Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 7
 Dómurinn, 1957. um var Flóka falið að teikna ákveðin við- fangsefni, vegna þess að eitthvað hafði rekið á flörur blaðsins, sem þótti í sérstöku sam- ræmi við myndheim hans, eða stíl. Honum fannst hann komast í feitt fyrir nokkrum árum, þegar hann var beðinn um myndlýsing- ar við Gargantúa, klassískt 15. aldar ritverk eftir Rabelais. Þar var hann á heimavelli. En stundum kom Flóki og falaðist eftir verkefnum; sagði, að nú áraði ekki sem bezt fyrir viðkvæma snillinga. Það vantaði „mo- neypeninga" í svipinn. En hann var annars ekki að beija sér. Hann talaði fátt um sína hagi, en það var hægt að finna hvað honum leið. Uppá síðkastið fannst mér undirtónninn svartsýnni og dýpra á gleðinni. Ég skynjaði vonbrigði hans vegna þess að síðustu sýning- ar hans skiluðu ekki þeim árangri í sölu, sem hann hafði vonazt eftir. í vaxandi mæli gætti þess einnig, að gagnrýni um sýningar hans væri vandræðaleg, líkt og gagnrýnendum fyndist þeir margbúnir að segja það sama og væru ekki færir um að leiða neitt nýtt í ljós. Gliman við Bakkus var örðug síðasta áfangann og þótt gríman væri aldrei fjærri til að bregða upp, skynjaði maður eitthvað, sem mér þótti sárt að horfa á og verkaði eins og innri kvöl. Hafi Flóki verið einfari í eðli sínu, sem ég hygg að sé rétt, var hann einnig sér á bás í listinni. Kóloristinn úr skólanum afneitaði lit að mestu og það lengsta sem hann gekk í þeim efnum var að taka sér rauðkrít í hönd. Hann gerðist maður línunnar og ævinlega var hún fínleg eins og listamaðúrinn sjálfur. Það fór ekki milli mála, að hann var teiknari af guðsnáð. Stundum hefur hann verið dreginn í dilk með súrrealistum, en það stenzt tæp- ast. Fantasíur hans eru allar úr heimi bókmennta og vísast er hann skyldari mönn- um eins og Odilion Redon, Böcklin og Aubrey Beardsley. Persónumar á leiksviði Flóka eru einatt „yndislega úrkynjaðar" svo sem sagt var um yfirstéttarkonur Vínarborgar um alda- mótin. Karlamir em stundum útlifuð gamal- menni, en samt að vasast í syndinni; stundum varúlfar, stundum kýklópar. Kvenverumar em þó oftast fyrirferðarmeiri, lostafagrar í spillingunni, dækjur með vansköpuð illfygli í kringum sig. í þessum „ormagarði nomanna" var Flóki í essinu sínu. En samt eins og séra Sigurður í Holti orti um Halldór Laxness: ...alltaf á verði og ögn til hliðar við aðra menn. GÍSLI SIGURÐSSON homið. Hann var um tíma í sinni ástkæm Kaupmannahöfn og nærri ár vestur í Cleve- land í Bandaríkjum, en það breytti engu fyrir hann; myndheimur hans hélt áfram að vera sá hinn sami, byggður á bókum frá síðustu öld og aftar úr tímanum. Hann leitaði fanga hjá „skuggadrengjunum" sínum eins og hann kallaði þá; 18. og 19 aldar höfundum eins og De Sade, Rimbaud, Heine, Lautréamont, Baudelaire, Strindberg og Poe, en einnig hjá höfundum miklu aftar úr tímanum, þar á meðal bókum um flölkynngi. Ég hygg, að hann hafi teiknað eitthvað í Lesbókina á hveiju einasta ári undanfama tvo áratugi og síðustu myndina, sem birtist á forsíðu Lesbókar síðastliðinn laugardag, kom hann með viku áður en hann lézt. Stund- Tetknað fyrír Lesbók: Við sögu Jónasar Hallgrímssonar: Stúlkan í turninum. áður en ég varð sjálfur læs. Hún er magnað- ur persónuleiki, móðir mín - og henni verður allt að stórbrotnum lífsmyndum og hún las fyrir mig af mikilli ánægju og inniifun. Þær amma og hún voru alltaf heima. Amma fór næstum ekki út, nema þegar hún skrýddist peysufötunum og fór á miðilsfundi. Hún var sérkennileg kona. Hún var spíritisti og skyggn g'álf... Ég fór oft með henni til Láru miðils. Eg beið yfirleitt í eldhúsinu og heyrði í verun- um að handan innan úr stofu". Flóki er einn þeirra listamanna, sem staðið hafa í sérstöku sambandi við ömmu sína. Á bamsaldri svaf hann í sama herbergi og hún. Amman safnaði blöðum og hafði inni hjá sér fjölda af köttum og fugla hafði hún í búrum. En þegar Flóki var kominn af unglingsaldri búinn að njóta tilsagnar hjá Jóhanni Briem og Sigurði Sigurðssyni og vera hjá Hjorth Nielsen í Konunglega fagurlistaskólanum í Höfn, fór hann að setja svip á bæinn og þá hittumst við stundum á Laugavegi 11, sem þá var samkomustaður skólanemenda, lista- manna og rithöfunda og margt spaklegt hjalað yfír súkkulaðibollum og ijómavöfflum. í fyrri bókinni um Flóka, sem út kom 1963, segir Jóhann Hjálmarsson skáld svo frá k)mn- um þeirra Flóka á Laugavegi 11: „Einn dag árið 1958 var ég kynntur þar fyrir viðkvæmnislegum og feimnum ungum spjátrungi klæddum grænum flauelisfötum, heljarstórri slaufu sem minnti á fiðrildi úr ævintýrum, utanyfír í gráum rykfrakka og með hanska á höndum. Augnaráðið var flótta- legt, bak við gleraugu flöktu augun eins og bláir fuglar í búri, munnurinn eins og fram- andi jurt sem ýmist lokar krónu sinni eða opnar, kinnbeinin slavnesk, hárið mikið og féll í dökkum liðum, andlitið fölt eins og sum- artungl, handtakið það kraftlausasta sem ég hafði þá nokkumtíma kynnst. Hann talaði með höndunum og þau fáu tilviljunarkenndu orð sem hann sagði eins og send til að dylja það sem honum bjó raunverulega í hug. í fari þessa unga manns var eitthvað sem stakk í stúf við allt umhverfið og það sem venjuleg- ur íslendingur á að venjast". Síðari bókin um Flóka kom út seint á síðast- liðnu ári; útgefandinn einn af vinum lista- mannsins, Úlfur Hjörvar, og í formála segir Aðalsteinn Ingólfsson mjög réttilega: „Um sjöunda áratuginn miðjan tók reyk vískur piltur ákvörðun sem á sér enga hlið- stæðu í íslenzkri listasögu, nefnilega að afneita henni alveg og skapa sér myndveröld svo langt utan við endamörk hennar, að þang- að kæmist aðeins fúglinn fljúgandi. í einni svipan sagði hann skilið við helztu stefnur og strauma tuttugustu aldar myndlistar og þann hugsunarhátt sem þeim fylgdi, og hvarf aftur til nítjándu aldar og á stundum aftur í gráa fomeskju". Það breytti engu þótt tíminn liði; nýjar' stefnur gengu yfir eins og hæðir og lægðir, en alltaf hélt Flóki sig við sama heygarðs- Skriftafaðirinn, 1976. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNÍ 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.