Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 12
B AI.DRIKSBII.AR 1987 Audi markaði upphaf aldrifssamkeppni bílaframleiðenda með Quattro-stefnunni. Aðrir framleiðendur hafa meira eða minna neyðst til þess að fyigja henni eftir. Japan- skir framleiðendur hafa hins vegar hingað til stuðst að mestu leyti við einfaldari útfærslu aldrifsbúnaðar, framdrif með tengjanlegu afturdrifi. Þessi ódýrari útfærsla al- drifsins hefur stuðlað að miklum vinsældum japanskra bíla af þessu tagi. Hlutfall aldrifinna bíia á markaðnum er þó ennþá almennt mjög iítið í Evrópulöndum en þó eru þeir víðast hvar orðnir algengari en hinir eiginlegu jeppar, sem mörkuðu upphafið að vinsældum aldrifsins. Jón Baidur Þorbjömsson þýddi. Alfa Romeo Ríkisrekna fyrirtækið Alfa Romeo í Mflanó, sem hefur átt við allmikil innan- mein að stríða að undanfömu, vonaðist til þess að aldrifsmarkaðurinn yrði sér eins og öðrum bflaframleiðendum til uppdráttar. Sú hefur þó ekki orðið raun- in, a.m.k. ekki hvað evrópska markaðinn varðar, því Alfa 33 skutbfllinn með tengj- anlegu afturdrifí selst sáralítið. Vart er þar um að kenna ytra útliti því Sergio Pininfarina er skrifaður fyrir útlits- hönnuninni. Hann hefur einnig séð um útfærslu drifrásarinnar. 1,5 lítra boxer- mótorinn afkastar 90 hestöflum. Audí Quattro var fyrsti sídrifni sportbíllinn með aldrifí og markaði upphafíð að vel- gengni aldrifsbíla, kannski ekki síst vegna fjölda rallsigra. En því er ekki að leyna að nokkuð er farið að slá í útlit þessarar köntuðu coupé-útgáfu. 200 Turiw Quaííro Eins og Audi 100 er toppmódel 200- línunnar einnig fáanlegt með sídrifnu aldrifi. Aksturseiginleikar bflsins eru góðir og hámarkshraðinn er 235 km/ klst. Qjafn gangur 5 strokka, 182 hestafla túrbínuvélarinnar við háan snúning og hlutfallslega mikil bensín- eyðsla eru helstu ókostir þessarar gerðar af Audi. Meðal hinna beztu meðal aldrifsfólks- bfla má telja nýju útgáfuna af þessum sídrifna Audi 80 Quattro. Hún býður upp á mikið innamými, mikil þægindi, góða aksturseiginleika og möguleika á mörg- um stærðum mótora. En veikleikar eru einnig fyrir hendi, s.s. lítið pláss fyrir farangur í skotti, neyðar-varahjól að- eins, og hátt verð miðað við framdrifna bflinn. BMW Bflaframleiðendumir í Munchen komu mátulega með nýtt sídrifíð aldrifsmódel á markað fyrir snjóþungan veturinn 85/86. Þessi útgáfa er búin misjafnri deilingu snúningsvægis mótors á fram- og afturás og er fáanleg bæði tveggja og fjögurra dyra. Chevrolet Samhliða íturvaxinni útgáfu „garnla" Blazersins framleiðir General Motors nú einnig S-gerðina sem er Blazer í veru- lega smækkaðri mynd. Hún er með V6 mótor, tengjanlegu framdrifi og er ríkmannlega búin aukahlutum. Helstu kostir eru þokkalegir aksturseiginleikar og ýmis önnur þægindi. Ókostur er hins vegar mikil bensíneyðsla. Daihatsu Villikötturinn er nokkuð stór og rúm- góður af bfl að vera frá þessum japanska bílaframleiðanda sem annars hefur ein- beitt sér að smíði smábíla. Hann fæst sem styttri og lengri gerð og með tveim- ur útfærslum af húsi. Einnig er Daihatsu Wildcat fáanlegur með þremur mismun- andi gerðum véla, tveggja lítra bensín- vélar og tveimur gerðum díselvéla. Fiat 4x4 Pandan er einn ódýrasti aldrifs- bfllinn á markaðnum. Drifbúnaðurinn kemur frá austurrísku Steyr-Daimler- Puch-verksmiðjunum en aflið úr nýja 44 hestafla „Fire“ mótomum frá Fiat. Ford Sierra XR 4X4 í samanburði við eldri XR 4i gerðina, sem aðeins var með venjulegu aftur- drifí, er nýi XR 4x4 bíllinn skref aftur á við. Erfiðara er orðið að eiga við hann, hann eyðir meira og aksturseiginleikar hafa versnað. Því er ekki að undra þótt mjög lítið hafi farið fyrir vinsældum þessara bfla. .—.-...-.— Toppmódelið frá Ford er búið sídrifnu aldrifí í líkingu við Sierra-bflinn. Snún- ingsvægi vélarinnar deilist einnig hér í hlutföllunum 34% á ffamás og 66% á afturás. Aksturseiginleikamir eru þó ekki sérlega sannfærandi þar sem nokk- urs óstöðugleika gætir við beygjur og hemlun í hraðakstri. 2,8 1 V6 vélin er ekki heldur lengur alveg í takt við tímann. Þessi aldrifni skutbfll í Ghia-útfærslu ætti að falla í kramið hjá þeim Ford- aðdáendum sem gefnir eru fyrir lúxus. Allir bflamir hafa 2,8 lítra V6 vélina, en hún er reyndar nokkuð komin til ára sinna. Kostir 4x4 Tumier em gott rými í hvívetna og ríkulegur búnaður. Honda Civk Shuttle 4WD Þessi skut-límúsína með tengjanlegu afturdrifí er traustur bíll til daglegs brúks og nýtist einnig vel í snjóþungum fjallahéruðum. Honda hefur þegar séð fyrir rökréttu framhaldi á þessari smíði, aldrifínni skutlu með sídrifí sem kom á markað síðasta haust. 1^11711 •JLÍj MM Æj JJp- ora, einum bensin og tveimur dísel, allir með 2,2 lítra slagrými. Einnig er um að ræða mismunandi útfærslur af húsi. Sá sem leysir hinn sígilda Jeep CJ af heitir Wrangler. Þótt ekki leyni sér, að búið er að tileinka honum borgaralegra útlit og aksturseiginleika, og jafnvel ákveðin þægindi í akstri, heldur hinn eini sanni jeppi enn uppi merkinu sem einn duglegasti torfæmbíllinn. Rúmgóður bíll og vel búinn aukahlut- um, með tengjanlegu framdrifi. Bíllinn er fáanlegur með þremur gerðum mót- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.