Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 14
Yísur Akreppuárunum sátu tvö skáld á knæpu einni í Hafnarstræti og áttu ekki fyrir kaffinu. Þeg- ar svo stóð á var stundum þrauta- ráð að fara heim til roskinna hjóna, sem bjuggu í miðbænum. Þau höfðu bæði mikið dálæti á skáldum oggóðum kveðskap. Nú fannst þeim að þeir, skáldin, gætu ekki komið alveg tómhentir, en annað var ekki tiltækt en ef hægt væri að hnoða saman vísu, sem ekki hafði heyrst áður. Þeim kom saman um að nota annríki sitt og hafa slíka stöku upp á vasann, eða öllu heldur á vörum. Sá sem byrjaði sagði: Eitt sinn fagur ástareldur ungfrúar í hjarta brann. En þá vafðist fyrir hinum að botna, svo að báðir gætu sætt sig við. Hvemig sem þeir reyndu varð útkoman ekki betri en þetta: I kreppunni varð karlinn geldur, kannski hún nái í skárri mann. Með þetta fóru þeir. Báðir eru nú dauðir oggrafnir. Undirritaður lærði vísuna og hefur ekki spumir af að annað af skáldskap þeirra hafi lifað. Frímann Jónasson f. 1901 er skagfírðingur. Var lengi skóla- stjóri á Akranesi, Kópavogi og víðar. Hann hefur gefið út nokkr- ar bamabækur. Um Heklugosið 1947 orti hann: Augun flúðu þangað þrátt, þarsembrúðurfjalla vindum gnúð við heiði hátt hreykirprúðumskalla. Hjami typpt við himintjöld hamra lyfti riðum. Gæfískiptumeinaöld, ekkiriftigriðum. Hált er að trúa á Heklurið, háski búinn sefur. Rofiðnúsíngömlugrið gígafrúin hefur. Leika á þræði mold og mar, myrkt til hæða að líta. fjallsinsæðaropnaðar eldi skæðumspýta. Mökkinn svarta gyllir glæst gígabjartasttundur. Dýrðar skart og skelfing hæst skiljast vart í sundur. Rödd úr myrkri Ljóð eftir Katarina Jo KATARINA JO ÆT Eg verð hrædd Ég verö hrœdd þegar þú talar um sjúkdómsgreiningar á fóstrum Ég verö hradd þegar þú segir aÖ viö getum sparaÖ stórar upphœÖir Ég verö hrœdd þegar þú segir aö bráöum þurfi engin fötluö börn aö fæöast Hvaö œtlaröu aÖ gera viö okkur sem erum þegar til Kristín Bjarnadóttir er leikkona og Ijóðskáld og býr nú í Svíþjóð. í myrkrinu Nú er nótt Allir aörir sofa Ég sit hér og skrifa finnst gott aÖ vera ein er ekki hrœdd Ég elska myrkriö ÞaÖ snertir mig ofur létt varfœrnum höndum Þaö heldur bliölega utan um mig og strýkur mildilega yfir órólegar hugsanir mínar Ég hlusta á kyrröina Til þín sem sérð og heyrir Þú sem sérö og heyrir hvernig líturöu á mig Líturöu á mig sem fatlaöa manneskju sem á aö vera hljóö og góÖ svo þú getir vorkennl mér Séröu bara heyrnartcekiÖ mitt og hvita hnappinn Séröu bara augu min Sem þú getur ekki horfst i augu viö Þú sem sérö og heyrir líttu á mig og hlustaöu á hvaö ég hef aÖ segja Um ást Ég vil skrifa um ást Ég er haldin vonlausri ást Þaö hljómar eins og kjökur og kjánaskapur Þaö er asnaleg tilfnning aÖ bera svo sterkar tilfnningar til stráks En þannig er þaö En eftir hvem er þessi ástar- vísa, getur nokkur sagt mér það? Logann slekk ég Lofnarelds lífsafþekkingunni. Bíð í hlekkjum hinsta kvelds, hverf svo blekkingunni. Nú skuium við aðeins velta vísunni dálítið betur fyrir okkur. Það er nefnilega hlægilega auðvelt að ríma saman blekk- ingu og þekkingu. Og þær eru líka margar „stökurnar, sem um það vitna. Ef við hugsum ekki, en látum klið rímsins duga, fáum við það efni út úr vísunni, sem okkar kemur best. Líklega það helst, að vonsvikinn maður yrki, sem lætur vitið taka völdin yfir tilfinningasem- inni. Stúlkan vill heldur annan, við því verður ekkert gert, sjálf- ur telur höfundurinn á yrking- arstundinni, að það taki því ekki að fella hug til annarrar konu. Sögu hans þekkjum við ekki. Kannski er þetta líka bara leikur að orðum og rími, óljóst hugsað. JGJ Kristín Bjarnadóttir þýddi Katarina Jo er aðeins nítján ára gömul. Hún er blind frá fæðingu og alvarlega heyrnar- skert. Ljóðabók hennar Varkárar hendur (Varsamma hánder) vakti athygli í Svíþjóð þegar hún kom út í fyrravor. Kannski vegna þess að hér var á ferðinni ungskáld sem óhjákvæmilega „sá“ heiminn á annan hátt en meirihluti fólks. Og víst er um það að Katarina gefur innsýn í heim fatlaðra. Engu að síður lýsa ljóð hennar í einfaldleika sínum ofur almennum tilfinningum og hugsunum. í bókinni má finna bæði myrk og björt ljóð. Ljóð um gleði og sorg. Ljóð um leit og hræðsluna við að hrasa. Fyrir kemur að biturð vegna fötlunarinnar dylst ekki, eins og í Ijóðinu Um ást. I blaðaviðtali segist Katarina hafa verið fjögurra ára þegar hún áttaði sig á því að hún skynjaði ekki á sama hátt og aðrir. — Eg lifði lengi í þeirri trú að „sjá“ væri einhver yfirnáttúrulegur eiginleiki hjá mörgum. Það virtust engin takmörk fyrir því hvað fólk gat séð. Það sá ýmisiegt sem var hvergi nærri. Slíkur eiginleiki gefur vald. Katarina Jo býr hjá foreldrum sínum og tveimur systrum, skammt fyrir utan Stokk- hólm. Hún les allt sem hún kemst yfir, jafnvel þótt bókmenntirnar séu ekki til á blindraletri. Hún notar elektrónískt hjálpar- tæki með lítilli myndavél sem nemur lesmálið sem síðan varpast yfir á plötuna sem Katarina les af. Tækið framkailar sem sagt blindraletur á staðnum. Sjálf byrjaði Katarina að skrifa á ritvélina sína þegar hún var aðeins sjö ára gömul. Það er ágætt að nota blindraletur, segir hún, þá geta fæstir lesið það sem ég skrifa, ef ég kæri mig ekki um það. Það að vera heyrnarskert, segir hún há sér jafnvel meira en blindan. En einnig þar hefur tæknin hjálpað henni að skynja þann heim sem við lifum í og gert henni kleift að stunda skóla- nám með heyrandi og sjáandi unglingum. Ljóðabók hennar, sem er frumraun höf- undar, fjallar ekki síst um átökin við myrkrið og loks sáttina við það. K.B. Ég veit aÖ þú ert hjá sjáandi heyrandi Ég hata hana Á móti stelpu sem sér og heyrir á ég enga möguleika Þú og þitt gamla vídíó Þú situr bara og glápir á vídíóiÖ þitt Þú horfir á bardagamyndir i löngum bunum Allt sem þú sérö gerir þig óttasleginn Svo liggurÖu vakandi alla nóttina Þú heldur aö ekki sé hœgt aÖ tala viö aöra Þú heldur aö nauösynlegt sé aÖ lúskra á þeim ÞaÖ er til fólk sem þénar vel á einmanaleika þínum 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.