Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Page 7
GUÐBRANDUR
SIGLAUGSSON:
Orfeus
úr draumi
Um konuna sem leiðátti hjá brunninum
læddist grunur um gítar í runna
Hliðið var aftur og dyr stóðu á gátt
Georg Trakl kyr eins og ungt lík hvftt
lagði gnístandi andvaka tðnnum
úr klóróformdraumi um eter í kókaínljóð
Og Orfeus hrærði í lútu
Orfeus hrærði í lútu
Marmaragrár lagði tíminn af stað
flaug oddflug ofar á eftir
ofar varð gulltafla rist
framandi þegjandi skugga
og yst reis fallandi tónn með tign
Orfeus steigfram öðrum ákveðnum fæti
Og Orfeus steig ákveðnum öðrum fæti
Framan af rökkri er Orfeus baðaður
vængjum
hann hrærir í lútu
Meðal annarra orða heldurkonan sinn veg
hverfur fyrir apríl og hafnar f júlí
verður að draumi úr steini sem verður
loks mugga
Og Orfeus eins og úr draumi.
Jorge Luis
Borges
Blindi maðurinn
sem slær staf sínum
hikandi í og rótar í tíma
hefur nú einan drauminn
ogþegir
Hsmn hefur loks
kastað af herðum sér
píramfðum og spegillinn
hnippir ekki framar í hann
hann þennan fjölmenna guð
sem renndi skipi
af morgunvötnum
þangað sem útlegðin beið hans
eins og hallandi múr
eða dreymt andlit
dauðsfædds manns.
Höfundurinn býr í Þýzkalandi.
KARLÍNA HÓLM
Haust
Falla laufin eitt og eitt
áfram þar til ekki neitt
eftir er á einum hlyn
ungan kveð ég sumarvin.
Átti bjart og indælt vor
upp óx fræ úr þröngri skor
áður var þar ekki neitt
nú uxu laufin eitt og eitt.
Kaldur vetur kveður hljóðs
kulna raddir sumaróðs
nú er mál að ljúki leik
loft er grátt en jðrð svo bleik.
Elfur tímans áfram knýr
annar dagur hreinn og nýr
kemur bæði í koti og hðll
kastar-á oss hvítri mjöll.
Höfundurinn er starfandi hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík.
Bærinn í Haukadal í Biskupstungum 1898. Húsin munu flest hafa veríð rífin nálægt aldamótunum, þegar Greipur Sigurðs-
son bóndi í Haukadal á árunum 1885-1910, endurbyggði bæinn.
Kláffeija á Héraðsvötnum þjá Flatatungu. í baksýn er Silfrastaðafjall.
Bærinn í Hriflu i Þingeyjarsýslu 1896. Hér má sjá all óvenjulegt byggingarlag. Fremst á myndinni
er baðstofa, eldhús í miðið og loks búr. Þegar myndin var teiknuð, var ungur maður að alast upp
/ þessum bæ og átti síðar eftír að verða mikill áhrífamaður: Jónas Jónsson, sem löngum var kennd-
ur við Hriflu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. OKTÓBER 1987 7