Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 8
Straumhvörfin í íslenzkri myndlist urðu með verkum Svavars Guðnason- ar, sem fórað mála óhlutlæg verk um og fyrir 1940. Síðan hefurþræðinum ve- rið haldið eins og sjá má á yfirlitssýn- ingunni á Kjarvals- stöðum, en í tilefni hennar er þessi grein skrifuð. EFTIR GUNNAR B. KVARAN Svavar Guðnason: Fansað í fúgustíl, 1939-1940. Listasafn íslands. Islenzk abstraktlist Jóhannes Kjarval: Komið tilmín. Um 192o. Eig. Broddi Jóhannesson. Þorvaldur Skúlason: Málverk, 1973-77. Eigandi: Sverrir Sigurðsson. Finnur Jónsson: Örlagateningurinn, 1925. Eign listamannsins. Asíðari hluta 19. aldar voru listamenn útí hinum stóra heimi komnir með áður óþekktar meiningar inní myndlistina. Mál- verkið, sem verið hafi einskonar gluggi út yfir veruleikann, lokaðist nú smám saman og listamenn leituðu að nýjum forsendum fyrir listsköpun sinni. Impressi- onistamir vildu leiða inn nýja sundurgrein- andi sýn, Gauguin einfaldaði litasamsetn- ingar í afgerandi andstæður og Cézanne tók út fjarvíddina og einfaldaði línur og landslag í geómetrískar formeindir. í byijun 20. ald- ar héldu listrænar uppgötvanir áfram; fauvistar umbreyttu hlutum í form og liti og kúbistar brutu niður hefðbundna fram- setningu á tíma og rúmi í málverki. En þótt þessi listræna þróun hafi bæði verið hröð og djörf var aldrei um það að ræða að hafna og yfirgefa raunveruleikann. Myndverk þessara meistara höfðu ávallt sterka skírskotun til hlutveruleikans. Það var því ekki fyrr en árið 1910 að Kandinsky málar vatnslitamyndir þar sem hann leysir upp form hlutanna og hafnar vísvitandi allri vísun í hinn ytri veruleika. Er þetta al- mennt talið merkja upphaf abstraktlistar í vestrænni listasögu. 1 Á þessum tíma áttu sér stað miklar vær- ingar í íslensku þjóðlífi samtímis því sem fyrsta kynslóð íslenskra myndlistarmanna var að vaxa fram. Voru þeir neyddir til að sækja þekkingu til meginlandsins þar sem heimslistin með stóru L-i var í örri endumýj- un. Baldvin Bjömsson (1875—1945) var í Berlín í byijun aldarinnar, Finnur Jónsson (1892) í Dresden og Kjarval (1885—1972) lengst af í Kaupmannahöfn. Allir höfðu þeir kynni af framúrstefnulist þess tíma eins og sjá má í verkum þeirra, nema þá kannski Finnur í blekmyndum sínum frá árinu 1922. Em verk þeirra í flestum tilfell- um byggð á sterkri vísun í hlutvemleikann eða hlaðin táknfræðilegum eindum. Straumhvörfín í íslenskri myndlist verða án nokkurs vafa í verkum Svavars Guðna- sonar (1909). Á ámnum 1939—40 málar hann fullkomlega óhlutlæg verk, svo nefnd- ar Fúgumyndir. Frá þessum tíma getum við talað um samfellda sögu íslenskrar abstrakt- listar. Árið 1945 heldur Svavar sýningu hér á landi og kynnir löndum sínum nýlistina. Em myndir hans þá þegar verk fullþroska listamanns. Allan 5. áratuginn er Svavar búsettur í Kaupmannahöfn og hefur list hans á þessum tíma algera sérstöðu á íslenskan mælikvarða og ef víða væri leitað. Annar viðburður markar tímamót í ís- lenskri listasögu á seinni hluta 5. áratugar- ins. Það em Septembersýningamar. Þar var kominn flokkur listamanna með ólíkar list- hugmyndir en þó samtaka um að storka hefðinni og leiða ný sannindi inn í mynd- lista. í verkum frá þessum tíma má greini- lega sjá ómeðvitaðar eða meðvitaðar ívitnanir í kúbisma og súrrealisma og tengsl- in við danska avant-garde-málverkið sem hlut átti í Cobraævintýrinu em augljós. Á þessum fyrstu Septembersýningum er ekki um hreina abstraktion að ræða og það er ekki fyrr en á Septembersýningunni árið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.