Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 2
Átta ljóð eftir JORGE LUIS BORGES Sigurður A. Magnússon íslenskaði Draumurinn Meðan klukkur miðnættis sólunda ríflegum tíma ætia ég að fara lengra en skipverjar Ódysseifs til landsvæða draumsins, sem eru ótilkvæm mennskri minningu. Úr þessum undirdjúpum bjarga ég brotum sem eru skilningi mínum óþrotleg: jurtum úr frumstæðri grasafræði, allrahanda dýrum, samræðum við framliðna, ásjónum sem ævinlega eru grímur, orðum úr eldfornum tungum og á stundum hryllingi ólíkum öllu sem dagurinn getur fært okkur. Ég verð allir eða enginn. Ég verð hinn sem ég er án þess að vita það, sá sem horft hefur á hinn drauminn, vöku mína. Hann íhugar hana mæðurór og brosmildur. Sjálfsmorðinginn Ekki ein einasta stjarna verður eftir í nóttinni. Ekki heldur nóttin sjálf. Ég dey og með mér summan af óþolandi alheimi. Ég afmái pýramídana, minnispeningana, meginlöndin og andlitin. Ég afmái samanlagða fortíðina. Ég gerí söguna að dufti, fánýti og hjómi. Nú horfí ég á hinsta sólsetur. Ég hlusta á síðasta fuglinn. Ég ánafna neindina engum. Eg er Ég er sá sem veit sig engu síður hégómlegan en hégómlegan áhorfanda sem í spegli þagnar og glers fylgist með spegilmynd eða líkama (það er eitt og sama) bróður síns. Ég er, þöglu vinir, sá sem veit að ekki er til önnur hefnd en gleymska né önnur fyrirgefning. Einhver guð hefur fundið mennsku hatri þessa kynlegu lausn. Ég er þráttfyrir mörg og merkileg ferðalög sá sem aldrei hefur ráðið framúr völundarhúsi tímansíeintölueðafleirtólu.þreytandiogfurðulegu, og er handa einum og öllum. Ég er ekkert, sá sem aldrei beitti sverði í orustu. Ég er bergmál, tóm, neind. Aðuren bamingsmenn Ódysseifs fengju þurrausið hið víndökkva haf, get ég giskað á óútskýranleg form þess forna guðs sem nefndur var Próteifur. Hann hélt ölduhjörðum sjávar til haga og átti spádómsgáfu, kaus að fara leynt með kunnustuna og tvinna saman tvíræð goðsvör. Að kröfu manna hrá hann sér í Ijónslíki eða eldslíki brennanda eða líki trés sem varp forsælu á fljótsbakkann eða líki vatns eða týnist í vatninu. Láttu ekki hugfallast yfir Próteifi hinum egypska, þú sem ert í senn einn maður og margir. Brunanburh, 937 e.Kr. Enginn við hlið þér. í gærkvóld felldi ég mann í orustu. Hann var kappsfullur og hávaxinn, afhreinum ættlegg Anlafs. Sverðið smaug inní brjóstholið, lítið eitt til vinstri. Hann steyptist til jarðar og var hlutur, æti handa hröfnum. Til einskis bíðurðu hans, kona sem éghefekki augum leitt Þau munu ekki bera hann heimleiðis skipin sem flúðu yfir hin gulu vötn. f afturelding mun hönd þín leita hans útúr draumnum. Hvíla þín er kóld. I gærkvöld felldi ég mann í Brunanburh. Útlaginn (1977) Einhver rekur götuslóða íþóku og hefur gleymt konungi sínum, sem var í Tróju fyrír svo mörgum árum; einhver hugsar um erfðalönd sín og nýja plóginn og son sinn og er kannski ánægður. Innun endimarka heimskringlunnar steig ég, Ódysseifur, niðrí Höll Hadesar og sá skugga Þebverjans TíresSasar sem leysti ástir snáka úr læðingi og skugga Heraklesar sem drepur skugga ljóna á sléttunni og dvelst samtímis á Ólympstindi. Einhvergengur um strætin ídag — Bolívar, Chile — kannski ánægður, kannski ekki. Ég vildi ég gæti veríð hann. minningu Angelicu* Hversu margar hugsanlegar ævir hafa slokknað í þessum látlausa og agnarsmáa dauða, hversu margar hugsanlegar ævir sem forsjónin færir minningunni eða gleymskunni? Þegar ég fell frá deyr tiltekin fortíð; með þessu blómi hefur framtíð dáið í tillitslausum vötnum, óvarin framtíð sem stjörnurnar lögðu í rúst. Einsog hún er ég líflaus gagnvart óþrotlegum örlögum sem hendingin býður ekki framar; skuggi minn leitar þorrínna goðsagna um föðurland krýnt ævarandi sæmd. Marmarahella hirðir um minningu hennar; yfir okkur vex ógnvæn sagan. •Angeliea, frœnka skáldsins, drukknaði í sundlaug sex ára gömul. Angelica er líka alþjóðlega heitið á hvönn. 1 otragnpir Edda Islandorum eftir Snorra, eintak affyrstu útgáfu, prentað í Danmörku. Bindin fimm af verkum Schopenhauers. Bindin tvö af Ódysseifskviðu Chapmans. Sverð sem stríddi í eyðimörkinni. Indíánaþyrnir með snáksfæti sem afi minn kom með frá Lima. Prísma úr kristalli. Nokkrar tærðar Daguerre-myndir. Hnattiíkan úr tré sem Cecilia Ingenieros gaf mér og faðir hennar átti. Stafur með bogadregnu handfangi sem ég gekk við um sléttur Amrfku, í Kólombíu og í Texas. Ýmsir málmhólkar með skírteinum. Las Empresas eftir Saavedra Fajardo, bundin fþefgóð spænsk spjöld. Endurminning um ákveðinn morgun. Ljóðlínur eftir Vergilíus og Frost. Röddin hans Macedonio Fernandez. Astríki og samræður fáeinna vina. Vissulega eru það töfragripir, en gagnslausir gegn myrkrinu sem ég get ekki nefnt, gegn myrkrinu sem ég má ekki nefna. Argentfnska skáldið Jorge Luis Borges (1899-1986) var fæddur í Buenos Aires, en menntaður f Evrópu. Árið 1921 sneri hann aftur til heimalandsins og gerðist einn af frumkvöðlum ultraista-hreyfingar- innar og stofnaði ásamt fleirum módernistatfmaritið Proa. Meðan hann var að ná sér eftir sjúkdóm samdi hann fyrstu smásögu sfna, en hafði áður einkum fengist við ljóðagerð og gagnrýni. Sögurnar gerðu hann heimsfrægan, þó margir telji Ijóðlist hans standa enn fram- ar. Af ýmsum er Borges talinn mesti snillingur sem skrifað hefur á spænska tungu eftir Cervantes, enda var hann hvað eftir annað ssemd- ur alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum. Hann hafði sérstakt dálæti á fslenskum fornbókmenntum og kom á efri árum f þrjár „pflagrfms- ferðir" til Islanda (1971, 1976 og 1978). Hann var blindur sfðustu áratugi ævinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.