Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 3
naaw @ ® 11 ® ju] d m E H ® d B 0 ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoó- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gisli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aöalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan Á myndinni er málverk dönsku listakonunnar Ninu Sten-Knudsen frá 1983, sem hún nefnir ÚLFA og er ein af 58 myndum eftir 13 listamenn á kröftugri og skemmtilegri sýningu, sem nú stendur yfír í Norræna Húsinu og verður þar eina viku til viðbótar. Þetta eru verk eftir ungt fólk, sem kallar sig „Dönsku villingana" og tileinkaði sér nýbylgjuna í málverki uppúr 1980, en síðan sést á sýningunni, hvernig málin hafa þróast. Á Kjarvals- stöðum stendur yfír stór, giæsileg og fróðleg yfirlitssýning á íslenzkri abstraktlist, sem hófet lítillega með FÍnni Jónss}mi uppúr 1920, en aðallega með Svavari Guðnasyni á fjórða áratugn- um. Uppúr 195o varð hún að einskonar rétttrúnaði í list, en nú þrífet hún með öðrum listformum. Það er Gunnar Kvar- an listfræðingur, sem rekur sögu abstraktlistar á islandi. Eiríkur bjarteygði er víst ekki mjög þekkt sögupersóna hér. Samt er þetta nafn á íslenzkri söguhetju, en höfundurinn, Rider Hagg- ard, sem frægur er fyrir Námur Salómons konungs, reyndi að skrifa “íslendingasögu" eftir áskorun og til þess að gera það sem bezt, fór hann til íslands. Illugi Jökulsson segir frá Haggard og Eiríki bjarteygða. IMýlegt kvæði f rá Kína Lo Khan Gamla skáldið Jón úrVörþýddi Nú nenni ég ekki að vera mjög frægur. í augum sumra eru Ijóð mín mér til minnkunar annaðhvort ár. Stundum segir lærður maður: Þetta skáld lyftir þjóð vorri á ný þangað sem snillingar hennar náðu fyrir þúsund árum. Ég heyrði fugl varpa sér til ætis úr mikilli hæð, vissulega var það gert af mikilli listfengi og kunnáttu. Móðir mín var alþýðukona og kenndi mér þessi einföldu orð. Það ætti að vera uppeldis- skylda að innræta böm- um að rækta með sér gleði. Ekki kæti eða galsa, sem þó er mein- laust, heldur gleðina, sem býr í sérhverju sem hend- ir mann með einum eða öðrum hætti. Það er í valdi hvers og eins að láta gleðina lita viðhorf sitt til eigin reynslu og annarra eða láta eins og hún sé ekki til. Það er nefni- lega hægt að venja sig á gleði, rétt eins og nöldur, öfund og áhugaleysi. Við látum oftast eins og við getum ekki gert að því hvemig við bregðumst við að- stæðum, „við erum bara svona gerð“ og því verður ekki breytt. Þetta er auðvitað sagt gegn betri vitund. Meðlæti og mótlæti hefur þau áhrif sem við sjálf kjósum, þótt margir þráist við að gangast við því. Allt ræðst af því hvort við virkjum viljann sem býr í okk- ur öllum, eða látum eins og við vitum ekki af honum. „Ég vildi óska að meira væri um jákvæð- ar fréttir, því maður fyllist alltaf einhverri sjálfsánægju þegar öðmm gengur vel,“ sagði fullorðin kona við mig nýverið. Hún er í hópi þeirra sem gerir jafnan annarra gleði að sinni og þessi kennd er samofin viðhorfí hennar til daglegra starfa. Þess vegna verða jafnvel erfíðustu viðfangsefni viðráðanlegri en ella. Andstæða hennar em þeir sem þola ekki við þegar öðmm gengur vel, verða fálátir B B Gleðieða gleðileysi þegar öðmm er hælt og allt viðhorf þeirra ræðst af samanburði við þá sjálfa. Jafnvel fjölskylda og nánustu vinir em þar ekki undanskildir. Allir kannast við tilsvarið „það er munur!“ með tilheyrandi armæðusvip, þegar velgengni einhvers úr vinahópnum er til umræðu. „Þeir geta það þessir!!“ er stundum bætt við. Þessu fólki virðist fyrir- munað að gleðjast fyrir annarra hönd. Það er eins og einhver sviði eða verkur grípi um sig þegar lánið fellur öðmm í skaut. „Ég get ekki séð að hann sé neitt betur að því kominn en ég„ hugsunin tekur völdin. Svona viðbrögð koma eins og ósjálfrátt frá ágætasta fólki. Þau þurfa engan veginn að vera vitnisburður um fátæklegt innræti. Þetta er miklu fremur vani, eða öllu heldur óvani, sem oft er má rekja til andrúmslofts á bernskuheimili eða vinnustað. Það er óþarfí að tíunda hvomm líður betur í dagsins önn, þeim sem verður hjart- ans glaður þegar öðmm gengur vel og lítur á sérhveija lífsreynslu sem jákvæða lexíu, eða hinum, sem burðast með óánægju yfír eigin hlutskipti og lítur á minnsta viðnám sem andstreymi og óheppni. Hvort tveggja er heimatilbúið, ánægjan og óánægjan. Eiginlega er með ólíkindum hvað við emm lítilþæg gagnvart okkur sjálfum. Við búum yfír feikilegri orku til að virkja það besta í eigin eðli, en látum hana oftast renna frá okkur óbeislaða, rétt eins og forfeður okkar gerðu við fossana og sátu í myrkri þótt þeir hefðu getað sótt ljós í bæjarlækinn. Sama máli gegnir um viljann. Við getum notað hann til að ljósvæða sálartetrið, en við getum líka snúið okkur undan og látist ekki vita af þessum virlqunarmöguleika, því það kostar fyrirhöfn að virkja viljann, rétt eins og vatnsföllin. Það er alltof algengt að fólk láti um- mæli og óánægju annarra koma sér úr jafnvægi. Óverðskuldaðar ávirðingar.get- gátur eða kerskni, sest þá að í vitund þess sem fyrir því verður sárasaklaus og veldur vanlíðan og jafnvel biturð. Menn taka þann- ig sjálfviljugir á sig að verða einhvers konar raslatunna fyrir annarra manna ósiði og óvild. Þetta er raunar alveg ótrúlegt. Að gera aðra að stjómendum eigin hugar og afsala sér hinum frjálsa vilja, sem býr í okkur öll- um og getur breytt því sem við viljum breyta í eigin skapgerð og umhverfi En kannski þykir okkur eftir allt saman ekki svo slæmt að líða illa úr því við göngumst upp í heimatilbúinni vanlíðan. Það gefur okkur líka tækifæri til að sökkva okkur niður í sjálfsvorkunn, sem verður eins og hvert annað fíkniefni þegar menn byrja að láta hana eftir sér. Fyrir þá sem ánetj- ast henni er hreint ekki auðvelt að snúa til baka. Sérhvert smáatvik verður tilefni píslarvættis og sjálfsupphafningar og menn varpa smám saman ábyrgðinni af sjálfum sér yfir á umhverfið. Það era gömul og ný sannindi að það sem hendir mann skiptir minnstu máli. Það er hvemig við bregðumst við því sem ræður úrslitum. í því efni er gleðin yfír eigin lífí og annarra ómetanlegur fömnautur. Bama- og unglingabókin Pollyanna er ágætis kennslubók, en hún er löngu ófáan- leg og er verðugt viðfangsefni að láta endurprenta hana. Þar er kennt að engar aðstæður séu svo vonlausar að ekki felist í þeim einhver gleði og lærdómur. Málið er bara að hafa réttan áttavita. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. FEBRÚAR 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.