Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 14
í flæðarmálinu Örsaga og mynd eftir Rögnu Sigurðardóttur jórinn var gulur í ijöruborð- inu. Þykkar öldur skullu þunglamalega á klöppunum. Haf og himinn voru grá. Hún lá vakandi. Hlustaði á regnið streyma niður rúð- una. Hljóðið var svæfandi. Þær komu upp úr öldun- um svo hundruðum skipti. Lögðust á gráar klappimar og breiddu úr gulu hár- inu. Hún dottaði. í draumnum var hún blaut og köld. Hún hrökk upp með salt- bragð í munninum. Þær vom allar hreistraðar. Sporðar þeirra ljósgrænir, efri hlutinn bleikur. Bijóstin vom lítil og geirvörturnar varla greinanlegar. Aug- un eins og í fískum, útstæð og augnlokin næstum gegnsæ. Kringum munninn var hreistrið örlítið þykkara svo minnti á varir. Þær vom svalar viðkomu. Líkami hennar var votur af svita. Hún bylti sér óró- lega. Þráði skyndi- lega vatn, saltan sjó. Þær lágu eins og marglit ábreiða í fjör- unni. Kyrrar í fyrstu en brátt var flæðarmál- ið ein iðandi kös. Þær töluðu ekki en kurruðu líkt og dúfur. Það var hætt að rigna. Hreistrið þomaði fljótt. Við það breyttist litarhátturinn og sló á þær hvítri slikju. í gulu þykku hári þeirra var flæktur alls kyns sjávargróður. Regnið streymdi ekki lengur niður rúð- una. Hún var hungmð. Henni datt í hug þang, salt og safaríkt, hrár fískur, mjúkur viðkomu og bragðsterkur. Það fór hrollur um hana eins og draumurinn áður væri raunvemlegur og hún rennvot. Sjávarlykt barst inn um opna gluggana. Heilluð af henni fór hún út og gekk í átt að fjörunni. Þegar hún sá þær nam hún staðar og greip andann á lofti. Þær veltu sér makinda- lega og kurmðu, bleikar og mjúkar. Hún horfði lengi á þær. Það byijaði aftur að rigna. Hún fann hlýtt regnið á andliti sínu. Litur hafmeyjanna varð aftur skærari þegar þær blotnuðu. Ein þeirra sat með einkenni- legt blóm í kjöltu sér. Stórt og bústið lá það útspmngið á bleiku hreistrinu. Varir eftir varir opnuðust, þrútnar af safa og sjó. Hún sá að það var sæanimóna. Það sem hana hungraði í. Hver biti var saltur og safarík- ur. Hún át af áður óþekktri nautn. Södd lagðist hún út af. Lágvært kurrið svæfði hana. Hún vaknaði nakin. Teygði úr sér á blautri klöppinni og fann fyrir hreistmðum líkömum allt í kring um sig. Hana dreymdi oft vatn, djúpt og blátt. Það dmndi í eyrum hennar eins og í risastórum kuðungi. Í draumnum synti hún og andaði í vatninu eins og á flugi. Þegar hún vaknaði eftir slíka drauma fannst henni líkami sinni ókunnuglegur. Þeir lengdust sífellt uns hún vaknaði aðeins til að borða. Varir sæanimónunnar vom henni nóg. Draumarnir breytt- ust. Þar var hún tvífætt, með mjúka húð og heitt blóð. Upp frá þeim vakn- aði hún með and- fælum. Strauk líkama sinn. Gamal- kunnug snertingin við hreistrið róaði hana. Fjaran tæmdist smátt og smátt. Ein af annarri stungu þær sér í sjóinn og stefndu til hafs. Bleikir líkam- amir smugu vatnið. Þær héldu á djúpið. Höfundurinn er ung stúlka úr Reykjavík. Sigurjón Guðjónsson Blái engillinn Þú, blái engill, alltaf varst mérnær, þín augv brostu við mér himintær. Ég ei þarf spyrja: er engillinn minn þar, því ég hef reynt, að hann er alls staðar. Um háa tinda fjallsins leið mín lá, og Ijúfum, bláum engli fyrir brá. Er ég á kænu fór um sollinn sjá, ég sá á bárufaldi engil Blá. Og ferðaðist ég loftsins öldum á minn engill sveifum skýjabeltin há. Og hann býr einnig innst í minni sál ogútog burtu rekur heimsins prjál. Og þegar dauðans sigð að sjónum ber, ég sjá mun bláan engil, — dvel hjá mér! Til Iífs, er býr að baki dauðans hyl, égbiðþig, engill, komdu meðþinnyl. Höfundurinn er fyrrum prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. H O R F T A H EIM I N N Austurlenzk teppi handa þjófum EFTIR GABRIEL LAUB Enn má lesa í blaðinu að stolið hafi verið austurlenskum tepp- um uppá rúmar tvær milljónir að verðmæti. Úr barasta íbúð hérna í Hamborg. Svona fréttir er maður dag- lega að lesa. Það er endalaust verið að stela austurlenskum teppum úr heima- húsum, verslunum, tollvörugeymslum eða hafnarskemmum. Stundum er líka stolið bílunum sem flytja vöruna. Það er bara engu líkara en þessi austur- lensku teppi séu beinlínis ofín handa þjófum. Nema hvað — ekki ragar þetta mig svosem neitt því varla fer neinn að stela teppunum af mínum gólfum. Mér væri á hinn bóginn forvitni á því að vita hvað- an öll þessi austurlensku teppi eru komin — varla eru hér neinar austurlandafjöl- skyldur með sex afrekskonum hver undir verkstjóm húsbónda kvennabúrsins að vefa teppi frá morgni til kvölds. Og fyrst öllum þessum austurlensku teppum er hér stolið, því eru þau svona dýr? Er kanski altaf verið að stela sömu bleðlunum? Getur þetta verið einhvers- konar vítahringur? Fjarri væri það mér að liggja teppa- þjófum neitt á hálsi, nær heldur að dást að þeim. Þetta er bæði þreytandi og vandasamt starf. í fyrsta lagi hljóta þeir að hafa lagt á sig mikið undirbúnings- nám í vöruþekkingu — það er undantekn- ingariaust rándýr ósvikin vara sem þeir nappa. Á hinn bóginn eru svona teppi annað og meira en smágimsteinar sem stinga má í vasann og hlaupa — það verður að rúlla þessu upp og drösla með sér við stóran háska á því að til manns sjáist. Ekki vissi ég hvað teppin voru mörg sem nappað var þama úr íbúðinni og kostuðu röskar tvær miljónir. Orðalag fréttarinnar bendir til að þau hafí minsta- kosti verið tvö og vonandi hafa þau ekki verið fleiri en tíu því eitthvert pláss hafa íbúamir þurft sjálfír. Hvað er fólk nú líka að breiða fleirihundruð fímmþúsund- krónaseðla á gólfín hjá sér bara tilað traðka á? Er það svona góð tilfinning að vita sig hafa efni á þessu? Austurlensk teppi eru flest afar falleg. Nokkur ár bjó ég þama austurfrá, í Samarkand, þar höfðu allir heimagerð teppi á veggjum og gólfum, sváfu á þessu líka. Þar sást ekkert nema ósvikin handofin vara því verksmiðjjuteppi fen- gust þama ekki, enda hefði enginn maður haft ráð á þeim. Hér eru verk- smiðjuteppin ódýrari en þau handofnu miklu eftirsóttari. Það skyldi þó ekki helgast af því hversu notalegt er að mega fótumtroða elju og fyrirhöfn ann- ara manna? Hvaða hugmyndir ætti nú framsækinn mentamaður eða hálfmentaður fram- sóknarmaður helst að gera sér varðandi þessi austurlensku teppi? Ber honum að vísa þessu frá sér úrþví framleiðslan byggir á svívirðilegu arðráni fátæklinga í þróunarlöndunum? Eða heldur kanski að spara saman nokkurhundruð þúsund tilað kaupa sér austurlenskt teppi og tryggja þannig lífsafkomu fátækling- anna? Ómentuðu dóti og hreinræktuðu fram- sóknarfólki er þetta hreint ekkert vandamál: það kaupir sér ósvikin teppi úr austurlöndum tilað sýna veldi sitt og festa peningana sína í raunverulegum verðmætum. Óskar svo öllum vefurum dauða og djöfuls ellegar botnlausra auðæva — einhvers bara sem yrði tilað það hætti að vefa svo verðgildi teppanna ijúki uppúr öllu valdi. Nema menn séu að kaupa austurlensk teppi einvörðungu tilað láta stela þeim frá sér? Þá fer nefnilega fyrst að bera dálítið á þeim. Ekki nóg með að nágrann- arnir komist þá að því hverslags forláta- teppi við áttum heldur stendur það svart á hvítu í blöðunum hvað fyrir þau hafí verið borgað, og ríflega það úrþví trygg- ingarupphæðin er nefnd. Hafí verið stolið frá manni austur- lenskum teppum er frægð manns vita- skuld tryggð. Skýringin á þessum svimháu tölum í fregnunum af stuldi austurlensku tep- panna gæti líka verið þessi: það er vitaskuld rekin teppaleiga og þjófamiðl- un á laun hér einhverstaðar. Hún leigir út þessi teppi á sanngjömu verði og send- ir menn sína tilað nappa þeim aftur. Sé þvílíku fyrirtæki ekki þegar til að dreifa mætti sem hægast stofna það. Menn gætu borgað svona þúsundkall á dag fyrir mátulega dýran bleðil, og trygífingar8jöld í ofanálag. Trúlega yrði að taka ríflega skilatryggingu líka, vegna hugsanlegra skemda og eins tilað menn freistuðust ekki að stela gripunum sjálfír — sem öldungis hreint væri hugs- anlegur möguleiki fyrst þessi teppi geisla svona bláttáfram hvinskunni. Vitaskuld gæfu menn líka eiðsvarið loforð um þagmælsku varðandi svona umsaminn þjófnað og hétu því jafnframt að viðhafa engin tryggingarsvik tilað þjófamiðstöðin geti starfað með fullkom- lega löglegum hætti. Líkastil mundi ég þá splæsa á mig svona fimmþúsundkalli og láta stela frá mér svona þriggja fjögurra miljón króna austurlensku teppi. (Ekki gæti ég verið með þetta lengi hjá mér — einn t.vo daga í mestalagi, tildæmis á afmælinu svo kunningjamir gætu skoðað þetta). Mér þætti alveg eyðandi fimmþúsundkalli í svona — maður verður nú að láta að sér kveða í samfélaginu. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.