Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 3
E ISSBHX MORGUNBLADS I N S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af málverki Kristínar Jónsdóttur listmál- ara, Uppstillingu frá því um 1930. Myndin er birt í tilefni útkomu listaverkabókar um Kristínu, sem Bóka- útgáfan Þjóðsaga gefur út um þessar mundir. Textann skrifar Aðalsteinn Ingólfsson og hefur Lesbók fengið leyfi til þess að birta kafla, þar sem segir frá tildrög- um þess að Kristín fékk áhuga á listnámi og svo því, hvemig henni tókst að fjármagna námið. Námur eru heildarheiti á temakonsertum, sem íslenzka Hljóm- sveitin hefur fyrirhugað og verður sá fyrsti haldinn í Hallgrímskirkju í dag. Pjórir listamenn vinna saman um temað LANDNÁM ÁISLANDI: Sigurður Pálsson hefur ort ljóð, sem Kristján Jóhannsson syngur við lag Þorkels Sigurbjörnssonar og afhjúpuð verður við það tækifæri mynd Gunnars Arnar listmálara um land- námið. JOSEF BRODSKÍ Kvæði um blinda tón- snillinga Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku Þeir blindu fara ferða sinna að nóttu. Þá er alltaf auðveldast að ganga yfir torgið. Þeir blindu lifa lífinu fálmandi, fara höndum sínum um heiminn, þekkja hvorki Ijós eða skugga, þukla steina: úr steinum gera menn veggi. Bakvið þá búa karlmenn; konur, börn, peningar. Þessvegna eru þeir traustir, betra að ganga leiðina meðfram þeim. Og tónamir — vinna ekki á þeim. Steinarnir gleypa þá í sig. Og tónamir deyja inni í steinunum, teknir til fanga. Það er slæmt að deyja að nóttu. Það er slæmt að deyja fálmandi. Þá er alltaf einfaldast að gera einsogþeir blindu ... Þeir blindu ganga yfir mannlaus torg. Höfundurinn fékk Nóbelsverð- laun í bókmenntum á þessu ári. Alkunna er að í ýmsum frumstæðum þjóðfélög- um hafa tíðkast og tíðkast víst enn ýmiss konar manndómspróf. Ungir menn verða að gangast undir margs kyns píslir til að verða álitnir fullgildir karl- menn. Þeir eru t.d. stungnir oddum, skornir hnífum, varimar teygðar fram, eyrum út, hárið af og fleira mætti telja. Hér heima á íslandi skilja menn bara ekkert í slíku hátta- lagi og prísa sig sæla að þurfa ekki að sanna gildi sitt með þessum skelfílega hætti. En hér sannast enn sem oftar að flísin í auga náungans verður oftast sýnu augljósari en bjálkinn í eigin auga. I ímyndaðri fullkomn- un okkar gleymist gjama að hér tíðkast svo grimm manndómspróf að jaðrar við kvala- losta. Og mörg þeirra verðum við að gangast undir löngu eftir að sannast hefur á okkur, a.m.k. sum okkar, manndómsleysi í flestum hagnýtum greinum. Ein þessara manndómsrauna, sem flestir verða að þola, er að skipta um bíl, selja þann gamla og kaupa annan nýjan. Sú raun er að því leyti ægilegri en manndómspróf fmmstæðra þjóða að hann verðum við að þola oft, allt frá unglingsaldri þar til yfir lýkur. Samt kvíða menn fyrir því að deyja. Allir vita að tröllasögum miklum fer af bílaviðskiptum á íslandi. Þess munu mý- mörg dæmi að menn selja bíla sína í góðri trú og fá þá síðan aldrei borgaða að fullu. Eftir sitja harmi lostnir seljendur sem annað hvort sætta sig við tjónið eða „leita réttar síns" og tapa þá oft enn meiru. Þessi skip- an mála kallast „að búa í réttarríki“ og er þegnum þess ríkis oft ákaflega dýrkeypt. ■ Því er það mjög vænlegur kostur, sem sumum býðst, að fara bara með gamla bílinn sinn til umboðsins, kveðja hann þar og þakka fyrir sig og aka síðan á braut á öðr- um nýjum. Þessi lausn líktist engu öðru en himnasendingu fyrir mér þegar ég skipti um bíl fyrir nokkru. Jeppinn minn var orð- inn íjögurra ára gamall og ég gerði mér grein fyrir að við yrðum að skilja. Og ef menn halda að það hafí verið tregalaust af minni hálfu og okkar hjónanna þá get ég fullvissað þá um að okkur var hreint ekki sama. Jeppinn okkar var fullgildur meðlimur fjölskyldunnar enda engin skömm að hon- um. Hann hafði líka þegið gott atiæti og jafnan verið þveginn, bónaður, ryksugaður Foxer og almennt verið vel við haldið. Hann átti það líka vel skilið. Hann hafði þjónað okkur af slíkri dyggð og fómfysi að lýsingar undir- gefnustu hjúa blikna í samanburði við hann. Hann hét Fox. Það reyndist auðsótt mál hjá umboðinu að taka Foxinn gamla upp í annan nýjan sömu gerðar og þótt skömm sé frá að segja fór ég strax að hlakka til að skipta. Svona er maðurinn ófullkominn. Og dag nokkum er leið að tímamótunum fór ég með „þann gamla“ niður í bílasölu umboðsins til að láta meta hann til ij'ár. Mér leið eins og ég get ímyndað mér að manni líði sem leiðir reiðhest sinn til slátrunar af því að hann hefur augastað á öðrum yngri og föngu- legri sem honum þykir meiri sómi að. Eða manni sem skilur við konu sína til að góma yngri konu og sprækari. Samt var ég tölu- vert stoltur þegar ég sýndi sölumanninum í bílasölunni nýbónaðan og snyrtan Foxinn. Hann var næstum eins og nýr. Eftir að hafa grandskoðað bílinn, sparkað í hann, kannað dekkin, kíkt undir hann (sem má við bíla) og ekið honum um nágrennið féll dómurinn. Tvö hundruð þúsund. TVÖ HUNDRUÐ ÞÚSUND. Ég brást reiður við og spurði manninn hveiju það gæti sætt að ég sæi sams konar bíl sömu árgerðar fyrir utan hjá honum á kr. 340.000,- og hann bæði óhreinan og ryðgaðan. „Það er bara fólkið sem ræður því,“ var svarið. Meðfædd hæverska mín kom í veg fyrir að ég innti hann eftir til hvaða tegundar sölumenn teldust. En mað- urinn tók upp vasatölvu og fór að reikna með svo dramatískum tilburðum, virðuleg- um svipbrigðum og spekingslegum augna- gotum til himins að mér féll allur ketill í eld. Síðan sýndi hann mér fram á að jepp- inn minn væri hreint ekki meira virði. Ég reyndi að malda í móinn en maðurinn var kominn með þetta harða blik í augun sem menn fá þegar þeir hafa ákveðið að hlusta ekki á rök. Lokaorðin voru: „Þú ræður hvort þú sættir þig við þetta verð." Og hvað getur maður svo sem gert ann- að? Eg steig upp í jeppann og ók á brott en þunglyndisskýin hlóðust upp á skaphim- ininn. Það bætti ekki úr skák að næsta dag yrði ég fertugur að aldri og ég fór að hugsa um hverfulleikann í lífinu og það verðhrun sem aldrinum fylgir. Samt vorkenndi ég Foxinum meira. Hann hafði verið lítillækk- aður, nánast svívirtur, með skammarlegum hætti. Og ekki gat hann borið hönd fyrir höfuð sér. Loks fór ég að hugsa um þann toll sem það tæki af kennaralaununum að gamli bíllinn skyldi svo lágt metinn og dag- urinn missti líf og lit. Tveimur dögum síðar sótti ég nýja bílinn minn og skilaði þeim gamla. Og þrátt fyrir að geðslagið væri ekki enn fallið í gömlu skorðurnar eftir hremmingarnar við matið get ég ekki leynt því að ég fann talsvert til mín þegar ég ók úr hlaði á nýja Foxinum mínum. Ég gleymdi t.d. alveg að kveðja þann gamla sem eftir stóð við bílasöluna heldur lúpulegur. Hver nennir líka að kveðja bíl sem fellur svona í verði, ég bara spyr. Mér fannst hann hafa leikið á mig, brugð- ist mér á stund neyðarinnar. Um kvöldið gekk mér illa að sofna. Mér fannst sem mér hefði farist skammarlega við vin minn og þræl, skilið hann eftir í höndum manna sem auðsýndu honum aug- ljósa fyrirlitningu. Ég sá hann fyrir mér þar sem hann horfði hnípinn á eftir mér þar sem ég ók rígmontinn úr hlaði bflasölunnar á nýja Foxinum. Þegar ég loksins sofnaði dreymdi mig illa. Jeppinn var þá í haldi hjá óvinum sem gerðu gys að honum og hróp- uðu í sífellu: „Heldurðu að þú sért einhvers virði, ha?“ Næsta morgun heimsótti ég bflasöluna til að bæta fyrir vanrækslusyndirnar og kasta að minnsta kosti kveðju á þjón minn. En viti menn, undrun minni verður ekki með orðum lýst þegar ég sá þann gamla standa fyrir framan söluna með sölumiða í öðru auganu. Á miðanum stóð verðið, 330.000,- krónur. Mér fannst gamli Foxinn minn alls ekki niðurdreginn nú, jafnvel montinn, líklega var hann upp með sér vegna þessa nýja frama. Á leiðinni heim var ég í undarlega góðu skapi. Ég samgladdist vini mínum sem hafði vaxið svona í áliti á nokkrum klukkustund- um. Ég hugsaði með mér: Kannski er maður bara einhvers virði þótt maður sé orðinn fertugur. En svo fór ég að hugsa um pen- inga sem aldrei kann góðri lukku að stýra enda sannaðist það nú. Ég fór nefnilega að hugsa um þessar 130 þúsundir sem bílasal- an tæki fyrir að koma Foxinum milli eigenda — sem kostaði það að ég komst í manndráps- skap sem, eins og allir vita, er bæði leiðinlegt og hættulegt fyrir hjartað, einkum ef menn eru orðnir fertugir. Auðvitað hefði ég átt að halda áfram að samgleðjast mínum gamla félaga að verða nú loksins metinn að verðleikum. Þetta með 130 þúsundin er nefnilega kallað: sjálfsögð þjónusta við við- skiptavini fyrirtækisins. Én allt í einu rifjaðist það upp fyrir mér að fox er gamalt íslenskt orð sem merkti svik. Fox er illt í öxi, kvað Skalla-Grímur Kveldúlfsson forðum og átti við að öxin væri svikin. Jæja, hugsaði ég með mér, manni var nær að kaupa sér bfl sem héti Fox, sjálfum íslenskukennaranum. Maður hefði svo sem átt að vita að fískur lá undir steini. En svo sá ég náttúrlega að ég var á villigötum. Hvemig áttu japanskir framleið- endur að vita að fox merkti svik? Nei, það var óhugsandi. Aftur rann upp fyrir mér skært ljós. Fox merkir á ensku refur. Ég skildi strax að það var engin furða þótt sá yrði fyrir refsskap sem keypti sér bíl sem héti Fox. Auðvitað var þetta mínu eigin andvaraleysi að kenna. En ég var ekki svo skyni skroppinn að ég sæi ekki í hendi mér hvers kyns klækja- jeppi Foxinn væri. Þama hefði hann snúið að því er virtist vopnlausri vörn í sókn. Fyrirlitinn, smáður og einskis metinn hefði hann kastað tötrum sínum og sjá; í stað kolbítsins verðlausa blasti við fagurbúinn prins, fokdýr Bráðum kæmi prinsessa og keypti hann. Ég samgladdist honum af heil- um hug og öfundaði hann jafnvel pínulítið í laumi. Og svona náði ég sáttum við tilveruna, guð og bflasöluna og öll tilvistarkreppuein- kenni hurfu sem dögg fyrir sólu. Ég ek nú um rígmontinn á nýja Foxinum mínum þótt ég viti svo sem að þetta er refur. Stundum stríði ég honum svolítið og segi í hálfum hljóðum svo enginn heyri: Þú ert nógu helvíti glæsilegur núna, en bíddu bara. Hvers virði heldur þú að þú verðir eftir fjög- ur ár? En ég passa mig auðvitað á því að ganga of langt. Þetta er svoddan bölvaður Fox. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.