Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 15
A ustræn Ijóð STEINGRÍMUR GAUTUR KRISTJÁNSSON ÞÝDDI 'J'A- Skáldið Dú Fú (Tu Fu) (712-770) er talið eitt þriggja mestu skálda Kínveija fyrr og síðar. Hann var mikill vínmaður og gleði- maður og annálaður ferða- garpur. Föðurætt hans, Dú-ættin, var ein af elstu höfðingjaættum Kínaveldis. Afi hans var héraðsdómari og faðirinn var lögregluforingi, héraðsdómari og síðast aðstoðarsýslumaður. í móðurætt var Dú Fú af Lí-kyni, einni grein Tang- keisaraættarinnar, sem ríkti frá 618 tii 907. Frá 124 f. Kr. til 1905 var reglulega efnt til embættisprófa til að afla ríkinu hæfra embættismanna. Prófgreinar voru heim- speki, bókmenntir og stjómfræði. Dú Fú þreytti prófið vorið 736, en féll. Hann gaf þó aldrei upp von um embættisframa og árið 751 var hann kominn til höfuðborgar- innar Tsjang-an (Sían) í þeim erindum að sækja um embætti. Hann gisti þá fram yfir áramótin hjá frænda sínum Dú Wei, tengda- syni þorparans Lí Lin-fús forsætisráðherra, en hann bjó í suðurhluta borgarinnar skammt frá hinni fögru á Bugðu. Ekki hafði Dú Fú erindi sem erfíði í þetta sinn og aft- ur er hann kominn til Tsjang-an árið 751 í sömu erindagjörðum. Hann býr þá við lítil efni í suðurhluta bæjarins skammt frá borg- armúmum. Kvæðið um heimsókn Lís er að líkindum ort sumarið áður. Ekki er vitað hver sá Lí er sem nefndur er í kvæðinu. Lí Lin-fú lést árið 752 þannig að ekki fær staðist að hann hafi verið þama á ferð. Árið 755 tókst Dú Fú loks að fá emb- ætti, 43 ára að aldri. Var hann þá skipaður skráningaryfirvald við hirð ríkisarfans. Ekki naut hann þó lengi makindanna því að sama árið braust út mannskæð borgarastyijöld sem lauk ekki fyrr en 766. Dú Fú fór ekki varhluta af hörmungum ófriðarins. Eftir stríðið hélt hann ýmis minni háttar emb- ætti. Árið 770 var skáldið á ferð í Tséswan þegar gerði mikið vatnsflóð. Varð hann þá að láta fyrir berast í hofi einu í 10 sólar- hringa og hafði ekki annað til matar en rætur. Þegar honum hafði verið bjargað var honum borinn matur og drykkur. Tók hann þá svo hraustlega til matar síns að hann dó úr ofáti. Rabindranath Tagore fæddist árið 1861 í Kalkútta í Bengal og lést árið 1941, áttræð- ur að aldri. Hann var af stétt Brahmína. Afi hans Dvakanath Takúr var fursti, en faðir hans Devendranath var leiðtogi and- legs félagsskapar er nefndist Brahmasamaj og kenndi að innsti kjami allra trúarbragða og allrar andlegrar hugmjmdafræði væri einn. 1877 til 1880 var Tagore við nám í Eng- landi en gerðist síðan ármaður á jarðeignum ættar sinnar við Padma-fljótið. Snemma hóf hann ritstörf af ýmsu tagi. Árið 1913 kom út ljóðabók hans Gítanjalí (Ljóðfómir) í enskri þýðingu Tagores sjálfs. Sama ár hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels og árið 1915 var hann sleginn til riddara. Auk bók- mennta fékkst Tagore við blaðaútgáfu, ritaði greinar um stjómmál og tók með því nokkum þátt í sjálfstæðisbaráttu Indveija. Árið 1929 byijaði hann að mála, 69 ára að aldri, og er síðan talinn einn allra fremsti listmálari Suður-Asíu á tuttugustu öld. Árið 1901 stofnaði hann unglingaskóla og 1921 háskóla í Bolpúr. Ljóð Tagores em ftumort á bengölsku í hefðbundnum og háttbundnum stíl. Hann samdi sjálfur tónlist við ljóð sín. Tagore aðhylltist engin trúarbrögð og viður- kenndi enga trú aðra en þjónustu við mannkynið, SEVA. Hann hafði í heiðri þá fomu hugmynd að hið eilífa væri fólgið í öllum hlutum. Hann taldi æðsta takmark mannsins að sameinast hinu eilífa. Sagt er að hann hafi eytt tveimur stundum til and- legra iðkana, fasthygli og hugleiðslu, á hveijum morgni. „Líf hans var list. í einka- lífi hans ríkti að sama skapi jafnvægi og göfgi eins og ljóð hans vom einföld og fög- ur...“ (Krishna Kripalani.) Ljóðin era íslenskuð eftir fyrirmyndum í: W. Hung: Tu Fu. NY 1951; Lyrik des Ostens, Gedichte der Völker Asiens, Munch- enAVien 1978 og Collected Poems & Plays af Rabindranath Tagore, HongKong 1983. Dú Fú: Gamlárskvöld heima hjá Dú Wei* Að sjá árið líða í aldanna skaut heima hjá bróður, að syngja saman og skála í piparvíni. Hávaði af traðkinu í hestum gestanna berst frá hesthúsinu. Blysin fæla krákumar úr krónum tijánna. Á morgun verð ég ekki lengur fertugur; ævikvöldið færist óðum nær. Til hvers er að hafa gát á sér og taumhald? Ég drekk mig bara augafullan og gleymi öllu. * Ort um áramótin 751—752. í Kína eru áramót í febrúar—marz. Dú Fú: Heiðursmaður- inn Lí kemur í heimsókn Ágætur vinur minn Lí er kominn í heim- sókn, hingað í skuggsæluna undir tijánum þar sem sumarhitinn er bærilegur: Hreysið mitt er nærri suðurmúmum á eyðilegum stað við varðtuminn. Staðurinn minnir á eyðibyggð, heilsusam- legur og fábrotinn. Það sem ég þarf er auðvelt að ná í. Ég hrópa yfir til nágrannans af hlaðinu og spyr hvort hann geti lánað mér vín. Heimabraggið fæ ég rétt jrfir vegginn. Við getum farið með það niður að læknum og breitt mottu á bakkann. Svalur andvari blæs úr báðum áttum. Gesturinn undrast haustboðana. Fuglamir eru að þrefa í tijánum. Söngtifurnar kliða í þykkninu. Það er oft töluvert ónæði að þeim. Hver var að segja að það væri hljóðlátt héma? Við sólarlag sýnast vatnablómin hrein. Þau freista okkar til að doka lengur. Ég óttast að það sé orðið lítið eftir á kútnum. Ég ætla að fara og ná í meira. Tagore: Leikföng Þú átt gott, barn, að sitja í rykinu og leika þér að spreki allan morguninn. Ég er önnum kafinn yfir reikningunum, iegg saman tölur í tímavinnu. Kannski líturðu á mig og hugsar: „Að geta eytt öllum morgninum í svo fáránlegan leik.“ Bam, ég hef glatað hæfileikanum til að gleyma mér yfir spýtum og drullukökum. Ég vel dýr leikföng, safna silfri og gulli. Allt sem fyrir verður, verður þér að leikfangi. Ég eyði bæði tíma og kröftum í hluti sem ég get aldrei öðlast. í óburðugum eintijánungi reyni ég að komast yfir haf ástríðnanna og gleymi að ég er líka að leika mér. Tagore: Mannssonurinn Kristur stígur niður úr sæti sínu í eilífðinni til jarðar þar sem hann lét ódauðlegt líf sitt fyrir mörgum öldum fyrir þá sem voru kallaðir og þá sem ekki hlýddu kalli. Hann svipast um og sér vopn hins illa sem særðu samtíð hans sjálfs. Gaddar og spjót hrokans, þunnir en sterklegir hnífar og bjúgsverð í skeiðum, bogin og skelfileg, eru lögð á með hvæsi og neistaflugi. En ægilegust allra eru þau vopn, sem bera áritun hans sjálfs, í höndum böðlanna, gerð úr orðum hans sjálfs, hert í eldi haturs og hömruð hræsni og ágirnd. Hann leggur höndina á hjartað. Honum finnst sem dauðastund sín sé enn ekki á enda, að ótal nýir naglar þrengist inn í holdið. Þýðandi er borgardómari i Reykjavík LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. FEBRÚAR 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.