Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 13
Qierdkee Amerískt fagtímarit segja Cherokee vera einn besta torfærubíl í sínum flokki. Það er nokkuð til í því; hvað aksturseig- inleika og þægindi varðar, þarf hann ekki að óttast samkeppni, a.m.k. ekki frá hinum amerísku stallbræðrum sínum. En verið gæti að hlutfallslega hátt verð þessa bíls geri honum erfitt fyrir með að ná fótfestu á evrópska markaðnum. Lada Nlva Mikil eftirspum var eftir Lada Niva þegar þessi velheppnaði bíll kom fyrst á markað. í dag hafa þó japanskir sam- keppnisaðilar stolið senunni frá honum. Hvað útlit snertir skilur bíllinn ekki sér- lega mikið eftir sig en engu að síður hefur hann reynst góður til síns brúks. Lancia Priaaiia4WD Að einu leyti er þessi sídrifna aldrifs- gerð af Lancia óvenjuleg. Snúningsvægi tveggja lítra 115 hestafla mótorsins er skipt þannig að meirihluti aflsins, eða 56%, lenda á framhjólum en 44% á aftur- hjólum. Þar að auki er möguleiki á driflæsingu milli fram- og afturáss. Ddte HF4WI) Lancia skartar sínu besta í þessari gerð. Mótorinn er 2 lítra með túrbínu og millikælingu og hefur einnig tvo titr- ingsdeyfandi hjámiðjuása til þess að mýkja ganga vélarinnar. Drifútfærslan er sú sama og í Prisma 4WD en að auki er læsanlegt Torsen mismunadrif í aftur- ás. Með þessum sportbíl, sem í venjulegri útgáfu afkastar 165 hestöflum, hefur Lancia komið sér upp bíl sem er líklegur til að gera usla meðal rallbíla í heims- meistarakeppninni. Þeir hjá Lancia vonast líka til þess að Delta HF 4WD færi þeim heimsmeistaratitilinn 1987 til Torino. Y104WD í samræmi við nýjustu stefnu Lancia, að í hvetjum flokki skuli fyrirfínnast bíll með aldrifi á lá Audi, má nú líka fá þennan gæðasmábíl með aldrifi. Reyndar er hér aðeins um ódýrari lausnina að ræða, þ.e. tengjanlegt afturdrif. Ókost þessarar 44 hestafla útfærslu er helst að fínna í háu verði hennar. Mazda 323 luriK) 4WD 16V Með þessum bíl hefur Mazda tekist að verða fyrstum bílaframleiðenda til að framleiða aldrifsbíl með sídrifi í þessum stærðarflokki. 16 ventla túrbínumótor sér um að koma bílnum áfram. Mercedes 260/300 4matic Þegar Daimler-Benz tekur sig til og hannar aldrifínn fólksbíl má búast við tvennu: Annars vegar mikilli fullkomnun í drifbúnaði, hins vegar háu verði. Báðar þessar væntingar voru uppfylltar með tilkomu 4matic. Um er að ræða nokkurs konar sídrifinn búnað sem tengir fram- drif við afturdrif á sjálfvirkan hátt þegar þörf er á. Þegar aldrifið er tengt, samein- ar Benzinn alla kosti aldrifínna fólksbíla með sídrifi. G-ModeU Benz-jeppann er hægt að fá í fjölmörg- um útgáfum, styttri eða lengri gerð, með húsi eða blæju og með mótorum allt frá fjögurra strokka dísel upp í 2,8 lítra bensín. Hvað aksturseiginleika varðar, þá komast fáir jeppar með tærnar þar sem hann hefur hælana. Aðeins Range Roverinn hefur e.t.v. upp á mýkri fjöðrun að bjóða. Að fara að hæla torfærueigin- leikum Benz-jeppans væri sama og að bera í bakkafullan lækinn. Á næsta ári eru nokkrar breytingar fyrirhugaðar á G-módelinu, m.a. verða Daimler-Benz mótorar af nýju kynslóðinni teknir í gagnið. Mitsubishi Pajeroinn er einn vinsælasti japanski jeppinn. Sennilega er það í og með vegna góðs árangurs í Paris-Dakar-rallinu. Frá síðasta hausti hefur verið hægt að fá bílinn með nýrri gerð 2,5 1 díselvélar með túrbínu, auk mismunandi lengda og yfírbygginga. Allt að 7 manns komast fyrir í þessum japanska geimvagni. Útfærsla aldrifsins er að vísu einföld en virkar vel. Tveggja P§||§§| lítra 102 hestafla bensínmótorinn mætti hafa meiri seiglu, en nú er hins vegar kominn á markað 1,8 lítra, 75 ha túrbódíselmótor sem bætir úr þessu at- riði. L300 4WÐ Þetta er lausnin á sendiferðabíl fyrir erfíðar aðstæður. Yfirbyggingin kemur frá L 300 bílnum en undirvagninn er fenginn frá Pajero-jeppanum. Þetta er sterkur sendibíll sem kemst líka vand- ræðalaust hratt yfir þegar með þarf. Nissan Patrol Nissan Patrol er rúmgóður jeppi, fæst sem styttri eða lengri gerð og með þrem- ur gerðum mótora, bensín, dísel og túrbódísel. Porsche 959 Engin útfærsla á aldrifi er jafn full- komin og í Porsche 959. Notast er við fullkomnustu rafeindatæki til þess að deila aflinu á fram- eða afturás eftir því hvar þess er þörf.Ákveðið hefur verið að framleiða heldur fleiri eintök af 959 gerðinni en þessi 200 sem áætlað var að framleiða í upphafi. Fyrirhugað er að setja þennan búnað seinna í 911 Turbo gerðina. PALMI EYJÓLFSSON Við Markarfljót A milli Hlíðar og Merkurnes margoft á þorra hart hann blés og þyrlaði upp þurrum sandi. Jökulgrátt Fljótið fellur hér fegurð straumvatnsins enginn sér þar sem það liðast með landi. Um blámalaraura það byltir sér af bökkum sínum það sneiðir sker og flæðir um iðgræn engi. Þótt stundum renni þaðhægt oghljótt í ham fer það líka og verður Ijótt og myndar þá mórauða strengi. Hér völdu sér leiðir vatnamenn með víkingseðli, en gætni í senn á fríðum, fjörmiklum klárum. Hjá ófærum skyldi ætíð sneitt með aðgát var hesti í straumi beitt í ferðum áður á árum. Þó að það reyndi á þrek og kjark menn þráðu ogglöddust við vatnaslark, gleymdist þá stund og staður. Sá sem um hættur af farsæld fór, í fólksins augum varð maður stór. Hjörtun vann hestamaður. Höfundurinn býr á Hvolsvelli JON STEFÁNSSON Beðið eftir Graal sem vængjað Ijóshaf í heilögu stríði gegn myrkrí veifandi logandi sverði áj fiðruðu baki mót framúrveltandi ófreskjum hugans ég færi þér orðin já og ég ferðast með nóttinni vopnaður fiðrildaháf til að fanga tunglið Höfundur er bókmenntafræðinemi í Háskóla islands HELGA JÓHANNSDÓTTIR Blekking I skini logans sá ég mynd þína flökta um vegginn breiða úr sér stækka útréttar hendur fálmuðu eftir holdi þínu grípu í tómt hendur á valdi blekkinga tómið óendanlega færði mér myrkrið að huggun Barn Sólin skín á lítið barn að leik í hvítum sandi Sakleysi heimsins sól lífs míns tvær mjúkar barnshendur fullar af heitri sól Höfundurinn er sjúkraliöi í Reykjavík LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. FEBRÚAR 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.