Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 5
Fyrstur á skjáinn 30. september 1966: VUhjáímur Þ. Gíalasoa útvarpsstjóri. .niælt fyrir um það við útvarpsstjóra. Fjöl- margir suðvestanlands höfðu eignast sjón- varpstæki, er hér var komið sögu, og höfðu horft á sjónvarp herliðsins í Keflavík um nokkurra ára bil. Margir létu sér það vel líka og sáu ekkert athugavert við það, nema síður væri, töldu sjálfsagt að notfæra sér þá þjónustu, sem var ókeypis, börðust fyrir því, og berjast jafnvel enn fyrir því, að Keflavíkurstöðinni yrði ekki lokað, þótt íslenskt sjónvarp tæki til starfa. Margir menntamenn, og aðrir þjóðernissinnaðir, töldu það þó höfuðskömm að landsmenn létu sér þetta sæma og ættu ekki einu sinni annarra kosta völ í sjónvarpsefnum. Sextíu leiðandi menn í menningarlífi þjóð- arinnar gengust fyrir fundahöldum gegn Keflavíkursjónvarpinu og rituðu undir ávarp til ráðamanna þjóðarinnar til að mótmæla þessu ástandi og krefjast úrbóta, lokun Keflavíkiirsjónvarpsins, eða það yrði tak- markað við völlinn, sem síðar var gert. Undir þessum þrýstingi var menntamálaráð- herra, og honum var það áreiðanlega ekki óljúft, eins og þessi mál stóðu, og síðustu mánuðina áður en fslenska sjónvarpið hóf útsendingar sinar bitnaði þessi þrýstingut Kosningasjónvarp á tímaskeiði saudalitanna: Magnás Bjarnfreðsson, Eiður Guðnason og fulltrúar stiárnmálaflokkanna. Óskar Gíalason, einn af brautryðjendunum i íslenskri kvik- Útsending í lok fréttatíma. Myndin er tekin í myndstiórnar- myndagerð, réðst til sjónvarpsins í upphafi og er hér við vinnu herbergi. Á skjánum er Ása Finnsdóttir, fyrsta þula sjón- sínn. varpsins. á okkur, sem vorum að vinna undirbúnings- starfið, og þótti okkur jafnvel vera hrapað að byrjuninni, lengri undirbúningstíma þyrfti, ef vel ætti að vera. En við það var ekki komandi. Þá var talið að búið væri að lofa hreyfingu sextíumenninganna því að aflétta „einokun" Keflavíkursjónvarpsins eigi síðar en 1. október þetta haust og við það varð að standa og var staðið, enda ef- aði Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi mennta- málaráðherra, aldrei að íslenskt sjónvarp yrði til sóma, og þá var bara að kasta sér út i vatnið, og láta reyna á hvort maður kynni að synda, eða sykki. Við ætluðum að gera okkar besta. Þannig voru allar aðstæður til að hefja sjónvarpsrekstur Rfkisútvarpsins haustið 1966 ankannalegar eða óeðlilegar mætti helst segja. Bæði skorti faglega reynslu, þótt nokkurrar kunnáttu hefði verið aflað, og afstaða fólks til þessa vonarpenings var mjög tvíbent — miklu fremur tilfinningaleg en rökræn, og eins og venjulega var tilfinn- ingalegur málflutningur fremur hávær og fordómafullur. Ýmsir fylgjendur Keflavíkur- sjónvarpsins litu svo á að íslenskt sjónvarp væri sett til höfuðs ameríska sjónvarpinu, sem bitnaði í blaðaskrifum og manna í milli á íslenska sjónvarpinu f burðarliðnum og okkur, sem höfðum gerst svo djarfír að hefja undirbúning þess. Menn dauðadæmdu það fyrirfram og kenndu okkur starfsmönn- unum um að þeir væru að missa spón úr ÉBB m } m mfm I i 1 f I J ¦U |\1 mmr %^ wr - MfflmZ. 1..... >• • n .M' l^H í \W-AJkr%*>jJf n ^É^ wjl ^^ ^r JJH Nokkrir starfsmenn fréttastofu sjðnvarps snenuna A ferli stofnunarinnar: Jón Há- kon Magnússon, Eiður Guðnason, Sigrún Stefánsdóttir, Emil Bjðrnsson, Ásthúdur Sigurðardóttir og Þuríður Magnúsdóttir. askinum sínum, þó við værum auðvitað ekkert andvígari Keflavíkursjónvarpinu upp og ofan en almennt gerðist, jafnvel vildu ýmsir í okkar sveit leyfa því að starfa til þess að fólk sæi muninn, óttuðust sem sé ekki samkeppnina. En vitaskuld var það pólitísk ákvörðun að loka Keflavíkursjón- varpinu, starfsmenn íslenska sjónvarpsins voru ekkert spurðir um það, enda var það ekki okkar mál beinlínis. Ekki voru allir, sem börðust fyrir lokun Keflavíkursjónvarpsins, og skoðanaand- stæðingar þeirra uppnefndu þá „menningar- vita", tilbúnir að styðja við bakið á þeim, sem vildu mæta lokun kanasjónvarpsins, sem margir nefndu svo, ineð því að setja á stofn íslenskt sjónvarp. Á þeirri tíð var það nefnilega ekki óalgengt í röðum uggandi áhrifamanna í menningarefhum, að vera á móti öllu sjónvarpi, hvaðan sem það kom og hvert sem því var stefnt, telja það af hinu illa fyrir menningarlífið og sálarlíf al- mennings, sem verður eilíft álitamál frá sjónarhóli sumra. En „raunsæ" gat þessi afstaða allra sfst talist eins sjónvarpsþyrstur og almenningur var orðinn eftir að hafa -kynnst þessum fjölmiðli „í meinum" svo árum skipti og vitandi um hve gífurlega hratt sjónvarpsnotkun breiddist út um allan heim. Samt var maður á þessum tíma alltaf öðru hverju að rekast á hreinstefhumenn á þessu sviði, sem töldu nánast óþurftarverk gagnvart íslenskri menningu að koma hér upp íslensku sjónvarpi, þótt þeir tækju ekki jafn ótvírætt til orða og andlegur leiðtogi nokkur, sem lýsti því blákalt yfir að allt sjónvarp væri „menningarglæpur". Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarps- ins komst svo að orði í blaðagrein í fyrra, þegar hann minntist þess tíma, er menn voru að spá í íslenskt sjónvarp: „Ekki er beinlínis hægt að segja að al- menn bjartsýni hafi þá ríkt um framgang þess fjölmiðils og töldu margir að engin leið væri að reka 'íslenskt sjónvarp vegna kostnaðar og fámennis." Magnús Bjarnfreðsson komst einnig svo að orði fyrir ári: „Hvorki skorti okkur hrakspár né ráð- leggingar þeirra, sem betur töldu sig vita, þegar af stað var farið." Þegar Eiður Guðnason leit um öxl til upphafs íslenska sjónvarpsins, er það hafði starfað nær áratug, komst hann þannig að orði: „Þá voru þeir nefnilega fleiri en færri, sem töldu íslenskt sjónvarp óráðshjal draum- óramanna, það yrði aldrei barn í brók." Ummæli þessara samstarfsmanna minna, sem gerst þekktu til við upphaf sjónvarps- ins, hefi ég heimfært hér til stuðnings því áliti mínu að fáir spávitringar hafi orðið til þess opinberlega að sp^vel fyrir sjónvarp- inu. Ef þeir spáðu beinllríis ekki illa fyrir því, eða grétu „fyrirsjáanlegt lánleysi" þess þurrum tárum, þótti þeim í besta falli örugg- ast að bíða og sjá framan í það. Það mætti þá segja eitthvað gott um það, ef það yrði barn í brók. Ég minnist þess er ég kom frá Bandaríkjunum haustið 1965, þá nýráðinn dagskrárstjóri við ófætt sjónvarp, að þrír samstarfsmenn mínir við útvarpið óskuðu mér til hamingju með starfið, hinir þögðu allir, minntust ekki á að sjónvarp væri í uppsiglingu. Það sagði sína sögu. Þeim mun eftirtakanlegra var að ritstjóri nokkur hér í bæ, Matthfas hét hann og heitir Johannessen, óskaði mér ekki aðeins einlæglega til hamingju með nýja starfið, þegar ég kom heim, heldur var svo jákvæð- ur að undrum sætti á þeirri tíð, þegar „íslenskt sjónvarp" mátti helst teljast bann- orð meðal margra menningarpostula. Hann kvaðst þess fullviss að íslenskt sjónvarp ætti eftir að verða einhver veigamesti þátt- ur þjóðlífsins, hjá því gæti ekki farið jafn áhrifamikiH fjölmiðill og það væri hvarvetna í heiminum; og uppörvaði mig á allan hátt. Þetta sagði hann nú strax, sem stýrði öðrum áhrifamesta fjölmiðli landsins fram að þeim tíma, og hefði svo sem getað virst afbrýði- samur út í nýjan keppinaut. En sumir eru alltaf jákvæðir þótt aðrir séu eins lengi neikvæðir og þeir mögulega geta. „Þú munt eiga 'hlut að því að skrá merkan kapítula í þjóðarsögunni á tuttugustu öld, ef þér end- ist aldur," sagði Matthías og klykkti út með því „að ekki færi hjá því að fréttastjóri sjón- varps færi með „ráðherravöld" í krafti embættis síns". Ég tók þetta síðasta þá eins og hvert annað grín, en uppörvun hans var á við úrtölur og hrakspár heillar „legíonar". Ég man líka eftir símtali við Sigurð Nordal í september 1966 þar sem hann kvaðst viss um að íslenskt sjónvarp gengi vel. „Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri", kveður Stefán G. Ég greindi stundum að undir hrakspám sumra bifuð- ust úlfshár öfundarinnar. Þessir hefðu sumir hverjir, hygg ég innst inni, viljað komast í þá aðstöðu að vinna við sjónvarp og baða LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. SEPTEMBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.