getað orðið núverandi biskup landsins, ef hann hefði kært sig um að þiggja embætt- ið, var einu sinni sagt. Nú les hann með setningi og hátíðleika hinn gamla biblíu- skáldskap um fugla himinsins og liljur vallarins, sem hvorki sá né uppskera, og hafa engar áhyggjur. Og einu sinni enn hugleiddi ég samlíkinguna um dýrð Salom- óns konungs og klæðleysi og hungur hins fátæka, sem nýtur umhyggju almáttugs guðs. Og ég sagði enn í fákænsku minni og trúleysi: Hvílíkur hræringur. Síðan hlust- aði ég á fréttimar um yfírvofandi hungur- morð milljóna manna, sömu söguna og alltaf hefur viðgengist. í gær var sagt frá nýjum hryðjuverkum. Er það nema undarleg tilvilj- un, að líkur skáldskapartexti skuli hafa verið settur í trúarbækur milljóna manna og lesinn með fjálgleik endalaust af gáfuð- um og lærðum mönnum? En guðspjall ánamaðksins á eyðibýlinu heyrist hvergi. Trú Og Skynsemi Mismunandi guðsorðabækur em teknar trúanlegar og gerðar heilagar í hinum ýmsu löndum. Eitt frægasta stríð sem nú er iðk- að, er á milli tveggja múhameðskra landa. Hið fræga og mikla átrúnaðargoð írans lét hafa eftir sér skömmu eftir valdatöku sína, að konur væru til þess eins skapaðar að fæða böm og vera karlmönnum til ánægju. Þessa get ég vegna þess sem ég segi kannski síðar í pistlinum, en ekki vegna þess að það sé merkilegra umhugsunarefni en annað, sem liggur í loftinu. En hvemig verða trúarbækur til? Þær hafa verið skráðar í löndum, þar sem sam- gangur hefur verið takmarkaður vegna fjarlægðar. Kenningar og skáldskapur hefur þó borist víða að í gegnum aldir og ár- þúsund, og aðlagast aðstæðum og þeim atburðum, sem ríkjandi höfðingjar á hveij- um tíma hafa viljað hafa fyrir sannleika, oftast til að styðja til áframhaldandi valda niðja þeirra, sem réðu örlögum og lífí þjóð- anna, sem mótuðu sögu og kenningu. Þetta geta fræðimenn sannað, ef þeir kæra sig um. Og gera, ef þeir þora að hætta lífi sínu eða brauði. Trú og skynsemi geta auðvitað átt sam- leið. En gera það ekki alltaf. Og á öllum tímum er spurt: Hvað er sannleikur? Trú og skynsemi geta verið tvö stórveldi, sem eiga jafnrétthá landamæri. Gott þegar þau skiptast á sendiherrum. Hörmulegt þegar hryðjuverkamenn eða óvígir herir með fljúg- andi atómsprengjur reka erindi þeirra. Nú fara ungir trúaðir menn inn í helgi- dóm annarra hagsmunahópa, þjóða eða jafnvel fámennra safnaða. Þeim hafa verið fengnar hríðskotabyssur og myrða saklaust fólk, hefna verka sem allt aðrir menn í fjar- lægð hafa unnið í sinni fjálglegu trú. Fangelsi heimsins eru full af saklausu fólki, sem á von á pyntingum og dauða. BISKUPSBRÉFIÐ En hverfum aftur á heimaslóðir. Biskup- inn okkar, mætur og góður maður, vel hæfur í sitt embætti, hefur í nýjasta hirðis- bréfí sínu, vakið til umhugsunar og umræðu vandamál takmörkunar bameigna. Um það bil áratugur er liðinn síðan ný og fijálsleg lög voru sett samkvæmt kröfum kynslóðar- innar, sem kennd er við ártalið 1968. Vissulega er ástæða til að gaumgæfa þá reynslu sem fengin er. En þar þurfum við að hafa fleira í huga en fomar sögur um bamaútburð. Endurskoðun verður að byggj- a-st á reynslu og nuinsóknum á lífí þess fólks, sem látið hefur eyða fóstri, og einnig þeirra sem ætluðu að gera það en létu það ógert?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.