Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 9
MMMIimHBBMMBEg Úr myadröðinni „Græna herbergið" sem uppfylltu fullkomlega ætlun hans, sem hreint efnislega skilur hann ekki frá öðrum listamönnum, og stendur hann að því leyti jafnfætis hinum stærstu, og nefnir Meier- Graefe m.a. í því tilefni Manet. Þessi ummæli eru gott dæmi um, hvaða augum Þjóðverjar litu á myndir Munchs, allt frá því að hann sló fyrst í gegn í Berlín árið 1892, en á þeim árum og fram til 1908 var list hans á hraðri þroskabraut og ótrú- legt hverju hann afkastaði með tilliti til þess, að hann var á stöðugum ferðalögum og flakki. En hann var sívinnandi, hvar sem hann kom, og ekki síður á hótelherbergjum en á vinnustofum sínum eða þá undir berum himni. Og sýningar hélt hann stórar og smáar og tók þátt í fjölmörgum meiri hátt- ar samsýningum. Munch umgengst á þessu tímabili marga af frægustu listamönnum samtiðarinnar og lifir á köflum villtu bóhemalífi með öllu sem því fylgir, vímuefnum, slagsmálum ásamt samböndum við kvenfólk, sem endar með martröð, er hann segir skilið við Matthilde (Tulla) Larsen áríð 1902, sem hann hafði fyrst kynnzt fjórum árum áður. Hún mun hafa verið stóra ástin í lífí hans, og á eftir fylgdu einungis laus sambönd svo sem við hinn undurfagra fiðluleikara Evu Mudocci, sem hann gerði margar einstakar myndir af (1904). Samband þeirra Tullu einkenndist af eld- heitri ást og miklum árekstrum, — Munch var einhvern veginn alltaf hræddur við kven- fólk og forðaðist varanleg sambönd (því hef ég áður lýst í fyrri greinum um hann). Munch komst næst því að bindast Tullu Larsen, sem var dóttir mannsins, er fram- leiddi Larsens konfak. Sambandi þeirra má um margt lfkja við samband Strindbergs „Einmana" heitirþessi mynd, næfur- þunnt máluð eins og margar myndir Munchs. \ Sjálfsmynd á gamals aldri; hrðrnun ell- innar dregin fram affuilkomnu mis- kunnarleysi. við Siri von Essen, þótt ólíkt væri. I báðum t ilvikum var um sálræna baráttu snillinga að ræða, en þegar Siri von Essen vildi í raun fjarlægjast Strindberg, þá vildi Tulla nálgast Munch. Og í báðum tilvikum fæddu þessi sambönd af sér snilldarverk í ritlist og myndlist. Samband Siri von Essen og Strindbergs endaði með skilnaði og miklum sársauka fyrir rithöfundinn, en samband Munchs og Tullu Larsen endaði með slysa- skoti, er Munch skaut óvart framan af fingri sér á vinstri hendi. Að segja skilið við Tullu Larsen olli Munch vafalítið ómældum sálarkvölum, ekki sízt er hún tók saman við annan málara, Arne Kavli, og giftist honum. Sagt er, að hann hafi tekið að hata hana, en þetta hatur hafi þróazt smám saman í fjðgur ár og blómstrað þá út í fjöldamörgum snilldar- verkum, sem vísa til sambands þeirra. Fáir voru jafn næmir á samtíð sína á þessum tímabili og Edvard Munch. Segja má, að hann hafi jafht skynjað hana, horft á hana og hlustað á hana. Hann umgengst snillinga á öllum sviðum lista, andans menn svo og nokkra sterkefnaða velunnara, og er sá listi aðdáunarverður eiginlega hreint ótrúlegur, en varpar um leið ljósi á umfang og eðli listar hans. Munch saug að sér áhrif úr öllum áttum, hlustaði á allar listgreinar, ef svo má að orði komast — en með sálinni vel að merkja. Svo að þetta skiljist betur, þá vil ég vísa til þess, sem Victor Hugo sagði við Ferdinand Berthier í nóvember 1845: „Hvaða máli skiptir heyrnarleysi eyr- ans þegar sálin heyrir? Hið eina ólæknandi heyrnarleysi er hið sálræna." - O - Frakkar voru ekki með á nótunum varð- andi list norðursins og Þýzkalands á þessum árum og kepptust alveg til skamms tíma við að fara sem háðulegustum orðum um skðpunarviðleitni þeirra. Það má jafnvel segja, að það hafi fyrst verið þá, er hin stóra sýning París—Berlín var sett upp í Pompidou-safninu á síðasta áratug, að þeir tóku við sér en þó ekki mótþróalaust. Nú sáu þeir hvílíka reginskyssu þeir höfðu gert. Þýzkir myndlistarmenn reyndust ekki vera þeir einhæfu, hráu og ruddafengnu listamenn, er franskir listfræðingar höfðu lengi verið að læða að umheiminum. Heldur var list þeirra fjölþætt og frjó. Þetta hlaut þá almenna og alþjóðlega viðurkenningu og Frakkar fóru sumir hverjir hjá sér enda voru það þeir sjálfir sem undirstrikuðu þetta þvert í allar áætlanir. Nú sáu þeir um leið Norðmanninn Ed- vard Munch í nýju ljósi og uppgötvuðu sér til hrellingar, að frönsk söfn áttu þá fáar ef nokkrar myndir eftir snillinginn, en nú er viðurkennt, að hann hafði áhrif á sjálfan Picasso með myndum sínum og við má bæta, að Pvenoir tók upp myndefni frá Dan- anum Hammershöi. Hér eru komin nokkur rök fyrir því, að rík ástæða er til þess fyrir norrænar þjóðir, að þær hlúi sem mest og bezt að menningu sinni og láti ekki útlend áhrif og fákunna fjölmiðlamenn kæfa innlenda vaxtarbrodda. Það er mun auðveldara i dag, þegar mynd- listin er orðin að alþjóðlegri miðstýrðri verslunarvöru ög fjölmiðlar notaðir óspart til að auglýsa skjólstæðinga listpáfanna ausl.au hafs og vestan. Við lifum á allt öðrum tímum en t.d. van Gogh og impressjónistarnir svo og listahóp- ar fyrri helmings aldarinnar og jafnframt hefur þörfin fyrir skapandi listir aukizt gríðarlega sem andvægi tæknialdar og lág- menningar. Við lifum Ifka á allt öðrum tímum en Edvard Munch, en fordæmi hans og líf á að vera okkur hvati til sjálfstæðra vinnubragða, og að láta ekki fulltrúa mið- stýringar kæfa hér allan nýgróður, er fellur ekki að skoðunum þeirra. Þeir brosa að allri þeirri sjálfstæðu viðleitni, sem þeir álfta, að þeir hafi ekki sjálfir hag af. Ast Munchs, Strindbergs og Ibsens á lífinu, sem jafnvel brauzt út i andhverfu sína, var kveikjan að list þeirra og lífsverki óháð annarlegum þrýstingi — þeir urðu ein- ungis að gera það sem þeir og gerðu. Sýning verka Edvards Munchs í Norræna húsinu á einmitt að geta sýnt fram á, hve mikilvægt er að vera trúr köllun sinni — mennta sig vel og hagnýta sér þá menntun í frjálsri túlkun sem bundinni. Hið listræna uppeldi Munchs lagði ein- mitt grunninn að lífsverki hans ásamt listrænum áhrifum, er hann var svo opinn fyrir í umhverfinu — jafnt heima fyrir sem erlendis. Þetta er einmitt galdurinn við það að vera í senn þjóðlegur og alþjóðlegur — hreinsa list sína af útkjálkabrag um leið og menn eru opnir fyrir nýjungum hvaðanæva — en geta hér gert greinarmun á listbylgj- um, sem ganga fljótt yfir og varanlegum verðmætum. Þroska á þann hátt persónu- ieika sinn. Hvað Edvard Munch snertir er mjög auð- velt að benda á áhrif frá fjölda listamanna í Evrópu, syo greinileg sem þau eru, en hann beizlar þau undir persónuleika sinn — hagnýtir sér þau og vinnur úr þeim svo sem honum hentar hverju sinni. Það sem nú er til sýnis S Norræna húsinu er fæst frá hinu raunverulega villta tímabili í sjálfu iífi Edvards Munchs, þótt sýningin eigi í og með að sýna tengsl villta málverks- ins við list hans, utan nokkurra elztu myndanna. Frekar er hér um að ræða endur- tekningar, er Munch gerði á ýmsum lykil- myndum á ferli sfnum, eftir að hann var snúinn til reglubundins lffs sjálfur eftir langa og stranga meðferð á heilsuhæli fyrir utan Kaupmannahöfn. Þangað hafði hann flúið svo aðframkominn af neyzlu vímuefna og gífurlegri vinnuhörku, að ekki var búizt við, að hann næði sér nokkurn tíma að fullu, hvað þá að hann næði sínum fyrrí styrk sem málari. En er hann reis upp af sjúkrabeði, tók hann strax að mála og gerði ágætar myndir af vini sínum, forstöðumanni heilsu- hælisins, prófessor Daniel Jacobsen. Minnir þetta margt á van Gogh . . . Einmitt á meðan hann lá f sjúkrahúsinu sló hann í gegn á heimaslóðum. Vinir hans mmmmmmmxmmmmmmmmmmm \ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. SEPTEMBER 1986 9 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.