Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 4
EFTIR ILLUGA JÖKULSSON ReisuJegvr íslenzkur bær frá söguöld. Það er Eiríkur, sem etur kappi við and- stæðing og fer létt með hann. nýlendutímum þegar hvíti maðurinn færði ríki sitt í allar áttir og þurfti að sanna al- menningi heima fyrir hvers lags villimenn var við að eiga. Af þessu tagi er sú eina bók Haggards sem enn lifir góðu lífi en hann kannast líka flestallir við: Námur Salómons konungs. Hitt vita færri að Rider Haggard leitaði einnig fanga hér á íslandi og skrifaði sína eigin íslendingasögu sem er á margan hátt kostuleg lesning. Það er sagan um Eric Brighteves eða Eirík bjart- eygða. Henry Rider Haggard fæddist árið 1856 við Bradenham í Norfolk og var af góðu fólki, sem kallað er; faðir hans var lögfræð- ingur. Sonurinn gekk í skóla í Ipswich í nágrannahéraðinu Suffolk og var það stað- fastur metnaður föður hans framan af að HRider Haggard var í kringum síðustu alda- mót einn frægasti og víðlesnasti rithöfundur enskrar tungu. Þeir eru til sem fullyrða að einungis vinur hans Rudyard Kipling hafi slegið honum við í almenningshyllinni og þá Haggard hafði lengi haft áhuga á íslandi. Hann hafði lesið nokkrar íslendinga- sagnanna í æsku og þegar þau hjón fóru að eignast börn, las hann sögurnar líka fyrir þau. Hvattur áfram af vini sínum ákvað hann að skrifa sína eigin íslend- ingasögu og komst eins og sjálfsagt má telja að þeirri niðurstöðu, að til þess að geta skrifað slíka sögu, þyrfti hann fyrst að komast til lands miðnætursólar- innar. er þó nokkuð sagt, eins dáður og elskaður Kipling var um þær mundir. Haggard skrif- aði æsilegar ævintýrabækur, gjaman um hvíta manninn á framandi slóð í baráttu við bæði barbara og galdramenn, og því varla að furða þó hann nyti vinsælda á þessum Eiríkur bjarteygði berst við Skallagrím berserk. Myndirnar í upprunalegu útg- áfu bókarinnar gerði Lancelot Speed. hann fetaði í fótspor sitt og helgaði sig lög- um. Af því varð þó ekki í bili, faðirinn tók að efast um að lagabókstafurinn hentaði pilti og eftir nokkurt óráð var hann gerður að ritara Sir Henry Bulwers sem stjórnaði lendum Breta í grennd við Natal í Suður- Afríku. Þangað sigldi hinn ungi Haggard, þá aðeins nítján ára gamall, og eyddi þar næstu fímm árum ævi sinnar. Mannvonska Og fantabrögð í þá daga setti Búa-vandamálið mestan svip á suðurhluta Afríku, eins og raunar enn í dag þó nú heiti það öllu heldur vanda- mál svertingjanna. Búarnir voru sífellt í leit að jarðnæði þar sem þeir gætu verið í friði fyrir Bretum sem sífellt færðu sig upp á skaptið þarna um slóðir, og þeir víluðu ekki fyrir sér að strádrepa svertingjaættbálkana sem fyrir voru. Bretar, sem jafnan hafa talið sér trú um að þeim bæri skylda til að halda uppi lögum og reglu í veröldinni (auk þess sem þeir vildu sjálfir seilast til áhrifa), öttu kappi við Búana og þarna suður frá var tefld refskák og iðulega kom til harðra átaka þó ekki syði alveg upp úr fyrr en um aldamótin. Fyrir Rider Haggard var þetta æsandi og spennuþrunginn tími og mótaði bæði lífsstörf hans og skriftir upp frá því. A þessum slóðum lét hann Námur Salómons konungs gerast og fleiri bækur sínar. Árið 1881 sneri Haggard aftur heim til Englands. Hann var þá kvæntur maður og tók til við laganámið sem faðir hans hafði upphaflega ætlað honum en jafnframt stefndi hugurinn í fleiri áttir. Árið 1882 gaf hann út bókina Cetewayo and His White Neighbours þar sem hann segir frá Suður- Afríku og eijunum þar og er haft fyrir satt að frásögn hans hafí verið bæði lipur og trúverðug, svo fremi sem maður aðhyllist upplýsta nýlendustefnu hinna bestu Breta... En Haggard fór líka að fást við skáldskap og 1884 kom fyrsta skáldsaga hans út, Dawn eða Dögun. I þeirri bók ríkir eiginlega eintómt myrkur; hún er rúmlega þúsund blaðsíður að lengd og þar vaða uppi alls konar vondir menn sem reyna að slá hver annan út í illsku og fantabrögðum. Hún fékk að vonum hraksmánarlega útreið gagnrýnenda en Haggard Iét það ekkert á sig fá, ári síðar birtist frá honum önnur skáldsaga, the Witch’s Head eða Noma- Eiríkur bjarteygði Sagt frá „íslendingasögu“ eftir höfund Náma Salómons konungs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.