Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 6
Kínversk börn og norræn - hversvegna eru þau svo ólík? A reitnishneigð og árásarhvöt í samskiptum manna er óneitanlega vandamál, sem stöðugt er að skjóta upp kollinum. Á það jafnt við um samskipti einstaklinga sem og mannleg samskipti yfirleitt, hvar sem er í heiminum. Á Norðurlöndum - eins og raunar á Vesturlöndum - miðast barnauppeldið framar öllu öðru við að barnið þróist upp í að verða sjálfstæður einstaklingur, en hið strangara kínverska uppeldi miðar fremur að því að móta viðhorf og at- ferli hinna uppvaxandi í samræmi við markmið og staðla heildarinnar. Eftir STIG NORDFELDT Þeir eru einkar fáir, sem gæddir eru með- fæddri gæzku — eða eru með öðrum orðum góðir í sér að eðlisfari. Það er sama hvort um er að ræða maka til dæmis, systkini, ökumenn undir stýri á mesta álagstíma umferðarinnar eða heilu þjóðirnar. Arásar- hneigðin lætur sem sagt alls staðar á sér kræla. Það er vel hugsanlegt, að sem lífvera hefði maðurinn vart lifað af án þessarar árásarhneigðar sinnar — eða hefði að minnsta kosti ekki getað tekið sér það hús- bóndavald yfir öllum dýrum merkurinnar sem hann þykist hafa. Margir líta á árásar- hneigð mannsins sem eins konar liðkandi smumingu á framþróunina; orkugjafa til að fremja miklar dáðir. Atferli án árásarhneigð- AR ÆSKILEGAST Á ATÓMÖLD En jafnvel þótt því væri annars þannig varið, að maðurinn hefði alls ekki getað öðlast sinn núverandi sess á jarðríki án árás- argimi sinnar, þá er það nú samt sem áður einmitt þessi mannlega hneigð — jafn þver- sagnarkennt og það kann að hljóma — sem felur í sér langmestu ógnunina við sjálfa tilvem mannkynsins nú á dögum. Birgðir þær af kjamavopnum, sem risaveldin tvö eiga orðið í fómm sínum, nægja margfald- lega til að deyða allt líf á jörðu. Séu þessar ógnvænlegu staðreyndir hafðar í huga, ber ekki að undra, að sálfræðingar skuli í vax- andi mæli vera farnir að reyna að komast til botns í því, hvemig árásargirni mannsins verði helzt til, og hvemig hún eiginlega þróist. Eins vekur það vitanlega áhuga þeirra, hvað unnt sé að gera til þess að temja slíka árásarhneigð og aðlaga félags- lega þannig að hún falli í heppilegri farveg og verði sízt til meins. Og einmitt í því sam- bandi verður það að teljast eðlilegt að snúa sér til Kínverja og spytja þá ráða. í 2.500 ár hafa Kínverjar litið á árásarhneigð sem einkar óæskilegan þátt í fari manna. Það var heimspekingurinn Konfueius (551—479 f. Kr.) sem fyrstur manna varð til að benda sérstaklega á þetta atriði í atferli manna og leggja ríka áherzlu á mikilvægi þess að venja menn strax í bemsku á að hafa fullt taumhald á árásarhneigð sinni. Mao formað- ur var reyndar á sínum valdatíma einlægur fylgjandi þessarar kenningar Konfuciusar, þótt hann annars væri yfirleitt á öndverðum meiði við aðrar siðgæðiskenningar heim- spekingsins mikla. Sænskur Sálfræðingur íkína Einn þeirra, sem hvað gjörst hefur spurt Kínvetja spjömnum úr um þennan þátt í uppeldi þarlendra barna, er sænski sálfræð- ingurinn Solvig Ekblad. Hún dvaldist í Kína í þtjú ár við skipulegar rannsóknir á þeim þáttum í kínversku uppeldi, sem einkum miða að því að hemja árásarhneigð og áreitnishvöt hinnar uppvaxandi æsku. Hún lagði markvissar spurningar fyrir mörg hundmð kínversk börn, einnig nánustu ætt- ingja þessara barna, kennara þeirra og leikfélaga. Jafnframt þessu gerði Solvig aðrar fræðilegar athuganir á sálarlífi og atferli nefndra aðila. Til viðmiðunar hafði hún að auki stóran hóp sænskra bama á aldrinum 6—15 ára í bænum Sandviken. Gefur það niðurstöðum rannsókna hennar á kínverskum börnum í heild og ályktunum óneitanlega mjög aukið gildi. Á niðurstöðum rannsóknanna byggði Solvig Ekbald svo doktorsritgerð sína „Soc- ial Determinants, Restrictive Environment and Aggressive Behavior," sem hún varði í maí 1986 og hlaut fyrir doktorsgráðu í læknisfræði við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi. Rannsóknir dr. Ekblads í Kína verða að sumu leyti að teljast nokkuð einstæðar, sök- um þess að kínversk yfirvöld hafa hingað til verið vægast sagt treg til að veita Vestur- landabúum leyfi til svo víðtækra félagslegra rannsókna og athugana í landinu. Solvig Ekblad naut hins vegar margháttaðrar að- stoðar frá Sálfræðistofnun Vísindaaaka- demíu Kína við rannsóknarstörf sín á þeim þremur ámm, sem hún dvaldist þarlendis, en hún var þá búsett í höfuðborg Kínaveld- is, Beijing. ÁBERANDISJÁLFSAGI Margir útlendingar, sem gist hafa Kína á undanförnum ámm, hafa veitt því sér- staka athygli, hve kínversk börn sýna almennt miklu meiri háttvísi og sjálfsaga í allri framkomu en minni uppivöðslusemi og árásarhneigð heldur en börn, sem alin em upp að vestrænum hætti. Það fer því ekki hjá því, að útlendingar spytji hvað það eigin- lega sé, sem þessu valdi. Reyndar leikur mönnum líka hugur á að vita, hvaða gjald kínversk börn verði að greiða fyrir jafn hlý- lega og elskulega framkomu og þeim er yfirleitt tamt að viðhafa: I hvetju er munur- inn á hugsanaferli og hegðunarmynstri kínverskra barna og barna á Norðurlöndum fólginn — það er að segja hjá börnum, sem alin em upp innan lokaðs samfélags annars vegar og svo hins vegar hjá börnum, sem alast upp í þjóðfélögum, þar sem sjálfsagt þykir að fram fari opinská, kryfjandi um- ræða um margvísleg pólitísk og félagsleg ágreiníngsmál eða aðsteðjandi vanda? í stómm dráttum má segja, að kínversk börn haft mun sterkara taumhald á tilfinn- ingum sínum, heldur en norræn börn. Einnig taka kínversk böm í öllu sínu atferli í miklu meira mæli mið af samfélagslegum reglum, skorðum og stöðluðu mynstri, en norræn börn em á hinn bóginn miklu hneigðari til einstaklingshyggju. Samt sem áður er vel hægt að greina nokkurn mun í þessum efn- um, eftir því hvort um stúlkur eða drengi er að ræða, og má vel vera að þar skipti mismunur í erfðaeiginleikum vissu máli. Það er áberandi hvað kínversk börn á forskólaaldri láta miklu sjaldnar reiði eða ólund í ljós heldur en norræn börn á sama reki; þau kínversku fyllast síður ótta eða láta bera á sámm vonbrigðum. Kínverskum börnum er það tamast að byrgja vonbrigði og reiði hið innra með sér og láta sem allra minnst á slíkum tilfinningum bera — þau bregða fremur á það ráð að verða skömm- ustuleg, sorgbitin eða fara að gráta. Um það bil fimmti hver norrænn smá- drengur sýnir á hinn bóginn annað hvort alls engin viðbrögð við svipaðar kringum- stæður eða hann grípur til blótsyrða eða fer í fylu. Að því er stúlkur varðar þá bregst fimmta hver norræn stúlka við sámm von- brigðum með því að fara í fýlu, sýnir engin viðbrögð eða þýtur inn í herbergið sitt. Skólabörn á Norðurlöndum, einkum þó strákar, slást gjaman, þegar þeim þykir sér misboðið eða reyna að fá einhvem fullorðinn sér til hjálpar eða fá félaga sinn til að veita sér lið. KÍNVERJAR SJÁLFUM SérNæstir Þegar Solvig Ekblad spurði bömin, hver annaðist uppeldi þeirra, nefndu sænsk böm oftast móður sína eða — og það í ófá skipti — „ég sjálf(ur)“, eða báða foreldrana eða annað þeirra. Kínversku bömin nefndu á hinn bóginn ekki einungis foreldrana sem helztu uppalendur sína, heldur líka áhrifaað- ila utan heimilis eins og til dæmis kennara eða leiðtoga kommúnistaflokksins. Sé litið á viðhorf bamanna til annars fólks í umheimi þeirra, kemur einnig fram greinilegur munur á afstöðu kínverskra og norrænna bama. Böm á Norðurlöndum hafa áberandi mikinn áhuga á umheiminum; þau vilja stuðla að friði, auka réttlæti í heiminum og veita fátækum þjóðum hjálp. Kínversk böm nefna í þessu sambandi eink- um fólk í næsta nágrenni við þau sjálf — íuppeldi barna sinna setja Norður- landabúarsér vissulega önnur markmið en tíðkastíAustur Asíu, easamter áreiðanlega margt, sem hægt erað læra af Kinverjum í barnauppeldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.