Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 12
J Æ Hvers vegna urðu íslendingar þjóðernissinnaðir? EFTIR JÓN HJALTASON mars 1831 skrifaði Baldvin Einarsson, þá staddur í Danmörku, föður sínum til: „Öll veröldin er í upp- námi... og miklir viðburðir sýnast í vændum. Mannanna frelsisandi vaknar, og krefst síns rjettar hjá konungum og einvaldsherrum." l Þetta var ekki ofsagt af því ástandi sem ríkti í Evrópu á þessum árum. Á Vínarráð- stefnunni 1814-1815 höfðu kóngar og keisarar þó gert sitt besta til að spengja brostna einveldisstóla sína. En þeim tókst ekki betur að berja í brestina en svo að nálega fjórum áratugum síðar átti helsti hugmyndasmiður Vínarráðstefnunnar, Metternich fursti, fótum fjör að launa undan uppreisnarmönnum. Ólikt flestum uppreisnum á 18. öld þá voru uppreisnir 19. aldar yfirleitt skipulagð- ar eða að minnsta kosti á stefnuskrá þó svo undirbúningnum hafi stundum verið áfátt. Markmið þeirra var oftar en ekki að efia lýðræði og vekja þjóðarandann. Þetta hug- tak, þjóðarandi, var runnið undan rifjum þýska heimspekingsins Johanns Gottfried von Herder (d. 1803). Um hans daga voru Þjóðverjar að taka forystu á sviði lista og heimspeki. Hróður Goethe, Schillers, Kants og Beethovens fór þá víða. En það var einn Ijóður á ráði Þjóðverja, þeir stóðu sundraðir og upp úr aldamótunum 1800 kenndi Napó- leon þeim lexíuna „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér." Það gátu því varla talist nein undur og stórmerki þó hugmynd Herders, um að vilji þjóðanna til sjálfsstjóm- ar lægi í eðli þeirra, næði góðri fótfestu meðal þýskumælandi manna sem áttu í vök að verjast gegn ágangi Frakka. Og um gjör- valla Evrópu tók þjóðarandinn að lifna við og hugmyndir um lýðræði og þjóðernis- stefnu byrjuðu að þrengja sér fram á svið sögunnar. Það er ekki ósennilegt að einhverjir hvái og reki upp stór augu þegar rennur upp fyrir þeim hversu þjóðernisstefnan á sér ungan aldur. Það er nefhilega hreint ekki sjálfgefið að hin menningarlegu og pólitísku mörk hljóti ávallt að falla saman á landa- korti þjóðanna. Jafnvel enn þann dag í dag er misbrestur á þessu þó svo mörgum finn- ist þau tilvik vart annað en undantekning- arnar er sanni regluna. En hvernig varð þjóðernisstefhan til og hvers vegna frekar á öndverðri 19. öld en til dæmis í byrjun þeirrar 20. eða lok þeirrar 15.? Um þetta hafa fræðimenn löngum brotið heilann. Oftar en ekki hefur þeim orðið það fyrst fyrir að tengja saman þjóðernisstefnu og iðnbyltingu. I ýmsum fjölfræðiorðabókum má lesa að þjóðernisstefnan hafi fæðst með frönsku byltingunni á ofanverðri 18. öld. Tom nokkur Nairn gengur til dæmis út frá því að þjóðernisstefnan sé runnin upp úr byltingunum tveimur, þeirri frönsku og iðn- byltingunni. Nairn kveður þjóðríkið sjálft eiga sér aldalanga þróun en hins vegar eigi þjóðernisstefnan sér upphaf í ágangi þró- aðri þjóða á hendur vanþróaðri, hún sé þannig sprottin upp hjá lítilmagnanum sem vopn og sameiningarafl gegn kúgaranum.2 Enski heimspekingurinn Ernest Gellner gengur feti framar en Nairn og segir þjóð- ernisstefnuna innbyggða í ákveðið samfé- lagsform, einmitt það er fylgir iðnvæðingu. Það er nefnilega svo að tæknivæðing 19. og 20. aldar hefur þegar allt kemur til alls gert manninn sífellt háðarí náunga sínum. Hann er orðinn eins og tilbúin tegund, nán- ast gervimenni í náttúrunni, segir Gellner, sem þarfnast tilbúins umhverfis sem, ólíkt náttúrunni, getur ekki átt viðhald sitt undír sjálfvirkum öflum. Hornsteinar þessa til- búna heims er fræðslu- og samskiptakerfið sem aðeins á öruggt athvarf hjá ríkinu. Niðurstaða Gellners verður því sú að breytt verkaskipting er fylgir iðnbyltingu hljóti óhjákvæmilega að kalla á samsömun ríkis og menningar. Þjóðernisstefhan sé í grund- velli sínum kenning um stjórnmálalegt sjálfræði sem krefst þess að skil kynþátta og pólitisk landamæri falli saman.8 Þessi sannindi, að tungumálið sé mikil- væg undirstaða samkenndar með fólki og raunar allrar samvinnu þess, eru ævaforn með mannskepnunni. í árdaga talaði allt mannkyn eina tungu. En Drottinn allsherjar bar geig í brjósti: „Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál...; og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hend- ur að gjöra." Og skaparinn greip til þess ráðs að rugla tungumál manna „ .. .svo enginn skilji framar annars mál."4 Kenningasmiðir okkar, þeir Nairn og Gellner, eiga það sameiginlegt að viðfangs- efni þeirra er altæk skýringartilraun á tilurð þjóðernisstefnunnar, eðli hennar og mark- miði. Nú vill svo til að íslenskur sagnfræð- ingur, Gunnar Karlsson, hefur sett fram ákveðnar hugmyndir um uppkomu þjóðern- isstefnu á íslandi einu og sér.5 Það er víst óhætt að segja að Gunnar gerir sér hvorki dælt við Gellner né Nairn. Og raunar ganga hugmyndir hans í berhögg yið þær skoðanir er hæst hefur borið meðal íslendinga sjálfra um þjóðfrelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar og félaga. í hnotskurn ernið- urstaða. Gunnars sú að íslendingar hafi ekki verið arðrændir af Dönum og þaðan af síður menningarlega kúgaðir. Það er hin sögulega arfleifð þjóðarinnar er blés þjóð- ernisstefnunni lífsanda í vit. Því fullyrðir Gunnar að rætur íslenskrar þjóðernishreyf- ingar liggi í sögu þjóðarinnar en hvorki iðnvæðingu né yfírtroðslum voldugri þjóðar. En Gunnar lætur ekki þar staðar numið heldur þakkar hann framgang þjóðernis- stefnunnar á íslandi þessari sömu menning- ararfleifð. Það háttaði nefnilega þannig til að í Danmörku var litið á ísland sem verð- mætan forngrip. Á þessari eyju lengst norður í Ballarhafí var hið forna mál nor- rænu víkinganna enn við lýði og hin gömlu íslensku handrit geymdu meðal annars sög- ur af afreksverkum danskra konunga. II í fljótu bragði sýnist Gellner vera algjör- lega úti að aka í umræðunni um tilurð þjóðernisstefnunnar. Ófáir sagnfræðingar vilja segja hana mun eldri en iðnbyltinguna og þar með hlýtur Gellner að vera úr leik. Þetta er þó alls ekki óhyggjandi. Hættan er sú að ættjarðarást og þjóðernisstefna, það er barátta þjóðanna til sjálfsstjórnar og sjálfstæðis, brenglist í meðförum fræði- manna. Við eigum ótal dæmi um ættjarðar- ást íslendinga. „Ek em ekki norrænn maður", sagði Hjalti Skeggjason (1018) og undirstrikaði þannig að hann var íslending- ur en ekki Norðmaður. í lok 16. aldar sá séra Arngrímur Jónsson lærði astæðu til að verja á prenti heiður föðurlands sins, íslands. Á 18. öld orti Eggert Ólafsson: Gleymt ég get þér aldrei, göfugt föðurland, þótt í þykkju kaldri þetta tryggða-band . fyrnast taki fyrir mér. Vanmátturinn veldur því, ég vil samt fylgja þér. Það er greinilegt á þessum dæmum að ættjarðarástin er um margt keimlík, þó F jallkonan — lákn íslands og íslcnzks þjóðernis. Hér sést eftirmynd eftir Helga Magnússon, sem stundaði listnám í Lundúnum 1874—79, en upphaflega myndin er eftir þýzkan málara, Zwecker að nafni, og er hún gerð eftir forsögn Eiríks Magnú ssonar, bróður Helga. Táknlegu inntaki myndarinnar lýsir Eiríkur svo í bréf i tilJóns Sigurðssonar: „Konumy ndin á að tákna ísland, því hún hefur iskórónu áhöfði, sem eldar gjósaupp ur. Á 8x1 hennar er hrafninn, íslands einkennilegasti fugi, Óðins forni vin og skáldanna ef tirlætisgoð, f réttafugl mikill og margkunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tima og sögu berst rúnakefli að iandi eða upp í fang konunnar, og hefur hún þegar náð einu þeirra. Þetta áttí svo sem að vera symbolum (tákn) bókmenntalandsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tungiroðin á eggjunum." heldur voldugri sé, þeirri tilfinningu er Guð- mundur Friðjónsson frá Sandi orti um: Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett, af ánni nokkra faðma og hraunið svart og grett. Jafnt fyrir það skorti á föðurlandsást þeirra Hjalta, Arngríms og Eggerts þann brodd er breytt hefði henni í þjóðernis- stefnu. Þeir bjuggu einfaldlega ekki við þær forsendur sem til þurfti. Og yfirleitt virðist þessu hafa verið svipað farið í öðrum út- kjálkahéruðum heimsbyggðarinnar þar sem á 19. og 20. öld spruttu upp sjálfstæð ríki. Sagan sýnir okkur að það var fyrst á 19. öld sem verulega tók að gæta kröfunnar um sjálfstæði þjóða. En jafnvel þó menn vilji ekki kasta alveg fyrir róða hugmyndum Gellners um þjóðernisstefnuna sem annað andlit iðnbyltingar er engu að síður Ijóst að hún kemur illa heim og saman við íslenskan veruleika á 19. öld. íslendingar byrjuðu ekki að berjast fyrir pólitísku sjálfstæði í kjölfar iðnbyltingar í landinu heldur höfðu þeir endaskipti á hlut- unum. En getur verið að þeir hafi skynjað tengsl- in við Dani sem yfirtroðslur. Þessu neitar Gunnar og segir Islendinga hafa lært sína þjóðernisstefnu af öðrum, hún hafi hvorki sprottið upp af efnahagslegum - né menn- ingarlegum sárindum mörlandans út í Dani, - og slagkraft sinn átti hún að þakka hinni íslensku menningararfleifð. Það er litlum vafa undirorpið að þjóðernisstefna íslend- inga er ekki sjálfsprottin á Fróni, hún varð í og með fyrir áhrif erlendis frá. En hún féll óneitanlega í frjóan jarðveg og spurning- in er hvers vegna? Ef við berum okkur eftir erlendum dæm- um þá virðast til dæmis Walesbúar á 19. öld hafa búið við ekki ólíkar forsendur fram- an af og íslendingar. í meira en 1.000 ár höfðu þeir litið á sig sem eina og sérstaka þjóð, þeir voru stoltir af uppruna slnum, þeir áttu sér sérstakt tungumál, bókmennta- hefð þeirra var ein sú elsta í Evrópu og teygði sig hundruð ára aftur í tímann og heimkynni þeirra áttu sér skýr landamæri. Þrátt fyrir allt þetta gætti aldrei verulegrar sjálfstæðisbaráttu í Wales. Sjálfsagt vilja einhverjir benda á nálægð þeirra við hjarta breska heimsveldisins sem skýringu. En á hitt er einnig að líta að upp úr 1850 byrj- uðu Walesbúar að auðgast á verslun og iðnaði og ólíkt því sem varð til dæmis á írlandi þá máttu Walesbúar er fluttu á mölina í leit að atvinnu taka tungumál sitt með sér. Þannig verður ekki betur séð en að forsendur þeirra til virkrar sjálfstæðis- baráttu hafi í sumu verið enn betri en Islendinga. Þeir áttu sér lifandi menningar- arfleifð og í ofanálagið var iðnbyltingin að ganga í garð hjá þeim. En merkilegt nokk fylgifiskur þessa varð ekki kröftug þjóðern- isstefna, þvert á móti. Á síðasta fjórðungi aldarinnar byrjuðu enskumælandi menn að flykkjast til landsins og síðan hefur waleska átt í vök að verjast fyrir enskunni. Þetta varð án þess að þarlendir hefðu uppi mikla burði til að krefjast sjálfstæöis. En hvaða lærdóm getum við þá dregið af sögu Wales? í fyrsta lagi er auðsætt að Gellner verður nauðugur einn kostur að endurskoða kenningu sína í ljósi hennar. Iðnbyltingin í Wales dró nefnilega alls ekki í kjölfari sínu öfluga þjóðernisvakningu. I öðru lagi virðist einsýnt að forn menn- ingararfleifð, jafnvel þó hún sé ákaflega kvik í þjóðarsálinni, megnar ekki ein og sér að vekja sjálfstæðisbaráttu. Gunnar hlýtur því að endurskoða að minnsta kosti þá full- yrðingu að þjóðernishreyfing íslendinga hafí átt rætur í menningararfleifð þjóðarinn- ar. Hún sýnist miklu frekar hafa orðið vopn í baráttunni. Vitaskuld má benda á mjög mismunandi fjarlægð Wales og íslands frá herraþjóðum sínum, eins og drepið er á hér að framan. Það er þó ákaflega hæpið að lega Wales hafi orðið þess valdandi að þar kviknaði aldrei öflug þjóðernisvakning. Benda má á að írland er ekki nema steinsnar frá Eng- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.