Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1987, Blaðsíða 3
E r l-BBWr 11 @ i) @ @ 0 a b a (a a m ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Harakfur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías iohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjórnarfulitr.: Gísli Sigurðsson. Augtýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100. * w Norður- landalist frá því um aldamót hefur verið kynnt heims- byggðinnim m.a. með sýningu í París, sem Laufey Helgadóttir segir frá. Þama er einn af okkar mönnum, Þórarinn B. Þorláksson og margir úrvals listamenn frá hinum Norð- urlöndunum, enda stóð norræn myndlist að ýmsu leyti í blóma um þetta leyti. Sjöan frá BMW hefur verið endumýjuð og með þvflíkum metnaði bílasmiðanna í Miinchen, að þýzk bílablöð tala nýja viðmiðun í flokki lúxusbíla, enda fær sjöan fleiri stig en Benz og Jaguar. Jón B. Þorbjömsson bílaverk- fræðingur skrifar um þennan nýja gæðing. Forsíðan Á myndinni er Edda Jónsdóttir grafíklista- kona við pressuna á grafíkverkstæði sínu og að baki má sjá nokkrar myndir listakon- unnar, sem verða á sýningu hennar í nýjum sýningarsal Gallerís Borgar í Austurstræti, þar sem verzlunin Torgið var áður. Ljósm. Lesbók/Ámi Sæberg Stórskáld af írlandi er kynnt í þessu blaði: Seamus Heaney, sem ljóðelsk þjóð eins og við teljum okkur vera, hefur gott af að kynnast. Grein- in um Heaney er þýdd, en Karl Guðmundsson leikari hefur þýtt nokkur ljóð eftir skáldið. Gaukurinn og regnið Jónúr Vör þýddi Allar gáttir himinsins hafa opnast. í stríðum straumum fellur regnið yfir landið og fólkið við vinnu sína, húsin, sem standa á gömlum trjábolum, eru eins og skip á bárum, vinnudýrin og amboðin synda í eðjunni og minna okkur á fiska, ef einhver hefði rænu á að hugsa. Svo er allt afstaðið jafn skyndilega og það byrjaði. Kvöldsólargeislar varpa sér yfír grasið og bylgjur akranna, allt verður að glóandi gulli og gimsteinum. En samt hefur óttinn grafíð sig djúpt inn í brjóst manna og dýra. Skáldin segja: Nei, það tekur því ekki að fella nokkur vesöl tár í þetta mikla haf. En við, vinnuþrælarnir, sem eigum hér heima, sumir aðkomnir úr fjarlægum stöðum, erum stundum þöglir, tveir og tveir, tvö og tvö, ungur piltur og stúlka, við tökumst í hendur svo lítið ber á, og bíðum náttmála og hvíldarstundanna, þegar við getum, eins og hin vinnudýrin, varpað af okkur okinu. Þá gellur við rödd gauksins Flýtið ykkur, hrópar hann, slítið af ykkur allar viðjar. Svo hefur hann kallað í þúsund ár. Ó, gaukur, gaukur, ertu nú að kalla á okkur, sem elskumst en eigum engan samastað í regninu og storminum, ertu að segja okkur að fara heim, hinn mikli hvíldardagur okkar sé loksins runninn upp, ó, gaukur, gaukur, ertu að segja það? Alþýðusöngur frá landinu ókunna, enginn veit hvar eða á hvaða öld hann hefur verið ortur, hver eða hverjir hafa fært hann í letur. Lítil þúfa . . þingmanna hlassi átt er svo ill að einungi dugi; að minnsta kosti er nýja kosningakerfið ekki svo með öllu illt, þó að því hafi verið sendur nokkuð tónninn eftir reynsluna í vor. Reynslan staðfesti tvö aðaleinkenni kerfisins. í fyrra lagi er það aldeilis yfirgengilega margslungið og lítt skiljanlegt. I síðara lagi er því svo háttað að smábreytingar í einu kjördæmi geta haft sprenghlægilega víðtæk áhrif á úrslit hér og þar um landið; þetta var nógu flókið í gamla kerfinu sem bliknar þó gersamlega við hliðina á því nýja, af því að nú er úthlut- un uppbótarsæta hvers flokks svo mikið háð því hvar hinir flokkarnir eru búnir að fá jöfnunarsæti á undan. Af þessu tvennu leið- ir óhjákvæmilega líka hið þriðja: Hinar óralöngu afleiðingakeðjur smábreytinga á fylgi, þær em auðvitað jafn flóknar og óskiljanlegar og annað í kerfinu, og þess vegna öldungis ófyrirsjáanlegt fyrir kosn- ingar hvemig jöfnunarsætin falla. Þetta er að ýmsu leyti vemlega til bóta, og em líklega tveir meginkostimir. Annar kosturinn er sá, að líkumar á því aukast til muna fyrir hvem einstakan kjós- anda að eitthvað velti einmitt á hans eina atkvæði. Að vísu munaði hvergi í síðustu kosningum svo mjóu, en ýmsar breytingar hefðu ekki þurft að nema meira en fáum tugum atkvæða, jafnvel ekki það, til að hafa víðtækar afleiðingar, þannig að mögu- leikinn var alls ekki langsóttur að einhvers staðar kynni að velta á einu. Nú er það einmitt eitt af vandamálum fulltrúalýðræðisins hve glöggt kjósendur hljóta hver og einn að finna til vanmáttar síns: Hvenær í ósköpunum á nokkur hlutur eftir að ráðast af einmitt mínu atkvæði? Hvað þýðir eiginlega fyrir mig að vera að standa í því að kjósa, jafnvel að hafa áhyggj- ur af því fram og aftur hvemig ég eigi að veija atkvæði mínu, þegar það breytir svo örugglega aldrei neinu? Mér er jafnvel sagt að í vissri tegund af stjómmálafræði sé það meiriháttar vísinda- leg ráðgáta hvers vegna í ósköpunum kjósendur kjósa; eftir kenningunni væri nefnilega svo miklu rökréttara að þeir kysu einmitt ekki, fyndist það ekki ómaksins vert. Nú, blessað nýja kosningakerfið, sem eykur svo stórlega líkumar á því að hvert eitt atkvæði ráði úrslitum um eitthvað, það er að þessu leyti greinilega til bóta; það hlýtur að gefa kosningarathöfninni aukið gildi í vitund hvers kjósanda; ætli það heiti ekki að „styrkja innviði lýðræðisins"? Ráði úrslitum um eitthvað. En um hvað? Það er kjósandanum fyrirfram hulin ráð- gáta. Jú, raunar er hugsanlegt að atkvæðið hans bæti við flokkinn hans heilu þingsæti, annað hvort í því tiitekna kjördæmi eða í heildarúthlutuninni (og hjá Framsóknar- flokknum getur þetta tvennt jafnvel farið saman). En það er ekkert sennilegra en í gamla kerfinu. Hin auknu líkindi era til þess að atkvæðið eina láti heila ranu jöfnun- arþingsæta steypa stömpum út og suður um landið, á aldeilis ófyrirsjáanlegan hátt. Þess vegna hefur nýja kerfið þann megin- kost, að það freistar kjósenda lítið til að spekúlera í nýtingu atkvæðanna. í gamla kerfinu var alltaf talsverð freisting að kjósa gegn sannfæringu sinni til þess að hafa einhver tiltekin áhrif á uppbótarsætin. Það var kannski bara einn flokkur í kjördæminu sem maður taldi hafa möguleika á upp- bótarsæti, og þá vildi maður kannski, eða vildi eftir atvikum einmitt ekki, styðja hann; en nú er þetta svo blessunarlega margslung- ið að það tjóar ekkert að reyna að spá í það fyrirfram. Nýja kerfíð veitir kjósendum sem sagt ekki aðeins aukna ástæðu til að neyta at- kvæðisréttar síns. Það gefur þeim líka aukið tilefni til þess að kjósa einmitt það framboð- ið sem þeim geðjast best að, í stað þess að gufla út í baráttu sæti eða ónýtt atkvæði. Það er kannski rétt að endurskoða kosn- ingalögin, þótt ung séu, en helst ættum við nú ekki að svipta þau þessum góðu kostum. HELGI SKÚLI KJARTANSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30 MAÍ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.