Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 7
Vesturlandabúum sem gista Kína kemur það oft mjög á óvart, hve háttprúð og hlíðin kínversk böm em. Reiði og óánægju fela þau vandlega innra með sér. Spurningin er svo, hvert gjaldið sé fyrir svo mikinn sjálfsaga. fólk, sem þarfnast hjálpar af ýmsu tagi. Þau eru líka í mun ríkara mæli en þau norrænu innstillt á og staðráðin í að afla sér menntunar í alveg ákveðnu augnamiði, vilja leggja fram sinn skerf til þróunar lands síns og geta orðið heimili sínu og fjölskyldu til hjálpar. Enda þótt kínversk böm eigi núorðið til- tölulega greiðan aðgang að sjónvarpi heimafyrir, sitja þau langtum skemur og sjaldnar fyrir framan skjáinn heldur en böm á Norðurlöndum, og einkum í Svíþjóð. Þann- ig reynist það einungis vera um 3% af kínverskum bömum sem yfírleitt horfa á sjónvarp á sunnudögum. Kínverskir foreldr- ar vemda líka böm sín miklu meir fyrir öllu sjónvarpsefni með ofbeldi sem ívaf; em Kínverjar mun aðgætnari og strangari í þessum efnum heldur en foreldrar almennt á Norðurlöndum. Þess háttar geðvernd, sem kínversk böm njóta beinlínis umfram nor- ræn börn, gæti ef tii vill skýrt að nokkm leyti þá staðreynd, að nær engin kínversk böm skuli láta í ljós, að þau séu brædd við stríð eða séu hrædd um líf sitt og limi í umferðinni í stórborg eins og Beijing t.d. Norræn böm segjast aftur á móti vera hrædd við dauðann í fleiri tilvikum en kínversk böm. AUSTUR OG VESTUR í vissum atriðum er mismunurinn á upp- eldi kínverskra og norrænna bama mjög mikill. Á Norðurlöndum — eins og reyndar yfírleitt á Vesturlöndum — miðast bama- uppeldið framar öllu við að bamið þróist upp í að verða sjálfstæður einstaklingur, en hið strangara kínverska uppeldi miðar fremur að því að móta viðhorf og atferli hinna uppvaxandi í samræmi við markmið og staðla heildarinnar. Líkamleg snerting milli bama og foreldra er mun meira við- höfð hjá Kínvetjum heldur en hjá Norður- landabúum. Kínverskir foreldrar fara meira höndum um böm sín, svo að segja, heldur en við eigum að venjast. Þeir bera bömin gjaman með sér, þegar þau em enn á unga aldri, reyna jafnvel að móta þau líkamlega eftir kínverskum smekk með því að reyra útlimi bamanna í fmmbemsku. Vesturlandabúar leggja sérstaka áherzlu á frelsi í uppeldi barna sinna, en Kínveijar leggja höfuðáherzluna á félagslega skipan allra mála og á góð og náin samskipti milli einstakra fjölskyldumeðlima. í Kína em það reyndar ekki foreldramir einir sér, sem telj- ast bera ábyrgð á uppeldi barnanna heldur eiginlega allir eldri meðlimir ^ölskyldunnar, einnig kennarar, félagar og stundum jafn- vel starfsmenn Kommúnistaflokksins á viðkomandi svæði. Að hlýða forráðamönnum og þeim sem eldri em, er alveg sjálfsagður hlutur í augum kínversks bams; að óhlýðn- ast þeim, sem eldri em, er alvarleg yfírsjón og ljótt framferði. Norðurlandabúum fínnast þessi hefð- bundnu viðhorf mjög framandleg. Það sem þó kemur mönnum ennþá meira á óvart er sú bannfæring á árásarhneigð í atferli bamsins, sem virðist snar þáttur í uppeldis- mynstri Kínvetja og grandvallast á ár- þúsunda gamalli hefð þeira. Yfirborðið Slétt Og Fellt Kínverskum bömum lærist snemma að hafa nær fullt taumhald á tilfinningum sínum, bæla niður reiði og dylja vonbrigði og sorg. Þetta hefur auðvitað vissar sálræn- ar afleiðingar í for með sér og er þá hluti þess gjalds, sem kínverskt bam verður að greiða fyrir sjálfstjóm, sem það tekur snemma að búa yfír. Sú mikla áherzla, sem í uppeldinu er lögð á að bæla niður árásar- hneigð og áreitni í atferli kínverskra bama, getur í mörgum tilvikum leitt til líkamlegra sjúkdómseinkenna síðar eins og magakvilla, höfuðverks og tmflana á svefni. Eitt þýðingarmesta tækið í kínversku bamauppeldi er sú aðferð að láta bam, sem gert hefur einhvetja uppsteit eða óhlýðnast fyrirmælum, fínna greinilega fyrir selrt sinni frammi fyrir hópnum. Bömin verða snemma — til dæmis strax á þeim aldri þegar þau em farin að sækja dagvistunarstofnanir — að láta sér skiljast, að það er hópurinn, sem er æðsta dómstig varðandi velþóknun eða vanþóknun á hegðun og atferilsmynstri. Ef einhvetjum einstaklingi verður á í mess- unni, bakar hann sínum nánustu og líka félögunum í hópnum sínum smán og ama. Með beinum og mjög ákveðnum þrýstingi frá hópnum sveigist atferli einstaklingsins því óumflýjanlega inn á þær félagslegu réttu og skaplegu brautir, sem þjóna markmiðum heildarinnar. LÝSANDIFORDÆMI Það hefur alla tíð þótt afbragðsgóð að- ferð í uppeldismálum að hafa lýsandi fyrir- mynd tiltæka til að leiða bamið í uppvexti inn á réttar brautir. Yngstu bömin nefna oftast mömmu og pabba sem sínar helztu fyrirmyndir; eldri bömin vilja fremur líkjast íþróttahetjum, frægum kvikmyndaleikumm o.þ.h. í Kína var það á sínum tíma hið dáðríka ungmenni Lei Feng; hann var fædd- ur 1944 en dó árið 1963 af slysförum. Lei Feng var um skeið merkasta fyrirmynd uppvaxandi kínversks æskufólks: Á aðeins tuttugu og tveggja ára æviskeiði sínu megn- aði Lei Feng að framkvæma fjölmörg góð og þörf verk, sem áhrifamikil áróðurstæki sáu síðar um að básúna rækilega út í yztu afkima hins risavaxna þjóðlands. Lei Feng varð sá, sem ungir og upprennandi Kínveij- ar vildu helzt af öllu líkjast í stóm sem smáu. Fjórmenningaklíkan alræmda tók sig aft- ur á móti til og felldi þessa miklu fyrirmynd kínverskrar æsku af stalli — myndir, styttur og áminningarborðar hurfu úr augsýn al- mennings í menningarbyltingunni svo- nefndu. En Lei Feng hlaut þó síðar fulla uppreisn æm á nýjan leik. Minningarhöllin um þessa kínversku æskulýðshetju í Beijing, sem verið hafði lokuð um langan tíma, hef- ur t.d. núna verið opnuð aftur, og myndir af honum með hvatningarorðum til æskunn- ar um að taka hann sér til fyrirmyndar, sjást nú víða í Kínaveldi. Ný hetja og fyrir- mynd hefur auk þess skotið upp kollinum fyrir skömmu. Það er Deng Pufang, sonur forsætisráðherra Kína, Den Xiaopeng. Deng Pufang er formaður Samtaka fatlaðra og lamaðra í Kína, en hann hafði slasast mik- ið, þegar honum var varpað út um glugga á Háskólanum í Beijing í því ofbeldisróti sem ríkti í menningarbyltingunni. GottOgIllt Þau feiknalegu ódæði og margvíslegu hryðjuverk, er framin vom á tímum svokall- aðrar menningarbyltingar, sem forsprakkar Kommúnistalokks Kína áttu upptökin að og hvöttu ákaft til fyrir 15 ámm, er afar erfitt að skýra í rótgrónu menningarsamfélagi, sem hefur megna andúð á ofbeldi og árásar- hneigð. Sú válega eyðingaralda, sem fór nánast eins og eldur í sinu um Kínaveldi, kostaði um það bil eina milljón Kínveija lífíð, og vom menntamenn í miklum meiri- hluta þeirra, sem myrtir vom. Tjónið á ýmsum menningarverðmætum varð gífur- legt — að sumu leyti óbætanlegt og ómetanlegt. Enn þann dag í dag hefur landið ekki náð sér að fullu eftir þau her- virki, þótt allt sé með eðlilegu móti á yfirborðinu. Kínveijum sjálfum reynist örð- ugt að botna til fulls í því, hvemig hefð- bundinn hugsunarháttur þeirra og friðsamlegt atferli gat beðið svo herfilegt skipbrot í svo stómm stíl og svo fyrirvara- lítið eins og reyndin varð. Bamauppeldi í Kína og á Norðurlöndum miðast við að ná ólíkum markmiðum og er hagað á mjög ólíkan hátt. Sálfræðingurinn dr. Solvig Ekblad segist gjaman vilja halda til haga hinu bezta í uppeldisvenjum þess- ara tveggja menningarsamfélaga. Einn er annars sá þáttur í kínversku bamauppeldi, sem einnig hefur mikla þýðingu: Baminu er á unga aldri kennt að greina á milli góðs og ills eða hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á Norðurlöndum fer það, því miður, í vöxt að bömum séu ekki lengur veittar neinar ákveðnar og ófrávíkjanlegar leiðbeiningar í því að greina milli þess, sem er rétt og þess, sem er rangt, og verða norræn böm því oftast að þreifa sjálf fyrir sér í þeim efnum. Óvissa um svo þýðingarmikil atriði verður oft til að hamla eðlilegum siðgæðis- þroska hjá norrænum bömum og veldur þeim innri óróa og greinilegu óöryggi. í Kína ríkir á hinn bóginn engin óvissa að þessu leyti. Sveinn Ásgeirsson þýddi úr Veckojournalen. Afinæliskveðja úrÁmesþingi EFTIR SÉRA SVEINBJÖRIW SVETlSrRJÖRNSSON Eg sit við skrifborðið mitt, það stendur við glugga sem snýr í vesturátt. Þar höfum við átt margar stundir saman í þau fjömtíu og tvö ár, sem ég hef þjónað Hmnapresta- kalli. Fyrir framan mig liggur Biblían. Eg ætla að fara að opna hana og leita að texta fyrir kveðjuræðuna. En í þetta sinn gerist þess ekki þörf, því áður en ég legg hönd á helga bók hefur rödd úr æðri veröld hvíslað að mér þeim orð- um úr þessari bók, sem ég á að nota. — Eg lyfti höfði og beini sjónum mínum út um gluggann og við blasir hinn gamli en síungi vinur, hinn djúpi fagri faðmur fjallanna í Ámesþingi, sem hefur gefið mér svo margar gleðistundir. Nóvember- mánuður hefur hafíð göngu sína með okkur inní skammdegismyrkrið, jörðin er auð, heiður himinn. Víða r?sa gufu- strókar frá hvemm og úr borholum. Og þótt undarlegt kunni að virðast þá minnir þessi sjón mig á tveggja aldar afmæli höfuðborgar okkr. í tilefni af þessu afmæli hefur margt verið vel gert og sumt með ágætum. Eða mun ekki sjálfur afmælisdagurinn lengi lifa í minnum þeirra er vom í mið- bænum þennan dag eða sátu við sjón- varpið sitt? Þó verð ég að játa að það sem hefur glatt mig sérstaklega við hveija komu til Reykajvíkur á árinu og um leið minnt mig á afmælið em þær súlur sem framhjá er farið um leið og ekið er inn í bogarlandið. — Þær era sex að tölu og verða því bjartari sem myrk- rið í kringum þær er svartara. Og höfuð þessara súlna minna á eitt af meistar- verkum Einars Benediktssonar sem hefst með þessum orðum: „í svanalíki lyftist moldin hæst.“ Og tónar Sigvalda Kalda- lóns við textann óma hið innra og hjálpa huganum að hefja sig í hæðir. Annað er það þó sem dýpst hefur snortið mig og lengst mun minna mig á afmælisárið. Það var hvorki hugsað né framkvæmt í höfuðborginni, heldur á eignaijörð hennar á Nesjavöllum í Grafn- ingi. Lengi hefur það verið vani minn að ganga út á dyrapall þegar líður á kvöldið, til þess að bjóða vinum mínum, sem úti sofa, góða nótt og um leið að njóta fegurðarinnar, sem nær hámarki þegar sól er að setjast í Brúarárskörðum um Jónsmessuleytið. — Að kveldi dags þann 26. febrúar gekk ég út að venju og litaðist um. Kyrrðin var næstum al- ger og hvíta logn. Og sem ég stóð þama varð ég ásjáandi að einu af dýrðarverk- um skaparans í ríki náttúmnnar, þetta sem við fáum að sjá aðeins einu sinni og aldrei meir. Vestur á Nesjavöllum byijuðu að rísa súlur, gerðar af gufu, sex að tölu og allar eins. Þær risu hærra og hærra hvítar og teinréttar uns þær gnæfðu yfír öll nálæg íjöll og sjálft af- mælisbamið, Reykjavíkurborg, blasti við. Þegar hér var komið var sól að setj- ast að baki og hinn hvíti litur breyttist í gullinn roða. Um leið var eins og lítil hreyfíng kæmi á súlumar. Þær lutu all- ar höfði í átt til afmælisbamsins eins og þær væm að færa því óskir sínar og kveðjur. Þegar hér var komið gekk ég inn til þess að festa þessa mynd í huga áður en hún breyttist og hyrfí. í þann mund er ég var að sofna um kvöldið og var að hugsa um táknmál þessarar sýnar, rifjaðist upp fyrir mér frásögn úr Biblíusögunum er ég fyrst lærði í bamaskóla. Þar var sagt frá því, að þegar ísraelsmenn vom á heimleið úr ánauðinni í Egyptalandi þá hafí Drott- inn sjálfur farið fyrir þeim, á daginn í skýstólpa en um nætur í eldstólpa. Afmælisóskir úr Ámesþingi til Reykjavíkur að íbúar hennar og lands- menn allir fari að fordæmi hinnar fomu þjóðar í austri: að hún fylgi Drottni sínum og Herra eins og hún gerði á liðn- um öldum á leið sinni í gegnum dimma dali, inn á þær grænu gmndir er við nú lifum á. Höfundurinn hefur nýlega látið af embætti sem sóknarprestur i Hruna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. FEBRÚAR 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.