Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 11
Pablo Casals heilsar uppá Ru- dolf Serkin á efstu myndinni. í miðið: Með Elísa- betu Belgíu- drottningu ogá þeirri neðstu stjórnar hann hljómsveit. stjóri sellóleikarinn mikli frá Catalóníu, stórmeistarinn Pabló Casals." Að fá að vera hér nær var óviðjafnanleg kennslustund í tónlist. Heildarsýn Casals, fremur en einstök atriði, lætur engan ósnort- inn. En um leið tengir hann hið einstaka hinni víðu útsýn sinni, svo unun er á að hlýða. A hraðfleygri stund sagði Casals okkur hug sinn til túlkunar í tónlist. „Það ríður á að gera sér grein fýrir mikil- vægi hvers tóns, til að mynda annars, fjórða eða síðasta tóns í hverjum takti. Ekki er síður brýnt að leggjast djúpt, þegar um er að ræða crescendo og diminuendo, jafnvel innan eins einasta takts.“ Það gætti hita í röddinni: „Pianissimo þarf að vera alveg jafn fagurt og áhrifamik- ið og fortissimo. Umfram allt verður framsögnin að vera skýr. Allur flutningur krefst nákvæmni og hreinleika. Um leið þurfum við að vera ftjáls að því að halda sumum tónum lengur en öðrum, jafnvel þótt skrifaðir séu jafnlangir." Casals leit fast á okkur: „Auðvitað verður slíkt þó að vera innan strangra marka. Þótt hending í verki sé merkt forte þarf ekki endilega að leika alla tónana sterkt. Átta takta forte- lína getur haft inni að halda svolítið cresc- endo og dálítið diminuendo. Allt er undir því komið að finna þann tón, sem er lykill- inn að framsetningunni. Tónamir á undan eru þá fluttir þannig, að þeir undirbúi komu lykil-tónsins, þó á þann veg, að þeir fái ekki of miklar áherslur. En tónamir, sem á eftir fylgja, eru á sama hátt leiknir svo, að áheyrandinn finni, að við erum að yfirgefa lykil-tóninn." „Diminuendo," hélt hann áfram, „þurfum við að skipuleggja af mik- illi fyrirhyggju, jafnvel þótt það komi fyrir á aðeins einum tóni. Stefni tónn eða tónar að þeim punkti í tónlistinni, þar sem cresc- endo hefst þarf að skipta hinum minkandi styrk niður í hluta á rökréttan hátt.“ „En hvað um langa tóna, þegar engin fyrirmæli em skrifuð við þá,“ spyrjum við. „Langan tón ætti alltaf að leika þannig, að hann hljómi líkt og eitthvað sé að ger- ast,“ segir Casals. „Hann þarf að búa yfir ögn af crescendo eða diminuendo, eins og þegar við stefnum að ákveðnum tóni ellegar yfirgefum hann. í huganum skiptum við þá langa tóninum í kafla, til þess að auðvelda okkur að gera styrkleikabreytingamar. Og ekki má gleyma því, að víbrató-ið hjálpar mjög við crescendo og diminuendo; í fyrra fallinu verður það hraðara og meira, í hinu síðara hægara og minna.“ Casals gerir ríkar kröfur til þess, að leik- ið sé tandurhreint. Hann lætur nemendur sína marg-endurtaka sömu hendingar, þar til fullkomnum hreinleika er náð. „Þegar þið leikið með píanói skuluð þið ekki hafa áhyggjur af því að stemma ekki algjörlega við píanóið á hverjum tóni. Það er píanóið, sem er falskt. Píanó eru stillt „temprað" — og slíkt er í raun málamiðlun.“ Ekki er Casals síður áhugasamur um hljóðfallið í tónlist. Takturinn er ásamt hreinleikanum æðstur boðorða. „Laglína í fjömgum takti þarf að búa yfir þrótti og orku,“ segir hann. Tónar, sem flytjandinn styttir, em eitur í beinum hans. í kennslu sinni leggur hann ofur-áherslu á að nemendur geri sér grein fyrir því erindi, sem hver hending býr yfír, og svo tónverkið í heild. „Portamento (skrið milli tóna, þannig að bundið er, þó þannig að hver tónn heyrist skýrt) á að koma frá hjartanu, en ekki fingrunum.“ í þessu sam- bandi vitnaði hann í portamentó-ið í 12. takti Andante-þáttarins í D-dúr sónötu Bachs fyrir Viola-da-gamba. Sjálfur er Casals slíkur afburða hljóð- færaleikari, að áheyrendur falla í stafi. Theodore Strongin skrifaði í The New York Times um flutning Casals á Svítum Bachs fyrir einsamla knéfiðlu: „Það er sem Gasals hafi búið sér sinn eigin heim í þessum verkum og ást hans og virðing í garð Bachs skín alls staðar í gegn eins og sól í heiði. Hann lék allar svítumar fjórar með fögmm, safaríkum tóni. Þetta var líflegur, tápmikill og litríkur flutn- ingur." Casals hefur látið svo ummælt: „Pjöl- breytni er sem lögmál í náttúmnni. Þar er ekkert endurtekið nákvæmlega eins. Ekki neitt. Og sama gildir um tónlistina.“ „Ég tel líka,“ segir Casals, „að þegar skrifað stendur forte, þá eigum við að leyfa okkur styrkleikabreytingar innan forte, bæði að því er tekur til hljómmagns og tján- ingar tilfinninga. Sama er auðvitað að segja um fortissimo, piano og pianissiomo." „Hefurðu ákveðnar hugmyndir um tóna- röð, sem ýmist stígur upp eða beinist niður á við?“ „Já, ég segi stundum," svarar Casals, „að gott sé að nota diminuendo, þegar tónar stefna niður á við. Þetta á ekki ævinlega heima, en lang oftast nær. Við verðum umfram allt að gæta okkar á einu,“ bætir hann við. „Og það er að fara ekki of bók- staflega eftir fyrirmælum, sem prentuð em í nótunum. Það, sem úrslitum ræður í túlk- uninni er yfírleitt það, sem ekki stendur skrifað á pappímum." Einn nemenda hans var að glíma við Menúett II í Fyrstu sellósvítu Bachs. „Regn- bogann," hrópaði Casals og bjó til regnboga út í loftið með höndunum, af öllum stærðum og gerðum. Hann átti við boglaga hending- arnar, sem líða upp og ofan í þessum óviðjafnanlega fagra þætti G-dúrsvítunnar. „Sama gildir um svo margt tónverkið," sagði hann. „Þegar við venjum okkur á að hugsa á þennan hátt höfum við góðan leiðarvísi til að fara eftir.“ Og svo hafði hann orð á eftirlætisregl- unni sinni: „Tveir tónar ættu aldrei að vera leiknir eins.“ Hann nefndi sem dæmi annan taktinn í upphafi Sellósónötu Beethovens op. 102 nr. 1. „Annan tóninn þarf að spila sterkar en hinn fyrsta." Við spurðum: „Hvað um tóna, sem vara mjög lengi?" „Það ríður á að gera eitthvað fyrir þá. Slíkir tónar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Komi langur tónn fyrir í forte-kafla eða sé sjálfur að öðmm kosti merktur forte verðum við að beita diminuendo, eftir þvr sem á tóninn líður. Komi hann hins vegar á eftir piano eða sé sjálfur merktur piano, þá er gott að grípa til cresendo á langa tóninum." Um víbrato sagði Casals: „Það þarf að vera af mörgum gerðum. Hins vegar koma þeir staðir fyrir, þegar við ættum alls ekki að víbrera. Slíkir em t.d. veiku hendingarn- ar í Adagio-þætti Sónötunnar op. 102 nr. 1 eftir Beethoven. Þó er allrar aðgátar þörf. Þegar við spilum forte veitir ekki af að víbrera mikið og vel. En þegar beitt er dim- inuendo niður í piano fer oft prýðilega á því að víbrera alls ekki.“ Hann hafði þetta að segja um taktinn: „Við þurfum að læra að spila ekki of strangt í takt. Það er höfuðnauðsyn að æfa sig í að spila ekki nótnagildin nákvæmlega eins og þau em skrifuð af tónskáldinu.“ Pablo Casals býr í Santurce á Puerto Rico. „Einu sinni fannst mér áttræður mað- ur mjög gamall. Sjálfur er ég nú níræður. En svo lengi sem þú ert fær um að dást að fegurð, elska og finna til, þá ertu ung- ur. Og það er svo margt, sem hægt er að dá og elska. Horfðu á himininn, hafið, trén og blómin. Náttúran hefur einlægt reynst mér framhmndingarafl margvíslegra hug- mynda um tónlist. Hún er kennari minn, fyrirmynd og uppspretta hugleiðinga minna um tónlistina og lífið sjálft. Utivist í náttúr- unni hefur ávallt veitt mér ríkulegri inn- blástur en heimspekilegar vangaveltur í músíkherberginu." „Mér fannst Guð vera mér nálægur í Bach. Á hverjum morgni virði ég fyrst fyr- ir mér sköpun Guðs; svo spila ég Bach. Ég nálgast tónlist sem guðlegt fyrirbrigði, alveg eins og ég reyni að koma fram við náunga minn, sem einnig er guðlegrar ættar. Engin tvö sandkom á sjávarströnd em eins á sama hátt og engir tveir menn em eins. Þetta er undur sköpunarverks hins góða Guðs.“ Nú barst Tríó op. 38 eftir Brahms í tal. „Hugsið ykkur, hvað það væri leiðigjamt, ef allar þessar átta nótur væm spilaðar jafn- langar. Hér þarf að breyta til. Ekki aðeins í styrkleika, heldur og í nótnalengd. Tónar, sem em þýðingarmeiri en aðrir, þurfa lengri tíma, án þess þó að við missum sjónar á þeirri staðreynd, að allt em þetta áttunda- partar. Þegar við tökum okkur skáldaleyfi þarf slíkt vitanlega að vera innan skynsam- legra marka og innan vébanda taktsins." Um kadensuna í Sellókonsert Boccherinis ; sagði Casals: „Frelsi innan marka taktsins er höfuðreglan. Og þótt hugarflugið fái lausan tauminn má takturinn auðvitað ekki fara úr böndunum." Þegar Casals heldur námskeið í sellóleik kemst þátttakandinn ekki hjá því að veita athygli gífurlegri nákvæmni hans og ríkri kröfu um að spilað sé tandurhreint. „Það er púlsvinna á hverjum einasta degi starfs- ævinnar að ná og viðhalda þessum hrein- leika. Staða vinstri handarinnar í fyrstu stillingu er þannig nánast óeðlileg miðað við líkamsbyggingu flestra manna. Þess vegna kostar það umhugsun og átak að spila hreint. Langatöng leitar hjá flestum of langt frá sleikifingri. Trillur em sérstak- lega vandmeðfarnar. Fingurinn, sem leikur efri tóninn þarf að leita nógu htt, svo að trillan verði ekki fölsk.“ Casals hafði þetta að segja um fingrasetn- ingu: „Gott er að komast hjá stökkum sé þess nokkur kostur. Betra er að teygja fing- urna milli tóna. Þá höfum við tónbilin betur á tilfinningunni. Stökktu því ekki, nema þú megir til. Þar sem ég fæ því við komið nota ég 3. fingur í stað hins 4. Ég hitti betur á hreinan tón með baugfingri, auk þess sem hann er sterkari en litli fíngur." „Fiðluleikarar munu taka hjartanlega undir þetta,“ skjótum við inn í. Casals svarar: „Með því að nota 3. fingur hlífi ég þeim 4. Og ég stilli venjulega G-strenginn aðeins of hátt, til þess að eiga auðveldara með að ná hreinum fimmundum á G- og D-streng. Hann hneigir talið aftur að trillum: „Mér finnst trillur í hægum köflum ekki mega vera of hraðar. Auk þess byrja ég sjaldnast trillu í fullum hraða. Þegar trillað er á löng- um tóni ættum við að byija á því að leyfa tóninum sjálfum að hljóma skýrt og eðli- lega, síðan kemur trillan sjálf, og loks látum við tóninn sjálfan njóta sín aftur í lokin með því að víbrera fallega, sé tími til þess, og nota crescendo eða diminuendo eftir at- vikum. Oftar en ekki fá tónar með trillum tvær áherslur; hina fyrri í upphafi og þá síðari, þegar aðaltóninn hljómar aftur að trillu lokinni. Þegar bytjað er að trilla á efri tóni trillunnar fær efri tóninn gjaman áherslu." „Gildir sama, þegar næst á undan trillu fer sami tónn og trillað er á?“ „Þá sýnist mér smekklegra að bytja trill- una ekki á efri tóninum. Dæmi um þetta finnum við í 20. takti Adagio-þáttarins í Gömbu-sónötu Bachs í D-dúr.“ „En hvað um áherslur almennt?" „Þær þurfa að vera úthugsaðar og aldrei lagðar út í loftið. Áhersla þarf alltaf að vera á blábyijun tónsins, en strax á eftir kemur dálítið diminuendo. Forðist umfram allt að hefja tóninn fyrst og leggja svo áherslu á hann á eftir. Diminuendo á eftir áherslu þarf að kortleggja afar nákvæm- lega. Sé tóninn langur má gefa diminuendo nægan tíma. Oft er nóg að beita diminu- endo, þegar skrifað stendur ritardando í nótunum. Diminuendo og ritardando saman er oft fullmikið af því góða.“ „Hvað segirðu um bogann?" „Yfirleitt ættum við að forðast eins og - heitan eldinn að einskorða okkur við prent- uð bogastrok. Skiptum heldur um strok, þegar okkur sýnist, til þess að ná þeim tón- styrk og blæbrigðum, sem óskað er eftir." „En þegar tónn er of langur fyrir bog- ann?“ „Endilega þá að skipta um strok inni í miðjum tóni. Gott er að æfa bogatækni með því að halda mjög löngnm tónum, bæði sterkt og veikt, og gæta þess vel að hljóm- magnið haldist jafnt og stöðugt allan tímann og án þess að „loftgöt" komi fyrir. Þegar spilað er opinberlega er nauðsynlegt að vera óhræddur við að skipta frjálslega um boga- strok, hvenær sem nauðsyn ber til.“ Að lokum sagði Casals: „Því heyrðist haldið á loft hér áður og fyrr, að strengjahljóðfæraleikarar ættu allt- ' af að nota allan bogann. Þetta er eins og hver önnur bábilja. Við ættum ekki að nota meiri boga en við þurfum hveiju sinni. Og við ákveðum sjálf, hvar í boganum við viljum vera stödd hveiju sinni, allt eftir því hvað við á. Þegar við spilum hljóma fínnst mér ástæðulaust að rígskorða sig við að bijóta þá ávallt þannig, að fyrst sé leikið á tvo neðri strengina og síðan á hina tvo. Þetta þarf alls ekki að vera í besta samræmi við það verk, sem við erum að flytja. Oft nota ég ekki einu sinni allan bogann, þegar ég spila hljóm. Að öðru leyti hefur mér rejmst vel að leggja ríka áherslu á bassanótuna í hljómnum og gefa henni nægan tíma og fallegt víbrató. Svo sakar ekki að enda hljóminn á efsta tóninum einum og sér, og leyfa honum síðan að hljóma, uns lokið er. Þýðandinn er fríkirkjuprestur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. FEBRÚAR 1987 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.