Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Qupperneq 12
Felix Thoresen
Gengu með málverk
út úr Tate Gallery
Aveginum til Damaskus stendur maður og
skimar útí fjarskann; við vegarbrúnina stend-
ur ferðaritvél og uppvið hana hafa verið lagðar
málaratrönur. Ofanúr himinhvolfinu hellist
sólarliósið yfir landið og bakar allt sem á því
Samtal við Felix
Thoresen norskan
rithöfund, málara og
ferðalang, sem búið
hefur í Beirút, ^
Grikklandi og írlandi
þar sem hann lét málefni
þjóðernissinna til sín
taka. Hann var hér á
rithöfundaþinginu í
haust.
Eftir KJARTAN ÁRNASON
hrærist. Ekki er maðurinn að elta uppi
Davíð konung til að gera honum skráveifu
og því hefur drottinn kannski ekki séð
ástæðu til að tala til hans af himnum ofan
og snúa honum til rétttrúnaðar; nei þessi
maður á hvorki sökótt við gvuð eða menn
— hann er bara á puttaferðalagi.
Lengi hefur hann rýnt inní hillingamar
þegar hann um síðir sér bíl nálgast; hann
þeytir þumlinum á loft og viti menn: bíllinn
stansar. Maðurinn hleypur til með trönumar
og ritvélina og biður ökumanninn bíða eitt
andartak; síðan vindur hann sér bakvið stór-
an stein sem stendur við vegkantinn og
fyrren varir standa sjö stórar úttroðnar
ferðatöskur á veginum; hiklaust hleður hann
farangri sínum á bílinn meðan ökumaðurinn
situr orðlaus og gapandi undir stýri; að lok-
um stekkur maðurinn sjálfur um borð og
hlær og klappar ökumanninum í bak og
fyrir og lofar þolinmæði hans og rausnar-
skap. Síðan silast bíllinn af stað eftir
veginum til Damaskus.
„Ég hafði varla verið í borginni nema
fáeina tíma þegar gráskeggjaður öldungur
kom til mín og spurði hvort ég kynni að
teikna. Jú, ekki gat ég neitað því. Fylgdu
mér, sagði hann, og leiddi mig inní dimma
búðarholu þar sem öllu ægði saman; þaðan
inní bakherbergi og enn innar gegnum ótal
kytrur og allt umhverfið var nákvæmlega
einsog ég hafði ímyndað mér í Austurlönd-
um. Loks staðnæmdist öldungurinn innst í
byggingunni og tók upp af litlu borði illa
skreyttán pakka utanaf þvottaefni. Geturðu
teiknað svona vel, spurði hann. Já og bet-
ur, svaraði ég hógvær og þarmeð var ég
orðinn auglýsingateiknari í Damaskus; þetta
var einhvem tíma á sjötta áratugnum."
Gestur A Bókmenntahátíð
Segir Felix Julius Patrick Hartmar Thore-
sen, fæddur í Kragero 30. janúar 1923,
norskur rithöfundur, málari og ferðalangur
og einn af gestum Bókmenntahátíðar hér
um daginn.
„Ég hef ferðast geysimikið um Evrópu
og Austurlönd nær. Satt að segja fór ég á
puttanum um alla álfuna með töskumar sjö
og gekk bara vel.
Eitt sinn bjó ég í kristna hlutanum í
Austur-Beirút í Líbanon, löngu áður en allt
fór þar í bál og brand. Én ég skildi ekkert
í því hvað íbúðin sem ég tók á leigu var
ódýr þráttfyrir að hún trónaði efst á háhýsi
á góðum stað með útsýni til ailra átta; mér
líkaði þetta auðvitað vel en það var ekki
fyrr en komið var frammá sumar að ég
skildi hversvegna leigan var svona lág; íbúð-
in var með öllu óvarin fyrir sól og hitinn
þar varð fullkomlega óbærilegur, ég hafðist
ekki með nokkru móti við í henni á daginn
og gat reyndar bara rétt skotist heim yfir
blánóttina til að sofa. Á endanum gafst ég
upp og flúði uppí fjöllin við Sídon. Eg sett-
ist að í litlu þorpi og mitt fyrsta verk var
að mála mynd af gamalli konu sem lá fyrir
dauðanum. Og meðan ég málaði var her-
bergið hennar sneisafullt af ættingjum sem
hlógu og sungu og skemmtu sér konung-
lega; sú gamla formæiti mér og óskaði
ævarandi bölvunar því hún vildi ekki láta
mála sig en þess á milli voru ættmenni
hennar að kyssa hana og kjassa og klappa
hátt og lágt í takt við sönginn; og um leið
og kerla fór að halla um of var einhver
kominn til að rétta hana við og snurfusa
svo hún tæki sig nú vel út á mynd. Daginn
eftir að ég lauk myndinni dó konan. Það
varð mikil sorg og harmagrátur í þorpinu,
hver einasti maður syrgði þessa gömlu konu
enda hafði hún verið ættmóðir flestra þorps-
búa. Sorgin var jafn djúp og gleðin hafði
áður verið mikil og mér varð ósjálfrátt hugs-
að til þess hvemig farið er með gamalt fólk
í okkar heimshluta þarsem oft er komið
fram við það af fullum fjandskap eða í besta
falli algjöru afskiptaleysi.
Norrænn Heilagur Elías
En þorpsbúum þótti myndin takast svo
vel að þeir báðu mig gera málverk af heilög-
um Elíasi. Ég tók því vel og málaði hann
einsog Óðin með sverðið reitt til höggs yfír
höfði sér reiðubúinn að skilja milli bols og
höfuðs á fómarlambi sínu, hausamir rúlluðu
allt í kringum hann. Menn vom stórhrifnir
af þessum hánorræna Elíasi og áðuren
myndin var þomuð var hún drifin í helgi-
göngu og ég með. En þráttfyrir hróp mín
og köll brá mönnum heldur betur í brún
þegar þeir Iutu að myndinni og vildu kyssa
blóðið og komust að því að það var enn
ekki storknað! Þetta vom alltaðþví undur
og stórmerki. Síðan var heilagur norrænn
Elías hengdur upp í kapellu fjallaþorpsins
við Sídon og hangir þar vísast enn.
Svo bjó ég í Kairó og þar hafði ég þjón
sem hét Abdúl, brosmildan mann og glaðleg-
an — nú hefur túrisminn máð brosið af
andlitum Egypta — jæja, seinna flutti hol-
lenskur myndlistarmaður inní íbúðina til
mín en þegar hann fór að vinna með sem-
ent á stofuborðinu hvarf Abdúl á braut og
var nóg boðið; hafði þó kynnst ýmsu ...
Eftir þetta fór ég með töskumar mínar
til Þýskalands til að vinna í leikhúsi í Frank-
furt en þegar til kom var náunginn sem
hafði lofað mér vinnunni við störf á Eng-
landi og ekki væntanlegur í bráð og enginn
vildi taka ábyrgðina á að ráða mig að hon-
um fjarstöddum. Ég ráfaði um stræti
borgarinnar slyppur og snauður og renndi
öfundaraugum innum glugga veitingahús-
anna þarsem matargestir vom að háma í
sig ijúkandi krásir. Eg hafði aldrei á ævinni
verð jafn hungraður. En á þessu eigri mínu
um götumar hafði ég þó rænu á að spyij-
ast fyrir um vinnu og áður en klukkan sló
12 var ég orðinn námuverkamaður í Rúhr-
héraðinu! Ég var settur í viðgerðarflokk sem