Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Side 14
Sesselja brosti á móti. Hana langaði til að segja eitthvað glaðlegt líka, eða bara eitthvað, sem ekki skipti máli. En orðin vildu ekki koma. „Heldurðu þú sért nú með nóga aura?“ spurði hún loks og skammaðist sín um leið. Og þó að hann brosti til hennar ögn stríðnis- lega og hlýtt í senn, fann hún að hún var hlægileg. Það var margbúið að tala um fjár- málahliðina, margbúið að tala um hana, það átti ekki við lengur, var útrætt mál; auk þess ekki hennar deild. Nei, ekki hennar deild. Það er einkenni- legt, hvað litlu maður ræður um líf sitt. Þegar drengurinn kom í loftköstum og ljóm- aði aliur og sagði að pabbi, að pabbi... Jú, pabbinn ætlaði að kosta hann utan þangað til hann fengi námslán. Á þeirri stund hafði hún fengið sting í hjartað. Hún hafði beinlín- is fundið til líkamlegs sársauka. Hann er að kaupa frá mér drenginn, hann er að kaupa frá mér drenginn, hafði hún hugsað. Nei, nei. Svona má ég ekki láta, svona má ég ekki látal Ég verð að hugsa um hvað drengnum er fyrir bestu. En af hveiju skaut þá upp í kollinum á henni minningum um það, þegar lítið var að borða og meðlagið lét ekki sjá sig? Þeg- ar hún var of stolt til að hringja og leita réttar síns? Því að örlögin höfðu hagað því svo, að þetta var hennar drengur og einsk- is annars, og þau áttu bara hvort annað að, og henni bar skylda til að sjá honum farborða, því að engum öðrum hafði verið falin umsjá hans. Og svo er hann allt í einu frá mér tekinn. Nei, ég verð að hugsa um Böðvar. Hún leit á drenginn sinn, þar sem hann stóð enn við gluggann. Sá hún rétt? Var sem eftir- væntingin skini meira að segja af baksvipn- um? „Er ekkert sem þú hefur gleymt?" spurði Sesselja, „engin bók, eða neitt, sem þér þykir vænt um.“ Pilturinn leit við og brosti. „Nei, mamma mín, ég hef allt, sem ég þarf.“ Og um leið og hann sleppti orðinu flugu að honum hugsanir. Þarf. Hvers þarf manneskjan við? Hvað þarf ungur maður, sem fær að læra það, sem hug hans dreymir í útlöndum? Hvers vegna þarf hann að fara til útlanda? Eða vill hann það, vill hann það endilega? Hvers vegna þarf ég að skilja þig eina eftir, mamma? Hún reyndi að brosa á móti og fann, að sér mistókst. Ég má ekki láta hann finna þetta, hugsaði hún, ég má ekki láta hann finna það. Nú er kominn rétti tíminn. Hún færði til eldhúskollinn og teygði sig upp í efstu hilluna. Hún tók þar fram lykil úr bolla og gekk að gamla skápnum, sem aldrei mátti opna. Pilturinn fylgdist með þessari óvenjulegu athöfn. „Komdu héma, Böðvar minn,“ sagði hún og tók gamlan blaðapappír utan af bók. „Þessa bók átti hann séra Böðvar langafí minn, hún er árituð með Böðvarsnafni." „Hvaða bók er þetta?" spurði drengurinn. „Þessa bók áttu að eiga og ekki skilja við þig. Þetta er gömul guðsorðabók.“ „Heldurðu ég lesi nú mikið í henni, mamma mín,“ sagði drengurinn og leit und- an, ef ske kynni að tár spryttu fram, því að maður lætur ekki sem manni bregði, þó að verið sé að gefa úr sér hjartað. Síðan kyssti hann móður sína léttilega og klapp- aði henni tvisvar um axlimar áður en hann vék sér undan. Hann handlék bókina með fjarri forvitni og lagði hana síðan varlega ofan í ferðatösk- una. „Heldurðu ég botni nokkuð í þessu gamla guðsorðastagli?" sagði hann svo og brosti. Hún leit á hann og svaraði ekki. Skrítið, hugsaði hún. Eftir þessari stundu hef ég í rauninni beðið alveg frá því hann var skírður. Svo var það þá ekki meira og tók svona fljótt af. „Hafðu hana með þér,“ sagði hún loks, eins og annars hugar. Kyrrð næturinnar færðist yfir. Hún stóð lengi við gluggann eftir að pilturinn var sofnaður. Hún fann enga svefneirð. Loks var himininn orðinn svartur. Þama í myrkrinu svaf sólin og bjó sig undir nýjan dag, og þama inni í herbergi svaf hann Böðvar og safnaði kröftum til að mæta sínum nýja degi. „Hlakkarðu til?“ var það síðasta sem hún hafði spurt hann áður en þau gengu til náða, og hann hafði svarað stiililega: „Já.“ Auðvitað. Hún vissi það vel. Honum fannst, að nú væri hans raunverulega líf að hefjast. Hans líf. En var það ekki undarlegt, eftir öll þessi ár, að einmitt f þessum sömu ljósaskiptum, var hennar eigin lífi að byija að ljúka. Hann setti á með hríðarmuggu aftur. Svo tók að bjarma af nýjum degi. Höfundurinn er leikstjóri og fyrrum þjóðleik- hússtjóri. Dagurinn og nóttin blönd- uðust einkennilega þetta kvöld. Hann tók að dimma nokkuð snemma. Það var föl á jörðu og örlítil hríðar- mugga og ekki þétt úrkoma. En í gegnum ljósan mökkinn sá til sólar og í ljósrauða birtu. Og sólin var lengi að setjast, líkt og henni dveldist í sársauka sínum og dagurinn streittist í lengstu lög á móti því að ganga myrkrinu á vald. „Mamma, viltu sjá,“ sagði pilturinn, og svo stóðu þau bæði þögul við gluggann. Hún tók um axlir honum, eins og hún hafði svo oft gert, þegar hann var minni. Hann losaði sig með hægðinni og vonaði, að hún tæki ekki eftir því; hann þoldi ekki snert- ingu. Auðvitað tók hún eftir því, en varaðist að líta á hann, svo að þeim þætti ekki fyr- ir, báðum. Hún gekk frá glugganum, settist í stól og sagði: „Er þetta ekki gjömingaveður." Hann fann hjá sér hvöt tii að gera gott úr og segja eitthvað léttilega og hlýlega, en hann kom einhvem veginn ekki orðum að neinu. Úrkomunni var að slota, varla meira en gisin hundslappadrífa, og himininn orðinn eldrauður. „Ég hef aldrei séð svona áður, sagði hann. Sesselja Böðvarsdóttir leit á son sinn: „Ég man það nú ekki,“ sagði hún, „það er sosum fátt nýtt undir sólinni. En undarlegt hvað maður man lítið." „Þetta er nýtt,“ sagði pilturinn með glettnisglampa, „og auk þess er það ekki undir sólinni, heldur stafar frá sólinni." Hann fann skýrt, að hann hafði þessa löngun til að slá á létta strengi, segja alla hluti glaðlega, rétt eins og ekkert væri. En um leið var hann að velta því fyrir sér, hvort henni þætti það óheiðarlegt, ekki hljóma satt og rétt, eins og hann væri að blekkja hana vísvitandi. „Þetta er alveg nýtt kvöld og alveg nýtt sólsetur," sagði hann. „Þú átt við: Á morgun er nýr dagur," sagði hún. Hann svaraði engu og stóð kyrr við gluggann. Hún sat líka kyir og einhvem veginn aðhafðist ekkert. Henni var fróun í því að líta í átt að töskunni og fara í hugan- um yfír plöggin: skyrtumar þijár, allar tandurhreinar, peysuna, sem hún hafði lag- að, þar sem stroffíð hafði raknað, buxumar tvennar (hún hafði gert við saumsprett- una), nærfötin, líka hrein og sokkamir stoppaðir. Henni fannst það verst, hvað hann var illa skóaður. En skór yrði þá það fyrsta, sem hann yrði sér út um, ef í ljós kæmi, að endar næðu saman og eitthvað yrði afgangs. „Nú hefur hann alveg stytt upp skuggann af húsunum ber við himininn eins og stór- borg í fjarska," sagði hann. „Já,“ svaraði hún lágt. Állt í einu fannst honum hann hefði ver- ið óþarflega grimmur. Hvað kom stórborg málinu við? Honum varð litið á ferðafötin, sem héngu utan á klæðaskápnum. Hvað var hann að gera, af hveiju var hann endilega að fara? Því gat hann ekki verið kyrr héma heima og lært eitthvað, sem hér mætti læra? Bara eitthvað. Þá yrðu þau saman áfram, eins og þau höfðu alltaf verið. „Eigum við ekki að setja sjónvarpið í gang í kvöld?" spurði hann. „Ænei,“ sagði hún aðeins. Og hann fann, að allt sem hann sagði varð rangt og sær- andi. Því skyldi hún horfa á sónvarp í kvöld? Hún gæti horft á sjónvarp öll hin kvöldin, sem kæmu, hún myndi ugglaust horfa á sjónvarp öll hin kvöldin. Sólin var horfín af sjóndeildarhringnum, en það var eins og hún hefði tyllt sér þar fyrir neðan um stund og ætlaði sér þar sinn tíma, því kvöldroðinn lét sig ekki, dökknaði ekki einu sinni. Og nú var hún byijuð þessi undarlega drífa aftur. „Svona veður er nú varla til í útlandinu," sagði hann og brosti. Mynd: RUT REBEKKA LJOSASKIPTI Smásaga eftir Svein Einarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.